Morgunblaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2009 ✝ Baldur Ólafsson,fv. deildarstjóri í heilbrigðisráðuneyt- inu, fæddist á Akra- nesi 13. febrúar 1933. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness mið- vikudaginn 12. ágúst sl. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Gísli Gunnlaugsson sjómaður, f. 3.10. 1893, d. 18.11. 1981 og Gyða Halldórs- dóttir húsfreyja, f. 11.9. 1896, d. 28.12. 1985, frá Hraungerði á Akranesi. Systkini Baldurs voru Haukur, f. 4. september 1916, d. 23. september 1972, Guðrún, f. 9. desember 1918, d. 6. mars 2005 og Óli Örn, f. 1. júlí 1925, d. 7. maí 1976. Baldur kvæntist Ragnheiði Ólafs- dóttur 4. júní 1955. Börn þeirra eru Ólína Ása, f. 12 apríl 1954, gift Sveini Þorsteinssyni, Gyða, f. 24. febrúar 1957, gift Ás- mundi Ásmundssyni og Ólafur Gísli Bald- ursson, f. 24. maí 1963. Baldur lærði vél- virkjun hjá Þorgeiri og Ellert hf. á Akra- nesi og fékk meist- arabréf í þeirri iðn 24. mars 1962. Baldur starfaði lengi í skipa- smíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi. Hann aflaði sér kenn- araréttinda frá HÍ 1982 og starfaði sem kennari við Fjölbrautaskólann á Akranesi frá 1981 til 1987. Eftir það starfaði hann hjá Framkvæmdasýslu rík- isins og síðar sem deildarstjóri hjá heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu þar til hann lét af störfum vegna aldurs árið 2005. Útför Baldurs fer fram frá Akra- neskirkju í dag, 21. ágúst, kl. 14. Nokkur minningabrot sem í hug- ann koma er ég kveð Baldur vin minn Ólafsson eftir löng og ánægjuleg sam- skipti. Það fyrsta sem mér kemur í hug er haustið 1953 er Baldur bað mig að koma upp á loft heima á Vesturgöt- unni þar sem hann stoltur sýndi mér trúlofunarhringa og sagði mér frá væntanlegri trúlofun sinni og Röddu systur minnar. Þar eð ég var að fara í fyrsta sinn norður til Akureyrar til námsdvalar vildi hann tilkynna mér væntanlega trúlofun þeirra áður en ég færi að heiman. Baldur hafði oft komið á heimili okkar en Diddi bróðir og hann voru jafnaldrar og bekkjarfélagar. Baldur var mikill tónlistarunnandi og hafði miklar mætur á ítölskum ten- órum svo sem Giuseppe di Stefano og Mario del Monaco og fleiri og hlustaði hann með aðdáun á þessa snillinga og lengi vel var þetta tónlistin sem var annarri æðri. Á þessum árum keypti ég reiðhjól sem kostaði 2 til 3 þúsund krónur, sjálfsagt þriggja mánaða laun þess tíma, hjól sem notuð voru í le Tour de France-hjólreiðakeppninni. Hjólin voru slöngulaus og fest á stellið án þess að nota þyrfti lykla og engan veginn heppileg á malarvegum þess tíma. Vegna tónlistaráhuga seldi ég Fálkanum í Reykjavík hjólið og keypti plötuspilara og plötur með ítölskum tenórum og notaði hann óspart á Akureyri og víðar, allt vegna áhrifa frá Baldri. Svo var það seinna eða árið 1964 að Baldur býður mér vinnu í Málmiðj- unni sem hann og nokkrir félagar höfðu stofnað. Mitt starf var að reikna út bónus og akkorð og færa bókhald. Varð það úr að ég réðst til hans og var þar til ársins 1966. Skrifstofan var í gömlu húsi efst á Vesturgötunni, húsi sem flutt hafði verið upp eftir götunni og gekk undir nafninu Georgshús eða Vertshús, byggt 1893 af Georgi Árnasyni Thor- steinsson, einum af vöskum mönnum sem flust hafði hingað af Snæfellsnesi en fórst í miklu mannskaðaveðri 1894 ásamt Pétri Hoffmann sem hingað kom um sama leyti. Þetta var