Morgunblaðið - 21.08.2009, Síða 17

Morgunblaðið - 21.08.2009, Síða 17
Fréttir 17ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2009 ÖPUNUM í bænum Lopburi í Taílandi hefur fjölgað ár frá ári og svo ágengir eru þeir og árásargjarnir, að engu er líkara en þeir stefni að því að bola burt mann- fólkinu. Nú hefur verið snúist til varnar og það var gert með því að senda marga karlapana ófrjósemisaðgerð. Vonast er til, að við það fækki apakyninu. svs@mbl.is Reuters APARNIR Í ÓFRJÓSEMISAÐGERÐ FYRSTA myndbandsauglýsingin í tímariti mun líta dagsins ljós í næsta mánuði og birtast þá í völdum ein- tökum af bandaríska tímaritinu Ent- ertainment Weekly. Verður hún álíka stór og farsímaskjár og knúin rafhlöðu, sem unnt er að endurhlaða. Tölvuflagan, sem geymir mynd- ina, er lík þeim, sem stundum eru notaðar í jólakortum, og hún er ræst þegar síðunni er flett. Hver flaga getur geymt 40 mínútna myndband en í fyrstu auglýsingunni verða sýnd brot úr væntanlegri dagskrá CBS- sjónvarpsstöðvarinnar og auglýsing- ar um Pepsi Cola. Verður mynd- bandið í blöðum, sem verður dreift 18. september í Los Angeles og New York. Auglýsing af þessu tagi er að sjálf- sögðu miklu dýrari en prentað mál en á hinn bóginn verður það líka æ erfiðara að ná athygli neytenda. svs@mbl.is Nýstárleg auglýsing í tímariti Myndbandi dreift með prentuðu máli SVO virðist sem forsetakosningarnar í Afganistan í gær hafi að mestu farið vel fram þrátt fyrir hót- anir talibana um að koma í veg fyrir þær og nokkr- ar mannskæðar sprengjuárásir. Kjörsókn var þó að sögn fremur dræm í suðurhluta landsins þar sem talibanar láta mest að sér kveða og getur það hafa komið sér illa fyrir Hamid Karzai forseta. Azizullah Loudin, formaður yfirkjörstjórnar, sagði er kjörstöðunum 7.000 hafði verið lokað, að kjörsókn hefði verið mikil en fréttir hermdu, að hún hefði verið mjög misjöfn eftir landshlutum og minnst í suðurhlutanum. Til dæmis sagði einn starfsmaður kjörstjórnarinnar í Kandahar, þar sem talibanahreyfingin leit dagsins ljós, að kjör- sóknin hefði verið 40% minni nú en í kosningunum 2004. Önnur umferð líkleg Frambjóðendur í forsetakosningunum voru um 30 en að auki var kosið í héraðsstjórnir. Kannanir spáðu því, að Karzai, núverandi forseti, fengi um 45% atkvæða en Abdullah Abdullah, fyrrverandi utanríkisráðherra, 25%. Karzai er pastúni og á ætt sína og óðul í suðurhlutanum en Abdullah er tads- íki frá norðurhlutanum. Lítil kjörsókn í suðurhlut- anum bitnar því mest á Karzai og auk þess þykir líklegt, að andstæðingar hans sameinist um Ab- dullah komi til annarrar umferðar. Talning hófst í gær en ekki er búist við end- anlegri niðurstöðu fyrr en eftir tvær vikur. Ein- hverjar vísbendingar um úrslitin gætu þó komið fram á næstu dögum. svs@mbl.is Önnur umferð langlíklegust Talið er að kjörsókn í kosningunum í Afganistan hafi verið fremur dræm en svo virðist sem framkvæmdin hafi tekist vel þrátt fyrir árásir talibana Reuters Kjósandi Afgönsk kona með barn á hendi sýnir skilríki sín á kjörstað í höfuðborginni, Kabúl. FRAKKAR standa ráðþrota frammi fyrir nýrri innrás framandi skor- dýra en að þessu sinni er um að ræða kínverska vespu- eða geit- ungstegund, vespa velutina. Óttast er, að hún muni valda býflugna- ræktendum miklum búsifjum. Þessi vespa, sem er þriggja sentí- metra löng og auðþekkt á gulrauð- um haus og gulum fótum, hefur dreifst hratt út um Suðvestur- Frakkland og mun vafalaust dreif- ast um landið allt og til annarra landa fljótlega. Talið er, að vespan hafi borist til Frakklands með skipi og keramik- farmi árið 2004. Er hún mjög árás- argjörn og bara í síðustu viku varð að leggja inn á sjúkrahús sex manns, sem flugan hafði stungið. Talið er, að þessi nýja vespa eða geitungur muni jafnvel útrýma þeim evrópska. Hann er minni og ekki nema nokkur hundruð flugna í hverju búi en í „kínversku“ búunum skipta þær þúsundum. svs@mbl.is Óttast búsifjar af völdum kínverskrar vesputegundar SKOSKA ríkis- stjórnin tilkynnti í gær, að ákveð- ið hefði verið að sleppa úr fang- elsi Líbýumann- inum Abdelbaset Ali al-Megrahi en hann var dæmdur 2001 fyrir að hafa grandað banda- rískri farþegaþotu yfir Lockerbie í Skotlandi og valdið þannig dauða 270 manna. Megrahi er langt leiddur af krabbameini og dauð- vona. Kenny MacAskill, dómsmálaráð- herra Skotlands, sagði, að Meg- rahi hefði ekki haft neina samúð með fórnarlömbum sínum en það ætti þó ekki að standa í vegi fyrir því, að honum og fjölskyldu hans væri sýnd samúð. Bandaríkjastjórn harmaði í gær ákvörðun Skota en hún hafði skor- að á þá að leysa Megrahi ekki úr haldi. 