Morgunblaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2009 Sjá nánar á www.betrabak.is „Flottirdagar“í ágúst Tilboð á stillanlegum rúmum og svefnsófum í ágúst 25% afsláttur Öllum stillanlegum rúmum fylgir 2 fyrir 1 tilboð á sængurverum ! Eftir Svanbjörgu H. Einarsdóttur svanbjorg@mbl.is ANDREA Rán Jóhannsdóttir, 16 ára, er að hefja nám á listnámsbraut FB. Upphaflega valdi Andrea snyrti- braut en segist lítið skilja af hverju því snyrting falli engan veginn undir hennar áhugasvið. Líklega hafi hún óttast að velja það sem mest hafi heillað, myndlistina. Hún skipti um braut og full tilhlökkunar skundar hún af stað í bókakaup. Heppin – náði í síðasta notaða eintakið Andrea býr í Hlíðunum og því ligg- ur skiptibókamarkaðinn hjá Ey- mundsson í Kringlunni beinast við. Andrea nær sér í bláa innkaupakörfu og skimar í kringum sig. „Humm, stærðfræði, ég á að kaupa þessa bók. Vá, hvað ég er heppin, þetta er síð- asta notaða eintakið. Ég fæ bókina á 2.100 krónur en ný kostar hún 4.500.“ Henni stendur nokk á sama þó bókin sé eilítið þvæld og skítug. Næst brun- ar Andrea að borðinu sem hýsir enskubækurnar. Þar fær hún notað eintak af Nýrri enskri málfræði á 2.750 krónur. Ný kostar bókin 4.890 krónur. „Mig vantar bókina Killing for Griffin en ég sé hana hvergi.“ Vin- gjarnlegur starfsmaður finnur hið snarasta notað eintak á 898 krónur. Þá vantar hana In line for reading sem líka finnst notuð á 990 krónur en ný er hún á 1.980 krónur. Fyrir dönskuna á Andrea að kaupa hefti sem selt er í skólanum en hún verður að fjárfesta í dansk-íslenskri orðabók sem hún fær glænýja á tilboði á 3.990 krónur í stað 4.400 króna. „Ég á sem betur fer enska orðabók, sjáðu, hún kostar 8.490 krónur. Stílabækur, ég þarf stílabækur eða kannski frekar laus blöð í möppum. Nei, það er ódýr- ara að kaupa þessar fimm í pakka á 1.490, ég get rifið blöðin úr og sett þau í möppu. Hérna er reikningsbók á 460 krónur. Ég ætla líka að kaupa milliblöð og plastmöppur.“ Milliblöð- in kosta 365 krónur og plastmöpp- urnar eru á 575 krónur. „Ég á fínan skrúfblýant en mig vantar blý. Það skiptir máli að eiga góðan skrúf- blýant, þessir lélegu skemmast bara.“ Pakki af blýi i pennann góða kostar 575, strokleður er þarfaþing á viðráðanlegu verði, 160 krónur, og góður vinur námsmannsins, yfirstrik- unarpenninn, kostar 330 krónur. „Það stendur hérna að ég eigi að kaupa einhverja sérstaka Casio- reiknivél. Ég ætla að tala við búð- arkonuna.“ Andrea skoðar græjuna en segist geta sparað sér þennan pening því reiknivélin hennar úr grunnskóla sé svipuð. Þar sparaði hún sér 2.490 kr. Ef hún væri á eðlis- eða náttúrufræðibraut þyrfti hún að kaupa grafíska reiknivél á um 12.000 krónur. „Samkvæmt bókalistanum þarf ég ekki að kaupa neitt fleira í bili. Það stendur ekki hvað ég eigi að kaupa fyrir kúrsinn Listir og menn- ing. Ég fer ekki í íslensku og þýsku fyrr en á næstu önn og kaupi bæk- urnar þá.“ Sparaði fyrir mömmu Andrea sleppur nokkuð vel, þarf að leggja út 14.803 krónur, en ef hún hefði keypt allar bækurnar nýjar þá hefði hún borgað 20.205 kr. Andrea leggur út fyrir bókunum af eigin pen- ingum en segir að mamma sín vilji endurgreiða henni námsbækurnar. Andrea sparaði mömmu sinni því ríf- lega 5.000 krónur með því að kaupa notaðar bækur. „Mamma leggur svo mikla áherslu á að ég læri, þess vegna vill hún borga bækurnar. Ann- ars er ég í góðum málum því ég var í fínni vinnu í gleraugnabúð í sumar. Svo er ég búin að fá vinnu með skól- anum í vetur í skóbúð. Flestir vinir mínir voru í unglingavinnunni.