Morgunblaðið - 13.06.2009, Side 8
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
HUMARVEIÐI hefur gengið held-
ur vel á vestursvæðinu en lakar fyrir
austan. Veiðin virðist ekki vera eins
góð og síðustu tvö ár en sjómenn
telja að nóg sé af humri. Mikil vinna
er fyrir skólafólk við humarvinnsl-
una. Aðalslagurinn hjá stjórnendum
fyrirtækjanna er að selja afurðirnar.
Verðið hefur lækkað frá síðasta ári.
„Þetta gekk gríðarlega vel í fyrra,
þá var góð veiði á öllum veiðisvæð-
um,“ segir Einar Sigurðsson, út-
gerðarmaður í Auðbjörgu í Þorláks-
höfn, sem rekur humarvinnsluna
Atlantshumar. Hann rifjar um leið
upp að ekki séu mörg ár liðin síðan
illa var spáð fyrir humarstofninum.
Veiði var léleg og fiskifræðingar
svartsýnir. „Svo þaut þetta upp fyrir
þremur árum og hefur verið gott síð-
an,“ segir Einar.
Víðar kreppa en á Íslandi
Humarvertíðin stendur frá því í
mars og fram eftir sumri, misjafnt er
eftir útgerðum og vinnslum hvenær
byrjað er og hvenær hætt. Mesta
vinnslan er í Þorlákshöfn þar sem
þrjár öflugar humarvinnslur starfa,
á Hornafirði og í Vestmannaeyjum.
Í upphafi vertíðar eru framleið-
endur að kljást við kaupendur um
verð og stendur sú barátta enn.
Mestu verðmætin liggja í heilum
humri og hann er mest seldur til
Spánar. Verðið hefur lækkað frá því
í fyrra, í erlendri mynt, um þriðjung
eða meira. Humarhalarnir eru mest
seldir til Kanada og Bandaríkjanna.
Humarinn er hágæðavara og
verðið eftir því. Alþjóðlega fjár-
málakreppan hefur áhrif á mörk-
uðunum, ekki síður en hér. Salan fer
rólega af stað. Stefán Friðriksson,
aðstoðarframkvæmdastjóri Vinnslu-
stöðvarinnar í Vestmannaeyjum,
segir of snemmt að tala um sölu-
tregðu. „Það getur verið að þetta
taki lengri tíma, en verðlækkunin
hlýtur að verða hvati til sölu. Allt
selst þetta á endanum.“
Einar Sigurðsson vekur athygli á
því að í fyrra hafi framleiðendur orð-
ið að taka á sig birgðahaldið og þar
með aukinn kostnað. Það munar um
það, því í fyrra fóru síðustu sending-
arnar ekki úr frystigeymslunum fyrr
en liðið var á janúar en áður var allur
humar farinn úr landi í október eða
nóvember.
Humarinn heill í gegn
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Flokkun Gæði humars byggir á því að hugað sé að hráefninu, frá veiðum til fullfrágenginnar vöru. Fólkið sem
flokkar humarinn inn í vinnsluna og raðar honum á færiböndin, er mikilvægur hlekkur í keðjunni.
Ágæt humarveiði er á vestursvæðinu en lakari fyrir austan Spánverjar borga þriðjungi minna fyrir
heila humarinn en á síðasta ári Enn er glímt við kaupendur og salan heldur treg
Vinnsla á humri hefur safnast á
þrjá staði. Mest er unnið í Þor-
lákshöfn en öflugar vinnslur eru
einnig á Hornafirði og í Vest-
mannaeyjum. „Ég er búinn að vera frá þessu í
nokkur ár en veit að það var
mokveiði í fyrrasumar. Þetta er
miklu daufara núna, hér fyrir
austan,“ segir Björn Lúðvík
Jónsson, skipstjóri á Erlingi SF
65, humarbát Skinneyjar-
Þinganess á Hornafirði.
Björn hefur verið á humri frá
1966, með hléum. Hann segir að
humarinn sé sérstaklega við-
kvæmur fyrir umhverfisbreyt-
ingum. „Það eru einhver skilyrði
í sjónum núna sem valda þessu.
