Morgunblaðið - 12.07.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.07.2009, Blaðsíða 15
læra þennan vetur. Ég leitaði þó lengi fyrir mér um vinnu, sendi ferilskrána út um allt á Spáni og Íslandi, en fékk engin svör. Framtíðin var því svolítið óljós þegar ég lyki námi. Raunar vann ég lítillega við ráðgjöf í samningalögum hjá orku- fyrirtækinu Enex ehf. meðfram náminu,“ upp- lýsir Xavier. Í fyrstu kveðst hann stundum hafa verið svo- lítið ráðalaus og óöruggur um hvernig ætti að bera sig að við eitt og annað. Hann fær þessa til- finningu lítillega ennþá, en er þó á því að skrif- ræðið, samskipti við fyrirtæki og stofnanir sem og lagalegt umhverfi á Íslandi sé mun einfaldara en á Spáni. „Þar þarf maður að eyða mikilli orku og tíma í að fylla út eyðublöð. Með kennitöluna hér er hægt að gera næstum allt. Á móti kemur að ég þekki ríkjandi reglur og hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á Spáni og hvar þá er að finna. Auk þess er ég meira ég sjálfur þegar ég get talað móð- urmál mitt, því ég get ekki tjáð mig á Íslandi á sama hátt og ég geri á katalónsku og spænsku.“ Íslenskir vinir Þegar Xavier er spurður hvernig honum hafi komið Íslendingar fyrir sjónir svarar hann að þeir séu vinalegir og miklu rólegri en Spánverj- ar, sem séu yfirleitt líflegir – og kyssist miklu meira en Íslendingar! „Þeir spurðu yfirleitt kurteislega hvaðan ég væri og hvað ég væri að gera hér og létu þar við sitja. Mér fannst Íslendingar kaldir og fjarlægir og erfitt að lesa í þá, margir í skólanum virkuðu á mig eins og litlir framkvæmdastjórar, örlítið hrokafullir. Kannski voru þeir eitthvað að sýnast fyrir útlendingnum. Árið 2006 var líka svolítið spes, núna finnst mér framkoma fólks og viðmót gjörbreytt. Ís- lendingar reynast gott fólk þegar þeir leyfa manni að kynnast sér. Þegar maður hefur eign- ast íslenskan vin, hefur maður eignast vin fyrir lífstíð – og þess vegna er kannski svona erfitt að eignast íslenskan vin! Ég elska setninguna „þetta reddast“ því hún skýrir svo margt í fari Íslendinga . . . það er alltaf von. Mér finnst skrýtið að hérna virðast vinir hjóna annað hvort vera vinir konunnar eða karlsins. Vinir beggja hittast ekki nema við sérstök tækifæri og blandast þá ekki þannig að vina- tengsl myndist. Þessu er þveröfugt farið á Spáni, vinir konunnar verða jafn miklir vinir mannsins og hennar. Og öfugt. Hérna myndi ég til dæmis ekki hringja til að spjalla við mann vinkonu Svanlaugar, þótt ég hefði oft hitt hann, og Svanlaug myndi ábyggilega ekki hringja í vin minn.“ Landinn hefur trúlega ekki pælt sérstaklega í þessum formlegheitum með vinahópana. Og Xavier vitaskuld ekki heldur fyrr en hann hóf sjálfur sambúð nokkru eftir að hann útskrif- aðist úr Háskólanum vorið 2006. Fljótlega eftir komuna hingað hafði hann sett sig í samband við Svanlaugu og smám saman breyttist vina- sambandið í ástarsamband, sem breytti áform- um Xavier um að drífa sig heim til Spánar að loknu námi. En þá varð úr svolitlu vöndu að ráða. Umhverfisstofnun mismunar Einu virtist gilda þótt hér væri allt í blúss- andi uppsveiflu, spænski umhverfislögfæðing- urinn átti erfitt með að fá vinnu og umsóknum hans var varla svarað. Að lokum fékk hann starf í leikskóla, en gafst upp vegna tungu- málaerfiðleika, fékk vinnu sem húsamálari og starfaði sem slíkur lungann úr árinu 2006 fram á árið 2007. Þá réði hann sig sem bílstjóra hjá kjötverslun og var um tíma uppvaskari á veit- ingahúsi og þjónn á hóteli. Hann var orðinn svolítið vondaufur um atvinnumöguleika á sínu sviði. Ljósið í myrkrinu var þó að áhugaleik- arinn Xavier fékk aukahlutverk í tveimur sjón- varpsþáttum, Stelpunum og Næturvaktinni. Þótt ekkert væri fast í hendi, fór honum þó smám saman að leggjast eitt og