Morgunblaðið - 28.06.2009, Síða 48

Morgunblaðið - 28.06.2009, Síða 48
Í HNOTSKURN » Bauðst doktorsnám viðMIT á fullum styrk en tók gamla skólann fram yfir vegna spennandi rannsókna. » Kári er aðeins 21 árs enhefur búið í Bandaríkj- unum frá 10 ára aldri með fjöl- skyldu sinni. Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is KÁRA Þorkelssyni hlotnaðist á dög- unum sá heiður að vera valinn besti námsmaðurinn í efnaverkfræði og efnafræði þegar hann útskrifaðist með tvöfalda BS-gráðu frá Berke- ley-háskólanum í Kaliforníu í Banda- ríkjunum. Verðlaununum fylgdi einnig sá heiður að nafn hans er grafið á skjöld sem hangir á skrif- stofum deildanna tveggja. Að auki bauð efnafræðideildin til sérstaks hádegisverðar, Kára til heiðurs, þar sem hann og foreldrar hans snæddu með nokkrum prófess- orum við deildina og loks veitti efna- verkfræðideildin honum peninga- verðlaun fyrir árangurinn. Bauðst doktorsnám í MIT Sjálfur vill Kári hvorki gera mikið úr verðlaununum né hádegisverðin- um. Hann segist þó hafa átt von á verðlaunum frá efnafræðideildinni þar sem hann vann miklar rannsókn- ir við deildina en ekki frá efnaverk- fræðideildinni. „Ég hef mikinn áhuga á efnafræði og hún er stór hluti af báðum fögunum,“ segir Kári. Í sumar mun hann halda áfram rann- sóknum sínum í efnafræði en í haust tekur við 3-5 ára doktorsnám í Berkeley. Kára bauðst doktorsnám í hinum virta MIT-háskóla á austurströnd- inni á fullum styrk en kaus gamla skólann sinn vegna spennandi rann- sókna sem leiðbeinandi hans síðustu tvö árin fer fyrir. Kári er aðeins 21 árs en hann hef- ur búið vestanhafs síðan hann var 10 ára. Hann býr á heimavistinni í Berkeley en foreldrar hans, Þorkell Guðmundsson rafmagnsverkfræð- ingur og María Kjartansdóttir hag- fræðingur, búa í San Jose, skammt sunnan við San Francisco. Hann stefnir á heimsókn til Íslands í ágúst ásamt fjölskyldu sinni en þá verður systir hans fermd. Nafnið grafið á skjöld  Valinn besti námsmaðurinn í efnaverkfræði og efnafræði við Berkeley-háskólann  Skjöldurinn fær heiðurssess Námshestur Kári Þorkelsson hefur náð miklum árangri í námi sínu við Berkeley-háskóla í Kaliforníu. SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 179. DAGUR ÁRSINS 2009 Heitast 20° C | Kaldast 10° C  Þykknar upp og fer að rigna sunnantil á landinu en úrkomulítið annars staðar. Hlýjast í innsveitum. » 10 SKOÐANIR» Staksteinar: Hvað gera þeir nú? Forystugrein: Jón svínar á neyt- endum Pistill: Goðsögn deyr – goðsögn lifir Ljósvakinn: Sautján, bráðum átján Reykjavíkurbréf: Skarpari línur – ný vinnubrögð? Léttari efni og litir laumast inn á skrifstofuna með hækkandi sól Vertu ekki algjör dóni í vinnunni Konungur nafnspjaldanna ATVINNA» KVIKMYNDIR» Bruno breytt vegna dauða Jacksons »43 Sæbjörn Valdimars- son segir Megan Fox vera með því besta sem Trans- formers 2 hafi upp á að bjóða. »42 KVIKMYNDIR» Megan fær 3 stjörnur FÓLK» Ekkert gruggugt við dauða poppkóngsins »46 TÍSKA» Nördalegt útlit er aftur komið í tísku. »41 Árni Matt fjallar um danska rokk- og popptónlist en mikil endurnýjun á sér stað þar í landi um þessar mundir. »44 Endurnýjun hjá Dönum TÓNLIST Á SUNNUDEGI» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 