Morgunblaðið - 28.06.2009, Page 34
34 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009
✝ Sigrún PálsdóttirStraumland fædd-
ist á Litlu-Heiði í Mýr-
dal 15. febrúar 1909.
Hún lést á öldr-
unardeild Landspít-
alans 15. júní 2009.
Foreldrar hennar
voru Páll Ólafsson,
bóndi á Litlu-Heiði, f.
5. maí 1862, d. 12. júní
1945, og Guðrún
Brynjólfsdóttir ljós-
móðir, f. 4. mars
1864, d. 14. sept.
1919. Systkini Sigrún-
ar voru Sigurlaug, f. 1896, d. 1939,
Þorgerður, f. 1897, d. 1933, Ólafur,
f. 1899, d. 1996, Brynhildur, f. 1901,
d. 1992, Kjartan 1902, d. 1921, Jón,
f. 1904, d. 2000, Matthildur, f. 1905,
d. 1945, og Katrín Guðrún, f. 1907,
d. 1982.
Sigrún giftist 24. desember 1934
Andrési Jóhannessyni Straumland
skrifstofumanni frá Skáleyjum í
Breiðafirði, f. 26. maí 1895, d. 20.
júlí 1945. Andrés var fyrsti forseti
SÍBS, frá 1937 til dauðadags 1945
og einn af aðalhvatamönnum að
stofnun Reykjalundar. Dóttir Sig-
rúnar og Andrésar er Sigurlaug
Guðrún Straumland,
f. 20. mars 1939, gift
Eiríki Ólafssyni, f. 4.
janúar 1936, d. 30.
apríl 1996. Börn
þeirra eru: 1) Andrés,
f. 1957, maki Deborah
Spence, f. 1960, börn
þeirra Kári, f. 1994
og Freyja, f. 1997. 2)
Ólafur Friðrik, f.
1966, maki Valgerður
Vilmundardóttir, f.
1968, dætur þeirra
Sigrún Elva, f. 1992
og Kolbrún Dögg, f.
1999.
Sígrún lauk almennu barnaskóla-
prófi í sinni heimasveit. Var í Ungl-
ingaskóla Ásmundar Gestssonar í
Reykjavík 1928-1929. Lauk námi í
HSÍ í maí 1934. Framhaldsnám við
röntgendeild Landspítalans frá
1959-1960. Sigrún var um tíma
skólahjúkrunarkona á Siglufirði.
Starfaði síðan á hinum ýmsu
sjúkrahúsum í Reykjavík og ná-
grenni. Síðast á Droplaug-
arstöðum, þar sem hún starfaði við
hjúkrun til 83 ár aldurs.
Útför Sigrúnar fór fram í kyrr-
þey.
Mig langar að sá enga lygi þar finni,
sem lokar að síðustu bókinni minni.
Þessi orð Þorsteins Erlingssonar,
einu af uppáhalds skáldi ömmu, voru
henni alla tíð töm. Kannski voru þau
henni einhverskonar leiðarljós í líf-
inu. Víst er um það að við sem eftir
sitjum og lítum til baka á líf hennar
og persónu finnum þar enga lygi.
Allt hennar lífshlaup, ævistarf, hug-
sjónir og samskipti við tvífætt og fer-
fætt samferðafólk var ein sönn og
órofa heild. Og ég veit að hún kynni
vel að meta það ef ég kenni þessa
heild við sósíalisma.
Þetta var sósíalismi sem var
sprottinn upp úr kreppu og átökum
millistríðsáranna þegar enn voru
verkamenn á Íslandi, jafnvel öreigar
og auðvald, ekki bara einhverjir út-
þynntir „aðilar atvinnulífsins“. Þetta
var sósíalismi sem auðveldlega stóð
af sér hrun hinnar stóru tálsýnar í
austri, enda þótti ömmu fáránlegt að
dæma hugsjónir eftir gerðum þeirra
manna sem sviku þær. Þessi sósíal-
ismi byggðist heldur ekki á útópíu og
útreiknuðum þjóðfélagslíkönum,
meira á mannúð og umhyggju í dag-
legu lífi. Og hann virtist ná jafnt til
dýra sem manna.
