Morgunblaðið - 28.06.2009, Page 18
18 Tónlist
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009
Stórborgin Með eiginmanni, sonum og dóttur á kaffihúsi.
ir Helga brosandi. „Eftir það fékk
ég sæti í sinfóníuhljómsveitinni í
Rennes eftir inntökupróf og bjó þar
í eitt og hálft ár, en þá komst ég í
óperuna – auðvitað eftir inntöku-
próf. Þannig er þessu háttað í tón-
listarheiminum, það er mikið af inn-
tökuprófum.“
Ánægjan
Nú býr Helga með eiginmanni
sínum, sem einnig spilaði við óp-
eruna. „Hann slasaðist á fingri og
spilar ekki meira í bili á sellóið, en
er í endurhæfingu og ætlar líklega
að snúa sér að kennslu.“
Þau eiga þrjú börn saman, sextán
og fjórtán ára stráka og níu ára
stelpu.
– Spila þau á hljóðfæri?
„Meira og minna,“ svarar Helga
brosandi. „Einn spilaði á selló, ann-
ar á lágfiðlu en er reyndar áhuga-
samari um gítar og píanó í augna-
blikinu, og dóttir mín er að læra á
píanó. En við erum hætt að ýta á
þau, viljum að þau óski eftir því
sjálf að læra á hljóðfæri.“
– Myndirðu ráðleggja einhverjum
að leggja fyrir sig tónlistarnám?
„Það er frekar viðkvæmt mál,“
svarar hún hlæjandi. „Mér finnst al-
veg hægt að svara því játandi og
neitandi. Viljinn þarf að vera mikill
til þess að halda einbeitingu í nám-
inu. Sonur minn spilar tímunum
saman á dag, miklu frekar á gítar
og píanó en lágfiðlu. Ég held að það
varði mestu að finna ánægjuna.“
– Samkeppnin er mikil?
„Virkilega, maður verður að
leggja mikið í æfingar til þess að ná
árangri.“
Uppáhalds
Æfingar eru það sem einkennir
venjulegan dag í lífi Helgu, en kost-
Öll þessi birta á sumrin
Það er leitun að fallegri óperuhúsum en þeim
sem Parísarborg státar af. Þar spilar Helga
Guðmundsdóttir á lágfiðlu við óperur og ball-
etta, en gefur sér þó tíma til að talar um Wag-
ner, kreppuna í kreppunni og muninn á hljóð-
færaleikurum og söngvurum.
Eftir Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
H
armi slegin Tosca
grætur elskhuga sinn
í þriðja þætti og blæ-
brigðarík rödd Adinu
Nitescu ómar um sal-
inn í Bastilluóperunni, eins og jafn-
an fyrir fullu húsi nálægt Signu-
bökkum. Einn leikarinn liggur á
sviðinu allan þáttinn, hlutverkið
þægilegt – hann er dauður.
Í gryfjunni er líflegra um að lit-
ast, þar hamast tónlistarmenn einn-
ar fremstu hljómsveita Frakklands
á hljóðfærunum, þeirra á meðal
Helga Guðmundsdóttir lágfiðluleik-
ari. Morguninn eftir hittir hún
blaðamann á Vitabarnum við Ba-
stillutorgið. Sama morgun og hún
ætlaði inn á heimasíðu bankans síns
heima á Íslandi. „Ég ætlaði að
greiða út af reikningnum mínum
hjá SPRON, en skjárinn varð bara
svartur og svo kom villumelding,“
segir hún.
„Ég prófaði að hringja í bankann
minn til margra ára, en fékk aðeins
skilaboð um það á frönsku að síma-
númerið væri ekki til. Mér brá svo-
lítið við þetta, en frétti síðan að
bankinn væri hættur og búið að
flytja mig yfir til Kaupþings. Ég
þekki hinsvegar ekki bankanúmerið
og þarf að finna það til þess að
greiða mínar skuldir. Mér barst
engin orðsending um að ég væri
komin yfir til annars banka! Það
finnst mér alveg ótrúlegt – mann-
inum mínum sem er franskur
fannst þetta ekkert fyndið.“
Útilokunaraðferðin
Helga fæddist í Reykjavík, ólst
upp í Stóragerði og var í tónlist-
arnámi fram að tvítugu, fyrst með-
fram námi í Hvassaleitisskóla og
svo í Menntaskólanum við Hamra-
hlíð. En hvenær kviknaði áhuginn á
tónlist?
