Morgunblaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is SVEITARFÉLAGIÐ Álftanes þarf að endurfjármagna lán upp á um 820 milljónir á þessu ári, þar af er stærstur hluti vegna erlendra lána. Takist ekki að framlengja erlendu lánin mun sveitarfélagið borga það með innlendu láni en þar með myndi læsast inni gengistap sem gæti num- ið um 500 milljónum króna, sam- kvæmt upplýsingum frá sveitarfé- laginu. Búið er að semja um endurfjár- mögnun fyrir þetta ár, að sögn Sig- urðar Magnússonar, sveitarstjóra á Álftanesi. Þá þurfi að taka upp við- ræður við ríkisvaldið um hvernig hægt sé að koma til móts við sveit- arfélög sem þurfi að greiða erlend lán á þessu ári eða á meðan gengi krónunnar sé svo langt frá eðlilegu viðmiðunargengi. Hann segir að miðað við rekstraráætlun 2009 sé gert ráð fyrir hagnaði af rekstri og að gert sé ráð fyrir að sala á bygg- ingarétti skili um 300 milljónum. Stærstur hluti af því er væntanlega samningurinn við Búmenn, en skv. honum kaupir sveitarfélagið „bú- seturétt“ í þjónustuhúsi og fyrstu 10 íbúðirnar af 30 sem eiga að rísa í tengslum við hana. Tap sveitarfélagsins í fyrra nam 832 milljónum króna og spilar fjár- magnskostnaður vegna gengis- hrunsins þar langstærstan þátt. Tap af rekstri var um 84,5 milljónir, fyrir afskriftir og fjármagnsliði. Rekstrarvandinn á Álftanesi hef- ur aldrei verið meiri, en vandinn er þó ekki nýr af nálinni. Í skýrslu end- urskoðenda Álftaness sem fylgdi ársreikningnum 2008 segja þeir að „undanfarin ár höfum við bent for- ráðamönnum sveitarfélagsins á að skatttekjur og þjónustutekjur dygðu ekki fyrir rekstrarútgjöldum sveit- arfélagsins og leita þyrfti leiða til að bæta úr því“. Sérstaklega hafi verið bent á kostnað við uppeldis- og fræðslumál, en útgjöld til þess mála- flokks voru um 72% af skatttekjum ársins 2008 en ættu að vera nær 60%. Sveitarstjórn Álftaness hefur bent á að með réttu ætti sveitarfé- lagið að fá hærra framlag úr Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga þar sem greiðslurnar eigi að taka tillit til sveitarfélaga með hátt hlutfall barna og unglinga. Að mati sveitarfé- lagsins ætti framlagið að hækka um 150-200 milljónir. Samtök sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu hafa tek- ið undir málflutning Álftaness og hafa hvatt til að reglum sjóðsins verði breytt. Selur lóðir fyrir skuldum Skuldir Álftaness nema um 2,4 milljörðum. Eftir gengishrunið skiptast lánin um það bil jafnt á milli gengistryggðra lána og innlendra lána. Í ársreikningi 2008 kemur fram að afborganir eru að meðaltali 285 milljónir á ári á árunum 2009- 2013. Sigurður Magnússon sveit- arstjóri segir að í þriggja ára áætlun sveitarfélagsins sé ekki gert ráð fyr- ir afborgunum lána, enda sé það ómögulegt fyrr en frekari uppbygg- ing hafi styrkt bæjarsjóð. Stefnt sé að því að afla tekna með sölu á bygg- ingarétti. Fram að þessu hafi einka- aðilar hirt ágóðann af uppbyggingu. „Í fyrsta skipti nú úthlutar sveitar- félagið lóðum í eignarlandi sínu og fær tekjur og hagnað í bæjarsjóð til að greiða niður skuldir og byggja upp þjónustumannvirki.“ Meira: www.mbl.is Læsist tapið inni?  500 milljóna gengistap læsist inni ef Álftanes getur ekki framlengt erlent lán  Ný sundlaug þrátt fyrir rekstrartap Fyrir stuttu var tekin í notkun ný og glæsileg 25 metra sundlaug á Álfta- nesi, 17 metra öldulaug, 12,5 metra innilaug og lengsta vatnsrennibraut landsins. Jafnframt var íþróttahúsið stækkað. Í ársreikningi 2008 kemur fram að skuldbindingar sveitarsjóðs vegna þessara mannvirkja nema um 2,5 milljörðum, miðað við 6% vexti og 30 ára leigusamning. Kostnaðar- áætlun Álftaness vegna sundlaugarinnar stendur í um 900 milljónum. Á Álftanesi var 12,5 metra útisundlaug en hún var ónýt. „Álftnesingar áttu ekki sundlaug og þá vantaði líkamsræktaraðstöðu og búningsklefa og byggja varð nýtt anddyri milli eldra húss og nýrrar laugar. Við þurfum að sinna okkar íbúum og ég tel að íbúarnir séu mjög ánægðir,“ segir Sigurður Magnússon bæjarstjóri. Talið er að öldulaugin og rennibrautin muni draga að sér gestafjölda sem muni auðvelda reksturinn. Margir íbúar úr ná- grannasveitarfélögum koma í laugina. Áætlaður aukakostnaður vegna rennibrautar var 20 milljónir og tækjabúnaður í öldulaugina var talinn kosta 8-10 milljónir. „Vantaði þetta íþróttamannvirki“ Morgunblaðið/Heiddi Flott Núvirtar skuldbindingar sveitarfélagsins, miðað við 6% vexti, vegna sundlaugarinnar nema rúmlega milljarði. Sveitarsjóður Álftaness var rek- inn með 85 milljóna tapi í fyrra áður en tekið er tillit til afborgana og vaxtakostnaðar. Sveitarstjór- inn ætlar að selja byggingarétt fyrir mörg hundruð milljónir. Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is UPPLÝSA þarf hvort það hafi verið þáttur í starfsemi íslenskra banka að stofna lögaðila í skattaparadísum og þá undir hvaða formerkjum og ef rétt reynist í hverra þágu slíkt hafi verið gert. Þetta skrifa Skúli Eggert Þórð- arson ríkisskattstjóri og Ingvar J. Rögnvaldsson vararíkisskattstjóri í forystugrein í júníblaði Tíundar, fréttablaði ríkisskattstjóraembætt- isins. Þeir segja það jafnframt verðugt verkefni að koma saman hópi sér- fræðinga sem hefði það hlutverk eitt að hafa uppi á þeim aðilum sem hafa komið óskattlögðum tekjum undan í skjóli erlendra eignarhaldsfélaga. „Óvíst er að unnt verði að koma höndum yfir þá fjármuni sem runnið hafa framhjá skattlagningu nema með beinskeyttum og markvissum aðgerðum sem hafa þann tilgang að bjarga því sem bjargað verður.“ Í upphafi forystugreinarinnar fagna Skúli og Ingvar nýjum lögum um styrkingu skattframkvæmdar. Andvígir auknu gagnsæi Þeir lýsa hins vegar yfir furðu sinni á því að fulltrúar fjármálafyr- irtækja hafi mætt á þingnefndar- fund til þess að mæla gegn sam- þykkt frumvarpsins um styrkingu skattframkvæmdar. Ríkisskattstjóri og vararíkis- skattstjóri segja að fulltrúar fjár- málafyrirtækja hafi gengið svo langt í sínum málflutningi að einn þing- mannanna hafi spurt hvort andstaða þeirra við frumvarpið væri með vit- und fjármálaráðuneytisins sem fer með eignarhald nýju ríkisbankanna. Framganga fulltrúa fjármálafyr- irtækjanna þykir þeim Skúla og Ingvari umhugsunarefni þar sem markmiðið hafi verið aukið gagnsæi og styrking skattframkvæmdar. „Með samþykkt lagabreyting- anna munu skattyfirvöld geta, eftir áratugabið, tryggt færslu upplýs- inga inn á skattframtöl og aukið skatteftirlit í því skyni að allir fram- teljendur skili þeim sköttum til sam- félagsins sem þeim ber,“ segir í for- ystugreininni. Veisla á kostnað annarra Þeir Skúli og Ingvar segja að það hafi löngum verið talin snautleg iðja að halda sjálfum sér veislu á kostnað annarra. Þannig hafi þó hluti ís- lensku þjóðarinnar hagað sér. Bent er á að í skýrslu um skatt- svik frá árinu 2004 hafi áætlaðir undandregnir skattar numið 34 milljörðum króna. „Að öllum líkindum voru þessir fjármunir vanmetnir þá og til við- bótar kemur að athafnamenn ýmsir hafa ekki dregið af sér hin síðustu ár við þá iðju að koma umsvifum sínum í skjól með stofnun eignarhalds- félaga af ýmsum toga svo hundruð- um skipti.