Morgunblaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 32
32 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2009 JAZZHÁTÍÐ Reykjavíkur er á fullu stími en í kvöld kl. 21 verður Gítarkonsert ársins! haldinn á NASA. Hilmar Jensson kemur fram ásamt franska gítarleikaranum Marc Ducret og trommaranum Jim Black og Björn Thoroddsen spilar með sænsku ofurgít- arstjörnunni Ulf Wakenius. Guðmundur Pétursson leikur einnig efni af plötu sinni Ologies með hljómsveit. Í henni eru þeir Matthías Hemstock trommur og trommuvél, Róbert Reynisson gítar, Davíð Þór Jónsson hljómborð og gítar, Valdimar Kol- beinn Sigurjónsson bassi og Halldór Eldjárn slagverk. Tónlist Gítarkonsert árs- ins á Jazzhátíð Hilmar Jensson TRÍÓ Þóris Baldurssonar ásamt gestum leikur á tón- leikum á Rósenberg kl. 22 í kvöld. Þórir er löngu orðin goð- sögn í hammondheimum. Þeg- ar hann er ekki að spila á org- elin er hann að gera þau upp. Feril hans er óþarft að rekja þar sem Þórir á að baki einn fjölskrúðugasta feril sem um getur meðal íslenskra tónlist- armanna. Þórir leikur einnig í Fríkirkjunni og á Hammondhymnídíu í Hallgrímskirkju á Menning- arnótt. Á tónleikunum í kvöld leikur einnig ASA tríó, með þá Andrés Þór gítarleikara, Agnar Már Magnússon hammond-organista og Scott McLe- more trommuleikara innanborðs. Tónlist Þórir Baldursson á Rósenberg Þórir Baldursson TÓNLISTARGJÖRNINGUR verður framinn í Verksmiðj- unni á Hjalteyri í kvöld kl. 21. Meiningin er að breyta gömlu síldarverksmiðjunni í hljóðfæri og nota til þess raddir söng- fólksins í kammerkórnum Hymnodiu, ýmiss konar slag- verk Hjörleifs Arnar Jóns- sonar, gamalt orgel harm- óníum í eigu Eyþórs Inga Jónssonar og fiðlu Láru Sól- eyjar Jóhannsdóttur. Flutt verða sígild og alþekkt lög en sannarlega í óvenjulegum og nýstárlegum búningi. Fólki er bent á að koma hlýlega klætt því svalt er í verksmiðjunni. Þó gæti hitnað í kolunum þegar fjörið færist í leikinn ... Tónlist Leikið á Síldar- verksmiðju Hjörleifur Arnar Jónsson Ég er vissulega rándýr, en ég er líka frekar ódýr. 35 » ÞRJÁR merktar vatnslitamyndir eftir Adolf Hitler verða boðnar upp á uppboði í Nürnberg í Þýskalandi, þar sem samnefnd stríðsréttarhöld fóru fram eftir seinni heimstyrjöld- ina en þar þurftu þeir, sem lögðu á ráðin um helförina, að svara til saka. Uppboðið verður haldið þann 5. september nk. Teikningarnar eru frá árunum 1910 og 1911 og nefnast Zerschossene Mühle, Weissenkirchen in der Wachau og Haus mit Brücke am Fluss. Vildi feta listabrautina Samkvæmt upplýsingum frá upp- boðshúsinu Weidler, er fyrsta boð í myndirnar 3.000 evrur eða um það bil 552 þúsund krónur. Í aprílmánuði seldi Weidler tvær vatnslitamyndir merktar Hitler til einkasafnara ár 32 þúsund evrur, 5,9 milljónir króna, en einhverjar myndir hans hafa farið á mun hærri fjárhæðir. Árið 2006 var seld 21 mynd eftir Hitler í Bretlandi á 126 þúsund pund og árið 2005 fór vatnslitasería eftir Hitler á yfir 100 þúsund evrur. Þegar Hitler var ungur lá metn- aður hans í myndlistinni og sótti hann um skólavist í listaakademí- unni í Vín en var synjað. Var hon- um bent á að læra arkitektúr þess í stað. Ekki fór Hitler að þeim ráðum og vann meðal annars fyrir sér um tíma með því að mála myndir eftir póstkortum og selja ferðamönnum. Mynd eftir Hitler Zerschossene Mühle, heitir þetta verk. Myndir eftir Hitler á uppboði Vatnslitamyndir frá 1910 og 1911 Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is BERJADAGAR verða haldnir í ell- efta sinn í Ólafsfirði um helgina og hefjast með tónleikum í Tjarnarborg í kvöld 20.30. Ólafsfirðingurinn Örn Magnússon píanóleikari er í forsvari fyrir hátíðina. „Í kvöld fögnum við afmæl- isbörnum ársins, Joseph Haydn og Felix Mendelssohn, spilum flautu- kvartett eftir Haydn; Bragi Berg- þórsson syngur með mér ljóð eftir Mendelssohn og við ljúkum tónleik- unum með píanótríóinu fallega eftir Mendelssohn, sem Guðrún Dalía, Helga Þóra Björgvinsdóttir og Júlía Mogensen spila saman.“ Spilmenn Ríkínís spila við ber Markaðstorg Berjadaga verður haldið í fyrsta sinn á morgun frá kl. 13 - 17 í Guðmundarhúsinu, þar sem bæjarbúar eru virkjaðir í sölu á berj- um, söftum, sultum, bökum og öllu því sem kennir sig við ber. Þá opna myndlistarmenn í bænum vinnustof- ur sínar og bjóða upp á list og léttar veitingar. Spilmenn Ríkínís tölta milli staðanna með hljóðfæri sín og bregða á söng og hljóðfæraslátt. Jón Þorsteinsson syngur „Jón Þorsteinsson, sá ástsæli söngvari byggðarlagsins, syngur á tónleikum í kirkjunni annað kvöld, með Eyþóri Inga Jónssyni orgelleik- ara. Jón er nú eiginlega alinn upp á kirkjuloftinu, og ætlar að syngja þá sálma sem sungnir voru í kirkjunni þegar hann var að alast upp.