Morgunblaðið - 01.07.2009, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Mikil breyt-ing hefurorðið í
Hvíta húsinu í
Washington hvað
varðar afstöðuna
til réttindabaráttu
samkynhneigðra.
George W. Bush hugðist
þrengja að frelsi og mannrétt-
indum bandarískra þegna með
því að knýja í gegn breytingu á
stjórnarskrá Bandaríkjanna,
sem bannaði hjónaband sam-
kynhneigðra. Hann hafði
reyndar ekki sitt fram.
Í fyrradag opnaði Barack
Obama dyr Hvíta hússins fyrir
hundruðum homma og lesbía
er hann hélt móttöku í tilefni
af 40 ára afmæli Stonewall-
uppreisnarinnar í Greenwich
Village í New York, sem oft er
talin marka upphaf opinberrar
réttindabaráttu samkyn-
hneigðra í Bandaríkjunum.
Mannréttindamálum hefur
vissulega fleygt fram í Banda-
ríkjunum á þessum fjórum
áratugum, eins og Obama,
fyrsti svarti forsetinn, minnti á
í ræðu sinni: „Sannleikurinn er
sá, að þegar þetta fólk mót-
mælti við Stonewall fyrir 40
árum, hefði enginn getað
ímyndað sér að þið, eða þess
vegna ég, mynduð standa hér í
dag,“ sagði forsetinn.
Í kosningabaráttunni hét
Obama því að fella úr gildi lög,
sem heimila einstökum ríkjum
Bandaríkjanna að
neita að viðurkenna
hjónaband samkyn-
hneigðra, sem
stofnað er til í öðru
ríki. Hann lofaði
jafnframt að nema
úr gildi „ekki spyrja – ekki
segja“-stefnuna, sem gerir þá
kröfu til samkynhneigðra her-
manna að þeir þegi yfir kyn-
hneigð sinni. Þeir eiga brott-
rekstur úr hernum á hættu ef
þeir segja frá henni. Enn-
fremur hét Obama því að setja
ný lög sem tækju harðar á hat-
ursglæpum gegn samkyn-
hneigðum.
Á fundinum í Hvíta húsinu
lofaði Obama að fylgja öllum
þessum málum fram. Óþolin-
mæði er þó farið að gæta í hans
garð í röðum samkynhneigðra
Bandaríkjamanna, sem kusu
hann upp til hópa; þeir telja að
á sex mánuðum ætti Obama að
vera búinn að gera meira í
þessum málum.
Forsetinn svaraði fyrir sig
með því að segja að stjórn sín
yrði ekki dæmd af þeim lof-
orðum, sem hann hefði gefið í
kosningabaráttunni, heldur
loforðunum sem yrðu efnd
þegar upp væri staðið.
Stuðningur Baracks Obama
við réttindi samkynhneigðra
heima fyrir er mikilvægur,
ekki aðeins fyrir mannrétt-
indabaráttuna í Bandaríkj-
unum, heldur um allan heim.
Viðsnúningur hefur
orðið í afstöðu til
baráttu samkyn-
hneigðra}
Hýrnar yfir Hvíta húsinu
Ítrekað hefurkomið fram á
undanförnum vik-
um og mánuðum að
svigrúm til kjara-
bóta í samningum
ríkisins við opinbera starfs-
menn er afar takmarkað.
Línur voru lagðar í ríkis-
fjármálum í þeim stöðug-
leikasáttmála sem undirritaður
var í síðustu viku af aðilum
vinnumarkaðarins, ríkisstjórn
og sveitarfélögum.
Alþýðusamband Íslands og
Samtök atvinnulífsins hafa þeg-
ar gengið frá framlengingu
kjarasamninga sinna til nóv-
emberloka ársins 2010. Kjara-
bætur á samningstímabilinu
eru mjög hófstilltar og eiga
einkum að koma þeim lægst
launuðu til góða.
Það er skynsamlegt hjá op-
inberum starfsmönnum, sem í
sumar munu semja við ríkis-
valdið um framlengingu á sín-
um kjarasamningum, að ganga
fram með hógværar kröfur,
eins og greint var frá hér í
Morgunblaðinu í gær.
„Það var gengið út frá því í
þeim [stöðugleika]sáttmála að
það ætti að horfa til
lægstu launanna og
við tökum líka mið
af því sem gerist á
hinum almenna
launamarkaði,“
sagði Árni Stefán Jónsson,
starfandi formaður BSRB. Í
sama streng tóku þeir Páll
Halldórsson, formaður BHM,
og Eiríkur Jónsson, formaður
KÍ.
Í áðurnefndri frétt kom fram
að hjá BSRB séu menn þeirrar
skoðunar að nú sé færi á að líta
til umbóta á félagslegum rétt-
indum. Árni Stefán Jónsson
nefndi styttingu vinnutíma,
„sérstaklega hjá vakta-
vinnufólki, það er eitthvað sem
að okkar mati er mjög brýnt að
taka á, en okkur hefur ekki ver-
ið tekið neitt sérlega vel með
þessar hugmyndir okkar.“
Hvers vegna skyldi það vera?