Ein lítil saga þessu tengd: Þegar
fjölskyldan átti sumarbústað austur í
Mýrdal bar stundum við þegar kalt
var í veðri og hart í ári að mýs sóttu í
bíslagið bak við bústað ef ske kynni
að þar fyndist eitthvað ætilegt. Sam-
kvæmt öllum viðurkenndum guðs og
manna lögum, stöðu sinni sem hús-
ráðanda og ríkjandi valdahlutföllum
manna og músa, var amma auðvitað í
fullum rétti til að reka ófétin á dyr
með kústinn að vopni, jafnvel veiða
þau í gildrur eða eitra fyrir þeim. En
það hefði hún aldrei gert. Þær voru
komnar í ætisleit og æti skyldu þær
fá. Og ekki bara eitthvað rusl og af-
ganga. Amma tók upp pottinn og
poppaði handa þeim. „Þeim fannst
nefnilega poppið svo voðalega gott,
blessuðum.“ Svona var sósíalisminn
á þeim bæ, hann var hér og nú,
krafðist ekki flókinnar hugmynda-
fræði og náði langt út fyrir mannlegt
samfélag.
Ég veit að ég er kominn út á eilítið
hálar brautir hér og kannski stutt í
vel þekktar klisjur um meinlaust
gæðablóð sem elskaði allt sem lífs-
andann dró. Hún kynni ekki alveg að
meta slíkt. Hún myndi segja sisona:
„Þannig er sagt um okkur aum-
ingjana sem ekkert gerðu eða gátu,
við vorum góð við dýr og gamal-
menni.“ En því fer auðvitað fjarri.
Amma gerði margt og virtist stund-
um geta allt, enda var hún í fullu
starfi sem hjúkka þar til hún var 83
ára og keppti í brids löngu komin á
tíræðisaldur. Og svo margt, margt
fleira sem krafðist þess að viðkom-
andi hefði bein í nefinu. En alltaf
skein í gegn þessi mannkærleiki,
þessi lifandi félagshyggja.
Að vera í nánd við slíka manneskju
minnti mann á það sem máli skiptir í
lífinu. Nú er þessi nánd í huganum, í
minningunni, en engu að síður ljóslif-
andi. Og það er okkar sem eftir lifum
að geyma hana, rækta og miðla til
næstu kynslóða. Ég sendi þér ást-
arkveðju frá okkur öllum, amma
mín, mér og Deb og Kára og Freyju.
Og ekki má gleyma hundinum Holly.
Það mátti aldrei gleyma ferfætling-
unum.
Andrés Eiríksson.
Elskuleg afasystir mín, Sigrún
Straumland hjúkrunarfræðingur,
kvaddi þennan heim á sjúkrahúsi í
Reykjavík mánudaginn 15. júní sl.,
100 ára og fjórum mánuðum betur.
Þrátt fyrir háan aldur og erfið veik-
indi síðustu vikurnar voru fréttir af
veikindum hennar og andláti sorg-
arfréttir.
Sigrún, sem fæddist 15. febrúar
1909, var yngst í stórum systkinahóp
frá Litlu-Heiði í Mýrdal og síðust af
þeim Heiðarsystkinum sem kveður.
Ég naut þeirra forréttinda að kynn-
ast systrunum Brynhildi, Katrínu og
Sigrúnu og bræðrunum Ólafi og Jóni
afa mínum. Þau lifðu tímana tvenna
og það var ómetanlegt að eiga þess
kost að kynnast þeim. Þau systkini
voru hvert með sínu móti, enda lífs-
hlaup þeirra um margt ólíkt þrátt
fyrir sameiginlega reynslu á
bernskuheimilinu austur á Litlu-
Heiði.
Hún Sigrún frænka átti engan
sinn líka í stórum frændgarði mín-
um. Trú hennar á mikilvægi réttlæt-
is og jafnaðar í samfélaginu ein-
kenndi lífsviðhorf hennar alla tíð.
