Morgunblaðið - 13.06.2009, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 13.06.2009, Qupperneq 18
18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2009 AÐALFUNDUR Búnaðarfélags Auðkúluhrepps skorar á ríkis- stjórnina að beita sér fyrir því að jörðin Hrafnseyri, fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar, verði auglýst laus til ábúðar sem allra fyrst. Á Hrafnseyri eru öll skilyrði fyrir því að þar megi reka notagott sauð- fjárbú á vestfirskan mælikvarða við núverandi húsakost sem vel ætti að duga um sinn, auk þess sem stofn að æðarvarpi er fyrir hendi. Byggja þarf staðinn ungu fólki með áhuga og hugsjónir í brjósti, þannig að búskapur verði aftur stundaður á Hrafnseyri þegar 17. júní 2011 rennur upp, en sá dagur er eins og kunnugt er afmælisdagur Jóns. Morgunblaðið/RAX Búskap á Hrafnseyri Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is Í LOK mánaðarins verður tekið í notkun á Eskifirði nýtt tvö þúsund fermetra húsnæði fyrirtækisins Egersund Ísland. Þar verður veið- arfæragerð og nótahótel á bryggju- kantinum innst í bænum, en Fjarða- byggð sá um að byggja bryggju sérstaklega fyrir fyrirtækið. Sex metrar verða frá húsgafli, yfir bryggjuna að skipshlið og auk þess var dýpkað fyrir framan veiðar- færagerðina þannig að þar er nú 10 metra dýpi á stórstraumsfjöru. Kostnaður við byggingafram- kvæmdir verður um 400 milljónir króna. Fimmtán manns vinna hjá Eger- sund Ísland, sem er íslenskt fyr- irtæki, en að meirihluta í eigu norska fyrirtækisins Egersund Trawl. Tveir Íslendingar eiga í fyr- irtækinu, þeir Guðjón Margeirsson og Stefán Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri og netagerðarmeist- ari. Netagerðin hefur undanfarin ár verið til húsa í rúmlega þúsund fer- metra húsnæði, sem á sínum tíma var kallað „húsið á sléttunni“ á Eskifirði. Nýja húsnæðið er byggt við enda þess gamla og opnað á milli, þannig að aðstaða fyrirtækisins verður á um 3.200 fermetrum. Í nýja hús- næðinu er vegghæð 12 metrar og 15 metrar upp í mæni. Alls verður að- staðan í 120 metra löngu húsnæði, en til samanburðar má nefna að góð- ur fótboltavöllur er 105 metra lang- ur. Fullir bjartsýni „Við erum fullir bjartsýni og sjáum ekki ástæðu til annars meðan menn fá að sækja sjóinn,“ segir Stefán Ingvarsson. „Hér fyrir aust- an hefur kreppan ekki gert vart við sig á sama hátt og víða annars stað- ar, álverið breytti miklu.“ Nýja húsnæðið skiptist í tvö rými. Netagerð og viðgerðir verða í öðru rýminu, en geymsla eða svokallað nótahótel í hinu. Aðspurður um þörf á slíku hóteli segir Stefán Ingvars- son að stöðugt fleiri nýti sér þessa þjónustu, enda hafa fyrirtækin al- mennt ekki yfir svo góðu húsnæði að ráða fyrir þessi verðmæti. Egersund hefur sérhæft sig í þjónustu við uppsjávarflotann og er vel staðsett miðað við veiðar t.d. á síld, loðnu, kolmunna og makríl. Fyrirtækið sinnir þó einnig öðrum verkefnum. Meðal viðskiptavina fyr- irtækisins má nefna Eskju, Sam- herja, Gjögur, Síldarvinnsluna, HB Granda og Ísfélagið. Nótahótel og netagerð á kantinum  Fyrirtækið Egersund Ísland á Eskifirði tekur í notkun nýtt tvö þúsund fermetra húsnæði  Kostn- aður við byggingaframkvæmdirnar verður um 400 milljónir króna  Bjartsýni í stað kreppunnar Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Stórhuga Aðstaða