Morgunblaðið - 12.07.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.07.2009, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 2009 Morgunblaðið/Ómar Í ólgusjó Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon þurfa að vera samstíga þrátt fyrir ágreining um lykilmál eins og Evrópusambandið. L ýðræðið getur verið ófyr- irsjáanlegt og subbulegt og leiðir ekki alltaf til fyrirfram gefinnar niðurstöðu. Þetta veldur sumum meiri óþæg- indum en öðrum. Deilt hefur verið um það hvort haldin skuli tvöföld at- kvæðagreiðsla um Evrópu- sambandið, annars vegar um það hvort sótt skuli um aðild og hins vegar um aðild þegar samningar liggja fyrir. Ljóst er að þjóðaratkvæði yrði greitt um inngöngu í Evrópusambandið og auðveldlega má færa rök að því að óþarfi sé að greiða at- kvæði tvisvar um málið. Málið snúist um aðild- ina, en ekki umsóknina og það hljóti að vera hagur meira að segja andstæðinga aðildar að sjá með hvaða skilmálum Ísland fái inngöngu í ESB. En ef sú tilfinning grefur um sig að við- höfð séu ólýðræðisleg vinnubrögð getur ein- faldlega verið nauðsynlegt að bregðast við henni. Oft þarf ekki bara að hugsa um það sem er, heldur það sem virðist. Lýðræðið hefur beðið hnekki Nú eru hins vegar ekki venjulegir tímar. Efnahagskerfi landsins er í lamasessi eftir hrun bankanna og áfallið teygir sig inn í stjórnmálin. Stjórnendur bankanna bera ábyrgð á því hvernig fór, en pólitískir valdhaf- ar bera ábyrgð á að hafa skapað það umhverfi, sem athafnamennirnir gerðu að leikvelli sín- um. Þeir flokkar sem voru við völd þegar einkavæðingin fór fram og í aðdraganda hrunsins bera því sína ábyrgð. Ein ríkisstjórn hefur þegar fallið út af hruninu. Í vor voru haldnar kosningar, en þær fóru fram undir af- ar óvenjulegum kringumstæðum og er ákaf- lega varasamt að túlka þær sem svo að allt sé orðið eins og áður var í íslenskum stjórn- málum. Víst má telja að sjaldan hafi jafn- margir kjósendur greitt atkvæði með hik í hjarta. Flokkarnir fengu fylgi sitt þrátt fyrir reiði kjósenda og að Vinstri grænum og Borg- arahreyfingunni undanskildum eiga þeir eftir að endurvinna traust kjósenda. Þegar svona stendur á í stjórnmálum vekur furðu að það skuli vera slíkt úrslitaatriði hjá Samfylkingunni að ekki fari fram tvöföld at- kvæðagreiðsla. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hélt því fram fyrir kosningar að hún væri and- víg þjóðaratkvæði um hvort sótt skuli um vegna þess að andstæðingar Evrópusam- bandsins myndu snúa því upp í atkvæða- greiðslu um umsókn. Það er örugglega rétt að þeir munu halda því fram að engin ástæða sé til að fara í aðildarviðræður vegna þess að þær geti aldrei skilað viðunandi niðurstöðu. Kjós- endur virðast hins vegar gera sér fullkomna grein fyrir muninum á aðildarumsókn og inn- göngu. Það sýna skoðanakannanir. Þær sýna einnig að margir efasemdarmenn eru þeirrar hyggju að sækja eigi um aðild og sjá hvað býðst. Mun meiri stuðningur er við að sækja um, en við aðild að ESB. Umræðan um það hvaða leið eigi að fara til að skapa sátt um ESB-málin virðist hins vegar hafa leitt til þess að nú sé meirihluti kjósenda þeirrar hyggju að fara skuli fram tvöföld at- kvæðagreiðsla. Í skoðanakönnun, sem Gallup gerði fyrir samtökin Heimssýn dagana í kring- um mánaðamót maí og júní, sögðu 76,3% þeirra, sem spurðir voru, að þeir teldu að það skipti mjög miklu eða frekar miklu máli að fara í þjóðaratkvæði um hvort Ísland ætti að sækja um aðild. 