Morgunblaðið - 01.07.2009, Qupperneq 27
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2009
að veiða á stöng og mér tókst að ná
fleiri fiskum á land en þeim saman-
lagt.
Ég lærði það af Lilju ömmu minni
að aldur skiptir litlu máli. Hún kom
vel fram við alla en var líka hrein-
skilin og sagði sína skoðun. Ég vona
að einhverjir af hennar góðu eigin-
leikum lifi í mér og mínum.
Jóhann Helgi Sigurðsson
Lilja var fjórða í röð 6 systkina
sem ólust upp í hjarta Reykjavíkur, í
Skólastræti, steinsnar frá Lækjar-
torgi. Hún var aldursforseti í fjöl-
skyldunni okkar, 86 ára, og náði
hærri aldri en systkini hennar eða
foreldrar sem öll eru látin. Skóla-
strætið var miðpunktur bernsku og
æsku samheldinna systkina og fjögur
þeirra komu aftur með fjölskyldur
sínar og bjuggu þar um lengri eða
skemmri tíma. Við sem ólumst upp
eða tengdumst Skólastræti, kynslóð
fram af kynslóð á síðustu öld, til-
heyrðum stórfjölskyldu sem var þar
öll á næsta leiti. Góðkunningjar unnu
þar í verslun, ljósmyndastofu, smíða-
og hjólreiðaverkstæði og vinafólk bjó
í næstu húsum. Daglega hittist fólkið
og börnin nutu þess að eiga svo
marga að sem létu sig velferð þeirra
varða. Þarna uxu úr grasi á svipuðum
tíma börn þriggja systra með ömmu
sína innan seilingar og áttu greið
samskipti við börn hinna móður-
systkina sinna. Það hefur stuðlað að
samheldni fjölskyldunnar að börnin
léku sér saman í bernsku og kynnt-
ust. Lilju gekk vel í skóla og stutt fyr-
ir hana út í Menntaskóla. Eftir stúd-
entspróf fór hún í læknadeild og stóð
sig líka vel þar. Á kandídatsári 1949
lá leiðin í Hérað til Egilsstaða þar
sem hún kynntist manni sínum, Jóni
Sigurðssyni. Þau fluttu til Reykjavík-
ur og eignuðust fimm mannvænleg
börn. Lilja vann læknisstörf fyrstu
árin en sinnti síðan heimilinu og
kennslu í líffæra- og lífeðlisfræði í
Hjúkrunarskólanum og þótti afar
góður kennari. Fjölskyldan og ná-
grannar leituðu mikið til Lilju sem
þótti alltaf mjög glögg að sjúkdóms-
greina og var ráðagóð. Hún var líka
góður hlustandi. Lilja var góð fyrir-
mynd kvenna í fjölskyldunni og höf-
um við nokkrar fylgt fordæmi hennar
í starfsvali.
Lilja var fínleg og grönn kona, lag-
leg og létt í hreyfingum. Hún var vel-
viljuð, skilningsrík en ákveðin og
staðföst, hrein og bein og henni fylgdi
öryggi. Hún varð ekkja fyrir 19 árum
og átti við nokkurt heilsuleysi að
stríða, en var samt dugleg að bjarga
sér og hafa ánægju af lífinu, og hafði
mikið og gott samband við börnin sín
og fjölskyldur þeirra. Hún fylgdist
með menningarviðburðum og hafði
áhuga á skáldskap og fróðleik. Var
góður bridsspilari, mikil hannyrða-
kona, flink við allt sem hún gerði,
prjónaði og heklaði, kom sér upp vef-
stól og lærði að vefa. Hún var með
kímnigáfuna í lagi eins og flest henn-
ar fólk og kom auga á spaugilegu
hliðarnar í blíðu og stríðu. Þrautseig
og hugprúð en laus við allt fjas. Á
undanförnum árum höfum við frænk-
urnar, 11 dætur þessara 6 systkina,
hist mánaðarlega yfir veturinn ásamt
Lilju og spilað brids og spjallað sam-
an. Þannig höfum við kynnst nánar
og treyst böndin og Lilja verið okkur
traustur tengiliður við kynslóð for-
eldra okkar og liðna tíð. Við frænd-
systkinin verðum nú fátækari en áð-
ur og munum sakna hennar,
vináttunnar og notalegra samskipta
við góða frænku. Mér hefur hún verið
nákomin og kærkomin vinkona. Við
systkinin, Hans, Elín, Júlíus og fjöl-
skyldur okkar senda börnum Lilju og
fjölskyldum þeirra innilegar samúð-
arkveðjur.