“ Andrea segist eyða stórum hluta af peningunum sínum í DVD-myndir. „Já, mamma hefur dálitlar áhyggjur af þessu. En þetta er einhver svona árátta hjá mér að safna alls konar „legend“-myndum og „seríu“- myndum. Svo fer nú töluvert í föt en kannski ég fari að eyða í málningar- og teiknivörur núna.“ Þar með er Andrea rokin út í framtíðina. Eilítið þvæld og skítug en ódýrari Hagsýni nemand- inn kaupir náms- bækurnar á skipti- bókamarkaði Morgunblaðið/Heiddi Í nógu að snúast Andrea Rán Jóhannsdóttir er að hefja nám í framhaldsskóla og í mörg horn er að líta.                    ! ! "    #"   $  %&' (  ) %&' "   "   "   "   "   "   "     *                                                +, - .   SKIPTIBÓKAMARKAÐIR eru hag- stæður kostur fyrir fátækan fram- haldsskólanemandann. Verslunar- stjórar og starfsmenn markaðanna segja að ef bókin sé til notuð þá verði hún fyrir valinu. Því panti verslanir takmarkað magn nýrra námsbóka. Vinsældir skiptibóka- markaða ná lengra aftur í tímann heldur en óburðugt árferðið og þeir hafa verið starfræktir árum saman. Starfsmenn námsbókamarkaðanna segjast ekki merkja aukningu á sölu notaðra bóka umfram það sem verið hafi undanfarin ár. Náms- menn hafi ætíð verið fjárvana hóp- ur sem trauðla vilji eyða allri sum- arhýrunni í námsbækur. Hins vegar virðist nemendur vera meðvitaðri um verð núna og fara á milli búða og skiptibókamarkaða í leit að besta verðinu. Notaðar námsbækur hafa hækkað og er verð þeirra yf- irleitt 50 til 60% af verði nýrrar bókar. Námsmenn fá 30 til 40% af listaverði fyrir notaðar náms- bækur. Einungis Griffill kaupir og selur notaðar, vel með farnar vinnubækur sem búið er að stroka allar lausnir úr. Samkeppnin er virk á námsbókamarkaðnum og fylgjast kaupmenn með verði hver hjá öðrum og alls staðar eru tilboð á nýjum námsbókum, sérstaklega núna í skólabyrjun. Það er því hag- stæðast fyrir nemendur að kaupa nýjar bækur strax. Núna eru líka mestu líkurnar á að næla sér í vel með farið notað eintak bókanna. Dregið úr úreldingu námsbóka Almennt virðast kennarar og skólastjórnendur framhaldsskól- anna hafa dregið úr úreldingu námsbóka. Stefán Benediktsson, aðstoðarskólameistari Fjölbrauta- skóla Breiðholts, segir það meðvit- aða stefnu í því árferði sem nú ríki. „Við úreldum ekki bækur nema eitthvað nýtt hafi komið fram svo að undan því verði ekki vikist að skipta út bókum. Við viljum gefa nemendum tækifæri á að nota bæk- ur eldri systkina eða kaupa notaðar bækur á betra verði.“ Enginn við- mælenda kannaðist við að höfundar námsbóka hafi agnúast út í að bæk- urnar gangi kaupum og sölum not- aðar án þess að þeir fái hlut af sölu- verði. Eða eins og einn verslunar- stjóri orðaði það: „Þeir sem skrifa námsbækur og þeir sem gefa út bækur eru ekki í þessu vegna pen- inganna.“ Stefán skólastjóri segir nokkra kennara skólans hafa samið námsbækur og hann hafi aldrei heyrt neinn þeirra hafa orð á þessu. „Ég held helst að þeim hafi aldrei dottið þetta í hug.“ Notaðar námsbækur öðlast framhaldslíf Notað eða nýtt? Óþarft er að dæma skólabækur af kápunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.