Morgunblaðið - 01.07.2009, Qupperneq 31
Gunna, en það var hún alltaf
kölluð, var alla tíð mikil fjölskyldu-
kona. Hún setti fjölskylduna í for-
gang og naut þeirra stunda sem
hún átti með fjölskyldunni. Hún
naut þess að ferðast og við ferð-
uðumst mikið saman um fjöll og
firnindi.
Við eldhúsborðið í Stóragerðinu
áttum við margar stundirnar þar
sem við ræddum um lífið og til-
veruna. Þú varst alin upp við
sveitastörf í Fljótshlíðinni og þar
hófuð þið Mundi ykkar búskap. Þið
Mundi höfðuð tekist á við erfiðar
stundir í lífinu eins og það að missa
ung börn. Lífið hafði kennt ykkur
mikilvægi þess að vera sjálfum sér
nógur, bera virðingu fyrir nátt-
úrunni og að fara vel með. Þegar
ég kynntist ykkur bjugguð þið í
nýju húsi við Stóragerði á Hvols-
velli. Húsi sem þið reistuð af mynd-
arskap og Mundi smíðaði allar inn-
réttingar sjálfur. Garðurinn í
Stóragerðinu var að byrja að taka á
sig mynd og átti eftir að verða einn
fallegasti garðurinn á Hvolsvelli.
Handavinna eftir þig prýddi heim-
ilið og ófáar voru svo gjafirnar sem
barnabörnin fengu sem amma hafði
búið til. Dætur okkar Hákonar ól-
ust upp í nágrenni við ömmu sína
og nutu félagsskapar þíns og at-
hygli, því alla tíð hafðir þú mikinn
áhuga á öllu sem meðlimir fjöl-
skyldunnar tóku sér fyrir hendur
og hvattir okkur til dáða.
Elsku Gunna, þegar þú kvaddir
þennan heim 17. júní, á þjóðhátíð-
ardegi okkar Íslendinga, hljómaði
þjóðsöngurinn í Stórólfshvols-
kirkju; þau sungu þér söng.
Ég kveð þig með söknuði og
þakka fyrir mig.
Halldóra Magnúsdóttir.
Elskuleg og kær systir og ynd-
isleg frænka er farin til æðri heim-
kynna. Þjóðhátíðardagurinn var
fallegur dagur og yfir honum var
sérstakur blær þetta árið. Guð-
björg frænka hringdi til að láta vita
að Gunna systir og frænka hefði
skilið við þetta jarðlíf. Í hugann
komu upp margar minningar um
gamla góða tíma í Fljótshlíðinni,
heima á Lambalæk hjá ömmu og
afa sem bjuggu í vesturbænum,
„vestrí“ og Gunnu og Munda
„austrí“, en þannig var gjarnan tal-
að um austurbæinn á Lambalæk.
Minningar um góða og hláturmilda
tíma, sem einkenndust af mann-
kærleika, samskiptum við gott fólk
og gleðin höfð í fyrirrúmi. Fljóts-
hlíðin mild og fögur og Þríhyrn-
ingur eins og verndari yfir sveit-
inni. Þegar þær systur hittust var
alltaf glatt á hjalla og mikið helgið
og svo tókum við frænkurnar við.
Palla og Gunna þóttu um margt lík-
ar, sérstaklega nú í seinni tíð. Svip-
brigðin voru þannig að við krakk-
arnir sögðum oft: „Ja, nú er hún
Gunna komin.“ Gaman var nú á
seinni árum að leggja fyrir þær
systur spurningar um gamla tíma
og þá fór svarið yfirleitt um víðan
völl og margt og mikið rifjað upp,
þótt svarið við spurningunni væri
löngu komið fram og væri aðeins
lítið atriði. Upprifjun þeirra af
gamla tímanum var okkur sem
yngri erum mikil ánægja og oft
mikill fróðleikur, oftast um sveitina
þeirra Fljótshlíðina og næsta ná-
grenni og vinina mörgu í sveitinni.
Það fækkar í systkinahópnum frá
Lambalæk sem var svo sérstaklega
ljúfur og geðgóður hópur sem gott
var að vera í návist við. Þau voru:
Gunnar, Imba, Þóra, Palla, Gunna ,
Sigga, Gústi og Jóna var yngst. Að-
eins eru nú Sigga og Palla eftir.
Gunna systir og frænka var mikil
kjarnakona. Hún hugsaði vel um
heimili sitt og allt sem í kringum
hana var skipti hana miklu máli.