Blessuð sé minning Lilju Maríu
Petersen.
Guðrún Agnarsdóttir.
Fráfall Lilju móðursystur minnar
var óvænt. Þó máttum við vita að það
gat vofað yfir. Og engum var það ljós-
ara en henni. En hún kaus að lifa líf-
inu til fulls. Hún var alltaf miðdepill
þegar við hittumst frænkurnar úr
Skólastrætinu á „frænkukvöldunum“
og hún lagði land undir fót, ef tæki-
færi gafst, eins og ekkert amaði að.
Síðasta kvöldinu varði hún glöð og
kát heima hjá dóttur sinni. Hún var
komin aftur í Mávahlíð, þar sem fal-
legt heimili hennar hafði staðið í ára-
tugi, og var gengin til náða er kallið
kom. Lítill vafi er á að svona vildi hún
hafa það.
Lilja var dóttir Guðrúnar og Hans
Petersen, lifði lengst barna þeirra, og
markar fráfall hennar mikil þáttaskil.
Er Hans féll frá var eiginkonan ein
eftir í ábyrgð fyrir sex barna hópi og
nú bættist umsvifamikill fyrirtækj-
arekstur við. Ekki var þá algengt að
konur stæðu í slíku, en hún reis vel
undir þeim skyldum. Auðvitað hljóta
miklar annir húsmóðurinnar að hafa
haft áhrif á mótun barnanna. En vel
rættist úr því öllu. Ég hef síðustu
daga horft á gamla mynd í fjölskyldu-
albúminu af tveimur ungum telpum,
Lilju og Unu móður minni. Það lýsir
af myndinni, þar fóru ekki aðeins
systur, heldur góðar og einlægar vin-
konur. Og þannig var það alla tíð.
Þær töluðust daglega við, annað-
hvort beint eða í síma. Þegar báðar
höfðu stofnað heimili, reyndust eig-
inmennirnir eiga gott skap saman og
dró það ekki úr samheldninni.
Margar minna bestu bernsku-
minninga tengjast atburðum sem
fjölskyldurnar úr Skólastræti áttu
saman. Sólríku sumardagarnir í
Fossvogi, þar sem barnahópurinn lék
sér frjáls í öruggu skjóli ömmu og
systranna. Það voru ljúfir tímar og
þar sé ég Lilju fyrir mér glaða í
bragði með hópinn sinn. Það var mik-
ill missir fyrir Lilju þegar Una lést
fyrir aldur fram 1987. En ég naut
áfram sömu vináttu af hendi Lilju.
Með sama hætti og Guðrún Petersen
var brautryðjandi, sem kona í fyrir-
tækjarekstri, varð Lilja læknir þegar
enn var óalgengt að konur lykju
læknaprófi. Stundaði hún lækningar
um skeið og þegar um hægðist við
barnauppeldi, kennslu í líffæra- og
lífeðlisfræði við Hjúkrunarskólann.
Hafa starfssystur mínar margar oft
haft á orði, hvílíkur afbragðs kennari
hún var. En hún var fyrst og síðast
afbragðs manneskja, vönduð til orðs
og æðis. Hún var skörp í hugsun og
greindi auðveldlega kjarna hvers
máls. Öll yfirborðsmennska, skrum
og stóryrði voru henni víðsfjarri.
Hún var næm fyrir skemmtilegri
hliðum tilverunnar og gaukaði oft að
manni skondnum sögum úr daglega
lífinu. Lilja hafði hlýja og skemmti-
lega nærveru, var blátt áfram í fram-
komu, en föst fyrir ef við átti. Mér
verður aftur hugsað til fallegu mynd-
arinnar af þeim samhentu systrum.
