Morgunblaðið - 13.06.2009, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 13.06.2009, Qupperneq 23
Ágúst Guðmundsson segir stöðu- Bakkavarar sterka. Búið sé að fjármagna reksturinn til næstu ára og rekstrarhagnaður sé að aukast. Spurður um samninga við eigendur skuldabréfa móð- urfélagsins, sem ekki hafa fengið greitt, segir hann að verið sé að semja við þá. Hann sé vongóður um að það gangi enda allra hagur að það takist svo félagið geti á endanum staðið við skuldbindingar sínar. Enn ósamið um lán Mínus Ríkisskuldabréf til að brúa hallarekstur. Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is Gríðarlega mikið magn peninga liggur líklega á viðskiptareikningum fjárfesta eftir að ríkið þurfti að greiða þeim til baka um 71 milljarð króna vegna gjalddaga á ríkisskuldabréfi í gær. Því til viðbótar verður ríkisvíxill að upphæð 20 milljarðar króna á gjalddaga á mánudaginn. Vikuna þar á eftir, eða 24. júní, verða innstæðubréf sem Seðla- banki Íslands gefur út á gjalddaga að andvirði 67 milljarða króna. Þetta þýðir að í þessari viku og næstu tvær vik- urnar munu 158 milljarða króna streyma af við- skiptareikningi ríkissjóðs og úr Seðlabankanum til fjárfesta. Stór hluti af þessum milljörðum er í eigu útlendinga sem sitja hér fastir með krón- urnar vegna gjaldeyrishafta. Ríkið hefur reynt að mæta þessu með meiri útboðum af ríkisbréfum og víxlum. Það kom mönnum á óvart að ekki var meiri eftirspurn eftir víxlum ríkisins á fimmtudag- inn þó skýringar á því séu ekki einsleitar. Hjörtur Jónsson, sérfræðingur hjá IFS grein- ingu, segir ólíklegt að fjárfestar séu þegar búnir að ráðstafa þessum peningum. Hann telur þá fyrst detta inn á viðskiptareikninga fjárfesta sem með tímanum ákveði að kaupa ríkisverðbréf. Hann og fleiri sem rætt var við sögðu óvissuna þó nokkra. Ríkið greiðir út 158 milljarða  Ríkið hefur í vikunni selt skuldabréf og víxla fyrir 60 milljarða króna  Fjárfestar þurfa að finna ávöxtunarleið fyrir meira en 100 milljarða í mánuðinum Nú hefur þessari greining- arvinnu verið hraðað hjá Bakka- vör. Veiking krónunnar hefur aukið samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja í útflutningi. Að auki segja Bakkavararmenn að aukinn áhugi sé hjá fólki í atvinnu- og stjórnmálalífinu að fá Bakkavör í lið til nýrra verkefna hér á landi. Staðan nú sé gjörbreytt frá því sem var bara fyrir ári. Ágúst bendir einnig á að sókn- arfæri felist í nálægðinni við hafið og afurðir þess við vinnsluna. Það myndi auka verðmæti útfluttra sjávarafurða ef þær yrðu unnar meira hér á landi. Orka hér sé einnig ódýr en enn eigi eftir að semja um allt slíkt. Það sé eitt af því sem hafi áhrif á endanlega ákvörðun. Þessi vinnsla krefjist töluverðrar orku. „Það er lítið um jákvæðar fréttir og um- ræða um útrás og fyrirtæki í eigu Ís- lendinga sem starfa erlendis er sér- staklega neikvæð,“ segir Ágúst. „Ég held að það sé mikilvægt að hafa það í huga að alþjóðleg fyr- irtæki í eigu Íslendinga geta skilað miklu til þjóðarbúsins. Við munum ekki komast út úr þessari kreppu og það verður ekkert byggt upp á Íslandi nema Íslendingar verði í út- rás. Stærsta tækifæri fyrir okkur sem þjóð, til að komast út úr erf- iðleikum, er að nýta verðmæti sem við ráðum yfir á alþjóðavettvangi.“ Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is „ÉG hef hitt fjármálaráðherra og við höf- um greint honum frá því að við séum að skoða þetta verkefni en við höfum ekki verið í neinum viðræðum. Við munum fara í viðræður ef okkar greining bendir til þess að svona fjárfesting sé heppileg og arðsöm á Íslandi,“ segir Ágúst Guð- mundsson, forstjóri Bakkavarar. Á vegum fyrirtækisins er unnið að því að greina hagkvæmni þess að reisa nýja verksmiðju á Íslandi. Niðurstaða á að liggja fyrir seint í sumar og er Ágúst bjartsýnn á að þessi vinna skili jákvæðri niðurstöðu. Gangi það eftir gætu skapast 500 til 750 ný störf við verksmiðjuna. Nú starfrækir Bakkavör 63 verk- smiðjur í tíu löndum með tæplega tutt- ugu þúsund starfsmönnum. Veltan er um 360 milljarðar króna á ári. Forstjórinn segir starfsemina mannaflsfreka og verksmiðjurnar þurfa að framleiða fyrir tólf til fimmtán milljarða króna á ári til að teljast hagkvæmar einingar. Hugmyndin er að reisa verksmiðju fyrir tilbúna frosna rétti hér á landi. Ágúst segir mikla söluaukningu hafa verið í slíkum réttum í Bretlandi. „Við höfum ekki verið í því sjálfir. Þannig að við getum horft á það sem ákveðið tæki- færi fyrir okkur þar sem þessi markaður hefur verið að vaxa hratt í þessu kreppu- ástandi,“ segir hann. Vill fullvinna sjávarafurðir og flytja út sem skyndirétti Forstjórinn Ágúst Guð- mundsson segir Bakkavör hafa viðskiptasambönd til að selja héðan tilbúna rétti.  Ágúst Guðmundsson segir Íslendinga ekki komast út úr kreppunni nema með útrás Fréttir 23VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2009 ):E ):E ! !"# $"" "%" &"%$   ):E " # 5E '()$* !"+ &"%$ &'%!   3 D 4 F  G $(*,, '($+, -"%! &"%.   /<+9 3HE #(##. +("), &"%+ &"%*   ):E $ ):E % *!+ *.* &"%, &"%+   Þetta helst ... ● Kauphöllin áminnti og beitti fjögur félög févíti í gær. Þau voru Atorka Gro- up, Milestone, Teymi og Kögun, en fé- lögin birtu ekki ársreikninga sína op- inberlega fyrir árið 2008 innan þeirra tímamarka sem þau höfðu. Þrjú félög fengu 1,5 milljóna króna févíti en sekt Atorku var ein milljón, samkvæmt til- kynningu. Í maí beitti Kauphöllin Stoðir/FL Gro- up, Eglu, Nýsi, Landic Property og Ex- istu févíti vegna sambærilegra brota. Fjögur félög beitt févíti ● Hrannar B. Arn- arsson, aðstoðar- maður forsætis- ráðherra, segist í samtali við Morg- unblaðið reikna með að það skýrist fljótlega hvort nið- urstöður mats- nefndar um hæfi umsækjenda í stöðu seðlabanka- stjóra verði gerðar opinberar. Frestur nefndarinnar til að svara athugasemd- um umsækjenda rann út í gær. Már Guðmundsson og Arnór Sig- hvatsson voru metnir mjög vel hæfir af matsnefndinni. En Þorvaldur Gylfason, Tryggvi Pálsson og Yngvi Örn Krist- insson voru taldir vel hæfir. helgivifill@mbl.is Verður hæfnismat gert opinbert? Hrannar B. Arnarsson ● ORF Líftækni í Grindavík hefur samið við bandarískt húðvörufyrirtæki um að framleiða vaxtarþætti eða sérvirkt pró- tein sem er húðfrumum nauðsynlegt til endurnýjunar. Samningurinn er til þriggja ára og mun ORF Líftækni bæta við sig starfsfólki og auka umsvifin í kjölfarið. Í fréttatilkynningu frá ORF Líftækni segir að þetta sé í fyrsta sinn sem vaxt- arþættir sem framleiddir eru í plöntum séu notaðir í húðvörur. Fyrirtækið telur mikil tækifæri vera fyrir grænar afurðir á húðvörumarkaði. helgivifill@mbl.is Íslensk líftækni seld til Bandaríkjanna Í LOK mars 2007 námu lán til tengdra aðila innan Glitnis samtals rúmum 56 milljörðum króna. Það voru lán til félaga og fyrirtækja sem tengdust fólki í stjórn og vara- stjórn bankans og einnig fram- kvæmdastjórum. Inni í þessari tölu voru lán til fé- laga eins og Sjóvár, Baugs, Sam- herja og FL Group og annarra stórra fyrirtækja á þessum tíma. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að krafa Glitnis á eitt félag, FL Group sem nú heitir Stoðir, næmi nú 71,8 milljörðum króna. FL Gro- up var stærsti hluthafinn þegar bankinn féll. Morgunblaðið hefur áður sagt frá því að útlán Glitnis til við- skiptavina jukust um þúsund millj- arða króna á einu ári eftir að FL Group og tengdir aðilar urðu ráð- andi í bankanum. Um mitt ár 2007 voru heildarútlán Glitnis til við- skiptavina 1.571 milljarður króna. Í lok júní 2008 voru heildarútlánin 2.548 milljónir króna og höfðu því aukist um 60 prósent á einu ári. Af 15 stærstu skuldurum fyr- irtækjasviðs Glitnis í upphafi árs 2008 voru flestir tengdir FL Group með einhverjum hætti. bjorgvin@mbl.is Stóraukning útlána til FL  Útlán Glitnis juk- ust um 60% á einu ári ● Félag í eigu Íslendinga, NP Hotel Holdings, sem m.a. á dönsku hótelin D’Angleterre og Kong Frederik, er með neikvætt eigið fé upp á þrjár milljónir danskra króna, ef marka má frétt Bus- iness.dk, viðskiptavefs Berlingske Ti- dende, en þar er vísað í nýlegt uppgjör félagsins. Eigendur NP Hotel Holdings hafa gefið út að þeir vilji styðja áfram við fé- lagið, segir í fréttinni, og verður láni að fjárhæð 300 milljónir danskra króna breytt í hlutafé. NP Hotel Holdings er í eigu Nordic Partners. helgivifill@mbl.is D’Angleterre með neikvætt eigið fé „ÞAÐ vekur nokkra athygli aðmargir þeirra einstaklinga sem áttu stóran hlut í bönkunum í árs- lok árið 2007 losuðu sig við hluta- bréf sín fyrir hrunið. Margir þess- ara einstaklinga hafa þannig ýmist innleyst hagnað eða bjargað því sem bjargað varð rétt fyrir hrun- ið,“ segir Páll Kolbeins í nýútkom- inni Tíund, fréttablaði ríkisskatt- stjóra. Páll segir að um helmingi færri einstaklingar áttu meira en hálfa milljón króna að nafnvirði í Lands- bankanum og Kaupþingi í árslok 2008, eftir fallið, en í árslok 2007. „Af þeim 230 sem áttu meira en 500 þúsund að nafnverði í Lands- bankanum í árslok 2007 höfðu 109 ýmist losað sig við hlutabréfin eða selt stóran hluta eignar sinnar áður en bankakerfið hrundi. Meira en helmingur þeirra sem áttu meira en 500 þúsund að nafnverði í Kaup- þingi, eða 87 af 166, höfðu selt hluta eða öll hlutabréf sín í félaginu fyrir árslok 2008,“ skrifar Páll. Í greininni kemur fram að stór hluti hlutafjár í bönkunum var í eigu aðila sem ekki eru skatt- skyldir á Íslandi. Þannig var 34,5% hlutafjár í Glitni í eigu aðila sem ekki eru skattskyldir hér á landi. Fyrir Kaupþing var þetta hlutfall 61,4% og 26,1% í Landsbankanum. Páll bendir á að einhver, ef ekki mörg, þessara félaga eru í eigu Ís- lendinga. bjorgvin@mbl.is Seldu bréf fyrir fall  Stærstu hluthafarnir í Landsbankanum og Kaupþingi náðu margir að selja hlutabréfin fyrir fall bankanna í október Sluppu Seldu hlutabréf fyrir hrun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.