Morgunblaðið - 13.06.2009, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 13.06.2009, Qupperneq 31
Umræðan 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2009 Í Lofi lyginnar eftir Þorleif Halldórsson segir að lygin sjálf sé þeirrar skoðunar, að enginn geti án hennar verið. Formaður Vinstri grænna, Stein- grímur J. Sigfússon, er líka þeirrar skoð- unar, að enginn geti án hans verið. En get- ur þjóðin verið án þessara tveggja þátta: Steingríms og lyginnar? Hann hefur margoft verið staðinn að ósannindum hina síðustu daga í umræðum á Alþingi. Hef ég höfðað til ráðherraábyrgð- ar hans án árangurs. Alvarlegasta lygi formanns Vinstri grænna úr sjálfum ræðustól Alþingis á dög- unum varð í umræðum í aðdrag- anda þess að hinni „glæsilegu“ lausn Icesave-deilunnar var slengt framan í þingheim. Hann var spurður af formanni Framsókn- arflokksins, Sigmundi Davíð Gunn- laugssyni, hvort frétta væri að vænta af þessu risavaxna máli. Fyrirspurn Sigmundar Davíðs var svohljóðandi og er hún tekin orð- rétt úr skjölum Alþingis: Frú for- seti. Getur hæstv. fjármálaráð- herra upplýst þingið um stöðu mála í viðræðum við bresk stjórnvöld vegna Icesave- reikninganna og hvort rétt sé að til standi að undirrita einhvers konar samkomulag við bresk stjórnvöld jafn- vel á morgun og ef ekki á morgun, hve- nær þá og hvað í slíku samkomulagi felist eða hvað ráðherrann gerir ráð fyrir að í því muni felast? Steingrímur J. Sigfússon var til svars: „Það er verið að reyna að koma í gang formlegum samninga- viðræðum en þær eru ekki hafnar heldur eru könnunarþreifingar eða könnunarviðræður í gangi. Ég held að ég geti fullvissað hv. þingmann um að það standi ekki til að ganga frá einhverju samkomulagi á morgun eða einhverja næstu daga og áður en til slíks kæmi yrði að sjálfsögðu haft samráð við utanrík- ismálanefnd og aðra þá aðila sem þingið hefur haft til að fylgjast með framvindu þessara mála. Staða málsins er sú að það eru könnunarviðræður eða könn- unarþreifingar í gangi.“ Höfum í huga hér, að þessi orð falla miðvikudaginn 3. júní, í ár, ekki í fyrra! Þingheimi var tjáð að „verið væri að reyna að koma í gang formlegum viðræðum“, „könnunarþreifingar“, „könn- unarviðræður í gangi.“ Leið nú dagurinn tíðindalaus. En viti menn – á fundi utanríkismálanefndar tæpum tveimur sólarhringum síðar eru kynnt drög að samningi við Breta og Hollendinga um lausn Icesave-deilunnar. Og eiginlegar samningaviðræður voru ekki farn- ar af stað. Það verður að segja fjármálaráðherra til hróss, að hann er ekki lengi að hnoða saman samningi um stærsta hagsmuna- mál Íslendinga á síðari tímum. Innan við tvo sólarhringa tók það hann – eða var það svo? Að sjálf- sögðu ekki. Ráðherra sagði ósatt úr ræðustóli Alþingis og fór létt með það. Er þetta sá heiðarleiki og gegnsæi sem Steingrímur J. Sigfússon og hans fólk boðuðu í kosningabaráttunni? Þjóðinni væri betur borgið án hans og lyginnar. Lygin er lygileg, Steingrímur Eftir Vigdísi Hauksdóttur »En getur þjóðin verið án þessara tveggja þátta: Stein- gríms og lyginnar? Vigdís Hauksdóttir Höfundur er þingmaður Framsókn- arflokks. DREIFING og út- þynning byggðar á höfuðborgarsvæðinu veldur Reykvíkingum æ meiri vanda, auk- inni fyrirhöfn og til- kostnaði og skerðir þjónustu á sífellt fleiri sviðum. Alvarlegasta dæmið eru almenn- ingssamgöngurnar sem virðast vera í andarslitrunum. Til þess að almenningssamgöngur í Reykjavík geti staðið undir nafni þarf íbúafjöldi á ha að nálgast þann sem er í evrópskum borgum. Þróunin hefur lengi verið í hina áttina. Enn verra tekur við utan borgarmarkanna. Víðátta höf- uðborgarsvæðisins er slík að París kæmist þar fyrir og fámenni á ha gerir þjónustu fyrirtækis eins og Strætó bs svo dýra að það rís ekki undir henni. Annað sorglegt dæmi eru örlög Laugavegarins, elstu og merkustu verslunargötu landsins. Smárinn í Kópavogi var reistur til höfuðs Laugavegi, Kringlunni og annarri verslun í Reykjavík. Ein afleiðingin varð margföldun bíla- flotans, fyrirsjáanlegt hreyfing- arleysi fjöldans, offita og aðrir lífs- stílssjúkdómar. Korputorg verkar eins. Skipulagsóreiðan á höf- uðborgarsvæðinu, óðabílisminn og byggingarbólan eiga stóran þátt í efnahagshruninu og það væri verð- ugt verkefni