Morgunblaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2009 ✝ Guðmundur Mar-inósson fæddist í Reykjavík 16. júlí 1940. Hann lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 10. ágúst. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Guðmunds- dóttir, f. 10. maí 1898, d. 16. maí 1951, húsfreyja, og Marinó B. Valdi- marsson, f. 15. apríl 1906, d. 3. mars 1979. Systur Guð- mundar eru Sigríður Ólína, f. 6. okt. 1932, og Inga Randolph, f. 6. júní 1934. Á aðfangadag árið 1960 kvænt- ist Guðmundur Þorgerði Sigrúnu Einarsdóttur frá Hlíðarenda á Ísafirði, f. 6. jan. 1940, d. 1. mars 2006. Dætur þeirra eru: 1) Ingi- björg, f. 22. des. 1959, gift Gísla Blöndal, og á hún þrjá syni, Christian Marinó, f. 8. júlí 1982, Arnar Má, f. 27. júní 1987, og Guðmund Ragnar, f. 18. júlí 1988; og 2) Guðrún, f. 12. maí 1961, gift Rúnari Helga Vignissyni, og eiga þau tvo syni, Ísak Einar, f. 20. apríl 1992, og Þorra Geir, f. 24. apríl 1995. um, fyrst sem fjármálastjóri og síðar sem framkvæmdastjóri. Í ársbyrjun 1997 gerðist hann rekstrarstjóri veitingastaðarins Á Eyrinni og Gallerys Pizza. Árið 1998 fluttist hann til Reykjavíkur og starfaði um skeið sem fjár- málastjóri hjá Auglýsingastofu Reykjavíkur, en hóf störf á Skatt- stofu Reykjaness í janúar 1999 og vann þar til æviloka. Guðmundur tók virkan þátt í fé- lagslífi á Ísafirði og gegndi fjöl- mörgum trúnaðarstörfum fyrir félög þar í bæ. Hann starfaði m.a. fyrir Skíðafélag Ísafjarðar og sá um Skíðavikuna í mörg ár, hann var í Lionsklúbbi Ísafjarðar og gegndi þar formennsku í tvígang. Þá var hann félagi í Frímúrarast- úkunum Njálu og Glitni og starf- aði árum saman ötullega fyrir Sjálfstæðisfélögin á Ísafirði, sá um fjármál fulltrúaráðs Sjálfstæð- isfélaganna í mörg ár og var um skeið formaður þess. Enn fremur var hann varabæjarfulltrúi fyrir flokkinn og sat í ýmsum nefndum og ráðum á vegum hans fyrir bæj- arfélagið. Á yngri árum lék Guð- mundur með hljómsveitinni V.V. og Barði og var umboðsmaður hljómsveitarinnar B.G. og Árni þegar hún var sem þekktust. Útför Guðmundar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, föstu- daginn 21. ágúst, og hefst athöfn- in kl. 15. Guðmundur lauk prófi frá Miðskóla Selfoss árið 1955. Hann var á sjó um tíma, en sextán ára hóf hann störf sem sölumaður, fyrst hjá Rolfi Johansen og síðar hjá Íslensk er- lenda versl- unarfélaginu. Sum- arið 1960 fluttist Guðmundur til Ísa- fjarðar þar sem hann vann m.a. hjá Jóni Þórðar, Vél- smiðjunni Þór, sem fulltrúi og staðgengill skattstjóra á Skatt- stofu Vestfjarða og hjá Ísafjarð- arkaupstað, m.a. sem for- stöðumaður skíðasvæðisins og bæjargjaldkeri. Hann sat í stjórn Djúpbátsins og var um árabil um- boðsmaður fyrir Stef á Vest- fjörðum, sem og fyrir hljóð- færaverslanirnar Rín og Poul Bernburg. Þá rak hann Sjálfstæð- ishúsið ásamt hljómsveitinni B.G. og Árna um tíma. Árið 1982 varð hann framkvæmdastjóri Fjórð- ungssjúkrahússins og Heilsu- gæslustöðvarinnar á Ísafirði og gegndi því starfi í tíu ár. Þá hóf hann störf hjá Póls rafeindavör- Guðmundur tengdafaðir minn er á ellefta ári þegar farið er með hann að sjúkrabeði móður sinnar til að kveðja. Móðir hans er langt leidd