Morgunblaðið - 21.08.2009, Page 18

Morgunblaðið - 21.08.2009, Page 18
DRESS to Kill, uppistand breska klæðskiptingsins Eddies Izzards frá árinu 1998, er fyndið. Óhemju- fyndið. Sérstak- lega eftirminni- legt er þegar Izzard tekur orð fyrsta mannsins á tunglinu um stór stökk mannkyns og hvað hann sjálfur er skrefstuttur fyrir og veltir fyrir sér öðrum möguleikum. Dæmi: „Maður getur ekki lent á tunglinu og sagt: Ó, það er klístrað! Þakið sultu.“ Óhemju- fyndið. Allt um það, maðurinn er í kjól. Það er sama hvað hann segir, það er fynd- ið. Dress to Kill og fleiri uppistönd Izz- ards fást leigð á DVD á Laugarásvídeó fyrir einn rauðan seðil, svonefndan fimmhundruðkarl. skulias@mbl.is Glens&gaman Fram úr hófi fyndinn í kjól 18 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2009 Þetta yrði fyrsta skiptið mitt svo ég var bæði dálítið spennt og kvíðin. Aðallega vissi ég ekki alveg í hverju ég ætti að vera og var búin að taka mig nokkrum sinnum til en hætta jafnóðum við aftur. Kannski myndu fötin koma upp mig og ég vildi að allir héldu að þetta hefði ég gert margoft áður. Annað var einfaldlega ekki nógu smart. Síðan var að ákveða hversu mikið ég ætlaði að drekka. Nóg til að ég slappaði af og þetta gengi allt sársaukalaust fyrir sig en ekki of mikið til að ég myndi ekkert daginn eftir. Ég von- aði að aðstæðurnar yrðu góðar og það færi vel um mig því annars myndi ég kannski bara fórna höndum og hætta við allt saman. Það vildi ég ekki því mig langaði þetta virkilega mikið í raun og veru. Vinkona mín hafði sagt mér að hennar fyrsta skipti hefði verið ógleymanlegt og hún biði spennt eftir því að sjá hvað mér fyndist. Ég væri samt kannski ekki alveg týpan í þetta. Við það dró ég andann djúpt og tók til tvo bjóra í við- bót. Þetta byrjaði allt saman vel og eftir því sem leið á fann ég að ég varð æ spenntari og kvíðinn fór að hverfa smátt og smátt. Ég dreif mig í gallann og fann að ég var tilbúin. Þeg- ar á hólminn var komið sló bjartur eldur bjarma á kinn. Nú var bara að loka augunum og láta sig falla. Dalurinn umlukti mig og Eyjarhaftið rofnaði eins og hendi væri veifað. Það gerðist svo snöggt að ég tók ekki einu sinni eftir því. Ég var svo allt of upptekin við að opna Tópaspelann og anda að mér þjóðhátíðarstemningunni. María Ólafsdóttir | maría@mbl.is HeimurMaríu ’Vinkona mín hafðisagt mér að hennar fyrsta skipti hefði verið ógleymanlegt. VENJU samkvæmt heldur Sálin hans Jóns míns tónleika á Nasa á Menn- ingarnótt. Þetta verða síðustu form- legu tónleikar Sálarinnar í Reykjavík um alllanga hríð, því bandið dregur sig í hlé í septemberlok. Það eru því síðustu forvöð fyrir Sálaráhugamenn og -meyjar að hafa Sálfarir, eins og það er víst kallað. Forsala verður á Nasa á milli kl. 13 og 17 í dag. Miðaverð í forsölu er 2.000 krónur en við hurðina kostar miðinn 2.500 krónur. Tónleikagestum er óskað góðrar skemmtunar. Tónleikar Sálin á Nasa á morgun Sálverjar Gummi og Stebbi í stuði. ALLIR sem kunna að meta góðar spennubækur hljóta að falla fyrir Í meðferð eftir Sebastian Fitzek sem nýkomin er út í íslenskri þýðingu. Tólf ára gömul dóttir geðlæknis hverfur og nokkr- um árum síðar birtist skáldkona sem segir geðlækn- inum afar sérstaka sögu um stúlku sem minnir um margt á hina horfnu dóttur. Geðlæknirinn ákveður að rannsaka málið. Þessi fyrsta bók hins þýska Seb- astian Fitzek gerði hann að stjörnu í heimalandinu og hefur verið þýdd í 28 löndum. Það er ekkert ein- kennilegt við vinsældir bókarinnar. Lesandinn veit aldrei hvað