5,8% svöruðu hvorki né en 17,8% töldu það skipta frekar litlu eða mjög litlu máli. Spurningin var svohljóðandi og má velta fyrir sér hvort ekki hefði mátt vanda bet- ur orðalag hennar: Hversu miklu eða litlu máli finnst þér skipta að fram fari þjóðaratkvæða- greiðsla um hvort Ísland eigi að sækja um að- ild að Evrópusambandinu? Á móti má spyrja hvers vegna það sé svona mikilvægt að keyra málið áfram. Ljóst er að atkvæðagreiðsla mun valda töfum á umsókn- inni í ESB um minnst hálft ár og jafnvel heilt. En því fylgir líka kostnaður að fara ekki í tvöfalda atkvæðagreiðslu og sú leið myndi greiða fyrir sátt um málið á þingi þegar þörf er á samstöðu þvert á flokkslínur. Lýðræði á Íslandi hefur beðið hnekki. Kjörnir leiðtogar brugðust í hruninu. Þeir vissu hvað klukkan sló, en gripu ekki til aðgerða. Fulltrúalýðræðið hefur veikst. Myndast hefur lýðræðishalli og það þolir heldur ekki bið að útrýma honum. Ein leiðin til að rétta hann af er að leita beint til kjósenda í mikilvægum málum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lagði áherslu á það í umræðum um þingsályktunartillöguna á Alþingi að aðildarumsókn myndi greiða fyrir skjótri endurreisn íslensks efnahagslífs og fela í sér skýr og traustvekjandi skilaboð til um- heimsins. En það þarf einnig að senda skýr og traustvekjandi skilaboð inn í íslenskt sam- félag. Það getur líka valdið tjóni að virða ekki lýðræðið. Beint lýðræði er rökrétt skref í átt að auknu lýðræði. Fulltrúalýðræði er einfaldlega leið til þess að færa valdið til fólksins. Almenningur kýs sér fulltrúa til að gæta hagsmuna sinna og þá þarf ekki að spyrja hvern kjósanda í hvert sinn, sem taka þarf ákvörðun. Tækni hefur hins vegar fleygt fram á undanförnum árum og því er mun einfaldara að setja ákvarðanir í vald kjósenda en áður var. Ef það yrði gert í hverju smámálinu á fætur öðru myndi fljótt þyrma yfir kjósendur, en í mikilvægum málum á að beita tæki þjóðaratkvæðisins. Það myndi einnig auðvelda að skapa sátt í erfiðum málum þegar niðurstaða er fengin. Fórnarkostnaður andstöðu Skilyrðislaus andstaða Samfylkingarinnar við tvöfalda atkvæðagreiðslu um ESB getur orðið vatn á myllu andstæðinga sambandsins og haft áhrif á þjóðaratkvæði um aðild þegar og ef þar að kemur. Halda mætti að Samfylkingin skynjaði hversu mikilvægt það er að ala ekki á tortryggni hjá almenningi og áttaði sig á hversu varasamt það gæti orðið að virða ekki háværar kröfur um lýðræði. En er ástæða til að óttast það að kjósendur láti plata sig til að greiða atkvæði um eitthvað allt annað en kosið er um? Það hljómar alltaf undarlega þegar stjórnmálamenn treysta ekki kjósendum – mótsögnin er sú að þeir treystu þeim til að kjósa sig. Nú virðist sem stjórnin geti náð saman meirihluta á þingi um þingsályktunartillöguna um að sækja um aðild að ESB með öllum at- kvæðum Samfylkingar og Borgarahreyfingar og mismiklum stuðningi úr hinum flokkunum. Sú niðurstaða er hins vegar ekki án fórn- arkostnaðar. Ósveigjanleiki Samfylking- arinnar sýnir einnig tillitsleysi eða skilnings- leysi gagnvart Vinstri grænum, samstarfsflokknum í stjórninni. Eins og fram kom í fréttaskýringu Önundar Páls Ragn- arssonar blaðamanns í Morgunblaðinu á föstu- dag er mikil spenna í samskiptum stjórn- arflokkanna vegna Icesave og Evrópusambandsins. Steingrímur J. Sigfús- son, fjármálaráðherra og leiðtogi Vinstri grænna, stendur á berangri með Icesave- málið og nýtur lítils skjóls frá Samfylkingunni. Í flokki hans eru miklar efasemdir um samn- inginn um greiðslu skuldanna vegna Icesave- reikninganna á Bretlandi og í