Morgunblaðið - 13.06.2009, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 13.06.2009, Qupperneq 28
Fari ríkis-stjórnin aðtillögum Sjálfstæðisflokks- ins um að skatt- leggja inngreiðslur í lífeyrissjóði í stað útgreiðslna getur hún ekki um leið vikið sér undan þeirri ábyrgð að hagræða í opinberum rekstri og skera niður ríkisútgjöld til að loka fjárlagagatinu. Helst ættu fjölskyldur í landinu að njóta þess þannig að hætt yrði við allar skattahækkanir. Sjálfstæðismenn kynntu til- lögur sínar um aðgerðir í efna- hagsmálum á Alþingi í fyrra- dag. Tillögu um skattlagningu iðgjalda í lífeyrissjóði var al- mennt vel tekið af stjórnar- liðum og stjórnarandstæð- ingum. Hún felur nefnilega ekki í sér neinar sársauka- fullar aðgerðir fyrir einstaka hópa þjóðfélagsins og auðveld- ar ríkisstjórninni það vanda- sama verk að ná niður halla á ríkisfjármálunum. Eins og aldurssamsetningu þjóðarinnar er háttað eru inn- greiðslur í lífeyrissjóðina nú hærri en útgreiðslur. Lífeyris- sjóðirnir eru fullir af peningum sjóðsfélaga, sem margir ásæl- ast. Mikilvægt er að standa vörð um þessa eign fólksins. Óskynsamlegt er að neyða líf- eyrissjóðina til að taka þátt í óhagkvæmum verkefnum, sem stundum eru skilgreind sem mannaflsfrek, eins og rætt hefur verið um. Þeirra hlut- verk er að ávaxta fjármuni sjóð- félaga til langs tíma. Skynsamlegra væri að fara að tillögu sjálfstæðismanna og afla ríkissjóði aukinna tekna með því að skattleggja inn- greiðslur í sjóðina. Samkvæmt tillögunni eru sjóðsfélagar jafnvel settir og áður. Það er mikilvæg forsenda fyrir því að fara þessa leið. Einnig bendir fátt til þess að lífeyrissjóðirnir verði fyrir einhverjum skaða ef dregið er úr gríðarlega miklu lausafé sem þeir liggja með. Um leið og ríkisstjórninni er auðveldað fylla í fjárlagagatið, í ár og næstu þrjú árin, eykst traust á hagkerfinu og krón- unni. Þörfin á miklum lántök- um ríkissjóðs minnkar og kostnaður við fjármögnun minnkar þar með. Ólíkt auk- inni skattheimtu dregur þessi aðferð ekki úr hagvexti né skerðir hag heimila og fyr- irtækja. Það ætti að stuðla að hraðari uppbyggingu efna- hagslífsins. Tillagan felur í sér neyð- araðgerð sem réttlætanleg er vegna einstakra aðstæðna. Ríkisstjórnin þarf eftir sem áður að halda áfram að draga úr umsvifum ríkisins. Þetta er engin flóttaleið. Aðferðin skerðir ekki hag heimila og fyrirtækja } Engin flóttaleið H ér á landi er fólki jafnan tíðrætt um „komandi kynslóðir“ og það reynir að gera sér í hugar- lund hvaða viðhorf til tilveru og samfélags manna þær munu hafa. Vangaveltan er í eðli sínu stór- fenglega áhugaverð – hvernig þróast afstaða kynslóðanna til framtíðar og að hvaða leyti fyrnast og úreldast þau sjónarmið sem við teljum svo sjálfsögð og einsæ í dag? Því mið- ur verður umræðan um þetta merkilega mál- efni yfirleitt ekki dýpri en svo að vilji kom- andi kynslóða er talinn endurspeglast í okkar eigin. Einlægir unnendur íslenskrar náttúru mæla til að mynda einatt líkt og það sé öld- ungis viðblasandi að komandi kynslóðir muni deila dálæti þeirra á íslenskum fossum og fljótum. Því verði að láta slík náttúrufyrir- bæri standa ósnortin í áranna rás svo að komandi kyn- slóðir geti hindrunarlaust áttað sig á áskapaðri afstöðu sinni til þeirra. Sá er þetta ritar hefur jafnvel rekið augun í að við eigum að „leita sátta við komandi kynslóðir í umhverf- ismálum“. Virkjanasinnar telja á hinn bóginn að kom- andi kynslóðir sjái jafn-litla ástæðu til að halda upp á gersemar íslensks landslags og þeir sjálfir enda verði þær, líkt og þeir, uppteknari af fjárhagslegum hliðum tilverunnar en þeim fagurfræðilegu og skáldlegu. Því þurfi að „búa í haginn fyrir komandi kynslóðir og nýta auðlindirnar í þeirra þágu“. Ályktunum af þessum toga þurfa komandi kynslóðir sífellt að sitja und- ir. Hver veit nema komandi