annað til þar sem sérmenntun hans og spænskan gagnaðist, t.d. við ýmis konar ráðgjöf hjá íslenskum jafnt sem spænskum fyrirtækjum. Atvinnuauglýsing frá Umhverfisstofnun vorið 2008 vakti hjá honum bjartar vonir, enda vantaði lögfræðing þar á bæ. Hann sótti um ásamt fjórum öðrum, en var ekki einu sinni boðaður í viðtal. „Ég kynnti mér málið og komst að raun um að aðeins tveir höfðu verið kallaðir í viðtal og sá sem var ráðinn hafði ekki lokið mastersnámi eins og ég. Án þess að kanna þekkingu mína voru viðbárurnar þær að hann væri með betri þekkingu á stjórnsýslu og lögfræði á Íslandi en ég,“ segir Xavier, ennþá hneykslaður á að opinber stofnun skyldi gera sig seka um slíka mismunun. Hann kvartaði við Umboðsmann Alþingis, sem fékk umbeðin gögn hjá Umhverfisstofnun til athugunnar. „Ég hætti við málsókn, kærði mig ekki um þrætur fyrir dómstólum, það eina sem mér gekk til var að þeir á Umhverf- isstofnun vissu að svona gerir maður ekki.“ Annríki og andríki í Nýbúaútvarpi Á haustdögum 2008 þegar kreppan skall á var Xavier orðinn þokkalega settur hvað vinnu áhrærði. Fyrirtæki óskuðu æ meira eftir ráð- gjöf hans og lögfræðitúlkun, því samningar milli Íslendinga og Spánverja voru – og eru – margir hverjir í uppnámi eins og flest annað. Vinnan útheimtir oft ferðir til Barcelona, sem honum er síst á móti skapi. „Síðasta sumar var ég ráðinn verkefnastjóri hjá Nýbúaútvarpinu [FM 97,2], sem Alþjóða- húsið stofnaði ásamt Hafnarfjarðarbæ og Flensborgarskóla 2006. Ég er tæknimaður, les fréttir á ensku fimm mínútur fimm daga vik- unnar, á spænsku og katalónsku á mánudög- um og föstudögum, er með tvo menning- artengda þætti á viku og sendi katalónska ríkisútvarpinu reglulega pistla héðan í beinni útsendingu,“ segir Xavier og upplýsir jafn- framt að hann sé í félagi við þrjá Frakka að hanna og betrumbæta vefinn nybuautvarp.is Til þess að efla tengslin við landa sína á Ís- landi stofnaði hann Katalónska húsið, þar sem hann er formaður og oftast gestgjafi tuttugu og eins félaga, sem hittast, kætast, spjalla og borða saman. Xavier virðist ekki maður sem bíður eftir að tækifærin komi uppí hendurnar á honum. Hann er eins og kamelljónið, sem aðlagast um- hverfi sínu hverju sinni. Þar sem hann vildi vera fær í sem flestan sjó aflaði hann sér kennsluréttinda í Kennaraháskóla Íslands í vetur samhliða því að kenna fjölmiðlatækni í Flensborgarskóla. Og er núna að taka meira- próf, takk fyrir. „Ég get þá keyrt rútu og verið leiðsögumaður,“ segir hann eins og hver annar Íslendingur, sem er þess fullviss að þetta redd- ist allt saman. Með Xavier við stýrið fengju rútufarþegar leiðsögn á íslensku, ensku, spænsku eða kata- lónsku og gætu jafnframt átt samræður við leiðsögumanninn á frönsku, ítölsku eða portú- gölsku. Heima hjá sér tala þau Svanlaug saman á spænsku, Xavier katalónsku og Svanlaug ís- lensku við Dimas Þór, sem lítið er farinn að tala. „Hann skilur samt flest,“ segir pabbinn stoltur. En kannski ekki „jæja“. . . ? óníu Morgunblaðið/Eggert ‘‘ ÞEGAR MAÐUR HEFUR EIGNAST ÍS- LENSKAN VIN, HEFUR MAÐUR EIGNAST VIN FYRIR LÍFSTÍÐ - OG ÞESS VEGNA ER KANNSKI SVONA ERFITT AÐ EIGNAST ÍSLENSKAN VIN! 15 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 2009 Þar býr næstum öll fjölskylda mín og vinir. Hundurinn líka, ef hann væri á lífi. Meðal þeirra og á mannamót- um líður mér eins og heima hjá mér. Þótt ég sé langt í burtu finnst mér ég vera hluti af Gràcia, gamla hverfinu mínu. Ég er líka meira ég sjálfur þegar ég get talað móðurmál mitt, því ég get ekki tjáð mig á Íslandi á sama hátt. Menningar- lífið. Ég fór mikið í leik- hús, á tón- leika og alls konar sýningar. Það er mikil gróska í menningunni og fullt af fræg- um söfnum og galleríum, sem vert er að heimsækja. Veðrið