Morgunblaðið - 01.07.2009, Side 36
36 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2009
Þá var hálfur salurinn
dofinn af sjóveikis-
pillum og ég sjálfur
með sæmilega velgju
í maganum 37
»
„ÉG þekki a.m.k. ekkert verk sem er lengra,“
segir Anna Guðný Guðmundsdóttir, um einleiks-
verk Olivier Messiaen fyrir píanó, Tuttugu tillit
til Jesúbarnsins, sem er eitthvað það lengsta
sinnar tegundar sem samið hefur verið, í það
minnsta á 20. öldinni. Verkið flutti hún í heild
sinni á fimmtugsafmæli sínu þann 6. september í
fyrra. Flutningur þess tekur um tvær klukku-
stundir og 20 mínútur og nóturnar litlar 177 blað-
síður. Ríkisútvarpið tók upp flutning Önnu á
verkinu í fyrra og hún keypti þá upptöku og hef-
ur nú gefið út á plötu sem hún ætlar að selja sjálf,
a.m.k. til að byrja með. Anna tekur við pöntunum
á agga@simnet.is eða á Fésbókinni.
Anna heldur fyrstu sumartónleika sína á
morgun í Stykkishólmskirkju og heldur þaðan til
Akureyrar og Mývatnssveitar. „Því miður er nú
rammi sumartónleika ekki þannig að maður geti
spilað þetta allt en lengst verður það helmingur
verksins, tíu kaflar af tuttugu,“ segir Anna.
Lengstu tónleikarnir verði í Mývatnssveit og í
Sigurjónssafni. helgisnaer@mbl.is
Tónleikar og plata
Anna Guðný Guðmundsdóttir gefur út flutning
sinn á Tuttugu tillitum til Jesúbarnsins
Jesúbarnið Ljósmynd af skúlptúr eftir Kristínu Gunn-
laugsdóttur prýðir umslag plötu Önnu Guðnýjar.
NÝR 80 metra
skúlptúr er veg-
ur 1,8 tonn og
settur er saman
af 26 málmþrí-
hyrningum hef-
ur verið settur
upp á Tate
Britain safninu í
London. Verkið
er eftir Evu
Rothschild og
heitir Cold Corners. Umsjón-
armenn gallerísins lýsa verkinu
sem „krassi úr geimnum“ en það
verður til sýnis fram í lok nóv-
ember. Stjórnandi safnsins segir
verkið vera eins og eldingu er
gangi í gegnum miðju safnsins en
gestir verða að ganga í kringum
skúlptúrinn er þeir stíga inn í
safnið.
Listamaðurinn, sem er 37 ára
Íri, segist hafa viljað skapa eitt-
hvað sem væri eins og út úr kú
miðað við allt annað sem safnið
hefði upp á að bjóða en hún er
þekkt fyrir frumlega málm-
skúlptúra. Þetta er þó hennar
stærsta verk til þessa, að minnsta
kosti hvað rúmmál varðar.
Speisaður
skúlptúr
Nýr skúlptur í Tate
Britain vekur athygli
Cold Corners
Í Tate Britain.
TÍU umsóknir
bárust mennta-
málaráðuneytinu
um stöðu þjóð-
leikhússtjóra en
ein umsókn var
dregin til baka.
Starfstímabil
þjóðleikhússtjóra
hefst 1. janúar
2010 og verður
því ákveðið hver
hlýtur starfið fyrir þann tíma en
þjóðleikhússtjóri er ráðinn til fimm
ára í senn. Umsagnir þjóðleikhúss-
ráðs um umsækjendur munu liggja
fyrir um miðjan ágúst og metið út frá
þeim hvort kalla eigi umsækjendur í
starfsviðtal eða ekki, skv. upplýs-
ingum frá menntamálaráðuneytinu.
Ráðherra ákveður hver hlýtur starf-
ið.