395 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Gjalddagar útvarpsgjalds þrír 2. Gleymdi 1 árs dóttur í bíl 3. Bréf deCODE hækkuðu um 50% 4. Hætta leit í Atlantshafi Á SUMRIN fara siglinganámskeiðin á fullt og á þeim læra krakkar réttu handtökin þegar siglt er um höfin blá. Á myndinni sjást siglingakappar á námskeiði hjá Siglingaklúbbnum Þyt í Hafnar- firði fá tilsögn í hvernig reisa skal við seglbát sem hefur hvolft. Klúbburinn býður jafnan upp á ýmis námskeið sem standa í tvær vikur í senn. Námskeiðunum lýkur með því að allir hoppa í sjóinn og slegið er upp ærlegri grillveislu. BÁTNUM KOMIÐ AFTUR Á RÉTTAN KJÖL Morgunblaðið/Ómar „MÉR brá svolít- ið við þetta en frétti síðan að bankinn væri hættur og búið að flytja mig yfir til Kaupþings,“ segir Helga Guð- mundsdóttir lág- fiðluleikari í París í viðtali við Morgun- blaðið. Í því segir hún af sjálfri sér, starfi sínu sem tónlistarmanns við óperurnar í París og af því hvernig hún upplifði íslensku kreppuna sem Íslendingur erlend- is. Helgu finnst undarlega hafa verið staðið að ýmsu eftir banka- hrunið. „Ég ætlaði að greiða út af reikn- ingnum mínum hjá SPRON en skjárinn varð bara svartur og svo kom villumelding,“ segir Helga. „Ég prófaði að hringja í bank- ann minn til margra ára en fékk aðeins skilaboð um það á frönsku, að símanúmerið væri ekki til ... Mér barst engin orðsending um að ég væri komin til annars banka! Það finnst mér alveg ótrúlegt – manninum mínum sem er franskur fannst þetta ekkert fyndið.“| 18 Hrikalegt að heyra ótíðindin Helga Guðmundsdóttir Skoðanir fólksins ’Þetta lán er búið að éta upp allaneignarhlut þeirra í húsinu ogrúmlega það og í dag sitja þau uppimeð skuldir sem þau ráða engan veg-inn við og hús sem selst ekki. Því miður er þetta ekkert einsdæmi held- ur eru margar fjölskyldur í svipaðri stöðu. » 28 ELFA BJÖRK SIGURÐARDÓTTIR ’Það er eina leiðin út úr vand-anum. Hörmulegt er til þess aðvita ef þingmenn í stjórnarandstöðu,sem hefðu hiklaust greitt atkvæðimeð þessum samningi ef þeir hefðu verið í stjórn, ætla nú að snúast gegn honum af pólitískum þvergirðings- hætti. » 28 VÉSTEINN ÓLASON ’Flóttamannastofnun SÞ hefurbeint þeim tilmælum til ríkja aðendursenda ekki hælisleitendur tilGrikklands á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar þar sem meðferð og aðbúnaður þar stenst ekki lágmarks- kröfur. » 29 GUÐRÚN DÖGG GUÐMUNDSDÓTTIR OG KOLBRÚN BIRNA ÁRDAL ’Vinsældir norðurslóða verðastöðugt meiri, það sést best áþví að skemmtiferðaskipum hefurfjölgað mikið í Norður-Atlantshafi ogvið strendur Íslands. » 29 ÞÓRIR KR. ÞÓRISSON ’Ég vona að þeir framhaldsskólarsem velja nemendur eftir prófgetu beri gæfu til að breyta slíkunú þegar. Er ekki kominn tími til aðhleypa inn ferskum vindum og nýrri hugsun hvað varðar uppbyggingu og mat á menntun á okkar góða landi? » 30 GRÓA FINNSDÓTTIR ’Ef ætlunin, sem virðist komafram í tilkynningunni, er aðleggja niður loftrýmiseftirlit og sam-starf í öryggismálum Atlantshafs-bandalagsríkjanna, er í raun verið að leggja inn úrsögn okkar Íslendinga úr Atlantshafsbandalaginu. » 30 STEINGRÍMUR B. GUNNARSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.