og birtan. Mér finnst ekk- ert sérstaklega gaman á strönd- inni, en öfugt við á Íslandi er hægt að gera svo margt skemmtilegt utandyra í Barcelona. Þaðan er líka hægt að skreppa til Girona og fleiri skemmtilegra staða – í góðu veðri. Matar- og kaffimenningin. Kata- lónsk matargerðarlist er einstök. Mér finnst gaman að skreppa á bar og fá mér drykk, snarl eða bara kaffibolla. Það er partur af spænskri menningu að fólk á venjulegum launum geti leyft sér að sitja úti á veit- ingastöðum næstum allan daginn án þess að fara á hausinn. Barcelona er mjög stór, næst- um 3 milljónir íbúa. Stundum sundlar mig í mannmergðinni á götunum og reyni að forða mér. Ég vil hafa rúmt um mig svo mér líði ekki eins og maur. Meng- unin og hávaðinn, sér- staklega frá mót- orhjólunum, eru líka yfirþyrmandi. Á Spáni er mikil stéttaskipting. Sumir eru mjög ríkir, aðrir mjög fátækir en flestir telj- ast til millistéttarinnar. Mun- urinn milli ríkra og fátækra að viðbættum efnahags- vandanum er undirrót mik- illar afbrotatíðni. Þótt ég sé öruggur í Barcelona, er ég alltaf á varðbergi úti á götu og í ákveðnum hverfum borgarinnar. Samkeppni. Um leið og börn byrja í skóla hefst mikil sam- kepppni þeirra á milli. Vegna fólksfjöldans þarf maður að vera verulega snjall eða eiga mjög góða að og hafa góð sambönd til að ná ár- angri. Þessi samkeppni getur gert fólk brjálað. Stundum geta Spánverjar ekki notið lífsins af því þeir hafa svo miklar áhyggjur af að fá ekki nógu góða stöðu. Þetta getur haft áhrif á sjálfsmynd þeirra og sambönd. Nokkurs konar þröngsýni. T.d. hafa margir engan áhuga á að læra af öðrum menningar- heimum. Ég held að þetta sé ein ástæða þess að margir kunna lítið annað en spænsku. Spánn | Barcelona Öryggistilfinn- ing. Ég hef á til- finningunni að ég geti gengið um borgina með milljón í vasanum án þess að eiga á hættu að vera rændur. Þann- ig er því ábyggilega farið um flesta og þess vegna hlaupa börnin frjálslega um göt- urnar og mæður skilja börn sín eftir úti í barnavögnum. Sköpunarkraft- urinn í Íslend- ingum. Eins og alls staðar eru margir sem þykj- ast vera listamenn, en þó eru hér óvenjumargir áhugaverð- ir listamenn. Tónlistarlífið er gott dæmi, ís- lenskar hljómsveitir og einleikarar eru frábær- ir. Hingað kemur fólk hvaðanæva. Ég hef fengið tækifæri til að hitta ólíkt fólk frá öllum heimshornum, t.d. í tengslum við Nýbúaútvarpið. Ég hef tekið viðtöl við frægar leik- konur og hitt áhugavert fólk í íslensku menn- ingarlífi. Fyrir útlending er erfitt að fá ein- hverju áorkað. Tungumálið er fyrsta hindrunin. Fólk er tengt sterkum vina-, fjölskyldu- og fjár- málaböndum. Tengt fólk hjálpar hvað öðru og hefur tilhneigingu til að hjálpa ekki þeim, sem það þekkir ekki. Vegna smæðar samfélagsins ríkir nokkurs konar „Cosa Nostra“ hegðun, þ.e. maður fær ekki inngöngu nema vera boðið. Engin drykkjumenning, a.m.k. mjög lítil. Íslendingar drekka til þess að verða fljótt fullir. Þess vegna virðast þeir vera með tvö andlit, drukknir eru þeir opnir, vinalegir og lofa hverju sem er, ódrukknir ekki eins opnir og muna varla hvað þeir sögðu við mann. Á Spáni drekkum við líka mikið, en verðum ekki alltaf drukkin þegar við förum í boð; drekkum frekar hægt og njótum vínsins. Fáir menningarviðburðir og af- þreying á viðráðanlegu verði. Sumar göturnar í Reykjavík eru meira hannaðar fyrir bílaumferð en gangandi fólk. Mesti ókosturinn er að ekki er boðið upp á beint flug á viðráð- anlegu verði til Barcelona allan ársins hring. Ísland | Reykjavík + + + ÷ ÷ ÷ ÷ + + ÷ + + ÷ ÷ ÷ ‘‘ÞEGAR MAÐUR HEFUR EIGNAST ÍSLENSKAN VIN,HEFUR MAÐUR EIGNAST VIN FYRIR LÍFSTÍÐ - OGÞESS VEGNA ER KANNSKI SVONA ERFITT AÐ EIGN-AST ÍSLENSKAN VIN!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.