Hún var mikil baráttukona og sterk-
ur persónuleiki, vinnusöm, ósérhlíf-
in, hafði ákveðnar skoðanir og var
föst fyrir. En hún var líka einstak-
lega hlý kona, barngóð og mikill
dýravinur. Minningum um hlý faðm-
lög hennar, hlýleg orð og einstaklega
persónuleg gælunöfn mun ég aldrei
gleyma. Þegar Sigrún, Silla Gunna,
dóttir hennar, og Eiríkur tengdason-
ur byggðu sumarbústað í Deildarár-
gili í Mýrdal urðu samverustundirn-
ar fleiri og kynnin nánari. Árin áður
voru þau sumarlangt í Neðra-Dal og
man ég hvað það gladdi afa minn og
ömmu að fá Sigrúnu og hennar fólk í
sveitina okkar. Betri nágranna var
vart hægt að hugsa sér og margar
ferðirnar átti ég yfir ána til Sigrúnar
og fjölskyldu hennar þar sem mót-
tökur og viðmót voru engu lík og um-
ræður og skoðanaskipti þroskandi
og skemmtileg.
Ég vil fyrir hönd fjölskyldu minn-
ar og foreldra minna, Guðrúnar og
Ólafs, þakka fyrir áratuga vináttu,
umhyggju og góðar stundir. Sillu
Gunnu, Andrési, Ólafi og fjölskyld-
um þeirra sendum við öll innilegar
samúðarkveðjur.
Ragnheiður Thorlacius.
Ég á svo margar góðar minningar
um móðursystur mína að ég veit ekki
hvar ég á að byrja. Ég sé í huganum
mynd af okkur systkinunum sem
klístrum okkur þétt upp að henni og
við vildum öll vera eins nálægt henni
og hægt var. Ég man spenninginn
þegar þær mæðgur komu norður á
Siglufjörð um jólin og ég var sann-
færð um að þær væru með jólin í
töskunni. Ég man þegar við biðum
óþolinmóð á sumrin þegar þær
mæðgur komu með rútunni og við
systkinin lágum úti í suðurglugga og
töldum bílljósin sem komu niður úr
Skarðinu, viss um að þegar við vær-
um búin að telja upp á hundrað kæmi
rútan, ef ekki, þá byrjuðum við upp á
nýtt.
Ég man eina nótt þegar ég vakn-
aði og fór fram að þá stóð móðursyst-
ir í eldhúsinu í prjónasilkináttkjól og
útbjó sér „grábland“. Við höfðum
ekki átt von á henni norður svo
gleðin var ólýsanleg. Lengi á eftir fór
ég fram í eldhús ef ég vaknaði að
nóttu til og vonaði að kraftaverkið
hefði endurtekið sig. Eina vísan sem
ég hef hnoðað saman um ævina er
saknaðarvísa til hennar, en því miður
er hún gleymd og grafin. Svona gæti
ég haldið áfram endalaust.
Mamma og Unna, en svo kölluðum
við systkinabörnin hana, voru ekki
aðeins systur, heldur bestu vinkonur
og það voru forréttindi að fá að alast
upp við þá væntumþykju og sam-
heldni sem ríkti á milli þeirra. Heyra
þær segja frá barnæsku sinni og
skemmtilegum atvikum úr ævi sinni.
Unna var hugsjónakona. Hjarta
hennar sló alltaf með lítilmagnanum.
Hún hafði ríka réttlætiskennd og
þoldi engan ójöfnuð. Í stuttu máli var
hún stórbrotin kona. Á hundrað ára
afmælisdaginn var hún eins og lítil
falleg drottning og hún hélt fullri
reisn þar til stuttu fyrir andlátið.
Ég kveð móðursystur mína með
söknuði og ef eitthvað er til eftir
þetta líf, þá eru þær að gantast núna
hún og mamma og það væri gaman
að vera fluga á vegg þar. Hafðu þökk
fyrir allt, kæra móðursystir.
Anna Matthildur.
Enda þótt það sé ekki ætlunin að
tíunda hér alla hina miklu og mörgu
mannkosti Sigrúnar Straumland, þá
er samt sem áður alls ekki úr vegi að
nefna aðeins fáa þeirra eins og t.d.
góðar gáfur hennar, hjartahlýju, um-
burðarlyndi en um fram allt dæma-
fáa mennsku í hvívetna. Um galla
hennar höfum við bókstaflega ekkert
að segja af þeirri einföldu ástæðu að
við þekkjum þá ekki.
