Morgunblaðið - 28.06.2009, Side 37

Morgunblaðið - 28.06.2009, Side 37
Auðlesið efni 37 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009 Popp-kóngurinn Michael Joseph Jackson var úr-skurðaður látinn í Los Angeles á fimmtu-dag. Jackson var fimmtíu ára gamall og var að undir-búa endur-komu sína á svið í London í næsta mánuði. Blóma-skeið Jacksons var á níunda ára-tug síðustu aldar. Plata hans Thriller sem kom út árið 1982 er enn á meðal mest seldu platna heims en talið er að hún hafi selst í yfir 100 milljónum ein-taka um heim allan. Jackson lætur eftir sig þrjú börn, synina Prince Michael I og Prince Michael II og dótturina Paris. Michael Jackson látinn Nemendum sem útskrifuðust úr grunn-skólum í vor með mjög háar einkunnir hefur í sumum til-fellum verið hafnað af öllum fjórum framhalds-skólunum sem þeir settu á óska-lista. Magnús Þorkelsson, aðstoðar-skóla-meistari Flensborgar-skóla segir að með því að hafa val um fjóra skóla séu krakkarnir komnir í rúllettu. Fæstir skólar taki inn krakka sem hafa skólann sem þriðja eða fjórða val vegna þess að þeir séu þegar fullir af nemendum sem höfðu haft skólann í fyrsta og öðru sæti. Nú er unnið að því í mennta-mála-ráðu-neytinu að raða 140-150 nemendum, sem ekki fengu pláss sam-kvæmt því sem þeir höfðu óskað, niður á framhalds-skólana en foreldrar eru reiðir. Stúlka úr Haga-skóla, sem var með 9 í stærð-fræði og 8,5 í íslensku, komst hvorki að í Verzló né í MR. Móðir hennar segir nemendur taka höfnun mjög persónu-lega. Greini-legt sé að breyta þurfi kerfinu. Flækja í framhalds-skólum Sjö-þrautar-stúlkan Helga Mar-grét Þorsteinsdóttir bætti Íslands-met sitt á móti í Tékklandi um 157 stig og er efst á heims-lista unglinga en aðeins vantaði 22 stig upp á að hún næði lág-markinu á heims-meistara-móti fullorðinna. Hún varð Norður-landameistari í fjöl-þraut fyrr í mánuðinum er hún setti Íslands-met í sjö-þraut. „Já, þetta er svolítið öfug-snúin og súr-sæt tilfinning. Ég bætti mig mikið og allt gekk upp, síðan eru það þessi 22 stig sem vantaði upp á sem hanga yfir manni. En þau koma seinna, ég er alveg sátt við mitt. Þetta er óneitanlega svo-lítið svekkelsi í himna-ríki,“ sagði Helga. Helga efst á heims-lista Svo kann að fara að morð á írönsku andófs-konunni Nedu verði að tákn-mynd mótmælanna í kjölfar um-deildra forseta-kosninga í landinu fyrr í mánuðinum. Neda Soltani er 27 ára gömul stúlka, sem féll fyrir byssu-kúlu í Teheran. Hafa myndir af henni al-blóðugri og deyjandi farið eins og eldur í sinu um allt Íran og alla heims-byggðina, til dæmis á You-Tube og Face-book. Í Íran hafa mót-mælendur verið hvattir til að minnast hennar með ýmsu móti en sagt er, að klerka-stjórnin hafi lagt blátt bann við sam-komum í minningu hennar. Óttast klerkarnir, að farið verði að líta á hana sem píslar-vott. Neda merkir á persnesku rödd eða raust og farið er að tala um hana sem „rödd Írans“ og tákn fyrir kröfuna um aukið lýð-ræði. Dauði and- ófs-konu Sverrir Guðnason var valinn besti leikarinn fyrir leik sinn í kvik-myndinni Original, á alþjóðlegu kvik-mynda- hátíðinni í Shanghai en hún er sú stærsta í Asíu og flokkast sem A-hátíð. Einnig var Original sem er dansk-sænsk kvik-mynd valin besta mynd hátíðarinnar. Leikstjórinn Danny Boyle, sem leik-stýrði Slumdog Sverrir besti leikarinn Millionaire, var for-maður dóm-nefndar. Í úrskurðinum sagði að frammi-staða Sverris væri frá-bær, hann hefði afar góða tilfinningu fyrir efninu og næði að tjá vel húmor. Sverrir er nú að leika í myndum um lögreglu-manninn Kurt Wallander sem Íslendingar þekkja mæta-vel en þar leikur Sverrir unga löggu. Tuttugu og sjö manns undir-rituðu 25. júní síðast-liðinn stöðug-leika- sáttmála, sem kynntur var í Þjóð-menningar-húsinu. Að sátt-málanum standa Alþýðu-samband Íslands, Bandalag háskóla-manna, BSRB, Kennara-samband Íslands, Samtök starfs- manna fjármála-fyrirtækja, Samtök atvinnu-lífsins, ríkis-stjórnin og Samband íslenskra sveitar-félaga. Sátt-málinn er í 14 liðum. Þar er m.a. lögð áhersla á stór-framkvæmdir með aðkomu lífeyris-sjóða. Einnig standa vonir til að fá megi erlent fjár-magn í verkefni. Jóhanna sagði í samtali við Morgun-blaðið að nokkrir erlendir aðilar hefðu sýnt áhuga, þó það væri ekki komið á það stig að hægt væri að greina frá því opin-berlega. Sagðist hún einnig bjart-sýn á að nást muni samkomulag við lífeyris-sjóði á næstu vikum. „Ég yrði ekkert hissa þó það myndu dúkka upp einhverjir spennandi fjárfestingarkostir á næstunni,“ sagði hún. Skrifað undir stöðug- leika-sáttmála Byrjað er að setja upp gler-hjúp Ólafs Elíassonar sem umlykja mun Tónlistar- og ráðstefnu-húsið í Reykjavík. Um þrjátíu kínverskir verka-menn eru komnir hingað til lands og er von á fleiri á næstu mánuðum. Verkið tekur langan tíma og ekki er áætlað að því ljúki fyrr en seint á næsta ári. Efnið er því sent hingað til lands í smáum skömmtum og verkamönnum smá-fjölgar. Íslenskir verk-takar koma ekki nærri gler-uppsetning- unni og er eining meðal þeirra sem sjá um byggingu Tónlistar-hússins um að fram-leiðandi glersins sjái alfarið um hana. Er það fyrst og fremst vegna ábyrgðar. Upp-setning á gler-hjúpi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.