Morgunblaðið - 13.06.2009, Page 45
Menning 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2009
Landnámssetrið í Borgarnesi
437 1600 | landnamssetur@landnam.is
BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið)
Fös 19/6 kl. 20:00 Ö
Lau 20/6 kl. 20:00
Sun 21/6 kl. 16:00 Ö
Sun 12/7 kl. 16:00
Sun 26/7 kl. 16:00
Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið
BANDIÐ BAK VIÐ EYRAÐ (HVÍTISALUR)
Fim 18/6 tónleikar kl. 21:00 Ö
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Söngvaseiður (Stóra sviðið)
Sannleikurinn (Stóra sviðið)
Ekki missa af Djúpinu, aðeins þrjár sýningar eftir!
Við borgum ekki (Nýja sviðið)
Uppsetning Nýja Íslands.
Söngvaseiður. Sala hafin á sýningar í haust.
Djúpið (Litla sviðið)
Munið afslátt fyrir viðskiptavini Vodafone!
Lau 20/6 kl. 19:00 stóra svið
Lau 27/6 kl. 19:00 stóra svið
Fös 3/7 kl. 19:00 stóra svið Lau 11/7 kl. 19:00 stóra svið
Lau 13/6 kl. 14:00 U
Lau 13/6 kl. 18:00 Ný aukasU
Sun 14/6 kl. 16:00 U
Fös 4/9 kl. 19:00 U
Lau 5/9 kl. 19:00 Ö
Sun 6/9 kl. 19:00 Ö
Mið 9/9 kl. 19:00 U
Fim 10/9 kl. 19:00 Ö
Fös 18/9 kl. 19:00 Ö
Lau 19/9 kl. 19:00 U
Fim 18/6 kl. 20:00 Fös 19/6 kl. 20:00 Sun 21/6 kl. 20:00
Lau 13/6 kl. 19:00 Ö Sun 14/6 kl. 20:00 Ö Fim 18/6 kl. 20:00
GREASE – Vinsælasti rokksöngleikur allra tíma!
Lau 13/6 kl. 20:00 3.sýn U
Sun 14/6 kl. 16:00 4. sýn Ö
Lau 20/6 kl. 16:00 5. sýn U
Sun 21/6 kl. 16:00 6.sýn Ö
Fös 26/6 kl. 20:00 7.sýnÖ
Lau 27/6 kl. 20:00 8.sýnÖ
Sun 28/6 kl. 16:00 9.sýnÖ
Loftkastalinn hefur opnaðaftur eftir nokkurt hlé ínýuppgerðu húsnæði viðSeljaveginn. Opnunarsýn-
ingin var engin önnur en söngleik-
urinn Grease sem var fyrst frum-
sýndur í litlu leikhúsi í Chigago 1971.
Sagan af Danny og Sandy er mörg-
um kunn, stelpa hittir strák, þau
verða ástfangin en þora ekki að láta
tilfinningar sínar í ljós vegna skóla-
félaga sinna. Boðskapurinn er svo
sem ekki upp á marga fiska, saklaus
og prúð stúlka breytist í glamúrgellu
til að falla í kramið hjá hinum. Ekki
uppbyggilegt þema. Hins vegar er
skemmtigildi söngleiksins talsvert
enn í dag, einkum vegna tónlistar-
innar sem margir kannast við.
Sýning Selmu Björnsdóttur á
Grease heppnaðist ágætlega. Sýn-
ingin er kraftmikil á köflum, leik-
gleðin er allsráðandi og fjörið mikið.
Með aðalhlutverkin, Danny og
Sandy, fara Bjartur Guðmundsson
og Ólöf Jara Skagfjörð. Bjartur er
nýútskrifaður úr leiklistardeild LHÍ
og er þetta fyrsta hlutverk hans sem
atvinnuleikari. Hann hefur sterka
sviðsframkomu og fór vel með hlut-
verk sitt. Ólöf Jara hefur nokkra
reynslu af söngleikjum en hún hefur
tekið þátt í nokkrum með Versl-
unarskóla Íslands. Einnig hefur hún
tekið þátt í undanúrslitakeppni Evr-
óvisjón. Ólöf hefur fallega rödd og
hentaði vel í hlutverk Sandyar. Leik-
ur hennar var hógvær en tókst með
ágætum.
