Morgunblaðið - 13.06.2009, Síða 30

Morgunblaðið - 13.06.2009, Síða 30
30 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2009 ÞAÐ hefur alltaf verið mikilvægt að fara vel með fé. Það er jafn- vel enn mikilvægara nú en venjulega, þegar margir missa vinnuna og þurfa að lifa spart. Í mörgum tilvikum hefur fólk misst vinn- una vegna þess að fyr- irtækin, sem fólk hefur haft vinnu hjá, eru far- in í þrot. Til þess að fólk fái vinnu aftur þarf að stofna ný fyrirtæki, sem starfa á öðrum sviðum en mörg þeirra sem nú eru horfin, einnig þarf að breyta rekstri margra gamalla fyrirtækja. Þá eiga ýmis fyrirtæki sér engan grundvöll í landinu nú eft- ir hrunið. Það væri því gagnlegt að auðvelda stofnun nýrra fyrirtækja sem starfa á öðrum sviðum en mörg þau fyr- irtæki sem nú eru horfin, til dæmis í ýmsum útflutningsgreinum. Ef unnt væri að auðvelda almenningi í land- inu að safna saman fé til sameig- inlegra verkefna mætti ætla að hin nauðsynlegu fyrirtæki, sem lands- menn þurfa nú á að halda, gætu orð- ið til fyrr en ella og at- vinnuleysi þannig orðið skammvinnara. Aðferð sem auðveldar almenn- ingi að safna fé til sam- eiginlegra verkefna gæti einnig nýst vel vegna nauðsynlegra góðgerðar- og menn- ingarmála, þar sem þörfin er mikil. Flestir þeirra sem einhvern tíma hafa ver- ið beðnir að láta fé af hendi rakna til góðra verkefna hljóta að kannast við að hafa vegið og metið hvort hugs- anlegt fjárframlag þeirra muni á endanum skila árangri. Fjársafnanir hafa gjarna þann galla, að menn geta ekki alveg vitað hvað verður um það fé sem þeir leggja fram. Þótt menn vilji styrkja málefnið er ekki víst að þeir vilji gefa peninga í eitthvað sem ekkert verður úr. Og auðvitað er erf- itt að standa í framkvæmdum ef ekk- ert fé fæst til þeirra, eða óvíst er hvort slíkt fé fáist. Þannig má segja að óvissan sé dragbítur á fjársafn- anir til góðra verka og hún hamli um leið stofnun nýrra og nauðsynlegra fyrirtækja. Vel má draga úr þessari óvissu með ákveðnu verklagi sem er í stuttu máli svona: Þeir sem vilja stofna lítil fyrirtæki eða koma góðum málum til leiðar skilgreini sem best áfanga í verkefnum sínum. Í framhaldi sé fólki boðið að styrkja verkefnin þeg- ar áföngunum hefur verið náð. Til þess þarf að búa til samninga þess efnis að þeir sem styrkja málefnið, til dæmis stofnun nýs fyrirtækis, leggi fé inn á reikning hjá fjár- málastofnun, en fjármálastofnunin greiði framkvæmdaaðilum jafnóðum og hinir vel skilgreindu verkáfangar hafa náðst. Þeir sem féð lögðu fram eignast þá tiltekinn hlut í hinu nýja fyrirtæki, sé þannig um hnútana bú- ið í upphafi. En hafi verið um góð- gerðarverkefni að ræða rennur féð einfaldlega til hinna góðu verka, til dæmis þannig að gefenda sé getið að góðu og þeim þökkuð hjálpin. Samningurinn kveður einnig á um að tilteknir aðilar sem eru traustsins verðir í hverju tilviki fyrir sig dæmi um hvort fullnægjandi árangur hafi náðst. Þessum aðilum, sem kynna þarf um leið og fjársöfnun hefst, beri að tilkynna fjármálastofnuninni um lyktir málsins á tilteknum degi. Þann dag bregðist fjármálastofn- unin, sem treyst var fyrir söfn- unarfénu, við: Hafi fullnægjandi árangur náðst fær frumkvöðullinn umsamið fé og sá sem það lagði fram eignast hlut í fyrirtækinu, sé um slíkt að ræða. Hafi fullnægjandi árangur ekki náðst er féð end- urgreitt til þeirra sem það lögðu fram. Að kvöldi þessa fyrirfram ákveðna dags hefur annað tveggja gerst: frumkvöðullinn hefur fengið fé til að borga