„Ég veit ekki hvort ég get svarað
þessu,“ segir hún hikandi. „Ég
byrjaði að læra á fiðlu átta ára
gömul, hafði náttúrlega gaman af
því, æfði mig ágætlega þegar ég var
lítil, en svo fór áhuginn að minnka
og ég æfði mig ekki nógu mikið í
tónlistarskólanum. Ég hafði alltaf
gaman af tónlistarnáminu, án þess
að vera með brjálaðan áhuga. Og ég
vissi til dæmis ekkert hvað ég átti
af mér að gera þegar ég var átján
ára. Þá varð ég að leita mér að
framtíð.“
Úr varð að eftir stúdentspróf árið
1983 ákvað Helga að láta slag
standa með nokkrum vinum og
halda til náms í París í hálft til eitt
ár. Hún fór utan með Hávarði
Tryggvasyni, sem nú er bassaleik-
ari við Sinfóníuhljómsveit Íslands,
og Siggu vinkonu sinni. „Ég hef
eiginlega ekki séð hana Siggu síð-
an,“ segir hún. „Við kölluðum okkur
Parísartríóið, fórum öll í sama mús-
íkskólann, en svo fór hvert okkar
sína leið. Ég talaði ekki stakt orð í
frönsku og vissi ekkert út í hvað ég
var að fara, en komst smám saman
meira inn í námið og spilamennsk-
una meðfram því.“
– Af hverju París?
„Útilokunaraðferðin! Það er al-
veg satt,“ segir hún og skellihlær.
– Ekki Signubakkar?
„Nei, ég var svo mikið á móti
Ameríku. Það fóru allir þangað í
hljóðfæranám, en ég var ekki alveg
á þeim buxunum. Svo var dýrt að
fara til Englands og ég var ekki
hrifin af Þýskalandi, hafði ekki lært
þýsku. Þannig að við tókum ákvörð-
un: Förum til Parísar og sjáum til!“
Hún innritaði sig ekki strax í tón-
listarháskóla Parísar, „konserva-
tóríuna“, þar sem inntökuskilyrðin
eru afar ströng, heldur fór í einka-
kennslu í þrjú ár hjá einum af
kennurum skólans, Serge Collot.
„Hann var alveg frábær, einn af
einleikurum óperunnar og ég lærði
mikið af honum. Hann kenndi einn-
ig við háskólann, þannig að ég var
áfram í tímum hjá honum þau þrjú
ár sem ég var í skólanum.“
Og ekki er allt unnið við að kom-
ast í tónlistarháskólann. „Maður
þarf að standast próf til þess að
komast inn í skólann, en það kom-
ast ekki allir út heldur, því til þess
þarf að standast útgöngupróf,“ seg-
‘‘„ANDINN Í GARNIER ERALVEG STÓRKOSTLEG-UR. ÞETTA ER ELDGAM-ALT HÚS, ALLTAF
JAFNFALLEGT OG TIL-
HUGSUNIN MÖGNUÐ UM
ALLA ÞÁ LISTAMENN
SEM HAFA KOMIÐ ÞAR
FRAM FRÁ VÍGSLU-
ÁRINU 1875.“
Parísaróperan Helga Guðmundsdóttir á leið í hljómsveitargryfjuna.
AUKAKRÓNUR
5 barnagallará ári
fyrirAukakrónur
A-kortin
Kreditkort sem safna Aukakrónum fyrir þig
Þú getur keypt nýjan ungbarnagalla fyrir hverja árstíð og einn til viðbótar í 66°Norður
fyrir Aukakrónurnar sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt – eða eitthvað annað sem
þig langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna.
Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is
* M.v. 150 þúsund kr. innlenda verslun á mánuði, þ.a. 1/3 hjá samstarfsaðilum. Sjá nánar á www.aukakronur.is.
*
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
8
4
13
N
B
I
h
f.
(L
a
n
d
s
b
a
n
k
in
n
),
k
t.
4
7
10
0
8
-2
0
8
0
.