Vitanlega vegna þess að stytt-
ing vinnutíma hjá vakta-
vinnufólki í störfum hjá hinu
opinbera, þýðir aukin ríkisút-
gjöld. Þess vegna er slíkri
málaleitan ekki tekið vel af
hálfu hins opinbera. Svo einfalt
er það.
Stytting vinnutíma
þýðir aukin
ríkisútgjöld}
Félagslegar umbætur þýða
aukin útgjöld ríkissjóðs
É
g hef áður viðrað þá kenningu
mína hér á síðum Morgunblað-
ins að mannskepnunni sé fyr-
irmunað að læra af sögunni. Ef
til vill er það ofsögum sagt að
þetta sé mín kenning, þ.e.a.s. að ég hafi sett
hana fyrstur fram. Svo er að sjálfsögðu ekki.
Til dæmis er haft eftir þýska heimspek-
ingnum Georg Friedrich Hegel (1770–1831)
að mannkynssagan kenni okkur aðeins eitt
og það sé að hún kenni okkur ekki neitt. En
hver tekur mark á Hegel í dag? Hver les He-
gel í dag? er kannski betri spurning.
Hvað um það. Ég minnist á þetta því að
svo virðist sem umræðan í kringum Icesave-
fíaskóið og skuldir þjóðarbúsins sé nú enn á
þeim slóðum að kreppan, græðgin og óráðsí-
an hafi verið undantekningartilvik eða
skyndibrjálæði sem ekki megi endurtaka sig. Hugsunin
– og þessa hugsun má greina í orðum Einars Más Guð-
mundssonar rithöfundar – er að sökudólgarnir séu fjár-
málaglæponar sem af einskæru samviskuleysi hafi vit-
andi vits komið þjóðinni í slík vandræði að nú bíði
hennar þrældómur um aldir alda. Að mínu viti er þetta
álíka og að saka hund um samviskuleysi fyrir að míga í
hjónarúmið, aftur og aftur. Samviskuleysi, illska eða
rætni koma málinu einfaldlega ekki við. Gáleysi og sof-
andaháttur, alveg ábyggilega, en fyrst og fremst er hér
um að ræða vanþekkingu á hamfarasögu mannlegrar
hegðunar og ofmat á eigin vitsmunum. Ég er ekki að
vísa í Púnverjastríðin, Kalígúla eða Napó-
león. Við þurfum í raun ekki að fara nema
nokkur ár aftur í tímann til að sannfærast
um vangetu mannsins til að hafa vit fyrir
sjálfum sér og öðrum. Satt að segja er kúrf-
an sem sýnir ris og fall samfélaga orðin svo
skörp að það má líkja þessari þróun við tón-
listar- og tískustrauma samtímans sem hafa
vart runnið hjá áður en þeir streyma til
baka. Eru orðnir alveg rosalega „retró“.
Með öðrum orðum: við snúumst í æ
smærri hringi.
Sú sögukennsla sem fram fer í grunn-
skólum landsins og miðar að því að blása
þjóðernisanda í ung og óhörðnuð brjóst er
því ekki bara tilgangslaus heldur heimsku-
leg. Í stað innréttinga Skúla Magnússonar
og sjálfstæðisbaráttu Jóns Sigurðssonar ætt-
um við að staldra við afglöp þjóðarleiðtoga og undir-
lægjuhátt gagnvart svokölluðum vina- og frændþjóðum.
Við ættum að minnast tækifæranna sem runnu okkur
úr greipum. Við ættum að berja því inn í haus barnanna
okkar að manneskjan sé brigðul og að sigrar hennar
séu í langflestum tilvikum komnir til vegna happs eða
tilviljana. Ef þetta tekst munum við ef til vill skilja það
betur næst hvers konar vitleysa það er að líkja þeim af-
reksmönnum sem við lítum upp til á hverjum tíma við
ólæsa og skítuga rudda sem sigldu um á smábátum og
rændu og rupluðu hvar sem þá rak í land.
hoskuldur@mbl.is
Höskuldur
Ólafsson
Pistill
Hin mannkynssagan
Miðstöðin „löguð
að“ breyttu umhverfi
FRÉTTASKÝRING
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
Þ
rátt fyrir mikinn vilja
samgönguráðherranna
Sturlu Böðvarssonar og
Kristjáns Möller hefur
ekki enn verið hafist
handa við að reisa samgöngumiðstöð
í Vatnsmýrinni. Stjórnvöld hafa ár-
angurslaust reynt að hraða bygg-
ingu miðstöðvarinnar allt frá árinu
2005, en allt hefur komið fyrir ekki.