fyrir það sem hann ætlaði að gera og tilteknir ein- staklingar eignast hlut í fyrirtækinu, eða að þeir sem lögðu féð fram hafa fengið það endurgreitt á reikninga sína, vegna þess að það fór því miður svo að frumkvöðlinum mistókst ætl- unarverk sitt. Þessi aðferð hefur í för með sér, að þeir sem leggja út í framkvæmdir geta verið vissir um að takist þeim ætlunarverkið muni reikningar verða greiddir á tilteknum degi. Þeir vita einnig að takist þeim ekki að vinna ætlunarverk sitt verða reikn- ingarnir ekki greiddir. Þeir hafa því tvöfalda hvatningu til að ná árangri, gulrót og vönd eins og stundum er sagt. Því má segja að þessi aðferð tryggi á vissan hátt árangur af fjár- framlögum, eða í öllu falli tryggir að- ferðin að féð sem lagt er fram renn- ur til þess sem til var ætlast og ekki til annars. Þá felur aðferðin í sér að óvissa minnkar mjög og hún ætti þannig að auðvelda fjársafnanir, fjármögnun framkvæmda og stofnun fyrirtækja. Þess má geta að þessi aðferð – eða verklag – er margfalt auðveldari í framkvæmd nú en hún kann að hafa verið áður fyrr vegna hinna miklu framfara sem hafa átt sér stað í sam- skiptatækni og tölvutækni. Þess má geta að undirritaður kynnti þetta verklag fyrir fjár- málastofnunum fyrir nokkrum árum og kallaði ýmist „almanna- fjármögnun“ eða „árangurstryggða fjármögnun“. Undirtektir voru að mörgu leyti góðar en að vísu var að- gangur að fjármagni þá auðveldur. Nú eru aðstæður aðrar. Vonandi getur þessi hugmynd komið fólki að gagni í efnahagskreppunni sem nú ríkir. Eftir Þorberg Þórsson »Hér er kynnt hug- mynd um hvernig auðvelda megi fjársafn- anir með því að tryggja árangur þeirra. Þorbergur Þórsson Höfundur er hagfræðingur. Almannafjármögnun SÚ STAÐA sem upp er komin í rannsókn- arnefndinni er í alla staði afar óheppileg. Þessi uppákoma er til þess fallin að rýra trú- verðugleika nefnd- arinnar og þar með niðurstöður rannsókn- arinnar. Það er að mínu mati ekki þáttur Sigríðar Benedikts- dóttur, hagfræðings, sem skaðar málið, heldur þáttur for- manns nefndarinnar, Páls Hreins- sonar, lögfræðings. Meginástæðan liggur í afar ólíkum rannsóknar- nálgunum þessara fræðigreina. Rétt er að rifja upp að tilgangur rannsóknarinnar er sannleiksleit, ekki réttarrannsókn. Nefndin hefur ekkert ákæru- eða dómsvald, heldur á hún að vísa öllum málum þar sem grunur leikur á að um refsi- vert athæfi hafi verið að ræða til sérstaks saksóknara. Sú rann- sókn sem hér þarf að fara fram á miklu meira skylt við fræði- rannsóknir sem hafa það að markmiði að leiða fram þekkingu og betri skilning á til- teknu málefni eða at- burðarás og leita sann- leikans eins og hann gerist bestur og trúverðugastur á hverjum tíma. Lögfræðingar og hagfræðingar eru hér með afar ólíkar rannsókn- arforsendur og þjálfun þeirra mið- ast við afar ólík rannsóknarmark- mið. Það er ekkert óeðlilegt við það að Sigríður skuli hafa komið fram með sínar hugmyndir um orsakir og ástæður hrunsins í upphafi. Í rann- sóknum kallast þetta á ensku „as- sumptions“ eða „working hypothes- is“, eða vinnutilgáta rannsóknar á íslensku. Þetta er opin og gegnsæ afstaða rannsakandans við upphaf rannsóknar, en það hvílir aftur á móti jafnmikil skylda á Sigríði að sanna hið gagnstæða eins og að sanna að hún hafi haft rétt fyrir sér. Í ljósi þess hvers eðlis þessi rann- sókn er og hve tilgangur hennar er mikilvæg forsenda þess að ná sátt hjá þjóðinni og endurheimta traust og trúverðugleika stofnana sam- félagsins, þá fór ég á fund