Umsækjendur um stöðuna eru: Ari
Matthíasson leikari; Hilmar Jónsson
leikstjóri; Hlín Agnarsdóttir, leik-
stjóri og rithöfundur; Kolbrún Hall-
dórsdóttir leikstjóri; Magnús Ragn-
arsson framleiðandi; Páll Baldvin
Baldvinsson, fulltrúi ritstjóra; Sig-
urður Kaiser, framkvæmdastjóri og
leikhúshönnuður; Tinna Gunnlaugs-
dóttir þjóðleikhússtjóri og Þórhildur
Þorleifsdóttir leikstjóri.
Tíu sóttu
um starfið
Tinna
Gunnlaugsdóttir
LJÓSMYNDABÓKIN Kjarni
Íslands kom nýverið út hjá
Sölku útgáfu. Bókin er eftir
Kristján Inga Einarsson ljós-
myndara en Ari Trausti Guð-
mundsson rithöfundur og jarð-
vísindamaður færir hughrif
landslagsins í orð. Bókin er gef-
in út í enskri, franskri og þýskri
útgáfu en íslenska er alls staðar
hliðarmál.
Í tilefni útgáfunnar er boðið
til hádegisgleði í Þvottalaugunum í Laugardal milli
kl. 12 og 13 í dag. Þar verða þjóðlegar veitingar,
skemmtilegt fólk og tónlistaratriði undir berum
himni. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Bókmenntir
Ari Trausti
Guðmundsson
Kjarni Íslands
í Laugardal
LISTVINAFÉLAG Hall-
grímskirkju stendur fyrir
þeirri nýjung í sumar að bjóða
upp á stutta hádegistónleika í
Hallgrímskirkju á miðviku-
dögum kl. 12 í júlí og ágúst.
Kammerkórinn Schola cantor-
um kemur fram í hádeginu í
dag og eru tónleikarnir m.a.
hugsaðir til að bjóða íslenskum
sem erlendum gestum að hlýða
á perlur kórtónlistar eftir ís-
lensk og erlend tónskáld í gæðaflutningi.
Sumartónleikaröðin Alþjóðlegt orgelsumar er
nú haldin í 17. sinn undir merkjum listvinafélags-
ins, sjá listvinafelag.is.
Tónlist
Schola cantorum
í hádeginu
Hallgrímskirkja
í viðgerð.
LINDA Björg Árnadóttir,
fata- og textílhönnuður, opnar
á morgun sýningu í Gallerí
Turpentine. Þar mun hún
kynna nýja línu af heim-
ilistextíl undir vörumerkinu
SCINTILLA. Í línunni, sem
inniheldur meðal annars rúm-
föt, dúka, púða, teppi og hand-
klæði og er lögð áhersla á gæði
og framsækna grafík og leitast
við að halda á lofti ferskleika
og dramatík Vestfjarða. Þennan sama dag verður
opnuð vefsíðan Scintillalimited.com. SCINTILLA
verður markaðssett í Evrópu og Ameríku en var-
an er framleidd í Portúgal.
Hönnun
Gæði og fram-
sækin grafík
Linda Björg
Árnadóttir
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
ÞAÐ verða haldnir allsérstakir tón-
leikar í Skálholti á laugardaginn kl.
15. Þá munu Kammerkórinn Carm-
ina og barokksveitin Nordic Affect
flytja lög úr íslenska nótnahandritinu
Hymnodia sacra sem sr. Guðmundur
Högnason, prestur í Vestmanna-
eyjum, skrifaði árið 1742.
Í handritinu er að finna yfir 100 lög
sem flest hafa lengi legið í þagn-
argildi, að sögn Árna Heimis Ingólfs-
sonar tónlistarfræðings en hann hef-
ur rannsakað handritið og unnið upp
úr því tæplega 30 laga efnisskrá og
sett í upprunalega útsetningu. En
hvaða lög eru þetta?
„Hann tekur hvergi fram í handrit-
inu hvaðan lögin koma. Sum þeirra
hefur mér tekist að rekja til Evrópu
og finna fyrirmyndirnar. Þá getur
maður fundið útsetninguna sem pass-
ar, upprunalegu útsetninguna, og í
þeim tilfellum notum við strengi, lútu
og sembal o.fl. En stundum hefur
ekki tekist að grafa upp neinar upp-
lýsingar um uppruna laganna. Þá er
spurningin hvort þetta eru þjóðlög,
eitthvað sem Guðmundur skrifaði
upp eftir öðrum eða samdi sjálfur, við
vitum það ekki,“ segir Árni Heimir.