Sturla, sem var samgöngu-
ráðherra á árunum 2003 til 2007
beitti sér sérstaklega fyrir því að
miðstöðin yrði byggð, ekki síst til
þess að bæta þjónustu við innan-
landsflug í landinu. Flugstöðin í
Vatnsmýri sem nú er notuð er kom-
in til ára sinna og hafa ýmsir bent á
að nauðsynlegt sé að skapa innan-
landsfluginu betri aðstæður, ekki
síst til þess að auka möguleikann á
því að samkeppni skapist á mark-
aðnum á jafnréttisgrundvelli. Til-
raunir til þess hafa hingað til ekki
tekist.
Breytt umhverfi
Í minnisblaði samgönguráðherra
og borgarstjórans í Reykjavík frá
11. febrúar 2005 kemur fram að
samgönguyfirvöld muni loka NA/SV
flugbraut Reykjavíkurflugvallar til
þess að skapa svæði til annarra nota,
þar á meðal samgöngumiðstöð. Deil-
ur hafa verið á milli ríkis og borgar
um þetta mál, þar sem vilji hefur
verið til þess hjá borgarfulltrúum,
þvert á flokka, að flugvöllurinn fari
úr Vatnsmýri. Einróma sátt um mál-
ið hefur þó ekki verið fyrir hendi og
því hefur framgangur málsins innan
stjórnsýslunnar, þá helst hjá borg-
inni, gengið hægt.
Hinn 8. apríl á þessu ári undirrit-
uðu Kristján og Hanna Birna Krist-
jánsdóttir borgarstjóri annað minn-
isblað þar sem fyrri áform um
byggingu miðstöðvarinnar voru
áréttuð. Sérstaklega er tekið fram
að hlutverk miðstöðvarinnar sé mik-
ilvægt, „hvort sem innanlands-
flugvöllur verður áfram í Vatnsmýr-
inni eða ekki, enda er
samgöngumiðstöð ætlað að hýsa alla
samgöngustarfsemi í Vatnsmýrinni
til framtíðar.“
Eftir hrun bankakerfisins á haust-
mánuðum í fyrra hafa fyrri áform
um miðstöðina verið lögð á hilluna.
Til stóð að hafa verslanir inni í mið-
stöðinni og jafnvel möguleika fyrir
aðra nýtingu á húsinu í framtíðinni.
Heildarkostnaður við miðstöðina
eins og hún hafði verið áætluð var
um 1,5 milljarðar króna.
Í fyrrnefndu minnisblaði frá 8.
apríl kemur fram að miðstöðin verði
„aðlöguð að breyttum efnahags-
aðstæðum og færri farþegum en
gert var ráð fyrir í upphaflegri áætl-
un“. Útfærsla á þessum breytingum
liggur ekki fyrir. Samgöngu-
ráðherra og Reykjavíkurborg hafa
hvort um sig tilnefnt tengiliði við
Flugstoðir til þess að vinna að fram-
gangi málsins. Þeir hafa meðal ann-
ars það hlutverk að tryggja að
makaskipti ríkis og borgar nái fram
að ganga. Í þeim felst að ríkið af-
hendir borginni jafnverðmætt land í
eigu ríkisins gegn lóð borgarinnar
þar sem samgöngumiðstöð rís.
Þá eiga tengiliðirnir að vinna að
því með Flugstoðum að ákvarða
stærð miðstöðvarinnar, bílastæði og
þess háttar.
Morgunblaðið/Golli
Undirritun Kristján Möller samgönguráðherra og Hanna Birna Kristjáns-
dóttir borgarstjóri undirrituðu minnisblað um samgöngumiðstöð í apríl.
Samgöngumiðstöðin í Vatnsmýri
er eitt af þeim verkefnum sem
hugsanlega verða unnin í einka-
framkvæmd. Stefnt er að því að
byggja hana upp minni að um-
fangi en áður var áformað.
„ÉG tel samgöngumiðstöð ekki til
forgangsmála í framkvæmdum,“
segir Oddný Sturludóttir, borgar-
fulltrúi Samfylkingarinnar í
Reykjavík og flokkssystir sam-
gönguráðherra. Hún segir mörg
verkefni vera brýnni en miðstöðina.
„Auk þess tel ég hönnun og skipu-
lagsvinnu sem tengist henni ekki
vera komna á þann stað að hún rísi
í bráð.“ Borgarfulltrúar í Reykja-
vík hafa hingað til verið tregir til
þess að ráðast í gerð samgöngu-
miðstöðvar, þrátt fyrir sameig-
inlegar viljayfirlýsingar um bygg-
ingu miðstöðvarinnar. Oddný segir
að borgarfulltrúar, hvar í flokki
sem þeir standa, þurfi að taka
ákvarðanir varðandi samgöngu-
miðstöðina með hagsmuni sam-
gangna í Reykjavík að leiðarljósi.
„Miðstöðin verður að vera byggð
upp þannig að hagsmunir sam-
gangna í Reykjavík séu í forgangi.“
MARGT
BRÝNNA
››