“ Mánaðarlaun tugþúsunda Í forystugrein þeirra Skúla og Ingvars segir að líkur séu á að veru- legum fjármunum hafi verið komið undan skattlagningu í gegnum er- lenda lögaðila og án efa séu það stærstu skipulögðu skattundanskot hérlendis um árabil. Þeir benda á að meira að segja við hóflega skattlagningu, eins og 10 prósenta fjármagnstekjuskatt, neyti einstakir aðilar allra bragða. „Er það enda ljóst að miklu mun- ar um hvert prósentið þegar mögu- legur skattstofn getur numið fjár- hæð sem jafngildir samanlagt eðlilegum mánaðarlaunum tugþús- unda manna,“ segir meðal annars í forystugreininni. Héldu sér veislu á kostn- að annarra Ríkisskattstjóri vill ná undanskotnu fé Morgunblaðið/Golli Ríkisskattstjóri Skúli Eggert Þórðarson vill markvissar aðgerðir. Í HNOTSKURN »Í skýrslu um skattsvik fráárinu 2004 voru áætlaðir undandregnir skattar 34 millj- arðar króna. »Ríkisskattstjóri og vara-ríkisskattstjóri segja að að öllum líkindum hafi þessir fjármunir verið vanmetnir þá. Til viðbótar komi að ýmsir at- hafnamenn hafi ekki dregið af sér hin síðustu ár við að koma umsvifum sínum í skjól. Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is EVA Joly, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar við rannsókn á efnahagshruninu, verður aðalfyr- irlesari á ráðstefnu Evrópusamtaka kvenlög- fræðinga (EWLA) 3.-4. júlí í Reykjavík. Mun Joly nálgast þema ráðstefnunnar, mannrétt- indi og fjármálamarkaðir, út frá íslenska hruninu. Á undan henni talar Einar Már Guð- mundsson rithöfundur um hrunið. Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor og vara- forseti EWLA, segir að þátttakendur verði frá öllum Evrópusambandslöndunum og einn- ig frá Bandaríkjunum. Mikill áhugi sé á ís- lenska efnahagshruninu og Íslandi. Á ráðstefnunni verða einnig tekin fyrir um- fjöllunarefni eins og mannréttindi í framtíð Evrópu, samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja og áhrif fjármálakreppunnar á fjölskyldur. Þá verður fjallað um nýjar leiðir í jafnréttisbar- áttu á óvissutímum, markaði og áhættustýr- ingu, kynbundið ofbeldi og margt fleira. Af öðrum fyrirlesurum má nefna Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra, Hjördísi Há- konardóttur hæstaréttardómara, Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra og Steinunni Sigurðardóttur rithöfund, auk fjölda íslenskra og erlendra kvenna sem starfa við lög- mennsku, fræðistörf, embættisstörf og fleira. Ráðstefnan fer fram í Þjóðmenningarhús- inu við Hverfisgötu og er öllum velkomið að taka þátt. Að sögn Herdísar verður þátttöku- gjaldinu haldið í lágmarki, í samræmi við ís- lenskar aðstæður. Skráning fe r fram á www.bifrost.is. Fjallar um mannréttindi og markaði  Eva Joly verður aðalfyrirlesari á ráðstefnu Evrópusamtaka kvenlögfræðinga í Reykjavík  Einar Már Guðmundsson einnig meðal fyrirlesara  Mikill áhugi á efnahagshruninu Morgunblaðið/Ómar Ráðstefna Eva Joly heldur fyrirlestur í júlí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.