og hefur misst rænu. Guð- mundur stingur hendinni inn undir hálsmálið eins og hann er vanur og kveður. Síðan snýr hann sér að föð- ur sínum og systur og segir: Ég veit að ég á aldrei eftir að sjá hana aftur. Því næst er haldið niður á höfn og drengnum komið um borð í strandferðaskipið Esju sem er á vesturleið. Þetta er í maí og gló- kollurinn ungi er einn í káetu. Um nóttina hrekkur hann upp, finnst einhver fara út úr káetunni og loka á eftir sér. Hann fer fram úr og svipast um á ganginum en sér eng- an. Þegar Esjan leggst að bryggju á Ísafirði tekur móðursystir hans á móti honum og segir honum að mamma hans sé dáin. En hann vissi það. Sagt er að hann hafi þá gengið einsamall út með sjó. Nokkrum dögum síðar er hann kominn inn í Álftafjörð og hlustar á útför móður sinnar í útvarpinu eins og þá tíðkaðist. Ekki er mikið rými fyrir Guð- mund í lífi föður síns og dvelur hann því fyrir vestan næstu ár. Þrettán ára fer hann til systur sinnar á Selfossi. Fimmtán ára er hann í vegavinnu í uppsveitum. Sextán ára er hann orðinn sölu- maður og fer um allt land með strandferðaskipunum, glæsilegur maður og glaðlegur. Í einni ferðinni kynnist hann líflegri stúlku vestur á Ísafirði og 19 ára er hann orðinn faðir. Árin á Ísafirði voru viðburðarík. Þegar litið er yfir störf hans á þessum tíma blasir við að hann ætl- aði ekki að láta baslið á æskuár- unum smækka sig. Hann kom víða við, allt frá því að vinna í kjöti og selja hlutabréf í Vestanflugi til þess að stýra opinberum stofnunum. Hvað eftir annað var hann fenginn til að greiða úr fjármálum þegar illa horfði. Hann lét líka til sín taka í félagsmálunum. Þar vann hann ómælda sjálfboðavinnu á ýmsum sviðum, jafnt fyrir skíðamenn, góð- gerðarfélög sem stjórnmálaflokkinn sinn. Ekki veit ég til þess að hann hafi farið fram á þakkir heldur virðist hann hafa verið drifinn áfram af litla móðurlausa drengn- um sem var sendur í sjóferð. Svona gekk þetta í þrjátíu og fimm ár, atorkan með ólíkindum, og móðurlausi snáðinn orðinn ver- aldarvanur og fylginn sér. Því hann varð að vera það. Fyrir vikið er hann ekki allra og ekki allir hans eins og títt er um fyrirferðarmikla. Eftir átakatíma vestra flyst hann á höfuðborgarsvæðið og ræðst fljótlega til starfa á Skattstofu Reykjaness þar sem hann eignast góða vinnufélaga. Árin eftir andlát Deddu herja sjúkdómar af vaxandi þunga á hann og leggja hann hvað eftir annað í rúmið, en mörgum lækninum til undrunar rís hann alltaf upp aftur, rétt eins og grasið reisir sig við aftur og aftur þótt traðkað sé á því. En að lokum varð þetta alvara, svo vitnað sé til hans eigin orða skömmu fyrir andlátið. Guðmundur tengdafaðir minn vissi sínu viti og hafði innsýn í margt eftir að hafa látið til sín taka hér og þar um samfélagið. Þess nutum við öll. Einu sinni gaf hann mér einmitt bendingu sem átti eftir að breyta lífi mínu til hins betra. Rúnar Helgi Vignisson. Lítill snáði labbar út ganginn á Hjallavegi 4 á Ísafirði. Nývaknaður þurrkar hann stírurnar úr augun- um, opnar dyrnar og labbar inn í stofu. Þarna er svarti hornsófinn og fyrir framan hann er sjónvarpið. Í sófanum situr afi og horfir á sjón- varpið. Litli snáðinn leggst upp í sófa