Það eina sem við vitum er að það
er nóg af humri en hann er bara
ekki veiðanlegur,“ segir Björn.
Þá hafa verið lélegar gæftir.
Betur hefur veiðst á vest-
urhluta veiðisvæðisins, öfugt við
það sem oft hefur verið. Björn
reiknar með að færa sig vestar
ef veiðin lagast ekki.
Humarinn gefur
ekki færi á sér
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2009
„ÞETTA eru mikil verðmæti. Mað-
ur hugsar um humar frá því eld-
snemma á morgnana þar til maður
leggst á koddann á kvöldin alla ver-
tíðina,“ segir Gísli Eiríksson, verk-
stjóri hjá Atlantshumri í Þorláks-
höfn.
Gríðarleg vinna er við vinnslu
humarsins enda eftir miklu að
slægjast þegar vel tekst til. Hún
gengur öll út á það að afurðin verði
sem best og kaupendur vörunnar á
erlendum markaði geti ekki fundið
að neinu. Mest er lagt upp úr því að
nýta sem mest af hráefninu sem
heilan humar og sem mest í stærsta
flokkinn og þann verðmætasta.
Mestu kröfurnar eru jafnframt
gerðar til dýrasta flokksins. Brotni
humarinn og sá smærri er slitinn og
halarnir frystir.
„Hitinn er okkar mesti óvinur,“
segir Gísli Eiríksson. Hráefnið hitn-
ar um leið og það kemur í frysti-
húsið og því eru öll tækifæri notuð
til að kæla það sem fyrst og mest.
„Þetta kvikindi lifir á botninum og
því koma með því ýmis óhreinindi.
Við þurfum að vinna þetta á sem
mestum hraða, annars fáum við
sorta-sýkingu og ýmis vandræði.“
Konurnar vinna við að raða
humrinum í bakka í ákvæðisvinnu
og því gengur mikið á. Það getur
verið mikil púsluspil þannig að
þyngdin og fjöldi humra passi við
það sem á að vera.
Humarinn er vigtaður og skráð-
ur margsinnis þegar hann fer í
gegn um vinnsluna og öskjurnar
eru stöðugt yfirfarnar. Ef einn
humar fer skemmdur í öskju út á
markaðinn verður öll askjan verð-
laus. „Það bitnar á okkur ef hægt
er að finna að. Annars fengum við
góða umsögn frá kaupendum í
fyrra,“ segir Gísli. helgi@mbl.is
Hugsar um humar allan sólarhringinn
ENDURREISN
heimila og fyrir-
tækja verður í
brennidepli á
miðstjórnarfundi
Framsóknar-
flokksins í dag.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson,
formaður flokks-
ins, flytur yfirlitsræðu við upphaf
fundarins en jafnframt munu þrír
gestir vera með erindi þar sem
fjallað verður um endurreisn heimila
og fyrirtækja.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir hagfræð-
ingur mun fjalla um stöðu og horfur
íslensks efnahagslífs, Jón Gunnar
Jónsson ræðir um endurreisn fjár-
málakerfis og atvinnulífs og Björn
Þorri Viktorsson, hæstaréttarlög-
maður og fasteignasali, mun fjalla
um endurreisn fjárhags heimilanna.
Í framhaldi af erindunum fara fram
pallborðsumræður og stjórnmála-
ályktun verður afgreidd.
180 fulltrúar eiga sæti í miðstjórn
Framsóknarflokksins, þar á meðal
eru allir alþingismenn flokksins.
Skv. reglum Framsóknarflokksins
skal boða miðstjórnin til fundar
tvisvar á ári, vor og haust.
Fundurinn er haldinn í Kirkju-
lundi, safnaðarheimili Keflavíkur-
kirkju og hefst kl. 13. Að loknum
ávörpum verður fundurinn lokaður
öðrum en félagsmönnum.
Ræða end-
urreisn í
miðstjórn