Morgunblaðið - 13.06.2009, Qupperneq 26
26 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2009
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
R
enslan er enn í fersku
minni fólks, sögurnar
eru sagðar af innlifun
og hughrifin eru rík í
huga Sunnlendinga.
Tíminn hefur enn ekki meitlað sög-
urnar í tali eða skrifum fólks,“ segir
Linda Ásdísardóttir, safnvörður hjá
Byggðasafni Árnesinga. Hún safnar
reynslusögum frá stóra jarðskjálft-
anum fyrir ári og hefur sett upp á
sýningu ásamt Lýð Pálssyni safn-
stjóra og Hildi Hákonardóttur.
Sýningin „Hvar varst þú? - Stóri
skjálftinn“ er sumarsýning Byggða-
safns Árnesinga í Húsinu á Eyr-
arbakka. Upphaf sýningarinnar má
rekja til jarðskjálftans sjálfs. Safnið
fór illa út úr honum. Sýningarskápar
eyðilögðust, munir skemmdust og
allt fór á annan endann í geymslu-
húsnæði safnsins.
Skjálftinn reið yfir við upphaf að-
alferðamannatímans hjá Byggða-
safninu. „Ég velti því mjög fyrir mér
hvernig við gætum haldið dampi.
Málið leystist strax næsta dag því
þeir gestir sem komu vildu vita allt
um jarðskjálftann,“ segir Lýður.
Strax var sett upp lítil sýning á
merkum munum sem brotnuðu og
lögð drög að stærra verkefni og er
afrakstur þess sýndur á skjálftasýn-
ingunni sem nýlega var opnuð.
Raddir sem flestra komist að
Starfsmenn Byggðasafnsins hafa
safnað yfir hundrað reynslusögum.
Fólk hefur skrifað þær niður á
staðnum, sent í bréfi eða sagt frá í
viðtölum við starfsfólk safnsins. Þá
hefur verið safnað sögum og teikn-
ingum grunnskólabarna. Flestar
sögurnar eru opnar til aflestrar á
mismunandi stöðum í Húsinu og
sumar sviðsettar.
Sýningin hefur fengið góð við-
brögð gesta, að sögn Lýðs, ekki síst
erlendra ferðamanna sem finnst
þetta efni afar spennandi. Þá hafa
starfsmenn safnsins fengið klapp á
bakið frá öðru safnafólki. Þannig
lýsti Lilja Árnadóttir, fagstjóri
munasafns Þjóðminjasafns Íslands
og áhugamaður um samtímasöfnun,
þeirri skoðun sinni við starfsfólk
safnsins að það hefði tekið forystu
hér á landi með skjálftaverkefninu
og lagt lóð á vogarskálar þess að efla
safnastarf í framtíðinni.
Lýður og Linda eru ánægð með
árangurinn og þau vinna enn að
söfnuninni. Linda leggur á það
áherslu að tilgangurinn með verk-
efninu sé að leyfa röddum sem
flestra að komast að svo mismun-
andi upplifun fólks varðveitist sem
heimild um skjálftann. Þá segir hún
mikilvægt að sögunum sé safnað
sem fyrst eftir atburðinn. Fólk hafi
tekið þessu vel enda skjálftinn verið
lifandi umræðuefni í samfélaginu og
fólk verið að segja skjálftasögur sín-
ar allt síðasta sumar og fram á vet-
ur.
Eflir starfið
Um 100 munir af um 5.000 sem
Byggðasafnið varðveitir skemmdust
í jarðskjálftunum. Unnið hefur verið
að lagfæringum. Þá hafa sýning-
arskápar verið endurnýjaðir og hill-
ur styrktar. Þessir atburðir hafa
einnig orðið til þess að auka umræðu
um öryggismál safna almennt. „Ég
væri nokkuð öruggur, ef það kæmi
stór skjálfti núna,“ segir Lýður um
stöðu mála. „En ég á ekki von á
skjálfta, ekki frekar en í fyrra. Þá
hélt ég að skjálftahrinan sem hófst
2000 væri búin.“
Skjálftaverkefnið og afrakstur
þess sýna hvernig nýta má slæma
reynslu til góðs. Atburður sem fór
illa með Byggðasafn Árnesinga hef-
ur í raun og veru eflt það.
Reynslan enn í fersku minni
Byggðasafn Árnesinga safnar reynslusögum úr jarðskjálftunum og sýnir ásamt brotnum sýning-
argripum Gestir eru áhugasamir Áfallið sem safnið varð fyrir hefur orðið til að efla starfsemina
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Sannar sögur Reykháfurinn sem féll af íbúðarhúsi rithöfundarins Sjón á Eyrarbakka er til sýnis við Húsið á Eyrarbakka og þar er hægt að lesa skjálfta-
sögu hans. Linda Ásdísardóttir og Lýður Pálsson safnverðir standa við brotin af reykháfnum. Inni í Húsinu eru sýndar reynslusögur úr skjálftunum.
