Morgunblaðið - 13.06.2009, Síða 33

Morgunblaðið - 13.06.2009, Síða 33
hans óskadráttur en heilsan var ekki eins og hún var áður og þá var kannski best að vera einhversstað- ar annarsstaðar og þurfa ekki að langa en geta ekkert gert. Þau kynntust fullt af nýju fólki í Reykjavíkinni sem hann sagði manni frá og þótt hann hafi stund- um sagt að honum leiddist í Reykjavík þá var það ekki alls- kostar satt. Barnabarnabörnin fóru svo að hrúgast í kringum þig, elsku afi, og áttir þú alltaf mjög auðvelt með að tala við börnin og fá þau til að svara þér. Þegar Guðjón Darri, sonur Siggu, fæddist þá fannst þér ekki leiðinlegt þegar hann fór að steyta hnefann fram í þig þegar þú steyttir hnefann framan í hann. Þér fannst mikið í hann spunnið og var gaman að sjá hvað hann veitti þér mikla ánægju fram á síðustu stund. Nú ertu örugglega farinn fram á Dal að skoða sprettuna og horfa niður í Hrútafjörðinn sem var þér svo kær með alla gömlu hundana þína hlaupandi í kringum þig og einhvern af fallegu klárunum þín- um með reistan makkann tilbúinn að fara á stökkið. Hvíldu í friði, elsku afi. Sigfríður, Jóhannes, Fjóla og Sigurjón. Elsku afi minn er dáinn og ein- hvernveginn finnst mér svo ótrú- legt að hann muni ekki sitja í stóln- um sínum á Sléttuveginum næst þegar ég fer í bæinn. Minningarnar hellast yfir mig og eiginlega veit ég ekki hvar ég á að byrja. Afi var ósköp hrjúfur og harður karl. Oft mjög snöggur að reiðast og skamm- ast yfir manni en svo alveg jafn snöggur að gleyma og brosa yfir öllu saman. En þegar maður komst inn fyrir skelina þá var afi voða ljúfur og umhyggjusamur maður. Afi var skemmtilegur karakter, hann sagði og gerði nákvæmlega það sem honum datt í hug og lét aldrei segja sér hvað honum ætti að finnast. Það þýddi auðvitað það að þegar ég t.d. var á frekar viðkvæm- um aldri hafði ég ekki undan að skammast mín fyrir hann afa sem var alltaf svo hallærislegur. Þá man ég sérstaklega eftir því þegar hann hamaðist á einni hliðarútidyrahurð- inni í Hyrnunni í Borgarnesi, bölv- aði hástöfum og skildi ekkert í því af hverju væri ekki hægt að opna þessa hurð. En þá var hún einfald- lega læst, eftir það hló hann lang- leiðina til Reykjavíkur yfir því að Sigrún varð rauð og blá í framan og hafði hlaupið inn í bíl. Ég hef alltaf verið sögð lík ömmu og það er nú ekki leiðum að líkjast en ég hef heyrt það hjá foreldrum mínum að eitt atriði sé líkt með okkur afa og það er aksturslagið. Þegar afi fór frá hlaðinu í Bæ, var allt gefið í botn og reykurinn þyrl- aðist upp fyrir aftan bílinn en svo þegar á þjóðveginn var komið keyrði hann hinn rólegasti fyrir ut- an ágætis bunur á milli. Þetta geri ég víst líka. Einnig var það mikið kappsmál fyrir hann að vera ekki lengi á leiðinni frá Hrútafirði til Reykjavíkur og öfugt. Einu sinni steig hann út úr bílnum fyrir utan búðina á Borðeyri og kallaði þannig að allir heyrðu: „Einn og hálfan“. Og hafði hann þá verið einn og hálfan tíma á leiðinni frá Reykja- vík, þá hristi nú amma bara haus- inn. Eftir að ég fór að búa hafði hann oft áhyggjur af mér og þá sérstaklega peningalega. Hann hringdi nokkrum sinnum í mig til að athuga hvernig gengi og hvort allt væri nokkuð að fara fjandans til eins og hann orðaði það. Hann var svolítinn tíma að samþykkja það að við Heiðar hefðum nú gift okkur almennilega. Við Heiðar komum nefnilega öllum á óvart og giftum okkur í jólaboði. Afi hafði mörg orð um það að nú væri stelp- an orðin vitlaus, hann hefði ekki einu sinni farið í skyrtu. Ég held nú samt innst inni að honum hafi