Hollandi. Í baráttu sinni fyrir Icesave-samningnum þarf Steingrímur ekki síst að eiga við sitt bak- land. Það sama á við um Evrópumálin. Stein- grímur er andvígur aðild að Evrópusamband- inu, en ætlar samt að veita þingsályktunartillögunni brautargengi. Ög- mundur Jónasson heilbrigðisráðherra er sömuleiðis andvígur aðild, en telur rétt að skorið verði úr um aðild með lýðræðislegum hætti. Vinstri grænir töldu að þeirra flokkur hefði staðið við sitt greiddi hann götu málsins inn á Alþingi en þar gætu þingmenn greitt at- kvæði eftir sannfæringu sinni og samvisku, en það er öðru nær. „Ég hafði staðið í þeirri trú að hver maður yrði óbundinn í þinginu þegar þetta mál kæmi hingað inn,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri græna, í pontu á Alþingi á föstudag. „Svo er ekki. Þing- ið er í gíslingu í þessu máli.“ Ásmundur hugð- ist styðja breytingartillögu um tvöfalda þjóð- aratkvæðagreiðslu, en barst þá til eyrna að það myndi kosta stjórnarslit. Annað inntak í stjórnarsamstarfið? Það er eins og Samfylkingin átti sig ekki á því hvað Evrópumálin eru erfið fyrir samstarfs- flokkinn – eða sé alveg sama. Ólga í röðum annars stjórnarflokksins veikir stjórnina. Ef Vinstri grænir hafa á tilfinningunni að þeir þurfi að beygja sig í stærstu málunum á með- an Samfylkingin flýtur áfram veikir það stjórnina. Steingrímur hefur sjálfur við- urkennt að málið hafi verið flokki hans erfitt, en þeim hafi fjölgað innan hans raða, sem vilji láta reyna á hvað sé í boði verði sótt um aðild. Þótt svo sé hafa samskiptin við Samfylkinguna undanfarna daga ekki aukið traustið milli stjórnarflokkanna. „Ég hef íhugað hvort kom- ið sé annað inntak í stjórnarsamstarfið eftir þetta,“ sagði Atli Gíslason við Morgunblaðið á föstudag og segja þau orð sína sögu. Það hefði í raun verið auðvelt fyrir Samfylk- inguna að fallast strax á tvöfalda atkvæða- greiðslu og segja sem svo að vissulega sé hún óþörf, en ekki sé hægt að virða að vettugi kröfu um lýðræði á þessum tímum og koma verði til móts við Vinstri græna. Ef það yrði gert mætti fara fram á það á móti að af- greiðslu þjóðaratkvæðis yrði hraðað eftir mætti og myndi þá koma í ljós í röðum stjórn- arandstöðunnar hvort krafan um tvöfalda at- kvæðagreiðslu er sett fram af virðingu við lýð- ræðið eða pólitískum hvötum. Tvöföld atkvæðagreiðsla mun tefja af- greiðslu umsóknar í Evrópusambandið. Hún gæti einnig haft áhrif á gang samninga- viðræðna og leitt til þess að samningamenn Evrópusambandsins litu svo á að vilji Íslend- inga væri kominn fram. Það myndi veikja til- raunir íslenskra ráðamanna til að knýja fram undanþágur og tilslakanir vegna þess að ann- ars yrði aðildarsamningur aldrei samþykktur í þjóðaratkvæði. Forusta Samfylkingarinnar hefur hins vegar sýnt skort á stjórnkænsku í þessu máli. Minni tafir hefðu orðið ef hún hefði fallist strax á tvöfalt þjóðaratkvæði. Það hefði auðveldað Vinstri grænum stjórnarsamstarfið verulega. Ef gengið yrði til kosninga um það hvort sækja ætti um væri ekki hægt að segja að ekki hefði verið staðið að umsókninni með eins lýðræðislegum hætti og kostur er. Lýðræði á tímum efnahagshamfara Reykjavíkurbréf 110709 2011 Hefjist viðræður um aðild í upphafi næsta árs má gera ráð fyrir að þær standi yfir í 18 mánuði 950 Mat utanríkisráðu- neytisins í milljónum á kostnaði við að sækja um Evrópusambandsaðild að meðtöldum þýðingum 50.000 Fjöldi blaðsíðna sem þyrfti að þýða í tengslum við aðildarumsókn að ESB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.