Stjarna kvöldsins var þó Unnur
Ösp Stefánsdóttir. Það var greinilegt
að þarna var vön leikkona á ferð.
Hún var einstaklega kraftmikil sem
hin spillta Rizzo sem á sér þó við-
kvæmar hliðar. Álfrún Örnólfsdóttir
var skemmtileg sem hin óþolandi
Patty og leiklistarneminn Sigurður
Þór Óskarsson var eftirtektarverður
sem Doody. Magnús Jónsson er allt-
af flottur á sviði. Aðrir leikarar og
dansarar stóðu sig vel og gaman að
sjá ný andlit á sviðinu eins og hinar
nýútskrifuðu Maríu Dalberg og Mar-
íu Þórðardóttur.
Dansatriðin voru vel útfærð af
systrunum Guðfinnu og Birnu
Björnsdætrum, söngurinn þéttur en
hins vegar var hljóðið ekki gott.
Stundum heyrðist hvorki í lægstu
tónum söngvaranna né orðaskil í lög-
um. Á köflum virtist sem hljóðnem-
arnir væru eitthvað vanstilltir. Þetta
þarf að laga. En hljóðfæraleikarar
stóðu sig með mikilli prýði. Gesta-
leikur Friðriks Ómars Evró-
visjónstjörnu kom skemmtilega á
óvart og vakti mikla lukku í salnum.
Leikmynd Brian Pilkingtons var
einföld og hugvitsamleg. Sviðið var
nýtt til hins ýtrasta, nóg pláss fyrir
dansatriðin en samt nógu lítið til að
minni atriði fengju notið sín.
Búningar Maríu Ólafsdóttur voru
mjög í anda tímabilsins. Strákarnir í
leðri og með brilljantín en stelpurnar
í litríkum kjólum, hver með sínu sniði
eftir persónueinkennum hlutverk-
anna.
Sýningin er ekki gallalaus en
Selma Björnsdóttir kann augljóslega
að virkja leikgleði hinna ungu leik-
ara.
Grease er kraftmikil og fjörug sýn-
ing sem á örugglega eftir að heilla
ungu kynslóðina nú sem endranær.
Gæjar og stælpíur
Loftkastalinn
Grease eftir Jim Jacobs
og Warren Casey
Leikarar: Bjartur Guðmundsson, Ólöf
Jara Skagfjörð, Álfrún Örnólfsdóttir,
Unnur Ösp Stefánsdóttir, Víðir Guð-
mundsson, Walter Grímsson, Aðalbjörg
Árnadóttir, Magnús Jónsson, María Dal-
berg, María Þórðardóttir, Ævar Þór
Benediktsson, Hjördís Lilja Örnólfs-
dóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Ásta
Bærings, Aðalsteinn Kjartansson, Þor-
leifur Einarsson og Friðrik Ómar Hjör-
leifsson.
Hljómsveit: Benedikt Brynleifsson, Ósk-
ar Guðjónsson, Róbert Þórhallsson,
Vignir Stefánsson og Þorvaldur Bjarni
Þorvaldsson sem einnig sá um hljóm-
sveitarstjórn.
Leikmynd: Brian Pilkington
Búningar: María Ólafsdóttir
Ljósahönnun: Jón Þorgeir Kristjánsson
Dansar: Birna og Guðfinna Björnsdætur
Hljóðhönnun: Bjarni Bragi
Þýðing: Veturliði Guðnason
Leikstjórn: Selma Björnsdóttir
INGIBJÖRG
ÞÓRISDÓTTIR
LEIKLIST
Svalur Bjartur Guðmundsson sem Danny. „Hann hefur sterka sviðsframkomu og fór vel með hlutverk sitt.“
Saga hljómsveitarinnar Skefyllir ríflega hálfan annanáratug, allt frá því hjáver-katríóið Skárren ekkert hóf
að leika saman sér til gamans og
fljótlega öðrum líka. Uppúr henni
spratt síðan Ske og hefur orðspor
sveitarinnar vaxið jafnt og þétt, allt
frá því fyrsta plata sveitarinnar,
Life, Death, Happiness and Stuff,
kom út 2002. Önnur platan, Feelings
Are Great, kom út 2004 og loks er
þriðja skífan komin út. Sveitin á sér
fjölmarga aðdáendur og það mun
gleðja þá að fá nýju plötuna í hend-
ur, því hún inniheldur margt af því
besta sem sveitin hefur sent frá sér.
