Morgunblaðið - 12.07.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.07.2009, Blaðsíða 30
30 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 2009 Sudoku Frumstig 8 5 1 9 3 5 4 3 4 2 1 8 6 2 6 3 9 5 1 2 9 5 9 6 9 2 1 5 4 9 1 5 3 3 9 4 1 2 6 7 4 3 5 8 6 9 8 7 9 4 7 8 3 2 7 1 9 8 5 3 5 9 1 7 1 2 1 2 5 7 8 2 8 5 1 8 4 9 2 3 6 7 7 6 4 3 1 5 2 8 9 9 3 2 6 8 7 4 5 1 3 9 1 2 7 8 6 4 5 2 4 5 1 6 3 7 9 8 8 7 6 9 5 4 1 3 2 1 2 9 5 4 6 8 7 3 6 5 7 8 3 1 9 2 4 4 8 3 7 2 9 5 1 6 2 8 3 7 4 1 6 9 5 1 9 7 2 6 5 4 3 8 6 5 4 9 8 3 1 2 7 8 2 5 3 1 6 9 7 4 4 7 9 8 5 2 3 6 1 3 1 6 4 7 9 8 5 2 7 3 1 6 2 4 5 8 9 9 4 2 5 3 8 7 1 6 5 6 8 1 9 7 2 4 3 4 8 6 7 3 9 5 1 2 9 2 7 1 5 8 4 6 3 3 1 5 6 4 2 9 8 7 5 6 4 8 7 3 2 9 1 2 3 8 9 1 4 6 7 5 7 9 1 5 2 6 3 4 8 1 4 3 2 6 7 8 5 9 8 7 2 4 9 5 1 3 6 6 5 9 3 8 1 7 2 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er sunnudagur 12. júlí, 193. dag- ur ársins 2009 Orð dagsins: „Ef þér hafið þekkt mig, munuð þér og þekkja föður minn. Héðan af þekkið þér hann og hafið séð hann.“ (Jóh. 14, 7.) Víkverji var í matarboði í vikunni.Efnahagshrunið og Icesave- reikningarnir komu til tals í boðinu. Meðal gesta í boðinu var Breti sem lék forvitni á að vita hvers vegna svo hrapallega hefði tekist til í efnahags- málum á Íslandi. Einn gestanna tók að sér að út- skýra það sem hefði gerst og sagði: „Sko, fyrir nokkrum árum ákvað rík- isstjórnin að selja bankana. Nokkrir efnilegir menn fengu að kaupa þá. Þeir borguðu eitthvað út en fengu lánað fyrir restinni. Eigendur Landsbankans fóru t.d. í Bún- aðarbankann og hittu þar fyrir ágætan ungan mann sem lánaði þeim nokkra milljarða. Þeir voru svo ánægðir með viðskiptin að þeir réðu unga manninn sem bankastjóra. Síð- an tóku bankastjórarnir til við að efla bankana og beittu þar bæði dirfsku og kænsku. Ekki gekk allt upp og þegar erlendir bankar voru farnir að fá efasemdir um ágæti ís- lensku bankanna fengu stjórnendur Landsbankans þá hugmynd að afla lánsfjár erlendis með því að opna útibú í Bretlandi. Þeir buðu mjög góð kjör og peningarnir streymdu inn í bankann. Þetta varð til þess að þeir opnuðu fleiri útibú. Allt endaði þetta þó í einu allsherjarhruni. Ríkið eignaðist þá bankana að nýju og hafa stjórnendur þess ákveðið að taka að sér að borga skuldir sem orðið hafa til meðan þeir voru í eigu einkaaðila. Þetta eru talsvert háar upphæðir. Þá má bæta því við að kaupendur Landsbankans voru ekki búnir að borga bankann og óska nú eftir því að fá að borga skuldina með 50% af- slætti.“ x x x Bretinn hlustaði undrandi á þessasögu og sagði að mönnum hefðu sannarlega verið mislagðar hendur á undanförnum árum. Hann bætti við að það væri hins vegar nauðsynlegt að Íslendingar borguðu skuldirnar vegna Icesave-skuldbindinganna. Margir Bretar ættu um sárt að binda vegna fjármuna sem þeir ótt- uðust að tapa eftir að hafa lagt pen- ingana inn á Icesave-reikningana. Í þessum hópi væri bæði gamalt fólk og líknarfélög. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 flatfiskar, 8 girnd, 9 náðhús, 10 mán- uður, 11 ok, 13 endast til, 15 dreggjar, 18 trufl- un, 21 sníkjudýr, 22 skjögra, 23 heldur, 24 gífurlegt. Lóðrétt | 2 mauk, 3 fetti, 4 fárviðri, 5 bágborinn, 6 rekald, 7 ósoðna, 12 starfssvið, 14 bókstafur, 15 næðing, 16 sælu, 17 týna, 18 óhamingju- samur, 19 heiðarleg, 20 rolluskjáta. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 galti, 4 þrótt, 7 matur, 8 ormur, 9 alt, 11 norn, 13 gróa, 14 aldna, 15 skúm, 17 trog, 20 far, 22 efldi, 23 angan, 24 tímum, 25 trana. Lóðrétt: 1 gaman, 2 lítur, 3 iðra, 4 þrot, 5 ólmar, 6 tyrfa, 10 lydda, 12 nam, 13 gat, 15 skert, 16 útlim, 18 regla, 19 ginna, 20 fimm, 21 raft. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. Bg5 Bg7 4. Rbd2 d6 5. e4 O-O 6. c3 b6 7. Bd3 Bb7 8. O-O Rbd7 9. He1 e5 10. dxe5 dxe5 11. Dc2 De7 12. Bf1 Hfe8 13. a4 a5 14. Rc4 h6 15. Bh4 De6 16. Rfd2 Dg4 17. Bg3 De6 18. f3 Bf8 19. Re3 c6 20. Rdc4 Kg7 21. Hed1 Ba6 22. b3 Kg8 23. Hd2 Kg7 24. Had1 Bxc4 25. Rxc4 Bc5+ 26. Kh1 Ha7 27. Rd6 Hf8 28. Bc4 De7 29. Bh4 Be3 30. Hd3 Bg5 31. Bxg5 hxg5 32. Dd2 Rh5 Staðan kom upp á helgarskákmóti Tímaritsins Skákar á Ísafirði/Bolung- arvík árið 1980. Margeir Pétursson hafði hvítt gegn Jóhannes Gísla Jóns- syni. 33. Rxf7! Rc5 34. Rd8 Rxd3 35. Re6+ Kh8 36. Rxf8 Dxf8 37. Dxd3 Dc5 38. Dd8+ Kg7 39. Dxg5 og hvítur vann skömmu síðar. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Pólsk tækni Norður ♠Á962 ♥K953 ♦G ♣G1064 Vestur Austur ♠10 ♠DG87 ♥10864 ♥D72 ♦7532 ♦ÁK1084 ♣D982 ♣3 Suður ♠K543 ♥ÁG ♦D96 ♣ÁK75 Suður spilar 4♠. Víða í bridstímaritum er að finna fögur spil með Pólverjanum Andrzej Wilkosz (f. 1932) við stýrið. Hér varð Wilkosz sagnhafi í 4♠ eftir opnun aust- urs á tígli. Út kom tígull upp á kóng og lauf í öðrum slag. Wilkosz stakk upp ás, trompaði tíg- ul, svínaði ♥G, tók ♥Á, stakk tígul og henti laufi í ♥K. Spilaði síðan laufi. Austur slær vindhögg með því að trompa og hann henti því tígli. Wilkosz drap á ♣K, tók ♠K og ♠Á, spilaði loks hjarta úr borði og tryggði sér tíunda slaginn á tromp með framhjáhlaupi. Wilkosz var í sigurliði Pólverja á opna heimsmeistaramótinu 1978, en síðan hefur lítið til hans spurst á al- þjóðavettvangi. Hann er höfundur samnefndrar sagnvenju, þar sem opn- un á 2♦ sýnir veik spil með 5-5 skipt- ingu í hálit og láglit. Stjörnuspá (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Ykkur hefur tekist að sannfæra starfsfélagana um ágæti verka ykkar. Eitthvað dularfullt spilar inn í. (20. apríl - 20. maí)  Naut Hvað starfsvettvang varðar er þetta einstakur dagur. Hver veit nema einhver þeirra eigi eftir að opna þér dyr. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Áform um að nýta takmarkað magn peninga til að betrumbæta fast- eignir eða heimilið eru skynsamleg. Reyndu að taka hlutunum með ró. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú munt verða mjög upptekinn við að gera eitthvað sem þú hefur aldrei gert áður. Hugsaðu um jarðveginn og reyttu arfa svo blómin sjáist vel frá glugganum þinum. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Bilun í tölvunni eða annars konar tæknivandamál geta sett strik í reikn- inginn hjá þér í dag. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Misstu ekki kjarkinn þótt ein- hver afturkippur komi í það mál sem þú vinnur að þessa dagana. Hversdagslegt spjall að þínu mati getur verið alltof op- inskátt að mati einhvers annars. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er alltaf gaman að leika sér og umfram allt þarftu að gefa þér tíma til þess að sinna barninu í sjálfum þér. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú hefðir gott af því að breyta um umhverfi, en að umgangast nýtt fólk væri enn betra. Málið er að vera duglegur og jákvæður, og þá kemstu þangað sem þig dreymir um. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Nú skiptir öllu máli að finna réttu aðferðina til að ná viðunandi ár- angri. Hluti af því að vera seigur er að viðurkenna þegar kemur að því að þiggja þarf hjálp. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Í dag er heppilegt að ræða við aðra um frumspekileg málefni, trúmál og heimspeki. Bíddu ekki eftir öðrum heldur taktu strax til þinna ráða. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú ert þroskaður og tekur sjálfstæða afstöðu til þess sem gerist í kringum þig. Gættu þess þó að staðna ekki. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Fiskurinn kann að skipuleggja hugmyndafund, allir leggja sitt af mörkum og enginn fær að gagnrýna hugmyndirnar sem koma upp. Vertu góður við þig. 12. júlí 1951 Óskar Halldórsson útgerðar- maður og börn hans afhentu íslenska ríkinu vaxmyndasafn með myndum af átján Íslend- ingum og fimmtán þekktum erlendum mönnum. Meðal annars voru vaxmyndir af Halldóri Laxness, Ólafi Thors, Sveini Björnssyni, Churchill og Hitler. 12. júlí 1975 Sumartónleikar í Skálholts- kirkju voru haldnir í fyrsta sinn. Þetta mun vera elsta og jafnframt stærsta sumar- tónlistarhátíð landsins. 12. júlí 1997 Safn Ríkarðs Jónssonar mynd- höggvara var opnað í Löngu- búð á Djúpavogi, en hann ólst upp í Hamarsfirði. Safnið var áður í Reykjavík. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Guðrún Hlín Bragadóttir hjúkrunarfræð- ingur, Geirlandi, Kópavogi, verð- ur þrítug í dag, 12. júlí. Hún verður stödd í sumarhúsi í faðmi fjölskyld- unnar af því tilefni. 30 ára Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is „ÉG ætla að fara tvær ferðir út á sjó að skoða hvali, en sleppi þriðju ferðinni,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir, sem fyllir aldarfjórðunginn í dag. Hún fer að jafnaði í þrjár hvalaskoðunarferðir á dag og hefur gert síðustu sumur, enda skipverji á Eldingu. Hún segist þó aldrei fá nóg af hvölunum. Gestirnir á bátnum eru þverskurður af samfélag- inu, sumir tilfinningasamari en aðrir. Sá eft- irminnilegasti er að hennar sögn þýskur ellilífeyr- isþegi sem stóð uppi á dekki og hágrét. Þegar Ásdís spurði hvort ekki væri allt í lagi sagði mað- urinn með kökk í hálsi og tár á hvarmi: „Það hefur verið draumur lífs míns að sjá hvali. Nú sé ég þá.“ Í kvöld ætlar Ásdís Eir út að borða á Fiskmarkaðinn í Austurstræti með kærastanum sínum, en um næstu helgi slær hún upp heljarinnar grillveislu í Heiðmörk, ásamt vinkonu sinni, samkvæmt hefð. Ásdís á sér einnig æskuminningu um eftirminnilegt afmæli í Dan- mörku. Þá var hefðin að fara í tívolí með foreldrunum og var engin undantekning gerð á því árið 1993. Þó svo móðir Ásdísar myndi eign- ast son tveimur dögum síðar fóru þær saman í rennibrautir og rússí- bana og skemmtu sér konunglega. onundur@mbl.is Ásdís Eir Símonardóttir er 25 ára í dag Sjóferðir og sjávarréttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.