og afi segir: Komdu hérna, spissbilói. Ég legg höfuðið á bumb- una á afa og í faðmi alls öryggis sem heimurinn hefur upp á að bjóða lognast ég aftur út af með bros á vör. Þegar ég vakna aftur heyrist glaðleg tónlist innan úr setustofu og afi blístrar með laginu eins og honum einum er lagið. Þetta er aðeins ein af fjölmörg- um minningum um afa Guðmund. Bíóferðir, leikhúsferðir, myndir sem horft var á heima í stofu og svo margt margt fleira. Það var ekki fyrr en fyrir stuttu að sög- urnar úr fortíðinni náðu til eyrna minna. Með hverri sögu kom betur og betur í ljós hversu mikill nagli afi var. Hann var af gamla skólanum, hreinskiptinn, hreinskilinn, heiðar- legur, réttsýnn og lét engan vaða yfir sig á skítugum skónum. Fólk nú til dags hefði getað lært margt af honum og þá kannski einna helst stjórnmálamenn. En eitt er víst, ég sakna hans og eftirsjáin að honum er mikil. Ísak Einar Rúnarsson. Svo leggur þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þín- um, og stjarna hver, er lýsir þína leið, er lítill gneisti, er hrökk af strengjum mínum. Þú skilur eftir minningar hjá mér um marga gleðistund frá liðnum árum, og alltaf mun ég fagna og þjást með þér og þú skalt vera mín – í söng og tárum. Eitt orð, eitt ljóð, eitt kvein frá kvaldri sál er kveðja mín. Ég veit þú fyrirgefur. En seinna gef ég minningunum mál, á meðan allt á himni og jörðu sefur. Þá flýg ég yfir djúpin draumablá, í dimmum skógum sál mín spor þín rekur. Þú gafst mér alla gleði sem ég á. Þú gafst mér sorg, sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Sigríður Ólína Marinósdóttir. Það er einhvern veginn erfiðara að kveðja jafnaldra sinn, en fólk af öðrum tímaskeiðum. Í fyrstu Reykjavíkurferð minni um tíu ára aldurinn með móður minni var farið í heimsókn til Guð- rúnar og Marinós, foreldra Guð- mundar, sem þá bjuggu í gömlum hermannabragga. Næst hittumst við sumarið 1949. Þá var ég í sveit að Dvergasteini í Álftafirði og hann á næsta bæ, Svarthamri, hjá ætt- ingjum, en móðir hans var þá orðin fársjúk af krabbameini. Síðan leið nærri áratugur þar til við hittumst næst. Hann var þá orðinn þekktur sölumaður hjá Rolf Johansen og ferðaðist með strandferðaskipunum um landið og hafði meira vit á de- nier gildi silkisokka og vellyktönd- um frá Dior en við sjóararnir vest- ur á fjörðum kærðum okkur um að vita. Fljótlega eftir að hann flutti vestur á Ísafjörð hóf hann að leika í hljómsveit B.G. sem síðan varð til þess að hljómsveitin stofnaði félag um rekstur Uppsala, veitinga- og danshúss í eigu Sjálfstæðisflokks- ins. Guðmundur var potturinn og pannan í undirbúningi málsins og síðan ráðinn framkvæmdastjóri og stjórnaði rekstrinum með ein- stökum glæsibrag. Við Ína unnum bæði hjá honum lengst af og minn- umst þess samstarfs af miklum hlý- hug. Guðmundur starfaði um langt skeið hjá skattinum, fyrst á Ísafirði og síðar í Hafnarfirði. Þar gilti að- eins ein regla: að allir eru jafnir fyrir lögunum og að fólki bæri að greiða lögbundna skatta refjalaust. Guðmundur var um skeið for- stjóri Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði og kom þar á miklum rekstrarumbótum, sem meðal ann- ars leiddi til þess að það var alltaf