Ég er þakklát fyrir að hafa upplifað
fölskvalausa vináttu þeirra og þakka
alla hennar umhyggju við mig og
mína. En mér verður líka hugsað,
þegar ég horfi á myndina af Lilju,
hvað þessi fíngerða telpa átti eftir að
standa sig frábærlega vel til hinstu
stundar. Það er ekki ónýtt fyrir fólkið
hennar Lilju að geta leitað í þann
minningarsjóð, sem sú góða kona
skilur eftir.
Ástríður Thorarensen.
Lilja föðursystir mín var næst-
yngst Petersen-systkinanna sex úr
Skólastrætinu en varð langelst af
þeim. Mikill kærleikur og virðing
ríkti meðal þeirra systkina og við af-
komendur þeirra höfum verið í góð-
um tengslum í gegnum tíðina. Fjöl-
skyldufyrirtækið Hans Petersen átti
drjúgan þátt í því en þar unnu flest
okkar í sumarvinnu og sum okkar ár-
um saman.
Öll menntuðu systkinin sig ágæt-
lega á þeirra tíma mælikvarða en
Lilja skaraði þar fram úr og útskrif-
aðist sem læknir. Eftir að hún gifti
sig kaus hún að sinna uppeldi
barnanna sinna fimm og koma þeim
til manns áður en hún nýtti þekkingu
sína til kennslu í líffærafræði við
Hjúkrunarskóla Íslands. Fáeinum
dögum fyrir andlát Lilju hitti ég fyrr-
verandi nemanda hennar sem sagði
að hún hefði verið besti kennarinn
sinn fyrr og síðar. Vinkona mín sagð-
ist aldrei hafa komist í gegnum þessa
líffærafræði nema fyrir þann aga
sem Lilja hafði á hópnum og bætti
við: „En hlýjan og skopskynið voru
líka alltaf til staðar“.
Ég minnist þess varla að Lilja hafi
tekið til máls öðruvísi en í orðum
hennar fælist fínkrydduð glettni,
hún var sögumaður af guðs náð og
færði mikinn fróðleik til okkar systk-
inabarnanna frá uppeldi systkina
hennar og Reykjavík fyrri tíma. Í
Skólastrætinu var oft mikið hlegið og
í bókstaflegri merkingu grétu þar
allir úr hlátri. En vinnusemi og
dugnaður voru líka í fyrirrúmi og tók
Guðrún móðir Lilju við rekstri fyrir-
tækisins þegar hún varð ekkja 46 ára
gömul með sex börn sem voru á ung-
lingsaldri. Faðir minn Hans sem var
elstur kom fljótlega inn í reksturinn
með henni og ráku þau fyrirtækið
saman meðan hún lifði og tók hann
við ljósmyndahluta fyrirtækisins
þegar hún lést. Við fráfall föður míns
og einnig framkvæmdastjórans sem
stýrt hafði fyrirtækinu í veikindum
Hans komu Lilja og systir hennar
Una að máli við mig og báðu mig að
taka við „forretningunni“. Það var
kannski ekki óeðlilegt í fjölskyldu-
fyrirtæki en ég var þá hálfnuð í við-
skiptafræði í HÍ og man ég sérstak-
lega þegar Lilja sagði við mig að ég
gæti svo bara klárað þetta háskóla-
nám síðar. Mér fannst ekki koma
annað til greina en að taka verkefnið
að mér og held að sú reynsla hafi
nýst mér ekki síður vel en háskóla-
gráða og fyrir það er ég þeim systr-
um afar þakklát. Það er mér sérstak-
lega minnisstætt hvað þær voru
mikill stuðningur fyrir mig fyrstu ár-
in og aldrei féll eitt orð um að þær
vildu gera hlutina öðruvísi.
Lilja hafði víðtækan áhuga á
menningu og listum. Til hinsta dags
sótti hún menningarviðburði með
börnum sínum og hafði sérstakt dá-
læti á kvikmyndahátíðum og nám-
skeiðum um íslensku fornsögurnar.
Auk þess var hún einlægur bridsspil-
ari. Lilja frænka mín lifði afar inni-
haldsríku lífi, hún var vel gift og um-
vafin fimm einstökum börnum og
fjölda afkomenda.