Sum lögin hljómi eins og þjóðlög, með
íslenskum, tregafullum blæ, en önnur
hressileg og skemmtileg, e.k. barokk-
dansar. „Svo er einn drykkjutví-
söngur. Við reynum að nota þetta til
að sýna þetta breiða litróf sem er í
tónlistinni á þessum tíma,“ segir Árni
Heimir og á þar við 18. öldina.
Guðmundur hafi klárað handritið
skömmu áður en hann tók við brauð-
inu í Vestmannaeyjum og e.t.v. tekið
það með sér til öryggis ef ske kynni
að Eyjamenn ættu fá nótnahandrit.
Kúltíveraður Mið-Evrópublær
– Var þessi prestur mikill tónlist-
armaður?
„Hann var alhliða menning-
armaður, hann var skáld, þýddi úr
þýsku, orti á latínu og virðist hafa
verið mikill kúltúrmaður. Maður sér
það líka bara á nótnaskriftinni, Ís-
lendingar voru misgóðir í að skrifa
upp nótur og stundum virðist hafa
skolast ansi mikið til í þeim stórræð-
um öllum. En þarna sér maður, bara í
rytma og tónhæð og öllu, að hann veit
alveg hvað hann er að gera.“
Hymnodia sacra er latína og þýðir
heilagur sálmasöngur en þrátt fyrir
latneskt heitið eru lögin með íslensk-
um texta. „Þetta var líklega til að gefa
því einhvern lærðan, kúltíveraðan
Mið-Evrópublæ,“ segir Árni Heimir
um titilinn og hlær. Tæpur helmingur
laganna á efnisskránni eru hugs-
anlega íslensk þjóðlög, að sögn Árna
Heimis, ýmist flutt einradda eða með
einföldum lútuundirleik.
Í kjölfar tónleikanna mun Kamm-
erkórinn Carmina hljóðrita efnis-
skrána til útgáfu. Árni Heimir heldur
erindi um handritið og tónlistina í
Skálholtsskóla kl. 14 á laugardaginn,
klukkustund fyrir tónleikana. Að-
gangur er ókeypis.
Alhliða menningarmaður
Kammerkórinn Carmina og Nordic Affect flytja lög úr nótnahandritinu Hym-
nodia sacra Menningarmaðurinn sr. Guðmundur Högnason skrifaði það 1742
Kammerkórinn Carmina Skipaður gæðasöngvurum með mikla reynslu af alls konar kórsöng.
Kammerkórinn Carmina
var stofnaður 2004 með
það að markmiði að
flytja kórtónlist end-
urreisnarinnar á Íslandi. Í
janúar 2006 söng kórinn
með breska kammerkórnum The
Tallis Scholars undir stjórn Pet-
ers Phillips á tónleikum í Lang-
holtskirkju og árið 2007 söng
hann í fyrsta sinn á Ís-
landi sex radda sálu-
messu Tomásar Luis de
Victoria. Sama ár kom út
hljómdiskurinn Melódía
með lögum úr sam-
nefndu söngvasafni frá 17. öld og
hlaut hann Íslensku tónlistar-
verðlaunin í flokki sígildrar tón-
listar.
Kórtónlist endurreisnar flutt á Íslandi
Anna Guðný leikur valda kafla úr
Tuttugu tillitum til Jesúbarnsins eft-
ir Messiaen á fimm tónleikum í júlí
og ágúst.
Fimmtudagur 2. júlí.
Stykkishólmskirkja kl. 20.
Föstudagur 3. júlí.
Ketilhúsið Akureyri, kl. 12.
Laugardagur 4. júlí.
Reynihlíðarkirkja
Mývatnssveit, kl. 21.
Þriðjudagur 14. júlí.
Sigurjónssafn, kl. 20.30.
Sunnudagur 2. ágúst.
Gljúfrasteinn, kl. 16.
Valin tillit á
fimm stöðum