189 Bandaríkjamenn týndu lífi í hryðjuverkinu. svs@mbl.is Lockerbie-morðingi verður látinn laus Abdelbasset Ali al-Megrahi Það eru yfir- standandi lofts- lagsbreytingar, hlýnun andrúms- loftsins og bráðn- un íss, sem hafa kynt undir kapp- hlaupinu um norðurheim- skautssvæðin. Flest bendir til, að þar sé að finna miklar auðlindir, jafnvel fjórðung allra olíu- og gasbirgða á hafsbotni. Framtíðaröryggi Rússa tengt norðurslóðum Ljóst er, að Rússar munu ekki gefa neitt eftir í baráttunni um yf- irráð á norðurheimskauti og Dmítrí Medvedev forsætisráðherra hefur raunar lýst yfir, að svæðið sé það mikilvægasta fyrir framtíðarhags- muni landsins. „Verkefnið er að breyta norður- slóðum í orkumiðstöð fyrir Rússland á 21. öld,“ sagði Medvedev en talið er, að á því svæði, sem Rússar krefj- ast, 18% af norðurheimskautinu, megi finna 10 milljarða tonna af olíu eða ígildi hennar. Auk þess er vitað, að víða er að finna gull, nikkel og jafnvel demanta. Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is STEPHEN Harper, forsætisráð- herra Kanada, er um þessar mundir á ferð um norðurheimskautssvæðin og var meðal annars viðstaddur æf- ingar kanadíska hersins austur af Baffinslandi eða Hellulandi í fyrra- dag. Með þessu vilja Kanadamenn leggja áherslu á kröfu sína til vænn- ar sneiðar af norðurheimskautinu en hún stangast að sumu leyti á við kröfur annarra ríkja, til dæmis Rússlands og Bandaríkjanna. Óttast sumir, að til átaka geti komið um yfirráð yfir norðurskauti en hags- munirnir, sem um er að tefla, eru gífurlegir. Fimm ríki, Bandaríkin, Danmörk, Kanada, Noregur og Rússland, krefjast yfirráða yfir ákveðnum svæðum á norðurskauti og víða ganga kröfurnar hver gegn annarri. Í Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna segir, að strandríki geti krafist 200 mílna lögsögu og nýtt sér þær auðlindir, sem innan hennar eru. Þar segir einnig, að þau geti krafist 350 mílna lögsögu sé það svæði, sem umfram er, jarðfræðilegt framhald af landgrunni viðkomandi ríkis. Hagsmunir ríkjanna tengjast því einnig, að þegar ísinn hopar, opnast nýjar siglingaleiðir. Annars vegar er um að ræða siglingaleiðina fyrir norðan Rússland og Síberíu, milli Evrópu og Asíu, og hins vegar Norð- vesturleiðina svokölluðu fyrir norð- an Kanada. Telja Rússar, að þeir eigi að hafa yfirráð og stjórn mála á þeirri fyrrnefndu en Kanadamenn vilja ráða Norðvesturleiðinni. Báðar leiðirnar stytta verulega siglinga- tímann milli Evrópu og Asíu og geta fært ríkjunum, sem þeim ráða, mikið í aðra hönd í alls kyns gjöldum. Bandaríkjamenn hafa hins vegar mótmælt tilkalli Kanadamanna til yfirráða yfir Norðvesturleiðinni og segja, að hún, a.m.k að hluta, sé á al- þjóðlegu hafsvæði. Kalda stríðs-ástand? Stephen Harper varð forsætisráð- herra Kanada 2006 og síðan hafa norðurskautsmálin verið forgangs- mál hans og stjórnar hans. Hafa Kanadamenn aukið hernaðarlegan viðbúnað á norðurlandamærunum sem svar við „ögrunum“ Rússa en þeir hafa margsinnis flogið inn í loft- helgi Kanada. Enginn býst við, að til átaka komi í raun en spennan er mik- il og mun líklega fara vaxandi. Aukin spenna á norðurslóðum  Kanadíski herinn eykur viðbúnað við norðurlandamærin til að svara „ögrunum“ Rússa  Meiri harka að færast í tilkall fimm ríkja til yfirráða yfir norðurheimskautssvæðinu 500 km NORÐURHEIMSKAUTSSVÆÐIÐ Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, er í vikulangri ferð á norðurslóðum til að leggja áherslu á kröfu Kanadamanna til svæðisins. Stangast hún að nokkru á við kröfu annarra ríkja. Miðlína Samþykkt markalína 350 mílur frá lögsögumörkum Hafsvæði innan lögsögu ákveðinna ríkja Rússland Noregur Ísland Danmörk Svæði sem enginn Framhald af landgrunni utan 200 mílna KRÖFURNAR Fimm ríki gera tilkall til norðurheimskautsins og má sjá á kortinu hverjar kröfurnar eru Bandaríkin Kanada Danmörk Hugsanlegar kröfur til yfirráða utan 200 mílna Sameiginlegt svæði Rússland- Noregur „Grátt svæði" (sameiginleg fiskveiðistjórn) Svæði sem Rússar og Norðmenn togast á um KANADA BANDARÍKIN Svæði sem Bandar. og Kanada krefjast NOREGUR ÍSLAND GRÆNLAND RÚSSLAND Harper, forsætis- ráðherra Kanada.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.