merkilegt hús með mikla sögu. Þar hafði verið veitingasala, ljósmyndastofa, sjoppa og margir merkir menn fæðst þar og búið, með- al annarra fæddist Óskar Halldórs- son, hinn landskunni athafnamaður, þar árið 1883. Í Georgshúsi áttum við Baldur ým- is samskipti bæði sæt og súr, átök sem skerptu hugann og engin logn- molla. Þetta hús varð síðan eldi að bráð. Baldur hafði þann mannkost að eiga auðvelt með að tala við alla og finna lausn á vandamálum og ganga í þau af festu. Margur maðurinn þáði aðstoð hans þegar úrlausnar var þörf. Síðar komu þessir hæfileikar hans að góðum notum í embættisstörfum hans. Í góðra vina hópi var hann skemmtilegur, sagði vel frá, hafði góða kímnigáfu og átti gott með að herma eftir og kunni óteljandi vísur og sagnir. Ekki má gleyma því að á yngri ár- um var hann liðtækur leikari og einn besti söngvari sem Akranes hefur átt. Plötusafn átti hann gott og Mozart var í miklu uppáhaldi hjá honum. Mestu verðmæti lífs hans sem hann skilur eftir eru börnin hans þrjú sem öll eru mannkostafólk. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég vin minn Baldur Ólafsson. Þökk fyrir samfylgdina. Þórður Ólafsson. Mig setti hljóðan þegar ég sá til- kynningu um lát Baldurs Ólafssonar í Morgunblaðinu sl. laugardag. Ég vissi að heilsu þessa öfluga vinar míns hefði hrakað, en að leiðarlok væru svo skammt undan komu á óvart. Kynni okkar Baldurs hófust fyrir tæpum tuttugu árum, en hann var deildar- stjóri í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu. Teiknistofan okkar hafði þá á hendi hönnun verkefna við dvalar- og hjúkrunarheimila aldr- aðra. Það voru forréttindi fyrir mig að kynnast og vera þátttakandi í leið- sögn Baldurs við lausn þessara verk- efna. Hæfni hans og atorka við lausn mála og að finna þeim farveg var ein- stök. Hann var fljótur að greina hvað mögulegt væri og var lítið gefinn fyrir ónákvæmni og flumbruskap og var þá oft stutt í hressilega aðfinnslu. Eitt sinn áttum við samstarfmaður hans í ráðuneytinu spjall um hann og sagði sá að Baldur væri einhver eðlis- greindasti maður, sem hann hefði kynnst. Mér fannst þetta vel orðað og átti vel við um Baldur, því að þrátt fyrir góða menntun bæði á verkleg- um- og bóklegum sviðum, var hæfni hans í að meta raunhæfar lausnir á krefjandi verkefnum alltaf í fyrir- rúmi. En Baldur vinur minn var ekki neinn venjulegur maður, ef svo má að orði komast, því hann gat verið í senn hið mesta hörkutól og einhver mesti ljúflingur, sem ég hef kynnst. Þessum einkennum í fari Baldurs hafa margir af hans samferðamönnum örugglega kynnst. Baldur var gæddur miklum listrænum hæfileikum á sviði hugar og handar og heyrt hef ég margar sögur af sönghæfileikum hans, sem ég náði ekki að kynnast, en þegar það bar á góma, okkar á milli, vildi hann lítið úr því gera, en það var hans hátt- ur. Við May kona mín áttum líka því láni að fagna að kynnast Ragnheiði konu Baldurs og nutum vina- og sam- verustunda með þeim hér heima og erlendis, en þar var gaman og slegið á létta strengi. Síðastliðinn vetur fórum við með Ragnheiði og Baldri til Selfoss að skoða nýbyggingu sjúkrahússins, sem Baldur átti stóran þátt í að skipu- leggja og koma í framkvæmd. Eftir heimsóknina í sjúkrahúsið snæddum við saman kvöldverð á Stokkseyri yfir góðu og skemmtilegu spjalli. Þetta var síðasti fundur okkar Baldurs og góður endir á heilu og góðu samstarfi, sem