Fyrst vekur
athygli hversu
kostulega Hösk-
uldur Ólafsson
vex jafnt og þétt
sem söngvari.
Upphafslagið
„Know by now“
hljómar næstum eins og inngangs-
lag eða æfing til að koma honum í
gírinn, einföld laglína með einnar
línu texta sem Höskuldur syngur af
innlifun. Það er dramatík í loftinu og
hún næstum leikræn, sándið er
þyngra en oftast áður og tónninn er
glettilega vel gefinn strax í upphafi.
Í framhaldinu renna fjölmörg af-
bragðslög. „Boxer“ hljómar sumpart
eins og George heitinn Harrison
hefði samið flott lag fyrir bresku
sveitina Muse til flutnings, „Jum-
per“ er feikigott enda viðlagið lunkin
endurvinnsla á viðlaginu í „Pride (In
The Name of Love)“, hvort heldur
það er meðvitað eður ei; „What can
come of this?“ er eitt allra besta lag
plötunnar, minnir á úrvals amerískt
þjóðlagarokk og þar á Höskuldur
sérlega fínan sprett sem söngvari.
Loks er ekki annað hægt en að dást
að hinu yndislega lagi „Grace“ sem
leiðir hlustandann á vit hádegis-
kokteila á Hawaii. Er þá aðeins fátt
eitt upp talið.
Það hefur löngum verið aðall
þeirra Ske-leggja (endalaust hægt
að leika sér með þetta nafn!) að
kunna að blanda saman margs konar
hljóðum, ef ekki hljóðheimum, og
komast listavel frá því; það er ef-
laust arfur frá því í árdaga Skárren
ekkert sem hafði jafnan kámugan
gleðigraut af alþjóðlegri stuðmúsík á
spilaskránni. Listin að hræra í hljóð-
rænt hanastél hefur gengið Ske í arf,
svo ekki er um að villast. Fag-
mennskan ágerist með hverju skref-
inu sem sveitin tekur í útgáfu og sá
tónlistarunnandi mun vandfundinn
sem ekki hefur gaman af þessari frá-
bæru plötu – sem ber þar af leiðandi
sannarlega nafn með rentu.
Ske – Love For You Allbbbbn
JÓN AGNAR ÓLASON
TÓNLIST
Dramatísk skemmtun
ÞRIGGJA manna dómstóll í Afr-
íkuríkinu Malaví hefur úrskurðað
bandarísku söngkonunni Madonnu í
hag í máli sem hún höfðaði eftir að
dómari á lægra dómsstigi hafnaði
umsókn hennar um að fá að ættleiða
þriggja ára stúlku frá landinu. Þetta
kemur fram á fréttavef BBC.
Forseti dómsins, Lovemore
Munlo, segir dómarana hafa horft til
þess hversu mikinn áhuga Madonna
hafi sýnt á að aðstoða munaðarlaus
börn í landinu og þess að það sé
stúlkunni Chifundo „Mercy“ James,
fjögurra ára, fyrir bestu að Ma-
donna ættleiði hana.
„Við teljum að það verði betur
hugsað um Chifundo James af er-
lendum kjörforeldrum sem munu
veita henni ást og umhyggju, segir
hann og bætir því við að með ætt-
leiðingunni verði stúlkunni einnig
tryggður fjárhagslegur stöðugleiki.
Í úrskurði dómaranna segir að
fyrri úrskurður í málinu hafi verið
byggður á þröngri túlkun gamalla
laga en í þeim er kveðið á um að út-
lendingar þurfi að hafa búið í land-
inu í átján mánuði til að fá að ætt-
leiða barn þaðan.
Madonna fékk undanþágu frá um-
ræddum lögum er hún ættleiddi
drenginn David Banda frá Malaví
ásamt fyrrum eiginmanni sínum.
REUTERS
Sátt Madonna og David þegar þau heimsóttu líffræðilegan föður hans.
Sigur Madonnu staðfestur