Fyrir um það bil 10-12 árum fórum
við hjónin ásamt þeim mæðgum, Sig-
rúnu og Sigurlaugu, í ferðalag norð-
ur í land og gistum í orlofsíbúð á Ak-
ureyri og það í boði mæðgnanna. Það
er áreiðanlega ekki ofmælt að allir
hafi verið hæstánægðir með ferðina
og ef við munum rétt lék veðrið við
okkur flesta dagana og ýmislegt
skemmtilegt og skondið bar á góma
sem verður ekki farið nánar út í hér
nema nokkuð sem gerðist þegar við
vorum að láta ofaní ferðatöskurnar.
Mér (Halldóri) brá heldur betur í
brún, þegar ég sá Sigrúnu taka
óvenju langt skóhorn og setja það
beint ofaní töskuna sína og gat því
ekki orða bundist og sagði eins mildi-
lega og mér var mögulegt unnt, „Sig-
rún, svona gerir maður ekki“, sann-
færður um að það tilheyrði íbúðinni.
Þá kom Silla móður sinni til varnar
og sagði hálfhlæjandi: „Halldór
minn, þetta er allt í lagi mamma á
þetta skóhorn“. Hvernig í ósköpun-
um gat ég grunað þessa stálheiðar-
legu manneskju um græsku, en mik-
ið hefur verið hlegið að þessu æ
síðan.
Hvergi er grasið grænna en í Mýr-
dalnum og nær víða alla leið upp á
fjallsbrún. Sigrún var Mýrdælingur í
húð og hár. Það var því henni ólýs-
anlegt gleðiefni, þegar dóttir hennar
og tengdasonur, Eiríkur, byggðu
sumarbústað, reyndar með hennar
stuðningi, á einhverjum dýrðlegasta
stað í sveitinni, þar sem þau og gestir
þeirra undu sér ósegjanlega vel í þó
nokkurn tíma.
En svo gerðust þau ótíðindi að þau
voru hrakin burt frá þessum sælu-
reit sínum með svikum og prettum af
óprúttnum náunga. Óskandi hefði
verið að atvikin hefðu hagað því
þannig að ég hefði getað beint eft-
irfarandi orðum mínum, „Svona ger-
ir maður ekki“, að þessum þrjóti en
ekki að Sigrúnu og ekki hefði það
verið ónýtt ef ég hefði getað svo kór-
ónað það með því að lumbra á honum
með skóhorninu „sögufræga“.
Þessa aðför gátu þau vitanlega
ekki fyrirgefið, síst af öllu Sigrún.
Hún tók þetta víst svo nærri sér að
hún hét því að stíga aldrei framar
fæti sínum í Mýrdalinn, sem henni
var þó svo einkar kær.
Í veikindum annaðist Sigurlaug
móður sína af fádæma alúð og ósér-
hlífni. Að okkar dómi höfum við
Andrea aldrei á ævinni kynnst jafn
samrýndum mæðgum og þeim Sig-
rúnu og Sigurlaugu.
Að lokum vottum við Sigurlaugu,
sonum hennar og öðrum vanda-
mönnum okkar innilegustu samúð.
Andrea Oddsteinsdóttir,
Halldór Þorsteinsson.
Sigrún Straumland er látin. Lík-
aminn var orðinn lúinn eftir 100 ára
vinnu en hugsunin hélzt skýr og rök-
föst til hins síðasta.
Sigrún var gift Andrési móður-
bróður mínum sem lézt 1945 langt
um aldur fram. Þau eignuðust eina
dóttur og þær mæðgur voru alla tíð
mjög nánar.
Frá barnæsku vissi ég vel af til-
veru Sigrúnar, hitti hana lítillega á
mínum unglingsárum, en kynntist
henni ekkert fyrr en síðustu áratugi.
Í fyrstu varð ég hálffeimin við þessa
konu sem mér virtist fremur köld en
komst að því að undir alvarlegum
hjúpnum bjó hlýtt hjarta og mikill
„húmor“. Yfirvegað fas hennar og
frábært málfar var aðdáunarvert, til-
svör hennar voru hnyttin, stundum
örlítið kaldhæðin en aldrei særandi.