ekki reyndist lengra. Baldur andaðist á sjúkrahúsinu á Akranesi 12. ágúst sl. á þeim stað, sem hann bar mest fyrir brjósti þegar bæta þurfti þar úr aðsteðjandi verk- efnum. Framganga hans þar verður seint fullþökkuð. Að leiðarlokum kveðjum við félagarnir á teiknistof- unni góðan vin og við May vottum Ragnheiði og hennar fólki hluttekn- ingar og biðjum þeim allra heilla og blessunar á komandi tímum. Helgi Hjálmarsson. Baldur Ólafsson ✝ Gunnlaug Hann-esdóttir fæddist í Reykjavík 19. október 1920. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 15. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristrún Ein- arsdóttir húsmóðir, f. 8.9. 1887, d. 9.10. 1964, og Hannes Eyjólfur Ólafsson kaupmaður í Reykjavík, f. 20.6. 1877, d. 18.5. 1961. Systkini Gunnlaugar voru: Jóna Svanhvít, f. 1911, d. 2005, Gunnar Ísberg, f. 1915, d. 1976, Gunnlaugur Einar Ísberg, f. 1919, d. 1920, og Ólafur Ísberg, f. 1924, d. 1998. Gunnlaug giftist 11. nóv. 1944 Jóni Þórarinssyni lyfsala í Iðunnarapóteki, f. í Reykjavík 8.11. 1919, d. 16.9. 1975. Foreldrar hans voru Þórarinn Kristjánsson verk- arssyni viðskiptafræðingi. 3) Hannes Jónsson prófessor, f. 12.5. 1957. Kvæntist Ágústu Flosadóttur hafeðl- isfræðingi. Þau skildu. Kvæntur Helgu Ólafsdóttur hárgreiðslumeist- ara. Barn þeirra er Jón Ólafur, f. 14.6. 2002. Fyrir átti Helga Sigrúnu Þormóðsdóttur, f. 14.3. 1988. Gunnlaug lauk námi við Mennta- skólann í Reykjavík 1940. Á skóla- árum vann hún í fatabúð frænda síns Marteins Einarsonar. 1941-1944 vann hún hjá sakadómara. Gunn- laug og Jón bjuggu í Fíladelfíu í Bandaríkjunum 1944-1946 er hann var við nám í lyfjafræði. Gunnlaug var jógaleiðbeinandi í um 30 ár og voru heilsurækt og andleg málefni henni hugleikin. Var hún virkur þátttakandi í ýmsum klúbbum og fé- lögum þeim tengdum. Gunnlaug og Jón áttu heimili sitt á Langholtsvegi 92 frá 1950 og bjó hún þar þangað til hún flutti á hjúkrunarheimilið Skjól í febrúar 2008. Útför Gunnlaugar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 21. ágúst, kl. 13. fræðingur og hafn- arstjóri og Ástríður Hannesdóttir Haf- stein. Börn þeirra eru: 1) Þórarinn Jónsson, f. 9.6. 1948, d. 29.10. 1967, unnusta Krist- veig Þórhallsdóttir. 2) Anna Kristrún Jóns- dóttir lyfjafræðingur og fyrrverandi borg- arfulltrúi, f. 29.1. 1952. Var í sambúð með Þorvaldi Gunn- laugssyni stærðfræð- ingi. Börn þeirra eru: a) Herdís Anna, f. 2.10. 1974, gift Hauki Þór Adolfssyni, börn Gabríela Jóna, Elektra Ósk og Þorvaldur Þór, b) Gunnlaug, f. 23.4. 1976, c) Jón Þórarinn, f. 7.12. 1977, börn Lís- andra Týra, Ingibjörg Anna og Úlf- ur Breki, d) Hannes Þórður, f. 13.4. 1983. Er í sambúð með Baldri Ósk- Gunnlaug Hannesdóttir var glæsi- leg kona og vakti athygli hvar sem hún fór. Hún hlaut góðar gáfur í vöggugjöf var fjölmenntuð og tók virkan þátt í menningar- og félagslífi. Hún varð þeirrar gæfu aðnjótandi að ganga að eiga Jón Þórarinsson og fljótlega að loknu stúdentsprófi fór hún með honum til Bandaríkjanna þar sem hann stundaði nám í lyfja- fræði. Hann hóf að loknu námi störf í Iðunnarapóteki og varð lyfsali í því apóteki til æviloka og umsvifamikill í atvinnulífinu. Þau eignuðust 3 mann- vænleg börn en það var þeim mikið áfall þegar Þórarinn, elsti sonur þeirra, andaðist úr hvítblæði aðeins 19 ára gamall. Mjög kært var með þeim hjónum og þau bjuggu sér gott og fagurt heimili að