Morgunblaðið - 28.06.2009, Side 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009
i i d 2 8 l d 0 8 d
einfaldlega betri kostur
laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19
s: 522 4500 www.ILVA.is
stóll
9.950,-
SPARAÐU 9.950,-
Mambo. Baststóll m/háu baki.
Verð 19.900,- NÚ 9.950,-
sendum um allt land
50%
afsláttur af Mambo
ÚTSALA
YFIR 1300 VÖRULIÐIR Á LÆKKUÐU VERÐI
Bjóðum uppá
vaxtalaust lán til
6 mánaða
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson
Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Svanbjörgu H. Einarsdóttur
svanbjorg@mbl.is
ATVINNULEYSI hrellir ekki þá
sem starfa við skipaviðgerðir. Verk-
efni sem fóru úr landi á góðæristím-
anum eru núna unnin hér heima. „Við
tókum ekki þátt í fjaðrafokinu und-
anfarin ár og því er kreppan ekki að
þjaka okkur. Undanfarið höfum við
auglýst talsvert eftir fólki og ráðið
nánast alla umsækjendur en okkur
vantar fleira fólk,“ segir Hilmar
Kristinsson, verkstjóri hjá Stálsmiðj-
unni.
Skipasmíðar hátækniiðnaður
Hann segir tækifærin í skipa-
smíðum og -viðgerðum mikil en hins
vegar vanti fjármagn. „Undanfarin ár
virtust allir missa áhuga á iðnaði hér
innanlands og öll framleiðsla datt nið-
ur. Flestir virtust halda að peningar
yrðu bara til úr pappír. Skip voru
smíðuð í útlöndum og send utan til
viðgerða. Við hreinlega misstum af
lestinni.“ Hilmar segir skipasmíðar
og -viðgerðir hafa verið sterka at-
vinnugrein hérlendis á árum áður og
fjöldi hæfileikaríkra manna hafi
starfað við greinina. Íslendingar hafi
á sínum tíma verið fremstir í hönnun
og smíði fiskiskipa. Hilmar bendir á
að skipasmíðar séu hátækniiðnaður
sem bjóði upp á fjölda starfa. Að
hönnuninni komi verkfræðingar, vél-
fræðingar og fleiri hönnuðir. Að
smíðinni komi iðnaðarmenn úr marg-
víslegum greinum og einnig ófaglært
fólk.
Iðnaður í sárum eftir góðæri
Hann leggur áherslu á að styðja
verði við bakið á iðnaðar- og fram-
leiðslufyrirtækjum sem séu hreinlega
í sárum eftir allt pappírsgóðærið. Það
séu þau sem skapi gjaldeyri. „Það
þarf iðn- og framleiðslugreinar til að
„bakka upp“ þjóðfélagið. Þingið er
fullt af hámenntuðu fólki sem skynjar
kannski tölur og pappír. En við þurf-
um kjarkmikið fólk með víðtæka
reynslu, fólk sem veit hvað það er að
vinna með höndunum. Við megum
ekki gleyma því að uppruni okkar er í
sjávarútvegi og landbúnaði og að við
búum yfir gríðarlegri þekkingu á
þessum sviðum.“
Skipaviðgerðir færast heim
Mikill uppgangur hefur verið í skipaviðgerðum en verkefnin voru áður send
úr landi Verkfræðingar, vélfræðingar og hönnuðir koma að smíðunum
Morgunblaðið/Heiddi
Iðnaður Hilmar Kristinsson verkstjóri segist þurfa kjarkmikið fólk með víð-
tæka reynslu. Viðhald Bergeyjar VE er meðal þess sem unnið er að.
„Á MEÐAN Dag-
ur B. Eggertsson
var upptekinn
við annað fór
Reykjavíkurborg
í endurskoðun á
fjárhagsáætlun
sinni. Góðu frétt-
irnar eru að við
erum á áætlun í
öllum megin-
atriðum og ekkert bendir til þess að
það muni breytast,“ segir Óskar
Bergsson, formaður borgarráðs.
Að sögn Dags er 4-5 milljarða
króna gat í fjárhagsáætlun borg-
arinnar til 2010.
