Morgunblaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2009 TVEIR hafa gefið kost á sér til for- mennsku í Öryrkjubandalagi Ís- land, en aðalfundur bandalagsins fer fram í október. Þetta eru Guð- mundur Magnússon, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands og Sig- ursteinn Másson, fyrrverandi for- maður Öryrkjabandalags Íslands. Halldór Sævar Guðbergsson, for- maður ÖBÍ, tilkynnti aðalstjórn ÖBÍ á dögunum að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs á aðalfundi bandalagsins. Halldór var kjörinn formaður ÖBÍ á aukafundi milli aðalfunda sem haldinn var um miðjan febrúar 2008 eftir að Sigursteinn Másson sagði af sér formennsku. Tveir gefa kost á sér til formennsku Sigursteinn Másson Guðmundur Magnússon FUGLAVERND skorar á umhverf- isráðherra að auka rannsóknir á sjófuglum og herða reglur um veiði þeirra vegna dapurs ástands margra stofna um þessar mundir. Félagið telur jafnframt vel koma til greina að banna tímabundið sölu á sjófuglum, en slíkt hafi reynist vel í raunum rjúpunnar á síðustu árum. Herða reglur um veiðar á sjófuglum FORSKRÁNINGU í Reykjavík- urmaraþon Íslandsbanka á netinu er nú lokið. Alls hafa 7952 hafa skráð sig til þátttöku í hlaupinu sem er 5% aukning miðað við for- skráða hlaupara í fyrra. Mest fjölg- ar hlaupurum í hálfu maraþoni eða 19% en einnig fjölgar skráningum í 10 km hlaupið. Í dag þurfa allir skráðir þátttak- endur að koma á skráningarhátíð í Laugardalshöllina og sækja skrán- ingargögn (bol, hlaupnúmer o.fl.). Á skráningarhátíðinni verður einn- ig hægt að skrá sig í hlaupið. Morgunblaðið/Eggert Fleiri skrá sig í Reykjavíkurmaraþonið ÁRIÐ 2004 greindist Alexandra Líf með hvítblæði, þá fimm ára gömul. Hún hefur verið í lyfjameðferð og alls kyns rannsóknum síðan. Morg- unblaðið sagði sögu Alexöndru og fjölskyldu hennar sl. miðvikudag. Aðstandendur hafa ákveðið að halda styrktartónleika fyrir fjöl- skylduna og verða þeir 14. sept- ember nk. kl. 20 í Háskólabíói. Þeir sem ekki komast á tónleikana eða langar til að styrkja fjölskylduna enn frekar geta lagt beint inn á bankareikning. Reikningsnúmer 0537-14-403800 kt. 160663-2949. Alexandra Líf. Til styrktar Alexöndru Líf STUTT Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 ERMAR kr. 7900.- Litir: svart og grátt (sítt boddy) LAGERSALA 50-70% AFSL. Max Mara, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 Innritun fer fram á www.tskoli.is Kvöldskóli Byggingatækniskólinn Raftækniskólinn Tæknimenntaskólinn Véltækniskólinn Meistaraskólinn Fjarnám Byggingatækniskólinn Fjölmenningarskólinn Upplýsingatækniskólinn Skipstjórnarskólinn Raftækniskólinn Véltækniskólinn Meistaraskólinn Diplómanám Endurmenntunarskólinn • Rekstur og stjórnun í atvinnulífinu - Útvegsrekstrarfræði - Flugrekstrarfræði - Almenn lína í rekstri og stjórnun - Rekstrarfræði • Lýsingarfræði • Lýsingarhönnun Það er leikur að læra Innritun lýkur 26. ágúst. Aðstoð við innritun 26. ágúst frá kl. 16 :00 – 19:00. Innritun í kvöld- og fjarnám Lækkað verð HJÁLP líknarfélag hefur styrkt Fjölskylduhjálp Íslands um 4,5 milljónir króna frá því í janúar 2008, síðast nú í vikunni með 900 þúsunda króna gjöf. Hjálp líkn- arfélag hefur staðið fyrir söfnun meðal landsmanna fyrir Fjöl- skylduhjálp Íslands. Á myndinni eru Anna Auð- unsdóttir, varaformaður FÍ, Ás- gerður Jóna Flosadóttir, formaður FÍ, Baldur H. Úlfarsson og Tómas Bickel frá Hjálp. Hjálp líknarfélag gefur milljónir ÓLGA er meðal kennara við Landakotsskóla í Reykjavík vegna uppsagnar Fríðu Regínu Hösk- uldsdóttur skóla- stjóra. Einn kennari sagði upp störfum í gær og aðrir munu vera að skoða sín mál. Sigríður Hjálmarsdóttir aðstoðar- skólastjóri hefur tekið að sér stjórn skólans til bráðabirgða. Í yfirlýsingu segist stjórn skólans vonast til þess að uppsögn Fríðu Regínu valdi sem minnstri röskun. Kennurum verði búin góð starfsskilyrði svo nem- endur fái dafnað. Í yfirlýsingu sem kennarar skól- ans sendu frá sér segir, að Fríða hafi byggt upp farsælt skólastarf. Kenn- arar og nemendur standi frammi fyrir því að hefja nýtt skólaár við aðrar aðstæður en reiknað var með. Stjórn skólans segir uppsögn skólastjórans hins vegar hluta af nauðsynlegri hagræðingu í rekstri, bæði vegna hærri launakostnaðar og færri nemenda. Ekki sé hægt að skerða samningsbundin réttindi eða fækka starfsfólki nema með þessum hætti. Óljúft sé að segja upp kenn- urum umfram það sem orðið sé. sbs@mbl.is Ólga í Landakots- skóla PÁLL Óskar Hjálmtýsson söngvari afhenti Bandaspítala Hringsins í gær 1,5 milljón króna. Þessir fjár- munir voru afrakstur minningar- kvölds um poppkónginn Michael Jackson, sem haldið var á Nasa við Austurvöll á dögunum. Þeir sem fram komu á minning- artónleikunum voru meðal annars Páll Óskar, Alan Jones og Seth Sharp ásamt hljómsveitinni Jagúar, auk Yesmine Olson sem sýndi Jack- son-sporin ásamt fleiri dönsurum. Spiluð voru Jacksonlög alla nóttina, bæði lifandi og af plötum, fyrir fullu húsi. Á tónleikunum safnaðist ein milljón króna og svo bætti sparisjóðurinn Byr hálfri milljón króna við og var upphæðin afhent í gær. Páll Óskar Hjálmtýsson segir það hafa verið í anda Michaels Jackson að afhenda Barnaspítala Hringsins þessa gjöf. Fyrir nokkuð þessu líkt hafi poppgoðið verið þekkt og er meðal annars í Heimsmetabók Guinness fyrir að vera sá ein- staklingur sem mest lagði af mörk- um til ýmissa góðgerðamála um heim allan. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Rausnarskapur Páll Óskar Hjálmtýsson afhenti gjöfina á Barnaspítala Hringsins í gær, 1,5 millj. kr. Afrakstur minningartónleika um poppgoðið. Gjöf til Hringsins í minningu Jacksons AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.