Langholtsvegi 92 en þar bjó Gunnlaug allt þar til hún fór á hjúkrunarheimilið Skjól fyrir nokkrum misserum. Fjölskyldulífið á Langholtsveginum var til fyrirmynd- ar og umhyggja Gunnlaugar með börnum sínum mikil. Það var mikil gæfa fyrir börn Önnu dóttur hennar að alast þar upp og nutu þau góðs af samskiptum við hana alla tíð. Þau voru sólargeislar í hennar lífi, enda var henni mjög umhugað um ham- ingju þeirra og heill og fjölskyldan öll bundin mjög traustum vinaböndum. Það var mikill harmur kveðinn að Gunnlaugu og börnum hennar þegar Jón lést í blóma lífsins. Hún hélt þó reisn sinni og sinnti fjölskyldu sinni og vinum af mikilli sæmd. Langholts- vegur 92 varð einskonar menningar- miðstöð og þar komu ófáir félagar barna hennar og tók hún að sér að kenna ýmsum þeirra til stúdents- prófs, m.a. frönsku. Gunnlaug var einnig frumkvöðull í jógafræðum og kenndi jóga á heimili sínu. Mikill vin- skapur var alla tíð með samstúdent- um hennar úr M.R., reglubundnar heimsóknir, traust og trúnaður. Þá hafði hún einnig afar gaman af þátt- töku í svokölluðum Reykhólahópi sem dvaldi ár hvert vestur á Barðaströnd sér til heilsubótar og upplyftingar. Þótt Gunnlaug yrði fyrir því áfalli að fá heilablóðfall og lamast í kjölfarið hélt hún sinni andlegu heilsu og reisn til dauðadags og hélt fullu minni til síðustu stundar. Vakthafandi læknir kom til hennar að morgunverði lokn- um og spurði hvernig líðan hennar væri og svaraði hún „betri, betri“. Skömmu síðar sofnaði hún svefninum langa. Aðeins nokkrum mínútum eftir andlátið stóðum við Anna við dánar- beð hennar. Enn var hún jafn fögur sem forðum og friður ríkti í andlits- svipnum. Gunnlaug var þekkt af ræktun rósa og runna í garði sínum. Hún dáði grasið og blómin og fegurð náttúr- unnar en það sem hún þráði mest var nærvera við sína nánustu ástvini. Úr lindunum djúpu leitar ást guðs til þín yfir öll höf. Hún ferjar þig yfir fljótið og færir þér lífið að gjöf. Og söngnum sem eyrað ei nemur þér andar í brjóst. Dreymi þig rótt, liljan mín hvíta sem opnast á ný í nótt. Svona kvaddi Gunnar Dal Lilju sína að leiðarlokum. Ég kýs að til- einka þessi orð Gunnlaugu Hannes- dóttur í þeirri vissu að hún brosi aftur sínu fagra brosi og beri hlýju í björtu ljósi til nýrra heimkynna. Þar hittir hún fyrir sinn elskaða lífsförunaut. Guð blessi þau bæði. Baldur Óskarsson. Aldrei gleymi ég heimsvönu og glæsilegu yfirbragði heimilisins fyrstu jólin mín á Langholtsveginum hjá Gunnlaugu. En það er ekki fyrr en löngu eftir árin sem tengdadóttir hennar að ég hef lært að meta hana á dýpri hátt, og fyrir svo margt fleira. Hún var falleg kona og aldrei sá ég hana öðruvísi en það væri reisn yfir henni. Óhrædd við ævintýri og áhættur ferðaðist hún ung ásamt efni- legum manni sínum með skipalest til Bandaríkjanna í síðari heimsstyrjöld- inni. Seinna lét hún ekki hugfallast við þungar sorgir en tókst á við lífið sem ekkja, amma og langamma af sama áræði, lagði á ný mið með jóga og svæðanudd, sem varla hefur þá verið gömul iðkun á Íslandi, tileinkaði sér nýtt mataræði til að komast yfir fjöl- vöðvagigt og stundaði göngur í góð- um hópi. Börn, barnabörn og barna- barnabörn bjuggu hjá henni langtímum saman og áttu þar ævin- lega vísan samastað. Gunnlaug var garðyrkjukona sem kunni að skapa einfalda fegurð; garðurinn hennar á Langholtsveginum var stílhreinn og glæsilegur eins og