Allsherj- arnefndar Alþingis meðan frum- varpið um rannsóknarnefndina var í meðförum þingsins fyrir áramót. Þar lýsti ég yfir áhyggjum mínum fyrst og fremst vegna samsetningar nefndarinnar. Ég taldi að hún hefði sem sannleiksnefnd of mikla lög- fræðilega yfirvigt. Það gefur nefnd- inni yfirbragð réttarrannsóknar. Það eitt útaf fyrir sig getur haft áhrif á rannsóknar„akurinn“, þ.e. það fólk sem veita þarf upplýsingar sem varpað geta ljósi á öll þau atriði sem skýrt geta orsakir og aðdrag- anda hrunsins. Ég fann hins vegar, (með tveimur undantekningum þó) að þar talaði ég fyrir sljóum augum og daufum eyrum. Ég hef talið að ef nefndin ætti að vera skipuð innlendum sérfræð- ingum, en ekki erlendum, þá ætti að fara fyrir nefndinni virtur og óum- deildur fræðimaður sem jafnframt kann þá vandasömu list að stýra sérfræðilegri þekkingu þar sem hópar ólíkra sérfræðinga vinna sam- an að einu markmiði. Með frum- hlaupi sínu virðist mér sem for- manni nefndarinnar hafi brugðist þar bogalistin. Það má að lokum geta þess að þar sem það er kona sem hér á í hlut, þá er á þessu áhugaverður kynjavinkill sem er Sigríði í vil og reyndar rann- sókninni í heild sinni. Rannsóknir úr fjármála- og við- skiptaheiminum hafa sýnt að karl- mönnum er hættara en konum við því sem kallast „confirmation bias“, en það er, að ef karlmenn hafa látið í ljós skoðun sína er þeim hættara við en konum að leita meira eftir gögnum sem styðja þá skoðun, en líta aftur á móti fram hjá gögnum sem sýna fram á hið gagnstæða. Eftir Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur » Það er vandasöm list að stýra sérfræði- legri þekkingu. Með frumhlaupi sínu virðist mér sem formanni nefndarinnar hafi brugðist þar bogalistin. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir Höfundur er stjórnsýslufræðingur, Ph.D. Sigríður og rannsóknarnefnd Alþingis Í KASTLJÓSI þann 10. þ.m. ræddi fréttakona ríkissjónvarps- ins við Evu Joly, sérfræðing emb- ættis sérstaks ríkissaksóknara. Eva Joly svaraði spurningum fréttamannsins um það, hvers vegna hún vildi hætta störfum sínum og hvað hún vildi láta gera til að bæta svo úr vinnubrögðum embættisins, að hún gæti starfað áfram. Eva Joly setti m.a. það skilyrði, að Valtýr Sigurðsson rík- issaksóknari yrði settur af. Hvers vegna? Ekki vinnur hún fyrir hann, og ekki hefur hann neitt vald sem saksóknari í þeim mál- um, sem hinn sérstaki saksóknari hefur með að gera. Er afstaða hennar persónuleg? Í þættinum spurði fréttamaður, hvernig Eva Joly túlkaði það, að: „nokkrum vikum eftir að þú hófst störf á Íslandi birtust greinar og gagnrýni um þig þar sem hæfni þín var dregin í efa vegna skoðana sem þú hafðir tjáð.“ Eva Joly svaraði, orðrétt: „Ég leit á það sem boð um þjón- ustu við þá sem yrðu ákærðir síð- ar; lögmenn að bjóða þeim þjón- ustu sína. Það er hefðbundið að þegar glæpurinn er ljótur að beina spjótum sínum að þátttak- endum í stað þess að rannsaka málið.“ Þá sagði fréttamaður: „Þetta eru þá strengjabrúður í vissum skilningi.“ Svar Evu Joly var afdrátt- arlaust: „Já.