Morgunblaðið - 13.06.2009, Síða 41
Velvakandi 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2009
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
VINSAMLEGAST
TAKIÐ AF YKKUR
SKÓNA
ÉG ELSKA ÞESSI
JAPÖNSKU HLAÐBORÐ
ÉG HEF ALDREI SÉÐ
LOFTHRÆTT SKÝ ÁÐUR
ÉG KALLA Á KRAFT
SNJÓPÚKANNA! HÉR MEÐ
NOTA ÉG ÞANN KRAFT SEM
MÉR ER VEITTUR TIL AÐ
GEFA ÞÉR LÍF!
LIFÐU! LIFÐU!
LIFÐU! RRGHH!
HRÓLFUR, VILTU
FARA ÚT Í BAKARÍ
OG KAUPA BRAUÐ
HANDA OKKUR?
GET
ÞAÐ EKKI
EDDI FÉKK
SKÓFLUNA MÍNA
LÁNAÐA
AF HVERJU
GETUR
ÞÚ ÞAÐ
EKKI?!?
JÆJA, LALLI... BEITAN
ER KOMIN Á KRÓKINN.
NÚ ER BARA AÐ KASTA AGH!
ÞÚ HEFUR EKKI
GERT ÞETTA
ÁÐUR, ER ÞAÐ
NOKKUÐ?
NÁÐU BARA
Í HNÍF
ÉG LOFAÐI M.J. AÐ ÉG
MYNDI MÆTA Á FRUMSÝNINGUNA
HENNAR Í KVÖLD
EF ÞÚ SENDIR
GODERO TIL SAKSÓKN-
ARANS ÞÁ VEIT ÉG
AÐ HANN KJAFTAR
JÁ, ÞAÐ
MÁ Í ÞAÐ
MINNSTA
LÁTA Á ÞAÐ
REYNA
EN AF HVERJU ERTU AÐ
SÓA TÍMA ÞÍNUM TALANDI
VIÐ SMÁGLÆPAMENN?
TALANDI UM
TÍMA... ÉG VERÐ
AÐ DRÍFA MIG!
Æ, NEI! ÉG MAN EKKI AF HVERJU
ÉG VAR SETTUR Á BIÐ...
AUMINGJA
JÓN ER AÐ
VERÐA
GAMALL
Iðnaðarmenn sem starfa við byggingu Leirvogshverfis í Mosfellsbæ eru
hér að taka sér kærkomna hvíld frá vinnu og hvíla lúin bein.
Morgunblaðið/Eggert
Stund milli stríða
Opnar kirkjur í
Kjalarnessprófasts-
dæmi sumarið 2009
Á HÉRAÐSFUNDI
Kjalarnessprófasts-
dæmis 11. mars sl.
kynnti Arthúr Farest-
veit hugmynd sína að
sameiginlegu verkefni
allra safnaða þjóðkirkj-
unnar í prófastsdæm-
inu er hann kallaði
„Opnar kirkjur sum-
arið 2009.“ Hugmyndin
snýst um að prestar og
sóknarnefndir skipu-
leggi leiðsögn um
kirkjur í prófastsdæm-
inu í sumar þar sem leiðsögumaður
er til staðar sem getur kynnt kirkju,
kirkjubúnað og kirkjustað fyrir
gestum og gangandi frá 15. júní til
15. ágúst. Búist er við miklu ferða-
sumri innanlands og ætti þessi þjón-
usta að verða mörgum ferðalöngum
kærkomin. Markmiðið er að gefa
sem flestum tækifæri til þess að
skoða og fræðast um þessar perlur
Íslands og þann fjársjóð sem kirkj-
urnar í Kjalarnessprófastsdæmi
eru.
Héraðsfundur samþykkti að
hrinda þessu verkefni í framkvæmd.
Nú hafa leiðsögumenn verið ráðnir
og verkefnið gangsett. Útbúinn hef-
ur verið kynningarbæklingur um
verkefnið handa ferðamönnum með
stuttum upplýsingum um þær
kirkjur sem verða opnar, m.a. upp-
lýsingum um opnunartíma. Bækl-
ingurinn er bæði á ensku og ís-
lensku. Þar má einnig finna kort af
öllum kirkjum í Kjalarnessprófasts-
dæmi. Bæklingurinn liggur frammi í
öllum kirkjum í prófastsdæminu og
á helstu ferðaþjónustustöðum.
