Morgunblaðið - 28.06.2009, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 28.06.2009, Qupperneq 22
22 Kvikmyndir MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009 AUKAKRÓNUR 224 lítrará ári fyrirAukakrónur A-kortin Kreditkort sem safna Aukakrónum fyrir þig Þú getur keyrt bílinn þinn 2240 kílómetra á ári á bensíni frá ÓB fyrir Aukakrónurnar sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt – eða eitthvað annað sem þig langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna. Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is * M.v. 150 þúsund kr. innlenda verslun á mánuði, þ.a. 1/3 hjá samstarfsaðilum. Sjá nánar á www.aukakronur.is. Bensínverð 22. júní 2009 hjá ÓB 178,3 kr./l. * E N N E M M / S ÍA / N M 3 8 4 15 N B I h f. (L a n d s b a n k in n ), k t. 4 7 10 0 8 -2 0 8 0 . Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is T alað er um að 10–20 % af kvikmyndaframleiðsl- unni í Hollywood haldi iðnaðinum og bíórekstr- inum gangandi. Eitt af því sem gerir iðngreinina jafn heillandi og eftirsóknarverða og raun ber vitni er þessi eilífa óvissa sem minnir á andrúmsloft í spilavíti. Mikið lagt undir en í raun ræðir heppnin ein þegar teningunum hef- ur verið kastað. Stærstur hluti þeirra kvikmynda sem eru fram- leiddar af risunum í Los Angeles, þ.e., 20th Century Fox (Searc- hlight), Sony Pictures (Columbia, TriStar, MGM), Warner Bros (New Line Cinema), Paramount (Dream- Works) og Universal, er settur sam- an af heimsins færustu atvinnu- mönnum í faginu. Það eru langsjóaðir framleiðendur og ekki síður umboðsmenn metsöluhöfunda og leikara og toppar kvikmyndaver- anna. Stöndugir leikstjórar og kvik- myndastjörnur reyna yfirleitt fyrir sér báðum megin við borðið. Aðalvandinn í kvikmyndabrans- anum, jafnt vestan hafs sem austan, er skortur á frambærilegum hand- ritum sem búa yfir galdrinum sem allir sækjast eftir: Að hitta í mark hjá bíógestum og að hafa hið eft- irsóknarverða en fágæta úthald í að standa sig á topplistanum í nokkrar vikur. Flestar myndirnar eru stíl- aðar upp á að trekkja sem mest að fyrstu sýningarhelgina í 3- 4000 kvikmyndasölum (ef við tölum um Vesturheim), síð- an þykir það viðunandi í flestum tilvikum, að að- sóknin dragist saman um það bil helming næstu fjórar vikurnar. Þá er göngunni lokið í bíó en DVD-útgáfurn- ar koma oftast út eftir ákveðinn tíma frá frumsýning- ardegi. Almenna reglan í dag er í kringum tveir til þrír mánuðir, en þessi „gluggi“ er að styttast. Ágóðinn af mynddiskunum er ágæt búbót, einkum hvað þær myndir snertir sem hafa brugðist í bíóunum. Endastöðin á markaðs- ferlinu er sala til sjónvarpsstöðva, VOD, og útleiga á hefðbundnum vídeóleigum. Hver vika kemur með aðsókn- artölur sem koma flatt upp á bestu spámenn. Krosstrén bregðast á meðan óvæntir smellir fleyta rjómann af aðsókninni, 2009 er eng- in undantekning. Ef litið er aftur til síðustu áramóta, kemur í ljós að þá stakk Marley and Me, lítil og „ódýr“ mynd, gjörsamlega af stórmynd- ir á borð við Australia, sem hafði verið spáð frægð og frama, kost- aði stórfé en náði ekki að komast með tærnar þar sem Marley hafði hælana og tvísýnt hvort hún hefur halað inn fyrir háum framleiðslukostnaði. Leikstjór- inn Baz Luhrman (Moulin Rouge), og stjörnurnar Nicole Kidman og Hugh Jackman, urðu að játa sig sigruð af hundstíkinni Marley. Þetta er gott dæmi um brigðula spádómsgáfu framleið- enda en kíkjum nánar á fram- haldið í ár, þegar þau undur eru að gerast að kraftaverkin, mynd- ir með meira en tveggja, þriggja vikna þol, eru að láta á sér kræla. Árlega eru nokkur hundruð bíómyndir framleiddar í Holly- wood og allar eiga þær að græða peninga en flestar skila tapi. Ódýr Marley and Me, lítil og vinsæl. Hlátur Kevin James halaði inn bíógesti í mynd um löggu í versl- unarmiðstöð. Myndir með úthald og aðrar sem bregðast Vinsæl Taken sló óvænt í gegn. Ástralía Rándýr og vafasamt hvort hún stendur undir kostnaði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.