hún sjálf. Þakka þér allt og allt, Gulla mín. Minning þín lifir. Ágústa Lyons Flosadóttir. Amma mín Gunnlaug Hannesdóttir lést laugardaginn 15. ágúst síðastlið- inn. Hún var síung og glæsileg fram eftir aldri þó síðustu misserin reyndust líkama hennar erfið. Hugurinn var eld- klár til hins síðasta og þreyttist aldrei á að fylgjast með. Hún vildi vita allt um alla og gat rakið ættir flestra eins og saum með sprettunál. Heilbrigði og fegurð í lífinu var henni mikið. Hún naut sín við garð- yrkju eins og systkin hennar, var meðal frumkvöðla í iðkun jóga hér á landi, útbreiddi kenningar um heil- brigt mataræði svo sem macrobiotic, kynnti sér kiropraktik, punktanudd, hugleiðslu, heilun og flest annað sem laut að líkamlegri og andlegri heilsu. Allan þennan fróðleik og margt til fékk ég beint í æð, enda ólumst við systkinin upp við stórfjölskylduheim- ilishald á ættaróðalinu á Langholts- veginum. Fimm ára gamall man ég eftir mér, eftir skóladag í Ísaksskóla, sitjandi þögull að fylgjast með gömlum kon- um gera jóga-æfingar inni í stofu, en þar kenndi amma Gulla í nokkur ár. Seinna sat ég á stól og fylgdist með í bridsklúbbnum. Á unglingsárunum hljóp ég heim úr Langholtsskóla í há- deginu að borða grænmetisborgara eða vogesteikt grænmeti og hirsisúpu með systkinunum, en alltaf var amma með eitthvað tilreitt. Oft og löngum sátum við svo á kvöldin með pelamjólk yfir spilum og spjölluðum. Og ógleymanleg er hlýj- an og öryggið öll þessi ár sem ég svaf inní ömmu-rúmi. Alltaf kveikt á út- varpinu og spjallið hans Jónasar og frjálshentu pistlarnir hans Illhuga sí- uðust inn með klóri á bakið og fal- legum bænum. Amma var ótrúlega ósérplægin í uppeldishlutverkinu varðandi okkur systkinin og allt hitt unga fólkið sem fékk að láta sér líða eins og heima hjá sér á Langholtsveginum. Verandi ör- verpið í mínu holli fékk ég síst minni skammt af umönnun, og amma einka- bílstjóri kom mér hvert á land sem var; í sellótíma, kóræfingar, danstíma og ef þurfti að stoppa í banka þá var endað á Mokka í risa-vöfflu og heitu súkkulaði. Síðustu árin á Langholtsveginum bjuggum við svo bara tvö. Þá komin vel yfir áttrætt var hún enn óþreyt- andi, eins og liði illa ef fengi ekki að gera eitthvað fyrir mann og alltaf lagt á borð fyrir einum of marga ef ein- hver skyldi líta við, sem var mjög oft og alltaf velkomið. Það er huggun að vita að henni leið vel, var verkjalaus og ókvalin, samkvæmt eigin orðum, rétt áður en hún lagðist til þess svefns sem bar hana áfram úr okkar líkam- legu prísund. Sál hennar mun lifa áfram meðal okkar allra ömmu- barnanna hennar, hvort sem vorum eiginlegir afkomendur eða heimilis- vinir. Víst voru margir aðrir en bara fjöl- skyldan sem áttu hlutdeild í henni Ömmu Gullu. Þökk sé henni alúðin, uppeldið og vináttan. Megi guð og all- ir englarnir vera hjá henni. Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gakktu hér inn og geymdu mig Guð í faðmi þínum. (Höf. ók.) Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Legg að höfði líknarhönd. Lát burt hverfa syndargrönd. Öflugan settu englamúrinn yfir mig, þá tek ég dúrinn. (Höf. ókunnur.) Hannes Þórður Þorvaldsson. Gunnlaug Hannesdóttir  Fleiri minningargreinar um Gunn- laugu Hannesdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.  Fleiri minningargreinar um Bald- ur Ólafsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.