nú fundist þetta svolítið skemmtilegt. Elsku afi, ég gæti haldið enda- laust áfram og rakið sögu eftir sögu. Þú varst klettur okkar allra og vildir vernda okkur öll. Þú stóðst þig vel og ég er svo heppin að hafa þekkt þig og átt þig fyrir afa minn. En það verður allt í lagi með okkur og við munum öll passa ömmu. Ég mun sakna þín. Hvíldu í friði. Þín Sigrún. Hann Sigurjón bróðir er búinn að fá hvíldina, þannig byrjaði símtal okkar móður minnar fimmtudaginn 4. júní s.l. Sigurjón var móðurbróð- ir minn, eini bróðurinn í hópi fimm systkina sem ólust upp saman norður í Hrútarfirði. Sigurjón var í mínum huga einhverskonar tákn fyrir Hrútafjörðinn, hrjúfur og stundum baldinn eins og fjörðurinn en alltaf ljúfur þegar á reyndi, hann var alltaf trúr sinni sannfær- ingu og fylgdi sínu fast eftir, þó stundum væri hann ekki sammála fjöldanum. Í þau skipti sem við Sig- urjón hittumst í seinni tíð þá náð- um við undantekningarlaust að taka „pólitíska glímu“, hann var einn dyggasti stuðningsmaður Framsóknarflokksins sem ég hef kynnst og hef ég þó umgengist þá marga. Sigurjón glotti einungis við tönn þegar ég heimsótti hann á Landspítalann fyrir nokkrum vik- um síðan þegar ég impraði á póli- tík, það var greinilegt að við höfð- um tekið okkar síðustu rimmu, allavega í bili, á þeim viðbrögðum sem hann sýndi þá, en, Sigurjón náði með sinni einstöku seiglu að kjósa þó máttfarinn væri orðinn í vor þannig að þar skilaði sér tryggt atkvæði í hús hjá hans flokki. Í kringum 1980 var ég í 2-3 vikur í sveit hjá þeim sæmdarhjónum, Sigurjóni og hans góðu konu Sig- fríði. Þar var afar gott að vera, at- læti og aðbúnaður var eins og best var á kosið, þar fékk ég í fyrsta sinn í mínu minni hafragraut á morgnana og síðan veisluborð á matmálstímum þegar leið á daginn, reyndar gerðum við samkomulag frændurnir sem var þannig að ég mætti nota aðeins af sykri gegn því að ég borðaði grautinn, mig minnir að Sigga hafi verið bandamaður minn í þeim samningum. Ég var töluvert með Sigurjóni í útiverk- unum, það var kalt í Hrútafirðinum þessar vikur, hryssingslegur blást- ur, og vildi ég vera með vettlinga en Sigurjón frændi minn hristi hausinn og þarna lærði ég að skilja orðatiltækið „hér duga engin vett- lingatök“, stórar og vinnusamar hendur bóndans voru notaðar í verkin án allra umbúða, hvort sem verið var að saga og hirða rekavið eða eitthvað annað var sýslað, aldr- ei var bóndinn með vettlinga. Með Sigurjóni frænda mínum er genginn einn af þessum harðdug- legu bændum sem ólust upp og störfuðu á erfiðum tímum, örugg- lega mun erfiðari tímum en við nú lifum og kvörtum óskaplega. Hugur hans var mikið í Hrútafirðinum eft- ir að þau hjónin hættu búskap og fluttu sig til Reykjavíkur. Hann fór norður reglulega til að taka stöðuna og örugglega hefur hann gefið afa- stráknum sínum, Guðmundi í Skál- holtsvík, góð ráð við búskapinn.Með þessum fátæklegu orðum kveð ég frænda minn og votta Sigfríði, eft- irlifandi eiginkonu hans, frænkum mínum þeim Önnu og Þorgerði og þeirra fjölskyldum mína dýpstu samúð. Hvíl í friði, kæri frændi. Björn Bjarki Þorsteinsson. Mig langar til að minnast góðs vinar míns Sigurjóns Ingólfssonar með örfáum orðum. Ég var í sveit í Skálholtsvík í Hrútafirði hjá móðursystur minni Guðrúnu og Jóni bónda hennar þegar Sigfríður dóttir þeirra og Sigurjón hófu búskap í félagi við þau. Þá höfðu bændur í Skálholts- vík nýlega slegið saman í Farmall dráttarvél ásamt bónda á næsta bæ og þótti það mikil búbót. Fram að því höfðu hestar verið þarfasti þjónninn. Inn í þetta