Morgunblaðið - 28.06.2009, Page 40

Morgunblaðið - 28.06.2009, Page 40
40 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 2009 Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is H allærisplanið var sam- komustaður unglinga á sjö- unda, áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Þangað lá rúnturinn, þar hittu strák- arnir stelpurnar og stelpurnar strákana, þar fóru margir á sitt fyrsta fyllirí og þar voru ólæti, áflog, rúðubrot og lögregluátök. Hallærisplanið var í miðborg Reykjavíkur, þar sem Ingólfstorg er núna. Planið var upphaflega kallað Hótel Íslands-planið en Hótel Ísland stóð á þessari lóð frá 1882 til 1944 þegar það brann til kaldra kola. Við það myndaðist autt svæði við gatna- mót Austurstrætis og Aðalstrætis sem varð að hinu svokallaða Hallær- isplani. Ingólfstorg var svo opnað 4. desember 1993 og enn safnast ung- lingar þar saman en nú til hjóla- brettaiðkunar. Að fara á Hallærisplanið var mjög vinsælt og á góðviðriskvöldum gátu safnast þar saman allt upp undir fjögur þúsund manns samkvæmt gömlum fréttum frá þessum árum. Algengt var þó að um þúsund ung- menni væru þar á helgarkvöldum. Eirðarlaus æska Unglingar hafa oft verið til vand- ræða í augum fullorðna fólksins og auðvitað varð Hallærisplanið að vandræðastað. Miklar umræður áttu sér stað um planið á sínum tíma. Þetta þótti forgarður vítis, leiða æsku landsins í óreglu og sýna úr- ræðaleysi fyrir ungt fólk á höf- uðborgarsvæðinu. Ungtemplarar gengu um meðal mannfjöldans um helgar í von um að bjarga ein- hverjum frá brennivínsbölinu en landadrykkja var mjög almenn með- al ungmenna í þá daga. Í einni blaða- grein var stungið upp á að sprautað yrði á unglingana með brunaslöngu til að dreifa þeim. En allt kom fyrir ekki, Hallæris- planið dó sjálft drottni sínum. Að- dráttarafl þess minnkaði verulega þegar líða tók að miðjum níunda ára- tugnum, unglingarnir fluttu sig á nýjan stað og fjölbreyttari skemmt- un var orðin í boði. Í blaðagreininni „Fíkniefni flæða yfir landið – og æskan skemmtir sér“ sem birtist í DV 7. desember 1983 kemur fram að þá hafi torgið verið orðið nánast mannlaust um helgar. Unglingarnir hafi flutt sig upp á Hlemm, í leik- tækjasalina og á skemmtistaðinn D-14 í Kópavogi og skemmtistaðinn Best sem var til húsa í gamla Fáks- heimilinu við Elliðaár. Félagsmið- stöðvar höfðu líka verið opnaðar víða á þessum árum eftir að farið var að finna lausnir fyrir eirðarlausa æsku landsins. Útihátíðarstemning „Ég sótti Hallærisplanið sem ung- lingur í lok sjöunda áratugarins, þá vorum við þarna á rúntinum og lögð- um upp á planið, þar var alltaf stemning,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, en hann fékk bílpróf árið 1969. „Þá var þetta rómantískur staður en seinna meir verður meira fyllirí þarna og útihátíðarstemning.