Það verður sannarlega sár sökn-
uður að Lilju úr fjölskyldunni en gott
til þess að hugsa hversu mikið hún
gaf til okkar þjóðfélags í víðum skiln-
ingi. Afkomendum hennar öllum
votta ég mína dýpstu samúð.
Hildur Petersen.
Að eiga góðan vin er mikil gæfa.
Þannig vin eignaðist ég þegar við
Lilja urðum sessunautar í mennta-
skóla og æ síðan hefur þessi vinátta
haldist einlæg og trygg, án þess að
skugga bæri á.
Lilja var sönn og heil og trygglynd.
Þessir eiginleikar fylgdu henni alla
ævina. Foreldrar hennar voru Guð-
rún Jónsdóttir Petersen og Hans
Petersen kaupmaður. Hún ólst upp í
stórum systkinahóp og var mikil
samheldni milli systkinanna. Hún
missti föður sinn á unglingsárunum,
en eftir stóð móðir hennar með stór-
an barnahóp og fyrirtæki sem hún
rak af einskærum dugnaði og atorku
og hefur ekki hver sem er verið fær
um þetta verk. Sjálf eignaðist Lilja
efnilegan barnahóp, sem hún annað-
ist af sama dugnaði og móðir hennar
hafði gert.
Þegar maður eldist og finnur að
kraftarnir þverra þá á maður þá ósk
heitasta að fá að deyja á sínu heimili
sáttur við allt og alla. Þannig kvaddi
Lilja þetta líf.
Við skólasysturnar sendum fjöl-
skyldu Lilju bestu samúðarkveðjur.
Ragnhildur Ingibergsdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
HALLA INGA EINARSDÓTTIR,
áður til heimilis
Eikjuvogi 24,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn
26. júní.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
2. júlí kl. 15.00.
Pálína Erna Ólafsdóttir,
Marsibil Ólafsdóttir, Stefán Árnason,
Sigrún Ólafsdóttir, Pétur Jónsson,
Ingimar Ólafsson, Guðlaug Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi,
SIGURBJÖRN PÁLMASON,
Vesturbrún 17,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu sunnudaginn 28. júní,
verður jarðsunginn frá Grensáskirkju föstudaginn
3. júlí kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en
þeim sem vilja minnast hans er bent á Ás styrktarfélag.
Ingibjörg Daníelsdóttir, Pálmi Jónsson,
Hjálmar Pálmason, Guðlaug Sigurðardóttir,
Gylfi Pálmason,
Hólmgeir Pálmason, Ingibjörg Þorláksdóttir,
Bergþór Pálmason, Sigrún Marinósdóttir,
Ásgerður Pálmadóttir, Guðjón S. Gústafsson,
Svanhildur Pálmadóttir, Sigurður Ámundason
og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR,
Melagötu 15,
Neskaupstað,
andaðist á Landspítalanum miðvikudaginn 24. júní.
Jarðarförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju
föstudaginn 3. júlí kl. 14.00.
Gunnar Jónsson,
Jón Gunnarsson,
Sigurbjörg Gunnarsdóttir,
Steinar Gunnarsson,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
MATTHILDUR BYLGJA ÁGÚSTSDÓTTIR,
Staðarhrauni 24a,
Grindavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtu-
daginn 25. júní.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn
3. júlí kl. 13.00.
Walter Borgar,
Brynleifur Heiðar Jónsson, Ra Ong Phumatphon,
Ágúst Hilmar Jónsson, Erla Björg Kjartansdóttir
og ömmubörnin.
✝
Ástkær unnusta mín, systir okkar og mágkona,
ÁSTHILDUR SÍMONARDÓTTIR,
Sléttuvegi 7,
Reykjavík,
lést á heimili sínu sunnudaginn 28. júní.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Sigurður Árni Sigurðsson,
Helgi Símonarson, Bryndís Gunnarsdóttir,
Hanna Jonný Símonardóttir,
Erla Símonardóttir,
Viðar Símonarson, Halldóra Sigurðardóttir,
Margrét Símonardóttir, Nathan Langwald,
Þorbjörg Símonardóttir, Auðunn Karlsson,
Jóhanna Símonardóttir, Vilhjálmur Nikulásson.