Mikið var alltaf gott að koma að-
eins við hjá henni og Munda í
Stóragerðinu á Hvolsvelli og fá 10
dropa – en það varð að vera alltaf
meira og eitthvað með kaffinu svo
borðið svignaði undan kræsingum
sem Gunna tók til á ótrúlega stutt-
um tíma. Sem sagt alltaf fullt til
með kaffinu. Nú í seinni tíð er
Gunna var heimsótt á Kirkjuhvol
sýndi hún gjarnan myndir af
ömmubörnunum og langömmu-
börnunum og sagði frá hvað þau
væru að sýsla hvert og eitt. Á sama
hátt spurði hún mikið um hagi allra
í okkar fjölskyldu og vildi fá að vita
sem mest. Þannig var Gunna. En
síðast er við komum til hennar var
verulega af henni dregið og ekki
hlógu þær systur mikið þá. En
samt mátti sjá glettni í svip þeirra
beggja. Elsku Mundi, Gunnar, Guð-
björg, Hákon og fjölskyldur ykkar
allra, við samhryggjumst ykkur öll-
um og vitum að gott er að ylja sér
við minningar um góða eiginkonu,
yndislega móður og góða og gef-
andi ömmu. Minningin lifir.
Elsku Gunna systir og frænka,
við kveðjum þig í bili í þeirri vissu
að við eigum eftir að hittast aftur í
æðri heimkynnum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Pálína, Sigrún,
Lúðvík og Kristín.
Minningar 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2009
! "# $!% & '
(!!%
! $)
(!!*% !! +! (
(!!*% , ( '$
(!!*% - $ .! $
(!!*% / 0
(!!*% 0 1 !
(!!*% ✝
Elskuleg móðir mín, dóttir, systir og mágkona,
HLÉDÍS GUNNARSDÓTTIR,
Snægili 9,
Akureyri,
sem lést þriðjudaginn 23. júní, verður jarðsungin
frá Garðskirkju í Kelduhverfi fimmtudaginn 2. júlí
kl. 14.00.
Elvar Pálsson,
Kristveig Árnadóttir,
Ómar Gunnarsson, Hrafnhildur Stella Sigurðardóttir,
Árni Grétar Gunnarsson, Margrét Sigurðardóttir.
✝
Frænka okkar,
ÁSA GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR
læknir,
Fannafold 63,
Reykjavík,
lést á heimili sínu föstudaginn 26. júní.
Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn
2. júlí kl. 14.00.
Rannveig Anna Hallgrímsdóttir
og aðrir aðstandendur.
✝
Hjartans þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
MARÍU RAGNARSDÓTTUR,
Skógargötu 1,
Sauðárkróki.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deilda III og V, á
Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkóki fyrir einstaka
umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Systkinin Aadnegard og fjölskyldur.
✝
Innilegt þakklæti til allra sem sýndu okkur
ómetanlega vináttu og hlýhug við andlát og útför
okkar elskulegu móður, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
FANNEYJAR MAGNÚSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks 4. hæðar Sólvangs
í Hafnarfirði.
Anna Magnea Ólafsdóttir, Þórarinn Sigvaldi Magnússon,
Tryggvi Ólafsson, Theódóra Gunnlaugsdóttir,
Lára Ólafsdóttir, Sveinn Andri Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem veittu okkur stuðning
og hlýhug við fráfall og útför eiginmanns, föður og
tengdaföður okkar,
GUÐMUNDAR Ó. JÓNSSONAR
frá Grund Ólafsvík,
til heimilis að
Bjarkarhrauni 11,
Borgarbyggð.
Jónína Kristjánsdóttir,
Björg Guðmundsdóttir, Sigurður K. Sigþórsson,
Stefán Már Guðmundsson, Kristín Ósk Hjartardóttir.
✝
Innilegar þakkir til allra sem veittu hluttekningu og
sýndu hlýhug við andlát og útför
JÓHANNESAR ARASONAR
frá Múla.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ari Óskar Jóhannesson,
Elías Í. Jóhannesson.
✝
Elskuleg frænka okkar,
SIGRÍÐUR THORLACIUS,
lést mánudaginn 29. júní.
Gylfi Thorlacius,
Sigríður Thorlacius,
Stefanía María Pétursdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
SIGURÐUR BERGMANN RUNÓLFSSON
bakarameistari,
Vallarási 1,
Reykjavík,
lést að morgni sunnudagsins 21. júní.
Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn
3. júlí kl. 13.00.
María Emma Suarez,
Blængur Sigurðsson,
Allan Sigurðsson.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda efni
til Morgunblaðsins – þá birtist val-
kosturinn Minningargreinar ásamt
frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Greinar, sem berast eftir að útför
hefur farið fram, eftir tiltekinn skila-
frests eða ef útförin hefur verið gerð
í kyrrþey, eru birtar á vefnum,
www.mbl.is/minningar. Æviágrip
með þeim greinum verður birt í
blaðinu og vísað í greinar á vefnum.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að
senda lengri grein. Engin lengdar-
mörk eru á greinum sem birtast á
vefnum. Hægt er að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15
línur.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram
upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og
hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar
mega einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og börn.
Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar