Morgunblaðið - 28.06.2009, Side 15
15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009
Jóhanna Guðrún
Hollustan fylgir þér allan daginn!
Jóhanna Guðrún
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
8
3
8
6 Uppáhalds morgunkornið mitt!
menn gefi sér góðan tíma til að fara yfir svona
skýrslur og meta hvaða ályktanir og niður-
stöður er þar að finna. Því var ekki að heilsa í
þessu tilviki. Framsóknarflokkurinn fór nefni-
lega á taugum. Blés til fundar strax á fimmtu-
dagskvöldi og þar kom fram sú krafa að ég
myndi stíga niður sem bæjarstjóri. Til að
vernda samstarfið féllst ég á að gera það og
gerði tillögu um Gunnstein Sigurðsson sem
næsta bæjarstjóra. Hún var samþykkt.“
Hissa á Framsóknarflokknum
Kom afstaða Framsóknar þér á óvart?
„Já, hún gerði það. Ég er mjög hissa á þessari
niðurstöðu og botna ekkert í mínum samstarfs-
flokki að standa ekki í fæturna í þessu máli.
Hann hefur ekki reynt mig að óheiðarleika.
Þetta hefði ekki gerst hefði Sigurður heitinn
Geirdal ennþá verið oddviti Framsóknar-
flokksins.“
Fram hefur komið að Framsókn vilji nú láta
rannsaka fleiri mál sem tengjast þér, meðal
annars varðandi Klæðningu. Óttastu þá rann-
sókn?
„Nei, það geri ég ekki. Þetta hefur margoft
komið upp. Ég hef ekkert að fela.“
Þú talar um að skýrsla Deloitte sé „lituð og
full af getgátum“. Ertu sannfærður um að fyr-
irtækið hafi ekki gætt hlutleysis við gerð henn-
ar?
„Það er ekki nokkur vafi. Þessi skýrsla er
handónýt. Það er sama hvern þú spyrð í stétt
endurskoðenda eða lögfræðinga, það gefur
henni enginn háa einkunn. Ég varð fyrir mikl-
um vonbrigðum með þessi vinnubrögð, ekki síst
það að láta taka sig í bólinu fyrir ranga lögskýr-
ingu.“
Ertu að segja að hægt sé að „kaupa“ skýrslur
af þessu tagi?
„Maður spyr sig hvers vegna endurskoðandi
bæjarins, PWC, var ekki látinn vinna skýrsluna,
heldur Deloitte. Hvaða hvatir búa þar að baki?
Þú spyrð hvort „kaupa“ megi skýrslur. Hvað
gerðu gömlu bankarnir? Fyrirtæki út um allan
bæ voru að gefa þeim vottorð upp á fína stöðu.
Þremur mánuðum síðar voru þeir farnir á höf-
uðið. Hvernig má það vera? Af fenginni reynslu
gefur maður ekki mikið fyrir álit af þessu tagi.“
Ekki fundið fyrir meiri stuðningi
Hvernig metur þú stöðu þína innan Sjálf-
stæðisflokksins í Kópavogi eftir þessa orrahríð
síðasta kastið?
„Á báðum fundum fulltrúaráðsins að undan-
förnu kom fram mikill stuðningur við mig. Það
kom m.a. fram tillaga um mig sem oddvita
flokksins og var hún samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum nema einu. Mikill fjöldi
vildi ekki heldur verða við kröfum Framsóknar
um að ég viki. Menn stóðu oftar en einu sinni
upp og klöppuðu fyrir mér á þessum fundum,
þannig ég hef ekki í annan tíma fundið fyrir
meiri stuðningi meðal sjálfstæðismanna í Kópa-
vogi.“
Hvað tekur nú við hjá þér?
„Ég er kominn í leyfi frá störfum í bæjar-
stjórn Kópavogs. Mér þótti óhugsandi að vera
þar meðan ég sætti lögreglurannsókn. Síðan
þarf ég að láta huga að þessu sem er búið að
bíða æði lengi,“ segir Gunnar og tekur um
vinstra hnéð. „Þetta byrjaði með því að hnéð
læstist þegar ég var unglingur með þeim afleið-
ingum að brjósk losnaði. Þá hafði maður tvo val-
kosti: Að gera ekki neitt eða fara í skurðaðgerð.
Það voru hins vegar helmingslíkur á því að mað-
ur kæmi út úr henni með staurfót. Ég beið því
átekta þangað til ég var orðinn þrítugur. Síðan
hefur þetta smám saman verið að versna aftur
og nú í ágúst er komið að því að láta laga hnéð í
eitt skipti fyrir öll.
Síðan kemur maður bara fullur orku aftur í
bæjarstjórn. Ég verð áfram oddviti míns flokks
og mun halda áfram að vinna með mínum fé-
lögum eins og ég hef gert undanfarin nítján ár.
Eða eins og góður maður sagði: I will be back!“
Á ekki von á uppákomum í haust
Hvenær verður það?
„Um leið og lögreglurannsókninni er lokið og
ég verð búinn að jafna mig eftir aðgerðina. Ég
er ekki vanur að liggja mikið heima vegna veik-
inda. Ætli þetta verði ekki með haustinu,
kannski í október eða nóvember.“
Framsóknarmenn áskilja sér rétt til að end-
urskoða samstarfið þegar þú snýrð aftur. Trufl-
ar það þig eitthvað?
„Ekki get ég sagt það. Það er eðlilegt að
menn tali saman í haust en ég á ekki von á
neinum uppákomum þegar ég sný aftur.