fyrir dugandi hag- fræðinga að reikna út samfélags- skaðann af undanlátssemi stjórnmálamanna við bílaumboðin, ágeng fasteignafélög og bygging- arverktaka. Ég ætla að nefna tvö glæný dæmi um almannafyrirtæki og þjónustu sem er horfin úr höf- uðborginni vegna útþynning- arstefnunnar, íbúum til óhagræðis og aukins kostnaðar. Námsgagnastofnun á Heimsenda Snemma í apríl átti ég erindi við Námsgagnastofnun sem sl. 20 ár hefur verið til húsa að Laugavegi 166. Ég kom að læstum dyrum. Á næstu hæð í húsinu er Skipulags- stofnun og þangað fór ég í von um að einhver starfsmaður vissi hvers vegna væri lokað hjá nábýlingnum. Svarið var að stofnunin væri flutt, enginn vissi hvert. Kona í af- greiðslunni fann þó hið nýja heim- ilisfang og það reyndist vera Vík- urhvarf 3 í Kópavogi. „Rétt hjá hesthúsahverfinu Heimsenda, ef þú veist hvar það er,“ sagði hún svo eftir að hafa rýnt í kortin í Símaskránni. Ég ákvað að erindi mitt væri ekki nægilega brýnt til þess að ég færi á Heimsenda fyrir það, ég myndi reyna að leysa málið eftir öðrum leiðum. Grunnskólar í Reykjavík eru 44 að tölu en 9-10 í Kópavogi. Flutn- ingur Námsgagnastofnunar úr miðborg Reykjavíkur upp í heiða- lönd Kópavogs gengur gegn hags- munum yfirgnæfandi meirihluta skólanna og annarra viðskiptavina. Hann er til þess fallinn að auka erfiði og hindra persónuleg sam- skipti kennara og skólastjórnenda við starfsfólk þeirrar stofnunar sem framleiðir obbann af náms- gögnum íslenskra skólabarna. Sýslumaðurinn í Reykjavík ómyndugur Í byrjun júní þurfti dóttir mín, sem er námsmaður erlendis, að sækja um endurnýjun á vegabréfi sínu. Seinast þegar fjölskyldu- meðlimur átti sambærilegt erindi við Sýslumanninn í Reykjavík (Út- lendingastofnun) var afgreiðslan í Skógarhlíð 6, skammt frá gatna- mótum Snorrabrautar og Hring- brautar. Nú reyndist Sýslumað- urinn í Kópavogi hafa yfirtekið útgáfu vegabréfa af embættinu í Reykja- vík og höfuðborg- arbúum er vísað á Dalveg 18 í nágranna- sveitarfélaginu. Þang- að er illfært nema á einkabíl. Ég varð að keyra úr miðbæ Reykjavíkur, þar sem ég bý, langa og krókótta leið um villugjörn úthverfi sveitarfélags sem ég greiði ekki skatta til og vænti engrar þjón- ustu af, uns við römbuðum á stað- inn. Hjá sýslumanninum í Kópa- vogi var þröng á þingi og í anddyrinu mætti ég reykvískum hjónum sem ég þekki, öskureiðum yfir óhagræðinu. Ég var í líkum ham, en dóttir mín reyndi að að- stoða ráðvilltan útlending sem skildi ekki þær litlu leiðbeiningar sem stóðu til boða. Sýslumaðurinn á Akranesi hefur umboð dómsmálaráðherra og Þjóð- skrár til þess að gefa út vegabréf, sýsli í Borgarnesi, Búðardal, Hólmavík, Akureyri, embættin í þorpum og bæjum um allt land, en Sýslumaðurinn í Reykjavík er sviptur umboðinu. Hann er orðinn undirtylla hjá Sýslumanninum í Kópavogi. Hvar er sú höfuðborg í víðri veröld, önnur en Reykjavík, þar sem íbúarnir geta ekki fengið útgefið vegabréf hjá yfirvöldum? Skipulag sem leiðir til hruns Byggingaræðið sem upphófst í Smáranum í Kópavogi og glórulaus samkeppnin um íbúa og stofnanir fámennrar þjóðar kemur nú í bakið á okkur með margvíslegum hætti. Fyrst var herjað í verslunargeir- anum en í kreppunni reynir Kópa- vogur að krækja í almannaþjón- ustu ríkisins með undirboðum á húsnæði sem annars stæði autt. Smára-stefnan hefur valdið of- þenslu á öllu höfuðborgarsvæðinu og níðþungar byrðar offjárfesting- anna velta nú yfir íbúana eins og aurskriða. Samtök um betri byggð hafa um tíu ára skeið varað við þessari þróun en því miður talað fyrir daufum eyrum. Nú sitjum við öll í skuldafeninu, hvort sem við tókum lán eða ekki. Við tilheyrum þjóð sem glataði áttum í neysluæði og ofáti, oflæti og drambi sem er falli næst. Þjóð sem neitaði að horfast í augu við að fyrr eða síðar kæmi að skuldadögum og henni yrði réttur reikningurinn. Við skipulögðum óheyrilega dýra borg og bæi með sóun lands og auð- linda, okkar jafnt sem annarra þjóða, og lífsstíl sem leiðir til hruns. Skipulagt fyrir hrunið Eftir Steinunni Jóhannesdóttur »Höfuðborgarsvæðið er skipulagt fyrir hrun. Níðþungar byrðar offjárfestinganna velta yfir íbúana eins og aur- skriða Steinunn Jóhannesdóttir Höfundur er rithöfundur. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.