“ Geir Jón var þá orðinn lög- reglumaður og upplifði stemninguna á Hallærisplaninu á nýjan hátt. „Í kringum 1980 til 1984 var óöldin á planinu í hámarki. Það var mikil ölv- un, tölvert um landa en fíkniefni voru ekki orðin eins og þau eru í dag. Rúðubrot voru mjög algeng, almenn skrílslæti og átök við lögreglu. Skemmdarstarfsemin á svæðinu var mikil og lögreglan þurfti að vernda verslanir í kring,“ segir Geir Jón og bætir við að lögreglan hafi þurft að vera með mikinn viðbúnað þegar fólksfjöldinn var hvað mestur á Hall- ærisplaninu. „Meginþorrinn af þeim sem voru þarna var bara að slæpast og ekki til vandræða en þeir sem voru til vand- ræða voru áberandi og snerist starf lögreglunnar um að fjarlægja þá verstu af svæðinu,“ segir Geir Jón og er feginn að það sé orðið mjög fá- títt í seinni tíð að unglingar safnist svona saman í miðbænum. Manstu eftir … Hallærisplaninu Frá planinu Fólk samankomið að horfa á einhvern gjörning á planinu í lok áttunda áratugarins. Borgarstjórinn Norskt blað fjallaði um skemmtanalíf Íslendinga og birtist þessi grein um umfjöllun þeirra í Morg- unblaðinu 23. október 1983. Þeim þótti merkilegt að hitta sjálfan borgarstjórann Davíð Oddsson meðal unglinganna. Hann gekk um planið eins og bæjarfógetinn í Kardemommubænum, brosandi og klappandi ungviðinu á kollinn. Haustið 1978 gerði útideild æskulýðsráðs og Félagsmála- stofnunar Reykjavíkur könn- un á samsetningu hópsins sem Hallærisplanið sótti yfir eina sumarhelgi. Kom í ljós að um þriðjungur þeirra unglinga sem söfnuðust saman á Hall- ærisplaninu var búsettur utan Reykjavíkur. Fæstir voru úr Árbæjarhverfinu, margir úr Breiðholtinu en stærsti hóp- urinn var annars staðar að en úr Reykjavík. 67% ungling- anna voru á aldrinum 15, 16 og 17 ára. Stúlkurnar á svæð- inu voru yngri en piltar en stúlkunum fækkaði verulega þegar þær höfðu náð 17 ára aldri. Fjölmennasti aldurs- hópur pilta var hins vegar 17 ára og allmargir 18 ára. Þeg- ar mest var á Hallærisplaninu þessa helgi náði unglinga- fjöldinn 700 manns. Haustið 1982 gerði útideild- in aðra könnun sem fór fram á einu föstudagskvöldi og voru nokkrar spurningar lagðar fyrir rúmlega þúsund ung- linga sem á svæðinu voru. 57,6% þeirra voru á aldrinum 15-16 ára en 14 og 17 ára ung- lingar voru einnig fjölmennir. 15 ára stúlkur voru mest áber- andi og í yngri aldurshóp- unum voru stúlkur fleiri, þær komu hins vegar fyrr á kvöld- in og fóru fyrr heim. Strákar voru fjölmennari í eldri ald- urshópunum. 48,8% aðspurðra voru úr Reykjavík, 20% úr Kópavogi, 12% úr Hafnarfirði og 8% úr Garðabæ. Miðað við íbúafjölda í hverju bæjarfélagi voru hlutfallslega flestir ung- lingarnir úr Kópavogi. Lokkandi Tónabær reyndi að lokka unglingana til sín með þessari auglýsingu í Morg- unblaðinu 22. október 1976. Kannanir Laufey Jakobsdóttir var köll- uð amman í Grjótaþorpinu. Þegar gleðin var hvað mest á Hallærisplaninu tók hún að sér verst settu krakkana og leyfði þeim að sofa hjá sér og hressti þau við. Aðallega að- stoðaði hún ofurölvi stúlkur og forðaði þeim með því úr klóm krókódílamannsins en það voru þeir karlmenn kall- aðir sem reyndu að lokka til sín ofurölvi ungar stúlkur með það í huga að misnota þær. Viðurnefnið kemur úr lagi Megasar „Krókódílamað- urinn“ þar sem Laufey kem- ur við sögu: Bjargvætturinn Laufey blásvört í framan krókódílamaðurinn kemst undan á flótta kerlingin finnur hann loks á útidyratröppunum lamaðan af ótta Ímyndiði ykkur bara hefði Laufey ekki komið enn ein drukkin pía á planinu hún væri ekki lengur hrein mey Bjargvætt- urinn Laufey

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.