“ Ég fæ ekki skilið þessi orð á annan hátt en þann, að það sé rangt að „beina spjótum“ að Evu Joly og ekki rétt, að menn hafi aðrar skoðanir en hún. Hins vegar hefur hún siðferðilegan rétt til að beina spjótum sínum að þeim, sem ekki hafa sömu skoðanir á málum og hún, kalla þá strengja- brúður og halda því fram að þeir séu að falast eftir vinnu hjá þeim, sem kunna að verða ákærðir í þeim málum, sem hún vinnur að. Slíkur vopnaburður er ómerki- legur, og hvorki ég né Eva Joly verða meiri menn af slíku. Argumentum ad hominem sögðu Rómverjar, og þótti mál- flutningur ómerkilegur, þegar ræðumaður sneiddi hjá efni þess máls, sem var til umræðu, og beindi spjótum að persónu and- mælandans eða einkamálum hans. Axel Kristjánsson Strengjabrúður Höfundur er lögmaður. MIKIÐ er rætt um hrun krón- unnar og áhrif þess á ýmsa hluti og þá heimilin oft nefnd í því sam- bandi sem illa hafi orðið úti vegna verðbólgu og gengisfalls undanfarið. Ekki skal gert lítið úr því að margur á erfitt. Bankarnir buðu lán og margir fjárfestu í t.d. húseignum umfram getu og tóku til þess lán. Voru það bæði verðtryggð lán og myntkörfulán bundin gengi. Þeir sem tóku verð- tryggðu lánin vissu nokkurn veg- inn á hverju gat verið von og verðlag innanlands tók nokkurt mið af því, t.d. tekjur. Geng- istryggðu lánin hækkuðu upp úr öllu valdi og þar sem gengistrygg- ðar tekjur koma ekki á móti verða greiðslur þar mjög þungar og úr öllu samhengi við áætlanir. En skoðum þetta nánar. Voru ein- hverjir neyddir til að taka geng- istryggðu lánin? Skrifuðu menn ekki undir lánaskjöl af fúsum og frjálsum vilja? Ég man ekki eftir því að einhver hagnaður hafi orðið af gengistryggðum lánum í gegn- um árin. Ég átti 250 dollara sem voru við kaup um 70 kr. Ég keypti myndavél í gegnum einhverja sölusíðu og galt fyrir það um 250 dollara á genginu 130 kr. Hagn- aður 0 kr. Varðandi bílalánin sem margir tóku og eru nú að koma mönnum í koll. Ég vil segja að það að taka gengislán til bílakaupa er einhver vitlausasta fjárfesting sem um getur. Reynslan er sú að bíllinn fellur í verði um 15-20% bara við það að koma á götuna og verðið fellur alltaf hraðar en endur- söluverð hans, hvað þá ef það er gengistryggt. Þetta kalla ég hugs- unarlausa og vítaverða fjárfest- ingu sem ekki er ástæða til að hjálpa mönnum úr. Svona fjárfest- ing er rugl og á ekki að bjarga mönnum úr. Mér er tjáð að stofnfjáreig- endum í Sparisjóði Svarfdæla hafi verið boðið lán frá sjóðnum til að auka stofnfjáreign sína. Með fylgdi að hækkun bréfanna mundi borga lánið og áhættan aðeins sú hve hagnaðurinn yrði mikill. Hvað skeði? Bréfin féllu en lánið stend- ur eftir sem kaupendur þurfa að greiða. Einhvern tíma var sagt að það sem færi upp kæmi niður aft- ur, en undirbygging á þessum fjárfestingum var engin. Ég sé ekki neina þörf á því að gráta hátt yfir þessu. Kaupendur létu einfaldlega plata sig. Hvenær hafa verðmæti orðið til úr engu? Í nokkurn tíma hefur mönnum verið talin trú um að þeir beri enga ábyrgð á sér eða sínum fjár- málum. Ef illa fer verði málum bjargað af þjóðinni. Þannig hafa menn og hagað sér, farið í al- gjörlega glórulausar fjárfestingar og eru nú með allt niðrum sig. Nú á almenningur að borga, skerða greiðslur frá lífeyrissjóðum og ör- orkubætur o.fl. Ég held að það sé tími kominn til að menn axli ábyrgð gerða sinna og viðurkenni það að þessar fjárfestingar og lán- tökur voru gerðar án nokkurrar þvingunar og af fúsum og frjálsum vilja. Þó að herði að hálsólinni hjá einhverjum er óþarfi að skera alla niður, einhvern tíma verða menn að vera ábyrgir gerða sinna. Ég vona að núverandi rík- isstjórn standi við það að skerða ekki kjör hinna lakast settu og tekjulægstu. ÆVARR HJARTARSON öryrki og lífeyrisþegi, Furulundi 33, Akureyri. Vandi heimilanna – hver skóp hann? Frá Ævari Hjartarsyni Ævarr Hjartarson BRÉF TIL BLAÐSINS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.