Í inngangsorðum bæklingsins rit-
ar dr. Gunnar Kristjánsson prófast-
ur meðal annars: Kjal-
arnessprófastsdæmi er
víðlent og fjölmennt
enda eitt af stærstu
prófastsdæmum lands-
ins. Þar gefur að líta
flestar gerðir íslenskra
kirkna og það segir
sína sögu að flestar
þeirra eru friðaðar. Og
hvort sem það eru
timburkirkjur frá
nítjándu öld, stein-
hlaðnar kirkjur frá
átjándu og nítjándu öld
– eða steinsteyptar
kirkjur frá tuttugustu
öld, þá hafa þær allar
sögu að segja. Margar
þeirra eru vel búnar gripum og bún-
aði frá ýmsum tímum, eftir innlenda
og erlenda handverksmenn og lista-
menn. Það er því áhugavert að nema
staðar og kynnast trúarmenningu
þjóðarinnar í sögu og samtíð með
því að heimsækja þessar kirkjur.
Kjalarnessprófastsdæmi býður
ferðamönnum upp á leiðsögn á ís-
lensku og erlendum tungumálum
þar sem ferðamaðurinn fær kynn-
ingu á kirkjunum og búnaði þeirra
en einnig á umhverfi þeirra og sögu.
Það er von allra sem að þessu
verkefni standa að sem flestir nýti
sér þetta tækifæri í sumar og njóti
vel.
Þórhallur Heimisson.
Húslyklar í óskilum
Lítið veski með húslyklum í fannst
við Flatirnar í Garðabæ fimmtudag-
inn 11. júní. Upplýsingar í síma 899-
4520.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Óvissuferð 18. júní,
brottför kl. 12.45 frá Aflagranda.
Bólstaðarhlíð 43 | Skálholtshringurinn
farinn þriðjudaginn 23. júní kl. 13 frá Ból-
staðarhlíð. Kaffiveitingar í hótel Hvíta.
Skráning og greiðsla fyrir föstudaginn
19. júní. Upp.í s. 535-2760. Allir vel-
komnir.
Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi
kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10.
Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ
| Kvennahlaup/ganga frá Hlaðhömrum
verður þriðjudaginn 16. júní kl. 14. Bolir
eru afhentir á staðnum og eru komnir á
skrifstofu félagsstarfsins á Hlaðhömrum
sem er opin kl. 13-16.
Félagsstarf Gerðubergi | Alla virka
daga er fjölbreytt dagskrá kl. 9-16.30.
Mánudaginn 15. júní er Kvennahlaup ÍSÍ,
upphitun hefst kl. 12.30. Þorvaldur Jóns-
son með harmonikkuna o.fl. Marta Guð-
jónsdóttir, varaborgarfulltrúi, ræsir
hlaupið kl. 13. Þriðjudaginn 16. júní er
ferðalag í Stykkishólm, skráning á staðn-
um og í s. 575-7720.
Hraunbær 105 | Farið verður í óvissu-
ferð fimmtudaginn 18. júní. Lagt af stað
frá Hraunbæ kl 13. Skráning á skrifstofu
eða í síma 411-2730 í síðasta lagi 16.
júní.
Hraunsel | Mánudaginn 15. júní er hálfs-
dags ferð til Árborgar, farið í Skálholt og
komið við á Eyrarbakka. Dansað verður í
Hraunseli 17. júní.
Hæðargarður 31 | Listasmiðja, morg-
unkaffi, gönuhlaup, gáfumannakaffi, há-
degisverður, síðdegiskaffi, myndlist-
arsýning Erlu og Stefáns, skráning hafin
í hláturjóga sumarsins. Félagsvist alla
mánudaga kl. 13.30. Hópar sem vilja
starfa á eigin grundvelli velkomnir. Uppl.
í Ráðagerði 411-2790.
Norðurbrún 1 | Kaffihlaðborð 17. júní kl.
3, allir velkomnir. Spjall, blöðin, kaffi og
meðlæti á kreppuverði. Heitur matur í
hádeginu. Félagsvist á miðvikudögum kl.
14, nema á 17. júní. Ókeypis handmennt í
júní og hand- og myndmennt í ágúst.
Sími 411-2760.
Þórðarsveigur 3 | Salurinn opinn kl. 9.