Egersund á Eskifirði gjörbreytist með stærra húsi og nýrri bryggju. Stefán Ingvarsson, framkvæmdastjóri, í forgrunni. HANNA Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri skemmti sér hið besta þegar hún ásamt borgar- fulltrúum aðstoðaði við að leggja lokahönd á tyrfingu Lækjartorgs í gær. Tilefnið var upphaf verkefnisins Bjarta Reykjavík sem Reykjavíkur- borg stendur fyrir í sumar. Hanna Birna sagði að með verkefninu vilji Reykjavíkurborg leggja áherslu á að borgarbúar fái notið miðborginnar. Þegar líða tekur á sumarið verða hinir ýmsu við- burðir í gangi sem tengjast Bjartri Reykjavík, m.a. verður Hljómalindarreiturinn á Laugaveg- inum gerður að fallegu torgi og þar verður starf- ræktur útimarkaður um helgar í sumar. Hljóm- skálinn mun öðlast nýtt hlutverk í sumar því þar verður opnuð veitingasala á þjóðhátíðardaginn. Verkefnið Bjarta Reykjavík fór af stað í gær með tilheyrandi gleði Morgunblaðið/Golli Brosandi borgarstjóri tyrfir Lækjartorg Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is FASTEIGNAMAT íbúða hækkar um 2,5% að meðaltali á næsta ári. Minnst er hækkunin á höfuðborg- arsvæðinu, um 1,2%, en mest á Suð- urnesjum, um 13,2%. Heildarmat allra fasteigna lækkar um 0,3%, mest lækka sumarbústaðir og at- vinnuhúsnæði, um 5% og 6%. Matið byggir á nýju reiknilíkani Fasteignaskrár Íslands sem tekur mið af verðlagi í febrúar sl. og ýms- um eiginleikum íbúða, allt frá stað- setningu og stærð í fjölda herbergja og hreinlætistækja. Þannig breytist almennt verðlag í vissum hverfum meira en í öðrum. Á Íslandi eru 122 þúsund íbúðir á skrá. Samanlagt fasteignamat þeirra er 2.755 milljarðar króna en verður 2.824 milljarðar króna. Af þessum íbúðum hækkaði mat á 67 þúsundum eða 55%, en matið lækkaði á 55 þús- undum íbúða. Í tilkynningu Fast- eignaskrár segir að mat á stærri og verðmætari íbúðum hækki að jafnaði meira en mat á smærri og verðminni eignum. Nýja matið hefur verið í undirbún- ingi í tvö ár og er talið endurspegla markaðsvirði betur. Þykir það stað- fest með samanburði og greiningu á fasteignaviðskiptum bæði fyrir og eftir að draga fór úr umsvifum og makaskipti fasteigna hófu að aukast. Hver fasteign er nú metin árlega í ljósi kaupsamninga um sambæri- legar eignir. Matið er byggt á yfir 44 þúsund kaupsamningum frá janúar 2004 til apríl 2009. Fasteignaeigendur fá tilkynninar- seðil um nýtt mat í næstu viku og frestur til athugasemda er til 24. júlí. Nýtt og hækkað fasteignamat endurspegli markaðsvirði  Mat á íbúðum hækkar um 2,5% á landsvísu  Atvinnuhúsnæði lækkar um 6% 36  $ -&, * & ' $.$&( &  $ :.   ' (@1$.- &* & +$.$&A *(   . & %   *$& B $&-6& ; $* & (&1"= * & #& 1 & *$& B &.$&  1 &1@&.$& B =&   ÞAÐ veltur alveg á hverju sveitar- félagi fyrir sig hvort og þá hvernig verður brugðist við þessum breyt- ingum,“ segir Halldór Hall- dórsson, bæj- arstjóri á Ísafirði og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ákvörðun um fasteignagjöld verð- ur tekin í lok ársins við gerð fjár- laga, en fasteignamatið hækkaði einna mest á Vestfjörðum. Halldór kveðst hafa talið breytta hugmyndafræðina á bak við matið skynsamlega þegar hún var kynnt. Mikil óánægja hafi ríkt með fast- eignamatið eins og það var. Óvíst hvort álögur breytist Halldór Halldórsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.