Morgunblaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 14
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
MÖGULEGT er að draga úr út-
streymi gróðurhúsalofttegunda á Ís-
landi um 52% til ársins 2020 ef allar
mögulegar mótvægisaðgerðir eru
nýttar. Um 64% af þessum sam-
drætti er vegna bindingar kolefnis í
jarðveg. Þetta er að því gefnu að ál-
verið í Straumsvík stækki ekki og að
hvorki rísi álver í Helguvík né á
Bakka. Þetta eru helstu niðurstöður
sérfræðinganefndar á vegum um-
hverfisráðuneytisins, en nefndin
birti ítarlega skýrslu í gær.
Í skýrslunni er ekki lagt mat á
hver heildarkostnaður gæti orðið við
slíkar aðgerðir en á hinn bóginn er
lagt mat á hagkvæmni hverrar að-
gerðar fyrir sig. Verði álverið í
Straumsvík stækkað og álver reist í
Helguvík, en í báðum tilvikum liggur
starfsleyfi fyrir, yrði útstreymi
gróðurhúsalofttegunda 3% hærra
árið 2020 en árið 1990, viðmiðunarár
Kyoto-bókunarinnar, þrátt fyrir að
gripið yrði til allra möguleika til að
draga úr útstreymi.
Ætla að draga
saman um 50-75%
Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórn-
arinnar kemur fram að minnka skuli
losun gróðurhúsalofttegunda um 50-
75% til ársins 2050 með tímasettum
og tölulegum markmiðum.
Svandís Svavarsdóttir umhverf-
isráðherra telur að skýrslan marki
tímamót. Þar væri í fyrsta sinn dreg-
in fram heildstæð mynd af þeim
möguleikum sem Íslendingar hafi til
þess að draga úr nettóútstreymi
gróðurhúsalofttegunda, með ít-
arlegri greiningu á tæknilegum og
hagrænum þáttum. Með slíka þekk-
ingu í farteskinu hafi íslensk stjórn-
völd loks öflugan grundvöll til að
ákveða raunhæfar aðgerðir til að
draga úr útstreymi gróðurhúsa-
lofttegunda á Íslandi.
Þær mótvægisaðgerðir sem
nefndin telur að sé tæknilega mögu-
legt að ráðast í fyrir árið 2020
skiptast misjafnlega milli geira.
Mestir möguleikar virðist vera fyrir
hendi í sjávarútvegi, ef ekki er tekið
tillit til kostnaðar, bæði með því að
draga algjörlega úr útblæstri við
fiskimjölsframleiðslu með því að raf-
væða framleiðsluna að fullu og draga
um 75% úr útblæstri við fiskveiðar
með aukinni notkun lífeldsneytis og
orkusparnaði. „Þetta er auðvitað
ekki ókeypis, sumar aðgerðirnar
valda kostnaði en aðrar skila hrein-
um ábata,“ sagði dr. Brynhildur
Davíðsdóttir, umhverfis- og auð-
lindafræðingur, sem var formaður
nefndarinnar. Í fiskveiðum sé m.a.
rætt um aðgerðir til orkusparnaðar
sem megi líkja við vistakstur en
einnig muni léttari veiðarfæri skila
orkusparnaði. Tæknilega er talið
unnt að draga úr losun við orku-
framleiðslu um 50%, einkum frá
jarðvarmavirkjunum og um 12,4%
frá landbúnaði.
Binding skili 32%
Þá segir í skýrslunni að marg-
víslegar mótvægisaðgerðir séu
mögulegar í samgöngum, svo sem
með því að hvetja til aukinnar göngu
og hjólreiða, bæta almennings-
samgöngur og auka notkun lífelds-
neytis og rafmagns. Ekki var talið
líklegt að mótvægisaðgerðir í iðnaði
hefðu veruleg áhrif fyrr en eftir árið
2020. Með aðgerðum í landgræðslu,
skógrækt og endurheimt votlendis
umfram það sem þegar væri áætlað,
mætti draga verulega úr nettóút-
streymi árið 2020, eða um 32%, mið-
að við að ekki verði stækkað í
Straumsvík eða álver byggt í Helgu-
vík.
