Morgunblaðið - 28.06.2009, Síða 11

Morgunblaðið - 28.06.2009, Síða 11
11 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009 Hæðasmára 4 · 201 Kópavogur Símar 555 7355 og 553 7355 Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard. www.selena.is m bl 10 88 35 5 Glæsilegur kvenfatnaður frá 30% afsláttur er flutt í Hæðasmára 4 í sama hús og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind Undirföt - Sundföt frábært úrval 25% afsláttur af völdum vörum ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum árið 2009 vegna ársins 2010 Þjóðhátíðarsjóður, sem starfar samkvæmt skipulagsskrá nr. 361 frá 30. september 1977 með áorðnum breytingum, var stofnaður í tilefni af 1100 ára búsetu á Íslandi 1974. Tilgangur sjóðsins er: • að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. Við það skal miðað, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlög til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau. Á síðasta ári veitti sjóðurinn 56 styrki samtals að fjárhæð 30,4 m.kr. Á næstu tveimur árum frá og með árinu 2009 mun sjóðurinn hafa um 33 m.kr. á ári til úthlutunar styrkja. Úthlutunum úr sjóðnum lýkur að þeim tíma liðnum, þ.e. 2010 vegna ársins 2011 og er þá reiknað með að sjóð- urinn hafi þegar úthlutað öllu fé sínu í samræmi við tilgang hans. Umsóknir Einungis verður tekið við umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum. Þau má finna á vefsíðu Seðlabanka Íslands http://www.sedlabanki.is/?Pa- geID=28. Enn fremur má nálgast eyðublöð í afgreiðslu Seðlabankans, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst 2009 og er stefnt að því að út- hlutað verði úr sjóðnum 1. desember 2009 með athöfn í Þjóðmenningar- húsinu. Umsóknir skal senda Þjóðhátíðarsjóði, Seðlabanka Íslands, Kalk- ofnsvegi 1, 150 Reykjavík. Nánari upplýsingar eru veittar í símum 569 9628 og 569 9781 eða á netfanginu: thjodhatidarsjodur@sedlabanki.is. Stjórn Þjóðhátíðarsjóðs ’ Það er að mínu mati skylda íslenskra ráða- manna að tryggja þjóðinni réttinn til að láta hlutlausan dómstól dæma um þessa þung- bæru skyldu sem nú stendur til að sam- þykkja. Jón Steinar Gunnlausson hæstaréttardómari í grein í Mbl. um Icesave-samninginn. Ég skal játa að sjálfur þarf ég að taka mér tak til að sam- þykkja umsóknarbeiðni að Evrópusambandinu. Það ætla ég hins vegar að gera lýðræðisins vegna. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra í grein í Mbl. Ég get ekki séð að stjórnin sé starfhæf ef hún kemur ekki í gegn jafnmiklu grundvallarmáli og þessu. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, um Ice- save-samninginn. Hugmyndir eins og þessar hjá mjög ungum vísindamanni á að skoða gaumgæfilega og hvetja hann til frekari dáða á þessu sviði. Umsögn dómnefndar sem verðlaunaði verkefni hins 17 ára Kára Más Reynissonar, Líkan að gervitaug. Það vantaði neistann en ég hélt þó að við myndum ná að kreista fram sigur en því miður tókst það ekki. Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, eftir jafntefli við Eista. Ég leyfi mér að fullyrða að ekkert ráðuneyti hefur nokkru sinni ráðist í annan eins niðurskurð á einu ári. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra um niðurskurð í ráðu- neyti hans. Við munum ekki samþykkja að í þessu landi verði konur hafð- ar eins og fangar, sviptar tækifæri til að lifa eðlilegu félagslífi og sviptar sinni eigin ímynd. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti ætlar ekki að líða íslömsku búrkuna í Frakklandi, enda sé hún táknræn fyrir undirokun kvenna. Við höfðum ekki burði til að fjármagna það sem eftir var af kaupverðinu. Hörður Arnarson, forstjóri Sjóvár, sem rifti kaupsamningi um 68 lúxusíbúðir í nágrenni Hong Kong og tapaði þar með ríflega 3,2 milljörðum. Fáeinir einstaklingar hafa rænt til sín miklum fjármunum með því að halda því fram að framlag þeirra sé algerlega nauðsyn- legt. Ráðgjafinn Eva Joly beindi spjótum sínum að yfirmönnum stórra fjármálafyrirtækja og risastórum kaupaukum þeirra, þótt þeir skilji eftir sig sviðna jörð. Við erum orðnir ýmsu vanir, en þetta er enn eitt reiðarslagið fyrir hópinn. Jóhannes Bjarni Guðmundsson, formaður Félags íslenskra at- vinnuflugmanna, um boðaðar uppsagnir 32 flugmanna hjá Ice- landair. Verkefnin eru það stór framundan að það verður ekki hjá því komist að hækka tekjuskattinn og óbeina skatta einnig á næsta ári. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra eftir undirritun stöð- ugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. Við gætum fyllt sjúkrahúsið af sjúklingum. Otto Nordhus, stofnandi Nordhus Medical, vill flytja sjúklinga til landsins og nýta skurðstofur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Ef menn geta ekki haldið í sér þær vikur sem þessu vindur fram verða menn að eiga það við sjálfa sig. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra segir ákvörðun um nýt- ingu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja verða að bíða uns endur- skipulagningu heilbrigðisstofnana ríkisins er lokið. Ég yrði ekkert hissa þó það myndu dúkka upp einhverjir spennandi fjárfestingarkostir hér á næstunni. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er bjartsýn á stór- framkvæmdir hér á landi, þrátt fyrir erfiða stöðu í efnahags- málum. Ummælin Ef fólk er búið að missa eigur sínar í millitíðinni er það til lítils gagns að fá dóm um að það hafi verið óréttmætt. Þorvaldur Þorvaldsson hjá Hagsmunasamtökum heimilanna segir dómstólaleiðina of seinvirka fyrir fólk sem á í vanda með húsnæðislán.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.