samfélag kom Sig- urjón eins og stormsveipur. Með komu hans breyttust búskapar- hættir. Sigurjón var ungur, hraust- ur ofurhugi, harðduglegur og fylginn sér og hann átti jeppa. Jeppann notaði hann óspart við heyskaparvinnuna þegar Farmal- linn var ekki til staðar. Ekki var lengur um það að ræða að sækja hrossin lengst fram á dal til að draga heyvinnslutæki, nei ekki ald- eilis. Jeppinn var notaður til slíkra hluta og unglingur gjarnan settur undir stýri svo að hann gæti sjálfur látið hendur standa fram úr erm- um. Það var farið á engjar og fram til þessa höfðu hestar verið notaðir til að koma heyinu heim til þerris. Sig- urjón breytti þeim vinnubrögðum fljótlega. Jeppinn kom að gagni þar eins og annars staðar. Heyvagninn var dreginn upp í slægjurnar þar sem útheysbaggarnir voru bundnir og þeim hlaðið á vagninn sem jepp- inn dró svo heim. Það kom fyrir að jeppinn festist og þá var þrauta- lendingin að draga hann upp með Farmallnum. Hann dó ekki ráðalaus hann Sig- urjón og stundum gekk mikið á. Þá átti Jón húsbóndi minn til að snýta sér hraustlega í tóbaksklútinn og vera aldeilis hlessa. Þá var ég svo aldeilis hlessa líka enda stóð ég með mínum manni, þó að undir niðri liti ég mjög upp til Sigurjóns og fyndist kappsemi hans spenn- andi og skemmtileg. Utan vinnutímans slóst Sigurjón gjarnan í hóp okkar krakkanna, spilaði með okkur fótbolta, stríddi okkur, var vinur okkar og jafningi og ávallt var glatt á hjalla þegar hann birtist. Sigurjóni og Siggu yndislegri frænku minni á ég mikið að þakka. Þau voru vinir mínir alla tíð og hef ég ávallt litið á Skálholtsvík sem mitt annað uppeldisheimili. Margoft hefur leið mín legið þangað síðan ég var þar í sveit og mér hefur fundist eins og ég væri að koma heim. Þegar ég hafði stofnað fjöl- skyldu tóku þau hjónin yngri son minn til sumardvalar í mörg sumur og verð ég þeim ævinlega þakklát fyrir það. Löngum og farsælum búskapar- ferli Sigurjóns lauk skyndilega árið 1997 þegar hann fékk heilablóðfall og lá í marga mánuði á spítala. Í kjölfarið brugðu Sigurjón og Sigga búi og fluttust til Reykjavíkur en hugur þeirra var fyrir norðan og þau fylgdust vel með því sem þar gerðist. Ég sendi Siggu frænku minni og dætrum þeirra Sigurjóns, Daddý og Önnu og fjölskyldum, þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu góðs drengs. Sigríður Sigurbergsdóttir. Elsku Sigurjón. Þá er runnin upp kveðjustund en slíkt kallar fram ótal minningar um okkar vegferð sem hófst þegar ég var 6 ára gömul og fór að vera í sveit hjá ykkur Siggu í Skálholtsvík. Svo vel líkaði mér dvölin að sumrin mín í Skál- holtsvík urðu ansi mörg eftir þetta. Þar upplifði ég og lærði svo margt. Reynslan sem ég öðlaðist þar hefur reynst mér dýrmætt veganesti í líf- inu. Fyrir það er ég óendanlega þakklát ykkur báðum. Það var ynd- islegt að dvelja hjá ykkur Siggu öll þessi sumur. Þið gáfuð ykkur góðan tíma í að leiðbeina, hjálpa og kenna okkur krökkunum sem voru hjá ykkur enda vilduð þið að öllum liði vel í sveitinni. Öll þessi ár var ég aðallega að sinna útiverkunum og skottaðist því á eftir þér í hin ýmsu verkefni, hvort sem það var sauðburðurinn, rekaviðurinn eða heyskapurinn. Það skipti í raun engu hvað lá fyrir, alltaf fannstu eitthvað verkefni handa mér, þrátt fyrir að þau hafi kannski ekki alltaf verið merkileg þá tókst þér alltaf að láta mér finn- ast þau mikilvæg. Ég upplifði því alltaf að hlutverk mitt skipti miklu máli. Það er afar mikilvægt fyrir börn að upplifa slíkt og hef ég reynt að muna eftir þessu í uppeld- inu á sonum mínum. Þú