kynslóðir verði með öllu lausar við íslenska 21. aldar fé- græðgi eða snauðar af hlýhug til náttúrunn- ar. Við þurfum ekki að gægjast langt aftur í tímann til að átta okkur á því að skoðanir og vilji kynslóðanna mun þróast algjörlega óháð okkar eigin vilja og við ættum því að forðast í lengstu lög að leggja þeim orð í munn. Víst getum við áætlað og í besta falli vonað að kynslóðir framtíðar muni deila hluta af við- tekinni hugsun okkar sjálfra, til að mynda að mannréttindi verði áfram í hávegum höfð á Vesturlöndum, en það eru hins vegar getgát- ur einar. Ekki eru margir áratugir síðan réttindi sem í dag teljast fullkomlega sjálf- sögð og viðtekin þóttu fjarstæðukennd, til dæmis réttindi samkynhneigðra. Eins þykja ákveðnar hugmyndir um samfélagsgerð og stöðu einstakra manna í þjóðfélagi fráleitar í dag sem áður þóttu að öllu leyti eðlilegar. Það felur í sér niðurlægjandi sýn til kyn- slóða framtíðar að mæla óhikað fyrir þeirra hönd og um leið haldlausa upphafningu á okkar eigin skoðunum. Hvort sem komandi kynslóðir verða okkur sammála eða ósammála þá verða þær fullfærar um að taka sínar eig- in ákvarðanir, óháð okkur. Og það er ekki í okkar valdi að móta viðhorf þeirra eftir okkar eigin. Þetta ættu málpípur kynslóðanna að íhuga. haa@mbl.is Halldór Armand Pistill Vilji kynslóðanna 28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Í skýrslu endur-skoðunarfyr- irtækisins Deloitte um viðskipti Kópa- vogsbæjar við fyr- irtæki dóttur bæj- arstjórans, Gunnars I. Birgissonar, eru gerðar ýmsar alvarlegar athugasemdir. Til að mynda er tilgreint að reikningar frá fyrirtækinu hafi oft verið bókaðir á ranga bókhaldslykla í bókhaldi bæj- arins, almennt hafi ekki verið gerðir skriflegir verksamn- ingar, reikningar fyrirtæk- isins fullnægi ekki skilyrðum virðisaukaskattslaga um sund- urliðun upplýsinga og það hafi oft fengið verkefnin án und- angenginna verðkannana eða útboða. Gunnar I. Birgisson sagði hér í blaðinu sl. miðvikudag að honum þætti leitt að bókhaldið hefði ekki verið í lagi hjá bæn- um. Í hans bæjarstjóratíð hefði verið unnið að því að bæta stjórnsýsluna hjá bæn- um. „Ég vil hafa þetta í lagi en ef um tengda aðila er að ræða eins og í þessu tilviki þar sem um dóttur mína er að ræða, er mjög auðvelt að gera það tor- tryggilegt,“ segir Gunnar. Þetta er í raun kjarni þessa máls. Það liggur ekki fyrir með óyggj- andi hætti að bæjarstjórinn hafi beitt sér fyrir því að Kópa- vogsbær hyglaði fyrirtæki dóttur hans umfram keppi- nautana. En vegna tengslanna – og vegna þess að stjórnsýsl- an í viðskiptum bæjarins við fyrirtækið er ekki hafin yfir gagnrýni – er auðvelt að gera viðskiptin tortryggileg. Ísland er lítið þjóðfélag og illa verður komizt hjá tengslum af þessu tagi. Ein- mitt þess vegna skiptir öllu máli að ráðstöfun fjármuna skattgreiðenda fari eftir skýr- um og klárum reglum og fram- gangsmátinn veki engar grun- semdir um misnotkun á aðstöðu. Í þessu máli hefur ekki tekizt vel til, eins og at- hugasemdir Deloitte sýna. Þess vegna gerir Gunnar I. Birgisson líka rétt í því að bjóðast til að víkja sæti sem bæjarstjóri og lægja þannig þær öldur, sem risið hafa í bæjarmálunum. Hann axlar þar með ábyrgð á þessu óheppilega máli. Gunnar Birgisson gerir rétt í því að bjóðast til að víkja} Auðvelt að gera tortryggilegt FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is E kki fer á milli mála að tillaga sjálfstæðis- manna um að skatt- leggja iðgjöld í lífeyr- issjóði í stað skatts á útgreiðslurnar eins og nú er, valdi nokkrum titringi. Hugmyndin hefur þó fengið jákvæðar undirtektir meðal stjórnarliða og skv. upplýsingum blaðsins verið skoðuð og rædd meðal viðsemjenda á vinnumarkaði, bæði í Samtökum atvinnulífsins og innan verkalýðshreyfingarinnar, m.a. á for- mannafundi aðildarfélaga ASÍ í fyrradag. Eins og við mátti búast hefur hug- myndin mætt andstöðu forsvars- manna launþegasamtaka og atvinnu- rekenda sem fara með málefni lífeyrissjóðanna. Þeir telja að breyt- ingin myndi valda alvarlegri röskun á lífeyrissjóðakerfinu. Eftir sem áður taka menn vel í að skoða hana. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir sjálfsagt að meta hana og sjá hvort hún geti verið innlegg í umræðurnar. Tillaga Sjálfstæðisflokksins geng- ur í stuttu máli út á að skattleggja inngreiðslur í sjóðina í stað út- greiðslnanna. Þetta gæti aflað mikilla tekna í núverandi efnahagskreppu, ná mætti niður risastórum halla rík- issjóðs, greiða niður erlendar skuldir og komast hjá sársaukafullum niður- skurði og skattahækkunum. Áætlað er að afla mætti ríkissjóði allt að 40 milljarða viðbótartekjum árlega án þess að skerða ráðstöfunartekjur launþega og eftirlaunaþega. Breyt- ingin yrði ekki afturvirk og leggja sjálfstæðismenn til að hún verði út- færð þannig að sjóðirnir stofni tvær deildir. Í annarri yrðu inngreiðslur skattlagðar en í hinni útgreiðslurnar. Gömlu deildinni yrði lokað við breyt- inguna og hún tæki ekki við frekari inngreiðslum. Þetta er vel framkvæmanlegt segja sjálfstæðismenn sem rætt er við og réttlætanlegt vegna þess gríð- arstóra vanda sem við er að fást. Á vinnumarkaði sjá menn hins vegar mikla ókosti. Gylfi segir hugmyndina að taka framtíðartekjur ríkisins af lífeyr- isgreiðslunum og skattleggja þær núna geta haft mikil áhrif á framtíð- artekjur ríkisins þegar stærsta kyn- slóð Íslandssögunnar fer á eftirlaun. Gylfi minnir á að lífeyrissjóðakerfið er sjálfbært. Það veiti ekki eingöngu afkomutryggingu með lífeyris- greiðslunum, heldur sé þörfum kyn- slóðanna fyrir þjónustu mætt með skatttekjum af lífeyrisgreiðslunum. Þeir sem ungir eru í dag þyrftu þá í framtíðinni að taka á sig meiri skatt- byrði til að standa undir þjónustu við þá kynslóð sem komin verður á eftir- laun. Hannes G. Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri SA, segir að þessi breyting myndi gjörbreyta for- sendum lífeyriskerfisins. Bendir hann m.a. á að meðferðin á persónuafslætti yrði flókin. Rétt- indauppsöfnunin yrði hægari þar sem viðkomandi myndu ekki njóta vaxtatekna af þeim hluta iðgjaldsins sem færi í skatta. „Það þýðir þá væntanlega minni lífeyri, meiri greiðslur úr Tryggingastofnun í framtíðinni og minni skatttekjur af lífeyri.“ Greið leið gegnum vandann en dýrkeypt Morgunblaðið/hag Stór álitamál Eru erfiðleikarnir svo miklir að rétt sé að skattleggja iðgjöld- in til að rétta við halla ríkisins? Skatttekna verður líka þörf í framtíðinni. Skattur á iðgjöld í lífeyrissjóði í stað skatts á útgreiðslur færi langt með að leysa úr risavöxn- um vanda í ríkisfjármálum. Af- leiðingarnar gætu þó orðið dýr- keyptar fyrir framtíðarkynslóðir. Sjóðssöfnun og skylduaðild ís- lensku lífeyrissjóðanna hefur verið líkt við leynivopn Íslands í framtíðinni í samanburði við aðrar þjóðir sem búa margar við svonefnt gegnumstreymiskerfi. Óhjákvæmilega munu stöðugt færri vinnandi menn verða á bak við hvern ellilífeyrisþega þegar þjóðin eldist og langlífið eykst. Spáð er að hlutföllin verði þrír á móti hverjum einum lífeyrisþega árið 2030. „Við erum með lífeyriskerfi sem gerir hverja kynslóð sjálf- bæra á eftirlaunaárunum bæði hvað varðar lífeyrisgreiðslur og skatta af þeim, sem fjármagna þá heilbrigðiskerfið fyrir gamla fólkið. Ef við hægjum á þessu aukum við skattbyrðina á vinn- andi kynslóðir á komandi ára- tugum,“ segir Hannes G. Sig- urðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Með sjóðssöfnuninni á lífeyr- iskerfið að eflast jafnt og þétt. Kynslóðir spara hver fyrir sig með iðgjöldum sínum og skatt- ar af inneigninni standa undir þjónustu hins opinbera við þær. Leynivopnið okkar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.