Morgunblaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 30
30 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2009 Sudoku Frumstig 8 3 4 6 5 1 7 4 9 6 1 5 7 4 8 1 4 6 7 6 5 2 5 3 7 1 2 9 5 3 7 6 1 8 2 5 7 9 2 1 7 5 6 1 4 8 7 8 4 3 4 6 5 4 7 1 2 8 4 5 1 6 7 3 7 6 4 8 6 9 8 5 1 3 7 8 4 9 1 5 6 2 4 5 2 8 7 6 1 3 9 6 9 1 5 2 3 7 8 4 1 8 9 3 6 2 4 7 5 7 6 3 1 5 4 9 2 8 2 4 5 9 8 7 6 1 3 9 2 6 7 3 5 8 4 1 5 1 7 2 4 8 3 9 6 8 3 4 6 1 9 2 5 7 3 6 1 9 2 7 4 5 8 4 7 8 3 1 5 6 9 2 5 2 9 8 6 4 1 7 3 2 8 6 4 9 3 7 1 5 7 9 5 1 8 2 3 4 6 1 3 4 5 7 6 2 8 9 8 5 2 7 3 1 9 6 4 9 1 3 6 4 8 5 2 7 6 4 7 2 5 9 8 3 1 6 3 8 7 9 5 4 1 2 5 7 9 2 4 1 6 3 8 1 2 4 8 6 3 7 9 5 8 6 1 3 7 9 2 5 4 2 9 7 4 5 8 3 6 1 3 4 5 6 1 2 8 7 9 4 1 2 5 3 6 9 8 7 7 5 6 9 8 4 1 2 3 9 8 3 1 2 7 5 4 6 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er föstudagur 21. ágúst, 233. dag- ur ársins 2009 Orð dagsins: Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan, eins og ég hef elskað yður. (Jh. 15, 12.) Stelpurnar okkar, kvennalands-liðið í fótbolta, fara til Finnlands í dag til þess að taka þátt í 12 liða úr- slitakeppni Evrópumótsins. Í bítinu á Bylgjunni í gærmorgun minnti einn leikmaður liðsins á að úrslita- leikurinn verður í Helsinki. Um leið birti til og í raun hefur sólin skinið þar sem þessi hópur hefur farið. x x x Víkverji er bjartsýnismaður, semhefur fengið nóg af umræðunni um Icesave og öðru bölsýnistali, og þakkar fyrir að geta snúið sér að stelpunum jákvæðu. Rigningar- sumarið 2007 er að baki og fram- undan er síðsumarsólin 2009. x x x Það er auðvelt að rífa allt niður ogskammast út í allt og alla, boða ragnarök. Umræðan frá falli bank- anna í fyrrahaust bendir til þess að hér sé allt að fara til andskotans og landsmanna bíði ekkert nema dauði og djöfull. En það er of snemmt að örvænta, þökk sé stelpunum okkar og þjálfaranum Sigurði Ragnari Eyjólfssyni. Þegar allt virðist stefna lóðrétt til vítis kemur hópurinn fagn- andi og segist ætla upp úr riðlinum. Stefnan er upp en ekki niður. x x x Það er frábær árangur að vera íúrslitakeppni 12 bestu liða Evr- ópu og í raun varla hægt að biðja um meira. Samkvæmt allri tölfræði er gengið út frá því að Þýskaland, Nor- egur og Frakkland, mótherjar Ís- lands í riðlinum, blandi sér í topp- baráttuna, en stelpurnar okkar hafa sýnt frábæra takta og hafa ekki sagt sitt síðasta orð. Víkverja verður hugsað til Dana sem komu bakdyra- megin inn í úrslitakeppni Evr- ópumóts karlalandsliða rúmri viku áður en hún hófst 1992. Smala varð landsliðsmönnunum saman þar sem þeir voru í fríi vítt og breitt um heiminn og litu þeir á þetta sem skemmtilega uppákomu. Fáir áttu von á því að þeir kæmust upp úr riðl- inum og í undanúrslit, en þeir fóru áfram á gleðinni og urðu Evr- ópumeistarar. Það léttir lund að vera bjartsýnn. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 tilviljunar- aðferðar, 8 mannsnafn, 9 telja úr, 10 kraftur, 11 ósar, 13 veðurfarið, 15 skoðunar, 18 sjá eftir, 21 op á ís, 22 japla á, 23 svipað, 24 grautarhaus. Lóðrétt | 2 atburður, 3 kosta mikið, 4 heilnæmt, 5 fumið, 6 mynni, 7 for- boð, 12 blóm, 14 vætla, 15 kvísl, 16 voru á hreyf- ingu, 17 slark, 18 lista- maður, 19 fatnaður, 20 mjög. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 horsk, 4 næpan, 7 arkar, 8 síðar, 9 tík, 11 næði, 13 áðan, 14 notar, 15 jafn, 17 assa, 20 far, 22 tangi, 23 jakar, 24 reiða, 25 losar. Lóðrétt: 1 hrafn, 2 ríkið, 3 kært, 4 nísk, 5 peðið, 6 nýr- un, 10 ístra, 12 inn, 13 ára, 15 játar, 16 fenni, 18 sekks, 19 aurar, 20 fima, 21 rjól. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. h3 e6 7. g4 h6 8. Bg2 Rbd7 9. f4 Dc7 10. De2 g6 11. Be3 Rb6 12. O-O-O Bd7 13. e5 dxe5 14. fxe5 Rh7 15. Hhf1 Rc4 Staðan kom upp á alþjóðlegri skákhátíð sem lauk fyrir skömmu í Kaupmannahöfn í Danmörku. Sig- urvegari mótsins, indverski stór- meistarinn Parimarjan Negi (2.590) hafði hvítt gegn sænska kollega sínum Emanuel Berg (2.610). 16. Rd5! Dc8 17. Df2! f5 18. exf6 exd5 19. Bxd5 Bd6 20. Bf4 Dc7 21. Bxd6 Rxd6 22. De3+ Kd8 23. De7+ Kc8 24. Re6 Db6 25. f7 De3+ 26. Kb1 De5 27. f8=D+ Hxf8 28. Hxf8+ og svartur gafst upp. Negi þessi er 16 ára og efnilegasti skákmaður Indlands um þessar mundir. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Háspil og hundar. Norður ♠G10865 ♥8643 ♦D952 ♣-- Vestur Austur ♠Á3 ♠K ♥1072 ♥K95 ♦1063 ♦ÁKG8 ♣DG984 ♣76532 Suður ♠D9742 ♥ÁDG ♦74 ♣ÁK10 Suður spilar 4♠. Útspil í tígli myndi tryggja vörninni sigur, en vestur byrjar skiljanlega á ♣D, enda hafa sagnir enga vísbend- ingu veitt: opnun á 1♠ í suður og stökk í 4♠ í norður. Ekki þar fyrir, tíu slagir eru ekki beinlínis í augsýn. Háspilin í laufi nýtast illa – eru raun- ar frekar til trafala, því lykillinn að ár- angri er að líta á ♣ÁK eins og hverja aðra hunda. Markmið sagnhafa er að fría þrettánda hjartað og nota það svo til að veikja tromp varnarinnar. Hand- tökin eru þessi: Útspilið er trompað til að svína strax í hjarta. Næst er ♣K trompaður og aftur svínað í hjarta. Hjartaás er tekinn, ♣Á trompaður, frí- hjartanu spilað og tígli hent heima. Það kostar vörnina strax slag ef austur trompar með ♠K, en trompi vestur með þristi falla ás og kóngur saman síðar. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þetta er góður dagur til að fara yfir eigna- og skuldastöðuna. Taktu því eins og maður og láttu það ekkert eyðileggja fyrir þér daginn. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú vill ólm/ur láta að þér kveða og verður svekktur ef þú færð ekki að gera eitthvað áhugavert eða óvenjulegt á næstunni. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það gengur ekki að blanda saman léttúð frístundarinnar og alvar- leika starfsins. Vertu ímynd hins áhrifamikla. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Nú ríður á að þú skipuleggir hlutina af mikilli nákvæmni því ekkert má útaf bera ef viðunandi árangur á að nást. Gakktu sjálfur úr skugga um sannleiksgildið. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þótt oft sé gaman að láta hugann reika, verður þér lítið úr verki á með- an. Uppáhaldsíþróttin þín núna er vits- munaleg: þú elskar að ráða dularfullar gátur. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það er auðveldara að yfirvinna hindranir í peningamálum ef maður fer ekki á taugum. Titringur er innan fjöl- skyldunnar. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Láttu afbrýðina ekki ná tökum á þér og segðu ekkert sem þú gætir iðr- ast síðar. Láttu þig berast með vind- inum. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Dagurinn í dag hentar alls ekki fyrir samningaviðræður við yf- irmanninn eða aðra sem hafa yfir þér að segja. Vertu samt hvergi smeykur, þú ert með allt þitt á hreinu. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það er eitt og annað sem þú þarft að velta fyrir þér og hugsa til enda. Skipuleggðu þig aðeins, þannig leysist málin. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Óvenjulegar nútímalegar og tæknilegar hugdettur geta með ein- hverju móti styrkt stöðu þína. Allt sem þú þarf að gera er að vera þú sjálfur. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú þarft rými þar sem þú getur verið öruggur og skapandi. Sýndu öðrum tillitssemi. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Reyndu að láta minniháttar rifrildi ekki hafa áhrif á þig. Andaðu djúpt og komdu þér inn fyrir marka- línuna. Stjörnuspá 21. ágúst 1906 Glímufélagið Grettir á Akur- eyri „hélt kappglímu mikla,“ eins og sagði í blaðinu Norður- landi. „Sigurvegarinn varð Ólafur V. Davíðsson og hlaut að verðlaunum silfurbúið belti.“ Beltið hefur síðan verið nefnt Grettisbeltið og er keppt um það árlega í svonefndri Ís- landsglímu. 21. ágúst 1958 Friðrik Ólafsson, 24 ára laga- nemi, var tekinn í tölu stór- meistara í skák, fyrstur Ís- lendinga. 21. ágúst 1973 Ásgeir Sigurvinsson, 18 ára, lék sinn fyrsta leik sem at- vinnumaður í knattspyrnu með belgíska félaginu Stand- ard Liege. Ásgeir hætti at- vinnumennsku 1990 og hafði þá meðal annars orðið vestur- þýskur meistari með Stutt- gart. 21. ágúst 1994 Bandaríski prédikarinn Benny Hinn hélt fjölmenna samkomu í Kaplakrika í Hafnarfirði. Töldu sumir sig fá bót meina sinna. 21. ágúst 2008 Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur mynduðu meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og Hanna Birna Kristjánsdóttir varð borgar- stjóri. Nýir meirihlutar höfðu verið myndaðir í júní 2006, október 2007 og janúar 2008. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… „ÉG ætla að bjóða öllu starfsfólki Borgarleik- hússins í hádegismat. Hér starfar frábært starfsfólk sem vinnur einstaklega vel saman undir styrkri stjórn Magnúsar Geirs Þórðar- sonar leikhússtjóra,“ sagði Theódór Júlíusson leikari sem fagnar í dag 60 ára afmæli. Theódór er að mæta til vinnu í Borgarleik- húsið þessa dagana eftir kærkomið sumarfrí sem hann varði á æskuslóðum sínum í Siglufirði. Hann segir að nóg hafi verið að gera hjá sér á síðasta vetri, en þá tók hann þátt í fimm leiksýn- ingum. Leikárið hafi verið ótrúlegt, en 207 þúsund gestir hafi komið á leiksýningar í húsinu. „Nýtt leikár lítur einstaklega vel út. Í október tek ég þátt í að setja upp leikritið Fjölskylduna – ágúst í Osage-sýslu eftir Tracy Letts. Þetta er eitt heitasta leikritið í heiminum í dag, margverðlaunað. Þetta er fyndið verk um fjölskyldu í eldfimum að- stæðum. Persónurnar hafa allar sinn djöful að draga. Þetta á eftir að verða mögnuð sýning.“ Áhorfendur sjá Theódór fyrst á fjölunum í haust þegar sýningar á Söngvaseið hefjast á ný, en aðsókn að verkinu hefur slegið öll met. egol@mbl.is Theódór Júlíusson leikari sextugur Býður öllu starfsfólki í mat Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.