tekjuafgangur af rekstrinum þó grátið væri á öllum öðrum sjúkra- húsum landsins, vegna peninga- leysis. Guðmundur Marinósson tók virkan þátt í félagsmálum, hann var félagi í frímúrarastúkunni Njálu og féhirðir hennar um árabil. Hann var jafnframt félagi í Lionsklúbbi Ísafjarðar og á þeim tímum sem aðalfjáröflunarleiðin fólst í að ganga í hús og selja páskaliljur og ljósaperur, var hann alltaf söluhæstur og oft langsölu- hæstur. Þar fór saman eins og áður krafturinn og sjarminn og viljinn til að leggja góðum málum lið. Guð- mundur var ekki allra og býsna erfitt að nálgast hann. En hann var traustur félagi og vinur, sem aldrei brást og þótt hann sæi stundum bara eina leið, sína leið, þá var hann alltaf sanngjarn og tilbúinn að hlusta á þá sem komu fram af heið- arleika og hreinskilni. Einhvernveginn var það svo að mér fannst ekki ástæða til að trúa því að Guðmundur væri að deyja. Þessi gríðarlega sterki Birgisvík- ur-skrokkur og harkan í að bjarga sér var þannig, en við verðum víst öll að lúta í lægra haldi fyrir manninum með ljáinn, en skárinn hans er misstór og mjög stór þeg- ar ljárinn sveiflaðist í þetta sinn. Við Ína sendum dætrunum Ingi- björgu og Guðrúnu, mökum þeirra, börnum og öðrum ástvinum inni- legar samúðarkveðjur. Minningin um Guðmund og Deddu er okkur afar kær. Úlfar Ágústsson. Meira: mbl.is/minningar Guðmundur Marinósson  Fleiri minningargreinar um Guð- mund Marinósson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hluttekningu og vinarhug við andlát elskaðrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR MAGNÚSDÓTTUR, Kúrlandi 17, Reykjavík. Alúðarþakkir færum við einnig starfsfólki Heima- hjúkrunar og Eirar, hjúkrunarheimilis, fyrir kærkomna aðhlynningu og elskulegheit um árabil. Erling S. Tómasson, Lára Erlingsdóttir, Þorsteinn Á. Henrysson, Ólöf Erlingsdóttir, Þorsteinn Jóhannesson, Björn Erlingsson, Bergþóra Valsdóttir, Magnús Ingi Erlingsson, Már Erlingsson, Halla Gunnarsdóttir, Heiða Erlingsdóttir, Rúnar Sigtryggsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GYÐA FANNEY ÞORLEIFSDÓTTIR, Skálateigi, Norðfirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað laugardaginn 15. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Valgerður Jónsdóttir, Halldór Þorbergsson, Leifur M. Jónsson, Jarþrúður Þórisdóttir, Ragnar D. Jónsson, Björk Rögnvaldsdóttir, Jón Þorgeir Jónsson, Sesselja Einarsdóttir, Jóhann Jónsson, Ágústa Þórarinsdóttir, Bryndís Þ. Jónsdóttir, Árni Guðjónsson, Axel Jónsson, Ólafía Einarsdóttir, Hans Sigfússon, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför mannsins míns, ÞORGRÍMS ÞÓRÐARSONAR, Hlaðbæ 1, Reykjavík. Jónína B. Thorarensen og fjölskylda. ✝ Elskulegur sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, ERLAR JÓN KRISTJÁNSSON, Árnatúni 4, Stykkishólmi, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju mánudaginn 24. ágúst kl. 14.00. Auður Júlíusdóttir, Auður Bergþóra Erlarsdóttir, Albert Steingrímsson, Katrín Eva Erlarsdóttir, Vignir Örn Oddgeirsson, Jónína K. Kristjánsdóttir, Bernt H. Sigurðsson, Kristján J. Kristjánsson, Svandís Einarsdóttir, Þóra M. Halldórsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.