„Þessar aðgerðir byggjast á því
sem er tæknilega mögulegt eins og
tæknin lítur út í dag. En munur get-
ur að sjálfsögðu verið á því sem er
tæknilega mögulegt og því sem á
endanum er framkvæmt,“ sagði
Brynhildur. Niðurstaðan byggðist á
mörgu öðru, s.s. hagvexti, ákvörð-
unum stjórnvalda og síðast en ekki
síst framlagi einstaklinga.
Samdráttur um 52% mögulegur
Tæknilega mögulegt að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um helming til ársins 2020
Enginn samdráttur mögulegur ef álverið í Straumsvík verður stækkað og nýtt álver reist í Helguvík
%&
$& ' (&
!) *
+ &, & - &
# *
* (
&. &
/. &0
&$ &
1
2&* *$&
3 1
- &
4'&-0 & 1( & & .
$
56 7* -1'&'-$&. &
8 -6$& '. .
4'&-0 $& & 1&$ -&
4'&-0 -$&$& &* *$&
56 .1&. -1'&'-$&. &
9$&(
: - &
; *&6.
+
*&6
9
- 0 - &
* 6
; 1
$0 6
5&, 1
.&$ -1'&
; 1
$0 - &
9$&7*
1 4$&
* " &
$0
; 1 . *
$0
: . *
$0
<- *
. *
$0
:
-
+&1 0 $&-6$&
<-
* - &
= '
9 - &
> 1 *- &
;? &1
=- &
%&
$& ' (&
!) *
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2009
Traustur valkostur
í húsnæðismálum
Sérfræðinganefndin var skipuð af
Jónínu Bjartmarz umhverfisráð-
herra vorið 2007. Dr. Brynhildur
Davíðsdóttir, umhverfis- og auð-
lindafræðingur, var formaður en
auk hennar voru eftirtaldir í nefnd-
inni: Ágústa Loftsdóttir eðlisfræð-
ingur, Birna Hallsdóttir verkfræð-
ingur, Bryndís Skúladóttir verk-
fræðingur, dr. Daði Már Kristófers-
son hagfræðingur, Guðbergur
Rúnarsson verkfræðingur, dr.
Hreinn Haraldsson jarðfræðingur,
dr. Pétur Reimarsson efnaverk-
fræðingur og dr. Þorsteinn Ingi
Sigfússon eðlisfræðingur. Með
nefndinni starfaði dr. Stefán Ein-
arsson, sérfræðingur í umhverf-
isráðuneytinu.
Nefndin starfað
frá vorinu 2007
ÞAÐ JAFNAST ekkert á við að skemmta sér með félögunum í leikskól-
anum. Og þá skiptir engu máli þótt félagarnir séu hundar og leikskólinn
heiti Voffaborg. Húgó á það til að stökkva eins og gormur og tíkin Týra
fylgist af aðdáun með vini sínum og skólabróður.
HOPPANDI HAMINGJA
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ á
enn eftir að taka ákvörðun í máli sex
hælisleitenda sem sótt hafa um hæli
hér á landi eftir að hafa dvalist fyrst
í Grikklandi. Mál þeirra eru til með-
ferðar og verða
skoðuð hvert fyr-
ir sig. Ekki ligg-
ur fyrir hvenær
niðurstaða fæst.
Í frétt Morg-
unblaðsins í gær
er greint frá því
að Rauði kross-
inn harmi þá nið-
urstöðu dóms-
málaráðuneytis-
ins að senda hælisleitendurna aftur
til Grikklands. Ragna Árnadóttir,
dómsmálaráðherra, segir hins vegar
ekkert liggja fyrir um það og verða
aðstæður viðkomandi einstaklinga
metnar áður en ákvörðun verður
tekin. Í því felst að kanna þær upp-
lýsingar sem liggja fyrir um ein-
staklingsbundnar aðstæður viðkom-
andi hælisleitenda og meta með
hliðsjón af fyrirliggjandi upplýsing-
um um aðstæður hælisleitenda í
Grikklandi hvort þess megi vænta
að viðkomandi muni njóta réttinda
sinna sem hælisleitandi þar í landi.