„Dagur kýs að taka þjóðhags-
spána og yfirfæra hana á Reykja-
víkurborg og leggja allt út á versta
veg. Við erum búin að endurskoða
fjárhagsáætlun okkar miðað við
ástandið og það bendir ekkert til
annars en að hún standi.“
haa@mbl.is
Fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar
var endurskoðuð
Óskar Bergsson
„ÉG stend við það sem ég hef sagt
í minni fyrri yfirlýsingu og það
hafa ekki komið fram neinar nýjar
upplýsingar í málinu,“ segir Flosi
Eiríksson, bæjarfulltrúi Samfylk-
ingarinnar í Kópavogi og stjórnar-
maður í LSK. Í Morgunblaðinu í
gær, laugardag, sagði að stjórnar-
menn LSK hefðu skv. tölvupóst-
samskiptum vitað að ekki voru all-
ar upplýsingar gefnar upp til
Fjármálaeftirlitsins um lán sjóðs-
ins til Kópavogsbæjar og að með
þeim væri farið út fyrir lagaheim-
ildir. Ómar Stefánsson, bæjar-
fulltrúi Framsóknar í Kópavogi og
einnig stjórnarmaður í LSK, gat
ekki tjáð sig um málið að svo
stöddu.
Báðir töldu þeir sig þurfa meiri
tíma til að fara yfir gögn málsins
og gátu því ekki tjáð sig um það
við Morgunblaðið.
Ómar og Flosi höfðu áður gagn-
rýnt harðlega að almennir stjórn-
armenn hefðu fengið villandi upp-
lýsingar um gögn málsins.
haa@mbl.is
Stendur við
fyrri yfirlýsingu
Þurfa meiri tíma til að kynna sér gögn
Ómar StefánssonFlosi Eiríksson
FJÁRSÖFNUN er nú hafin vegna
bruna sem varð í bílskúr á Mar-
bakkabraut í Kópavogi á fimmtu-
dag. Sigfús Þór Sigurðsson, sem
brenndist alvarlega í slysinu, á von
á sínu fyrsta barni ásamt eiginkonu
sinni, Helgu Katrínu Stefánsdóttur.
Þeir sem hafa áhuga á að styrkja
Sigfús Þór og Helgu er bent á
reikning 0515-26-391423, kt.
250687-2309.
Fjársöfnun í
kjölfar bruna á
Marbakkabraut
Slys Sprenging varð í bílskúrnum
Ljósmynd/Vilhjálmur Sigþórsson
ÞESSI hreystimenni létu ekki kuldann aftra sér
frá því að skella sér stundarkorn í sjóinn í Naut-
hólsvík í vikunni, þótt a.m.k. einum þeirra virðist
hafa þótt baðið heldur kalt. Sjósund hefur notið
aukinna vinsælda og sífellt bætast fleiri í hóp
þeirra sem reglulega stinga sér til sunds í Naut-
hólsvík og víðar. Að sögn hressir sundið og kætir
og menn stíga ferskari en nokkru sinni upp úr
hafinu þegar þeir hafa vanist kuldanum.
HETJULEGIR Í KÖLDUM SJÓNUM
Morgunblaðið/Ómar
BÍLL lenti utan vegar í Fagradal
rétt innan við Reyðarfjörð aðfara-
nótt laugardags. Fimm ungmenni
voru í bílnum og voru þau öll flutt á
slysadeild. Flogið var með tvo í
sjúkraflugi á bráðamóttökuna í
Reykjavík en þrír voru fluttir á
sjúkrahúsið á Akureyri.
Að sögn lækna var líðan ung-
mennanna í gærmorgun góð eftir at-
vikum og er ekkert þeirra talið í lífs-
hættu.
Samkvæmt upplýsingum frá
Slökkviliði Fjarðabyggðar þurfti að
beita klippum til að ná fólkinu út úr
bílnum. Tækjabíll frá slökkviliðinu
var sendur á vettvang, fjórir sjúkra-
bílar úr Fjarðabyggð og tveir frá
Egilsstöðum.
Ekki fengust nánari upplýsingar
um tildrög slyssins áður en Morgun-
blaðið fór í prentun. jmv@mbl.is
Fimm fluttir á slysa-
deild eftir útafakst-
ur við Reyðarfjörð
HITI komst ekki í 22,9 gráður í
Bjarnarey í Vopnafirði á föstudag
eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu í gær. Bilun kom upp í sjálf-
virkum mæli og því birtust upplýs-
ingarnar sem óyfirfarnar
niðurstöður á vef Veðurstofunnar.
Hitinn fór þó yfir 20 stig í fyrsta
sinn á árinu á föstudag en það var á
Hjarðarlandi í Biskupstungum.
Sjálfvirki mælirinn
í Bjarnarey bilaði