varst sér- staklega fær í því að hvetja og veita ábyrgð. Það gerðir þú með því að hrósa fyrir vel unnin verk sem hvatti okkur til að gera enn betur. Í kjölfarið veittir þú meiri ábyrgð, hvort sem það var að fá alfarið að sjá um heimalningana eða keyra dráttavélina. Um leið og þú varst kröfuharður og ákveðinn varst þú líka alltaf sanngjarn. Sem dæmi má nefna að þrátt fyrir að vinnan hafi oft á tíðum verið mikil þá passaðir þú alltaf upp á að við fengjum líka tíma til að leika okkur. Þá umbun- aðir þú fyrir vel unnin verk. Ég man enn t.d. mjög vel þegar þú og Sigga gáfuð mér fyrsta lamb- ið. Ég hef líklegast verið 9 eða 10 ára gömul. Það var í ágúst og stutt í að dvöl minni það sumarið væri að ljúka. Heyskapurinn stóð sem hæst og við vorum að blása þurrheyi inn í fjóshlöðuna. Allt í einu segir þú við mig að þú og Sigga hafi ákveðið að gefa mér lamb um haustið að launum fyrir vinnu mína. Ég held ég hafi aldrei verið jafn stolt og ánægð með nokkur laun sem ég hef fengið. Ég man hversu mikið þú gast blótað hinu og þessu í sand og ösku. Samt gastu líka verið svo ljúfur og góður. Ég man t.d. alltaf eftir því að í hvert einasta skipti sem þú fórst af bæ, varstu bölvandi og ragnandi yfir því að þurfa að standa í þessu flandri. En rétt áður en þú lagðir af stað þá hljópstu inn í bæ til að kyssa Siggu þína bless áður en þú færir. Mér fannst þetta alltaf svo lýsandi fyrir persónuleika þinn, bæði harka en líka alltaf blíða. Elsku Sigurjón, ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér, njóta leiðsagnar þinnar og um- hyggju í öll þessi ár. Slíkt ferðalag með þér í gegnum lífið er ómet- anlegt. Elsku Sigga, Daddý og Anna, ég votta ykkur og fjölskyld- um ykkar innilega samúð mína. Ragnheiður Stefánsdóttir. Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2009 Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Elskulegur bróðir minn, mágur, frændi og vinur, ÞÓRARINN ÁRNASON lögfræðingur, Fálkagötu 17, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 3. júní, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 15. júní kl. 13.30. Ragnheiður Árnadóttir, Ísak Sigurgeirsson, Árni Ísaksson, Ásta Guðrún Sigurðardóttir, Jón Ísaksson, Guðrún Jóhannesdóttir, Bryndís Ísaksdóttir, Jón Torfi Jónasson, Ragnheiður Ísaksdóttir, Róbert Darling, Árni Þórarinsson, Valgerður Þ. Jónsdóttir, Steinunn Þórarinsdóttir, Jón Ársæll Þórðarson, Pétur Hrafn Árnason, Jón Ingvar Kjaran. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GEIRÞRÚÐUR GUÐRÚN KJARTANSDÓTTIR, Hraunhólum 9, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítala Landakoti fimmtu- daginn 4. júní. Útför hennar mun fara fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ mánudaginn 15. júní kl. 13.00. Starfsfólki L5 á Landakoti eru færðar hjartans þakkir fyrir einstaka umönnun og einlæg samskipti síðustu vikur. Hreinn Jóhannsson, Kjartan Hreinsson, Sigríður Árný Sævaldsdóttir, Guðrún Hreinsdóttir, Steinþór D. Kristjánsson, Sturla Jóhann Hreinsson, Guðrún Helga Hamar og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HERMANN VALDIMAR SIGFÚSSON, Kirkjuvöllum 3, Hafnarfirði, sem lést sunnudaginn 7. júní, verður jarðsunginn frá Garðakirkju Álftanesi mánudaginn 15. júní kl. 15.00. Sigríður Ósk Óskarsdóttir, Guðmundína M. Hermannsdóttir, Jón B. Einarsson, María Hermannsdóttir, Stefán Rowlinson, Hermann Ó. Hermannsson, Margrét B. Sigurbjörnsdóttir, Þorsteinn F. Hermannsson, Alda B. Larsen, Þórunn Hermannsdóttir, Jóhann S. Helgason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.