Reynt hefur verið að úthrópa mig sem glæpa-
mann en mönnum skal ekki verða kápan úr því
klæðinu. Þegar um hægist og menn líta af yf-
irvegun yfir þetta mál munu þeir vonandi átta
sig á því hvernig það er í raun og veru vaxið og
hvað vakti fyrir mínum pólitísku andstæð-
ingum.“
Muntu þá hrista þetta mál af þér með tím-
anum?
„Mér líður vel í hjarta mínu út af þessu máli.
Samviskan er hrein.“
mínu
AÐ BJARGA BÚSLÓÐINNI
ÚR BRENNANDI HÚSI
Annað mál sem verið hefur til umfjöllunar
upp á síðkastið er rannsókn efnahags-
brotadeildar ríkislögreglustjóra á meintum
brotum stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna
Kópavogsbæjar. Gunnar hefur verið formað-
ur þeirrar stjórnar. Hversu stóra rullu spilar
það mál í atburðarás vikunnar?
„Ég held að það hafi ekki haft nein úr-
slitaáhrif,“ svarar Gunnar. „Þegar bankarnir
hrundu í október síðastliðnum var sjóðurinn
sem betur fer búinn að losa töluvert fé út
úr þeim. Í kjölfarið tók stjórnin ákvörðun
um að veita framkvæmdastjóra hans heim-
ild til að lána bænum allt að einum milljarði
króna. Við gátum hvorki keypt hlutabréf né
lagt féð inn í bankana þannig við töldum
hagsmunum sjóðsfélaga best borgið með
því að ávaxta peningana hjá bænum meðan
þetta ástand varði. Lái okkur hver sem vill.
Fjármálaeftirlitinu var kunnugt um þetta
fram að áramótum og stjórnin samstiga.
Eftir áramót voru engir fjárfestingarkostir í
boði þannig að við ákváðum að framlengja
lánið til bæjarins og höfðum gert það á
tveggja mánaða fresti þar til endurskoðandi
bæjarins gerði athugsemd við þetta og
skrifaði fjármálaráðuneytinu. Menn frá FME
komu til fundar við okkur 19. maí og við
gerðum samkomulag við þá 29. maí um að
greiða upp þetta lán til sjóðsins en það var
alltaf á hæstu mögulegum vöxtum. Við
varðveittum þetta sem sjáaldur augna okkar
og í fyrra tókst okkur það vel upp að við
vorum með næstbestu ávöxtun lífeyrissjóða
í landinu.“
Öllum stjórnarmönnum
kunnugt um fyrirkomulagið
Var öllum stjórnarmönnum kunnugt um
þetta fyrirkomulag?
„Já, þeim var það. Allan tímann,“ segir
Gunnar og seilist eftir digrum skjalabunka.
„Hér er ég með öll fundargögn og alla
tölvupósta sem gengu á milli fram-
kvæmdastjóra og stjórnarmanna í þessu
máli. Það verður því erfitt fyrir menn að
sverja þetta af sér. Líka Flosa Eiríksson og
Ómar Stefánsson sem hafa sagt mig vera
að blekkja og ljúga. Það var alltaf einbeittur
vilji stjórnarinnar að verja hagsmuni sjóðs-
félaga. Við vorum ekki að taka neina
áhættu, heldur hámarka möguleika okkar á
að fjárfesta þegar um hægðist. Það verk er
þegar hafið.“
En þið fóruð út fyrir heimildir ykkar.
„Það er rétt, við fórum hálft prósent fram
yfir heimildirnar. Það má ekki lána yfir 10%
af eigin fé sjóðsins til eins aðila, jafnvel
þótt sá aðili beri ábyrgð á honum. FME vissi
af þessu og við fengum frest til 31. júlí til
að kippa þessu í liðinn. Um það var gert
munnlegt samkomulag. Það kom okkur því í
opna skjöldu þegar þeir komu hérna inn og
settu okkur frá. Það var sérkennileg tíma-
setning í miðju Icesave-málinu og nið-
urskurði ríkisstjórnarinnar. Það kemur
manni óneitanlega á óvart að sjá FME ráð-
ast með þessum hætti á einn minnsta líf-
eyrissjóð landsins. Ræður það bara við
svona lítil verkefni? Hvar var FME þegar
fjármálakerfið hrundi? Er þetta ekki stofn-
unin sem algjörlega brást?“
Enginn glæpur framinn
Óttastu þessa rannsókn?
„Nei, síður en svo. Við vorum ekki að
fremja neinn glæp. Menn verða fljótir að
átta sig á því þegar þeir fara að skoða mál-
ið. Hvað áttum við að hafa út úr þessu,
stjórnarmennirnir? Ekkert. Við vorum bara
að bjarga búslóðinni úr brennandi húsi. Er
það bannað?“
En þið voruð óneitanlega beggja vegna
borðsins í þessu máli. Er æskilegt að
breyta reglum um skipan í stjórn sjóðsins?
„Það finnst mér ekki. Það hefur fylgt
starfi bæjarstjóra að vera formaður stjórnar
lífeyrissjóðsins og þannig er því háttað víða.
Bæjarsjóður ber ábyrgð á þessum sjóði og
ef eitthvað fer úrskeiðis kemur það í hlut
bæjarins að bæta skaðann. Það eru því
hreinar línur að bærinn verður að hafa hönd
í bagga. Hverjir aðrir en kjörnir fulltrúar
bæjarins eiga að sitja í stjórninni?“