Þessi tilsvör hennar um menn og
málefni, eða hvað sem var, vöktu oft-
ar en ekki kæti. Stundum hlátur, en
alveg eins kitlandi gleði innanbrjósts
sem yljaði langan tíma. Þetta er mér
minnisstæðast um Sigrúnu. Vonandi
skrá afkomendur hennar eitthvað af
þeim gullkornum. Þó tilsvörin verði
bragðlítil úr annarra munni, munu
þeir sem til þekkja heyra með sínu
innra eyra raddblæ Sigrúnar. Sillu
Gunnu, dóttur hennar, hefur tekist
að koma ýmsum tilsvörum til skila.
Sigrún var vinur alls sem lifði,
dýra og blóma. Fyrir nokkru komst
ég að því að smælingjar sem mörg-
um er í nöp við stóðu hjarta hennar
nær. Líka túnfífillinn sem ótætislega
skemmir grasflatir í görðum.
Kannski þetta brot úr ljóði eftir
Kristján Hreinsson sé talað úr huga
Sigrúnar:
Fífillinn minn fagri
finnst þér ekki gaman
þegar grös og gola
geta leikið saman –
Sigrún var hjúkrunarkona og
vann við hjúkrun fram á níræðisald-
ur. Síðast á næturvöktum á Drop-
laugarstöðum. Einhverju sinni hafði
ég orð á þessum dugnaði hennar að
vera enn að vinna utan heimilis. Sig-
rún sagðist gera þetta til að storka
þessum kerfiskörlum sem vildu láta
fólk hætta á vinnumarkaði við tiltek-
inn aldur. Ég gat skilið þetta sjón-
armið, en ekki að vinna næturvaktir.
Sigrún svaraði að bragði: „Það geri
ég bara af tillitssemi við fólkið svo
það þurfi ekki að sjá mig.“
Stella systir mín átti þess kost að
starfa með Sigrúnu við hjúkrun. Hún
minnist hennar fyrir hlýlegt öryggi,
nærgætni og færni. „Mér fannst hún
geta allt, ráða við hvað sem var.“
Við systurnar flytjum Sillu Gunnu,
sonum hennar, barnabörnum og ætt-
ingum öllum innilegar kveðjur og
hugsum með hluttekningu til þeirra,
en líka þakklæti fyrir að hafa kynnst
þessari konu, þó í litlum mæli hafi
verið.
Blessuð sé minning Sigrúnar
Straumland.
María Björnsdóttir.
Elsku Unna.
Nú er komið að leiðarlokum og
hugurinn leitar til baka til æsku-
stöðvanna, Siglufjarðar. Þú og Silla
Gunna voru stór hluti af lífinu á Suð-
urgötu 91. Þið mamma voruð yngst-
ar af stórum systkinahópi og mjög
samrýndar og báðar hjúkrunarkon-
ur.
Þú varst alltaf svo hlý og góð við
okkur systkinin og tilbúin að sinna
okkur. Þér þótti mjög gaman að spila
og þá helst bridge, en þær voru ófáar
kasínurnar sem við höfum spilað i ár-
anna rás.
Seinna, þegar þú fluttir til Reykja-
víkur, var okkur alltaf tekið opnum
örmum. Hvar sem þú, Silla Gunna og
Eiki bjugguð var alltaf hjartarúm.
Þegar ég hóf nám í Tækniskólan-
um voruð þið öll boðin og búin að
hjálpa til við pössun á Katrínu.
Ósjaldan var okkur boðið í mat og þið
vilduð allt fyrir okkur gera.
Unna mín, þú varst alltaf mjög
pólitísk og svo langt aftur sem ég
man varstu mjög vinstrisinnuð.
Nokkrum árum áður en þú fylltir 100
árin gerðist þú félagi í Vinstri græn-
um og nú hefur VG misst gegnan fé-
laga.
Elsku Unna, um leið og við kveðj-
um þig, þar sem við erum stödd á
Kýpur, sendum við Sillu Gunnu,
Sigrún Straumland
Selhellu 3 Hafnarfirði
Sími 517 4400 • www.englasteinar.is
✝
Þökkum innilega vináttu og kærleika við andlát og
útför móður okkar,
SIGRÍÐAR KR. JOHNSON,
Flókagötu 61,
Reykjavík.
Ágústa Johnson,
Kristinn Johnson.