STARFSMENN Byggðasafns-
ins hafa safnað yfir hundrað
skjálftasögum og eru flestar
þeirra á sýningunni í Húsinu.
Eftirfarandi sögu segir Þor-
steinn I. Ómarsson á Kot-
strönd í Ölfusi og hún hefur
hreyft við gestum safnsins:
„Það voru allir heima þenn-
an dag. Ég var með dóttur
mína Rut sem er sex mánaða
inni í stofu. Ég lá þar sjálfur
uppi í sófa að slaka á og hún
lék sér í göngugrind á gólfinu.
Restin af fjölskyldunni var
inni í eldhúsi. Svo þegar þetta
ríður yfir þá hrynur allt og allt
fer út um allt og það eina sem
ég sé er þegar skápastæða
með glerdrasli hrynur. Þetta
hrynur allt yfir dóttur mína og
um leið og ég get staðið upp
og gert eitthvað þá reif ég allt
ofan af henni. Ég hélt bara að
hún væri dáin. Göngugrindin
hennar lá klesst saman og var
ónýt. En um leið og ég tók
skápinn ofan af Rut þá lá hún
þar bara og ekki skráma á
henni. Alveg ótrúlegt! Ein-
hvern veginn hefur hún dottið
því hún var eiginlega inni í
einum skáp sem lá á hvolfi yfir
henni. Hún var ofan á gler-
hrúgu, drasli, glerbrotum og
dóteríi. Allt sem datt úr skápn-
um var farið í gólfið áður og
datt ekki á hana. Það var
skrítin tilfinning að rífa allt of-
an af henni og finna hana heila
þar, þar sem ég hélt að ég
myndi finna hana dána. Ég tók
hana upp og þá kom konan
mín og sonur en ég sleppti
henni ekki, þorði ekki að
sleppa henni og labbaði bara
með hana eitthvað og svo að
lokum náðu þau henni af mér.
Hún grét og það var ákveðinn
léttir að heyra það en ég ætl-
aði samt aldrei að þora að
sleppa henni. Ég hélt að hún
væri kannski öll mölbrotin eða
eitthvað. Þetta var voða skrít-
ið. Í rauninni man ég ekki eftir
neinu öðru úr skjálftanum.
Svo fórum við með hana
á Selfoss í athugun, það
var smáskráma á andlit-
inu á henni en það var
ekki neitt. Þetta fór vel.
Það sem brotnaði skipti
engu máli. Draslinu inni
má bara henda en maður
fær ekki nýtt barn. Við mok-
uðum út og héldum áfram
okkar lífi. Maður er meira á
varðbergi við skjálftum eftir
þetta, manni er ekki alveg
sama. Kúlið fór þarna.“
Lífsreynsla Fjölskyldan á Kotströnd gleymir aldrei jarðskjálftunum 2008. Rúna Einarsdóttir,
Gunnar Ingi Þorsteinsson, Þorsteinn Ingi Ómarsson og Rut Þorsteinsdóttir í garðinum við hús sitt.
„Kúlið fór þarna“
Faðir sá litla
dóttur sína verða
undir skáp
TEKANNA Stein-
dórs Finnssonar
sýslumanns í Odd-
geirshólum, einn af
merkustu gripum
Byggðasafns Árnes-
inga, brotnaði í
smátt í jarðskjálft-
unum í fyrra. For-
verðir hafa verið að
gera við hana og er
kannan á ný til sýnis
í Húsinu. Sam-
skeytin sjást þó
greinilega - og einn-
ig gömul samskeyti sem sýna að hún hefur áður
brotnað. Því er velt upp hvort það hafi gerst í
jarðskjálftunum 1896.
Tekanna Steindórs sýslumanns var einnig not-
uð sem púnskanna. Hún er sögð hafa verið komin
í bú sýslumanns um aldamótin 1800 og hefur því
„lifað“ marga jarðskjálfta á Suðurlandi, stóra og
smáa.
Auk tekönnunnar brotnuðu flestir munanna úr
Gullfossstellinu sem voru í sama sýningarskáp,
einnig fór vínglas Brynjúlfs Jónssonar frá
Minna-Núpi illa og vínpeli séra Eggerts Sigfús-
sonar í Vogsósum. Allir hafa þessir munir verið
til viðgerðar á forvörsluverkstæði Þjóðminja-
safnsins þar sem reynt hefur verið að koma þeim
í fyrra horf. „Gripir þessir eru mjög merkir og
eiga skírskotun í menningu þessa héraðs. Þau ör-
lög að skemmast í jarðskjálfta árið 2008 eru við-
bót við merka
fortíð þeirra
og sögu hér-
aðsins,“ segir Lýð-
ur í upplýsingatexta
á sýningunni.
Sögulegt Það
sést á te- og púns-
könnu Steindórs
sýslumanns að
hún hefur mikla
reynslu af jarð-
skjálftum.
Brotnaði tekanna
sýslumanns einnig 1896?
Óárennilegt Ekki leit vel
út með te- og púnskönn-
una eftir jarðskjálftann í
fyrra. Nú er búið að líma
hana saman.