mun ger- ast og höfundi tekst sífellt að koma honum á óvart og rugla hann í ríminu. Spennan er gríðarleg, fer stigvaxandi og erfitt er að leggja bókina frá sér. Það er enginn leikur fyrir höfund- inn að ljúka sögu eins og þessari á sannfærandi hátt, eftir öll þau ósköp sem gengið hafa á, en honum tekst það nokkuð vel. Þeir sem vilja verulega góða spennubók lesa þessa. kolbrun@mbl.is Bækur Fyrsta flokks spennusaga Í meðferð Gríð- arleg spenna. Hvað viltu lesa? Sendu okkur tölvupóst á daglegtlif@mbl.is Eldri og klassískari form einkenna nú gleraugnatískuna semaldrei fyrr. Léttmálmarnir, sem ráðið hafa ríkjum undanfarinmisseri, eru ekki jafn fyrirferðarmiklir en í staðinn hafa komiðkringlótt gleraugu, mýkri línur með stærri gamaldags spöng- um. „Þetta er í takt við það umhverfi sem við hrærumst nú í,“ segir Anna Þóra Björnsdóttir hjá gleraugnaversluninni Sjáðu á Laugavegi. „Við vilj- um ekki raðgreiðslur og glæsibíla, þetta yfirdrifna, heldur gömlu góðu gildin. Og það endurspeglast í gleraugnatískunni.“ Undir þetta tekur Kristinn Kristinsson hjá Glerauganu. „Það er retró- fílingur í gangi en þó í nútímalegum stíl. Línurnar eru mýkri, formin ekki eins köntuð. Einnig erum við að sjá meira af stærri módelum.“ Tímabilið sem gleraugnahönnuðir sæki sinn innblástur til sé allt frá um 1960-85. Hins vegar séu ekki allir sem elti þessa tísku, aðrir kjósi enn hefðbundn- ari gleraugu. Vinsældir Silhoutte merkisins séu miklar en þeir sem kjósi retró-fílinginn kaupi frá danska merkinu Örgreen eða svissneska fram- leiðandanum Götti. Anna segir vinsældir Moscot-gleraugnamerkisins m.a. undirstrika þetta afturhvarf til fortíðar. Maocot var stofnað í Bandaríkjunum árið 1915 og hafa gleraugun þeirra lítið breyst í gegnum áratugina. „Þessi gleraugu hafa haldið sínum stíl og eru því gamaldags og algjörlega í tísku nákvæmlega núna,“ segir Anna. „Ungu krakkarnir vilja þetta; því nördalegri og stærri sem gler- augun eru, því betra,“ segir Anna hlæjandi. Þá segir hún eldra fólk einnig í skýjunum yfir því að gleraugnatískan skuli hafa tekið þessa U- beygju. „Það segist fegið að loksins sé komið eitt- hvað í þeirra anda!“ Ekki minni menn en leik- ararnir Johnny Depp, Renee Zellweger og Jeff Goldblum setja Moscot-gleraugun upp við ýmis tækifæri. Stórt og nördalegt Kringlótt Militzen-týpan af Moscot-gleraugunum var fyrst framleidd á fjórða áratugnum. Andy Warhol var m.a. aðdáandi. Fást í versluninni Sjáðu. Í verslun Sjáðu við Lauga- veg 32 verður stemning fimmta áratugarins í al- gleymingi. Búðin fær því eðli málsins samkvæmt á sig blæ fortíðar. „Við ætl- um að þessu tilefni að vera með uppsett hár og kisu- gleraugu. Gefa skít í kreppuna, taka gömlu góðu gildin inn og skemmta okkur og öðr- um,“ segir Anna hlæj- andi. „Sérrí og katt- artungur,“ segir hún um þann anda sem ein- kennir tímabilið sem gert verður hátt undir höfði annað kvöld. Flottur Johnny Depp skartar Moscot-gleraugum sem fást í Sjáðu. Hann fer vart út úr húsi án þeirra. Reuters Skilaboð Þeir sem velja Eugen-týpuna frá Götti vita hvert þeir ætla sér. Fást í Glerauganu. Sjáðu! Gylfi og Anna Þóra hjá Sjáðu setja sig í retró-stellingar fyrir menningarnótt. Morgunblaðið/Heiddi Skörp Yukel-týpan af Moscot-gleraugum er í anda Malcom X. Gleri, járni og plasti blandað saman. Fást í Sjáðu. Klassík Peggy-týpan frá Götti er sígild en nútímaleg um leið. Erf- itt er að líta framhjá þeim sem þau ber. Fást í Glerauganu. Sérrí og kattartungur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.