Dómsmálaráðuneytið lét nýverið
gera mat á því hvort unnt sé að end-
ursenda hælisleitendur til Grikk-
lands. Í skýrslu um matið kemur
fram að aflað hafi verið fjölda gagna
sem varða ástand hælismála, með-
ferð hælisumsókna og aðstæður
hælisleitenda í Grikklandi, þar á
meðal upplýsinga frá stofnunum
Sameinuðu þjóðanna, Evrópuráðs-
ins og frá öðrum norrænum ríkjum.
Í skýrslunni segir m.a. að ljóst sé
að hælisleitendum hafi fjölgað mikið
í Grikklandi á umliðnum árum og
það leitt til þess að yfirvöldum hafi
ekki að öllu leyti tekist að fullnægja
þeim sameiginlegu reglum sem ríkj-
um innan Evrópusambandsins ber
að fylgja á sviði hælismála. Hins
vegar þykir ljóst að ýmsar breyt-
ingar hafi orðið á aðstæðum í Grikk-
landi á liðnu ári og kemur það m.a.
skýrt fram í bréfi Flóttamanna-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem
sent var til íslenskra yfirvalda í
mars.
Meginreglan verður því áfram sú
að hælisleitendur verði endursendir
til Grikklands á grundvelli Dyflinn-
arreglugerðarinnar, svo sem gert er
ráð fyrir í Dyflinnarsamstarfinu.
Hins vegar verður hvert tilvik fyrir
sig skoðað og aðstæður viðkomandi
einstaklings metnar áður en ákvörð-
un er tekin.
Enn er beðið
niðurstöðu í máli
hælisleitenda
Meginreglan að endursenda til Grikklands
Ragna
Árnadóttir
» 4.469 umsóknir um
hæli í Grikklandi
2004 en 25.113 árið
2007
Neytendastofa
hyggst hafa
samband við
skipuleggjendur
Airwaves-
tónlistarhátíð-
arinnar vegna
fyrirætlunar
þeirra um að til-
greina miðaverð
á hátíðina í evrum, skv. upplýs-
ingum frá stofnuninni. Ástæðan
er sú að samkvæmt reglugerð um
verðmerkingar og aðrar verð-
upplýsingar, er skylt að verð-
merkja vöru og þjónustu með
endanlegu söluverði í íslenskum
krónum.
Fram kom í Morgunblaðinu í
gær að miðinn kostar 85 evrur,
þ.e. 15.300 krónur. Fyrstu tvær
vikurnar eftir að miðasala hefst
kostar miðinn reyndar 8.900
krónur.
Evruverðmerking ætti líklega
ekki að skapa erfiðleika í fjar-
sölu, s.s. á netinu, þar sem verð í
krónum getur væntanlega sveifl-
ast með gengi krónunnar. Öðru
máli gegnir um miða með hefð-
bundnum verðmerkingum.
runarp@mbl.is
Á að kosta krónur
VALTÝR Sigurðsson, ríkissaksókn-
ari, sendi umboðsmanni Alþingis í
gær skýringar á því hvers vegna
kæra vegna ákvörðunar stjórnar
Kaupþings um að fella niður tug-
milljarða ábyrgðir nokkurra stjórn-
enda bankans tafðist hjá embættinu
í þrjá mánuði. Þetta kom fram í
kvöldfréttum RÚV í gær.
Fyrrverandi hluthafi í gamla
Kaupþingi kærði ákvörðunina í
nóvember en hún barst embætti
sérstaks saksóknara ekki frá rík-
issaksóknara fyrr en þremur mán-
uðum síðar. Í bókunum embættisins
segir að töfin hafi komið til vegna
mistaka. skulias@mbl.is
Valtýr útskýrir þriggja
mánaða töf kærumáls