“ Alabaddarí er yfirskrift sunnu- dagstónleika Berjadaga, sem hefjast kl. 14 í kirkjunni og þar verður flutt frönsk ljóða- og kammertónlist. Berjablátt lokakvöld verður í Tjarn- arborg á sunnudagskvöld, en þar verður slegið á létta strengi, og þeg- ar dagskráin er skoðuð eru þar bæði þekkt lög og óþekkt, allt frá rímum til óperusöngs og lög sem heita furðunöfnum, eins og Svínatangó, Kaffilagið og Þangbrandsvísur. Örn segir heimamenn sérstaklega dug- lega að sækja lokakvöld Berjadaga. „Aðsókn á aðra tónleika hefur verið mjög góð, og fullt á alla viðburði í fyrra. Það var þó mest aðkomufólk. Þannig hefur það alltaf verið, að fólk kemur í Ólafsfjörð alls staðar að af landinu til að njóta samvista og tón- listar.“ Örn segir að þokkalega hafi geng- ið að fjármagna hátíðina í ár þótt ei- lítið minna fé sé í pottinum nú en áð- ur. „Það kemur ekkert á óvart, og við sníðum okkur einfaldlega stakk- inn í samræmi við það, án þess að slá af músík-kröfunum. Þetta er eðlilegt í þessum kringumstæðum og ég er bjartsýnn,“ segir Örn og rifjar um leið upp spaugilegan keðjusöng sem sunginn var í eina tíð: Heilir þótt forgangi himinn og jörð, hljómlistarmennirnir standa sinn vörð „Eru þetta ekki bara einkunn- arorð tónlistarmanna í dag?“ segir Örn Magnússon kampakátur. Nánari upplýsingar um dagskrá og flytjendur er á vef Berjadaga. Fríður hópur Örn Magnússon, Þórarinn Már Baldursson, Júlía Mogensen, Melkorka Ólafsdóttir, Guðrún Dalía Sal- ómonsdóttir, Bragi Bergþórsson, Helga Þóra Björgvinsdóttir, Grímur Helgason, Marta Halldórsdóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir, Ásta Sigríður Arnardóttir, Jón Þorsteinsson og Halldór Bjarki Arnarson í Ólafsfirði í gær. Þeir standa sinn vörð berjadagar.fjallabyggd.is  Berjadagar í Ólafsfirði hefjast í kvöld  16 listamenn koma fram á hátíðinni Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞETTA er mikil viðurkenning og hvatning og styrkurinn kemur sér vel fyrir mig,“ segir Hulda Jóns- dóttir, 17 ára fiðluleikari, sem í gær hlaut 500 þúsund króna styrk úr Styrktarsjóði Halldórs Hansen. Hulda hefur þegar lokið stúdents- prófi, og í vor lauk hún diplómaprófi í fiðluleik frá Listaháskólanum. Hún var á sínum tíma yngsti nemandinn sem tekinn hafði verið inn í skólann. Í haust er stefnan tekin á þann víð- fræga tónlistarskóla Juilliard í New York. Langaði mest í Juilliard „Ég sótti bara um í ýmsum skól- um í Bandaríkjunum og sendi upp- tökur, og langaði mest í Juilliard af þeim skólum sem ég komst í. Þeir sem fá jákvætt svar þurfa að fara í inntökupróf.“ Hulda segir að inn- tökuprófið í Juilliard hafi bara verið 10 mínútna spil fyrir framan dóm- nefnd, og úr munni hennar hljómar það eins og það hafi verið létt verk og löðurmannlegt. Að sögn Huldu tekur skólinn inn um 150 nemendur í allar sínar fjöl- mörgu deildir á ári, en um þrjú þús- und manns sækja um. Það eru því bara fimm prósent umsækjenda sem hafa erindi sem erfiði. En hvað lang- ar Huldu að gera í framtíðinni? „Ja, spila á fiðlu, held ég bara. Ég trúi því að það sé mikilvægt að blanda þessu og dreifa áherslunum og vera með sem fjölbreyttastan fer- il. Ég er því ekki að stefna á neitt eitt. En svo veit maður aldrei hvern- ig maður stendur miðað við aðra, hvernig maður þróast sjálfur, hvaða tækifæri verða í boði, þannig að svo lengi sem ég hef gaman af því sem ég er að gera, þá held ég að það skipti ekki öllu máli hvað það er.“ Hulda segir að það hafi ekki verið erfitt að vera svo ung í skólanum. „Þótt ég hafi verið yngst, þá voru margir nálægt mér í aldri, og svo er skólinn ekki það stór að þetta yrði vandamál. Ég var líka í mennta- skóla, en þó bara í fjarnámi og varð stúdent um daginn,“ segir Hulda, sem heldur á vit ævintýranna í New York á þriðjudaginn. Styrktarsjóður Halldórs Hansen starfar undir væng Listaháskólans og veitir árlega styrki til framúr- skarandi tónlistarnema. Hulda Jónsdóttir var sú heppna þegar úthlutað var úr Styrktarsjóði Halldórs Hansen í sjötta sinn Sautján ára stúdent á leið í Juilliard Hulda Jónsdóttir Hún spilar á fiðlu gerða af Vincenzo Sannino um 1920 með boga frá Victor Fetique. Rachel Barton-stofnunin lánar Huldu gripina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.