Morgunblaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2009 Morgunblaðið/Ómar Cat Coore Vissi ekki mikið um land og þjóð áður en hann kom. Segir tónlist Hjálma vera ekta reggí og rætur tón- listarmannanna samtengdar sögu Jamaíka, en hann er þaðan. Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is ÞAÐ verður sannkölluð reggí-veisla í Austurbæ í kvöld þar sem eina von okkar Íslendinga í þeim fræðum, Hjálmar, koma fram ásamt aðstoð- arfólki og flytja væntanlega fjórðu breiðskífu þeirra í heild. Á undan tónleikunum verður svo frumflutt heimildarmynd er sýnir Hjálma við upptökur á breiðskífunni (sem hefur hlotið nafnið IV) á Jamaíka. Einn helsti samstarfsmaður þeirra þar var Cat Coore sem hóf feril sinn með Inner Circle en hefur síðan þá verið liðsmaður Third World og unnið með Stevie Wonder og Bob Marley svo fátt eitt sé nefnt. Hann kynntist sveitinni gegnum sameiginlegan vin og heillaðist nægilega mikið af tón- listinni til þess að verða þeim innan handar í mekka reggísins. Kom þeim inn í söguleg hljóðver þar sem Bob Marley og fleiri hljóðrituðu sín- ar fyrstu skífur og skaffaði þeim að- stoðarfólk sem hefur spilað inn á plötur þarlendra stórjaxla í áraraðir. Cat spilar sjálfur á gítar og raf- magnsselló og kemur fram með Hjálmum í kvöld. „Þeir sögðu mér að þeir söfnuðu ska- og reggí-tónlist og ég stakk því upp á því að þeir kæmu og ynnu næstu plötu hér,“ segir Cat er hrífst mikið af íslensku reggíi Hjálma. „Reggí-tónlist þarf ekkert að vera herská eða á móti yfirvaldi. Það eru líka til frábær ástarlög sem eru reggí-lög. Ég skil auðvitað ekki tungumálið hjá Hjálmum en stund- um bað ég þá um að láta mig vita um hvað lögin eru. Allir á Jamaíka sem heyrðu í þeim voru mjög hrifnir. Sögðu þá hafa sérstæðan hljóm sem væri þó frá rótum ekta jamaíka- reggí.“ Hvað er alvöru reggí? Cat réð hljómborðs- og blásturs- leikara til þess að bæta hljóm Hjálma á plötunni en honum fannst ekki ástæða til þess að fikta í neinu öðru, þar sem hljómur sveitarinnar og hljóðfæraleikur væru á háu plani. Það er bjartari tónn yfir nýju plöt- unni en fyrri verkum enda fór mikill kærleikur í gerð hennar. „Tónlist- arfólk í öðrum löndum er búið að læra hvernig á að spila ekta reggí. Alveg eins og hvítt fólk í Bandaríkj- unum er ekki alið upp í að spila fönk, en bestu fönk-spilarar í dag eru samt allir hvítir Bandaríkjamenn. Það er auðveldara að fá fullan skiln- ing á hlutum núna eftir að tölvuöldin hófst. Það getur hver sem er séð hvernig á að spila alvöru reggí á YouTube á 3 sekúndum.“ Cat segir þetta vera góðan hlut því menning Jamaíka hafi þannig breiðst út og haft áhrif út um allan heim. En er erfitt fyrir íbúa á Ja- maíka að taka reggí-hljómsveitir annarra þjóða alvarlega? „Við erum mjög stolt þjóð. Við erum stolt af því að íslensk sveit skuli koma til Ja- maíka og spila reggí. Okkur finnst það svalt. Hljómurinn skiptir öllu máli. Ef hann hljómar ekta, þá skipt- ir engu máli hvort reggíið sé frá Jamaíka eða ekki. Það skiptir bara máli hvort fólk sé heilt í því sem það er að gera.“ „Hjálmar eru ekta“  Reggí-hljómsveitin Hjálmar heldur útgáfutónleika í Aust- urbæ í kvöld  Með þeim leikur Cat Coore úr Third World Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is EINHVER ástsælasti grínisti landsins, Þórhallur Sigurðsson eða Laddi, hefur tekið að sér að sjá um sjónvarpsþáttinn Fyndnar fjöl- skyldumyndir á Skjá einum í vetur. Frá þessu var greint í samkvæmi sem haldið var í tilefni af tíu ára afmæli Skjás eins í gær, þar sem vetrardagskráin var kynnt um leið. Laddi tekur þar með við af Jóni Jósep Snæbjörnssyni, Jónsa í svört- um fötum, sem verið hefur kynnir þátt- anna. Nokkuð er síðan Laddi hafði fasta við- veru í sjónvarpi, en að hans sögn var það líklega síðast þegar hann gerði Imbakassann ásamt nokkrum félögum sínum á Stöð 2. Þá var hann einnig í Spaugstofunni á upphafsárum hennar, auk Heilsubælisins ógleymanlega. Þá má ekki gleyma innskotum hans í sjónvarpsþættina Á tali hjá Hemma Gunn rétt fyrir miðjan tíunda áratug síðustu aldar, þar sem hann kom fram í hlutverkum hinna ýmsu kar- aktera. Alls bárust yfir 1.000 mynd- bönd í Fyndnar fjölskyldu- myndir þegar þátturinn hóf göngu sína síðastliðið vor, og er búist við álíka magni nú í vetur. Þátturinn hefur göngu sína föstudaginn 18. sept- ember næstkomandi. Laddi snýr aftur í sjónvarpið Fyndinn Laddi er tilvalinn kynnir fyrir Fyndnar fjölskyldumyndir.Morgunblaðið/Eggert  Sérstök forsýning á íslensku hrollvekjunni Reykjavík Whale Watching Massacre eftir Júlíus Kemp var haldin í lúxussalnum í Sambíóunum við Álfabakka á miðvikudagsmorgun. Um var að ræða sýningu fyrir helstu að- standendur myndarinnar, en vel völdum blaðamönnum var þó einnig boðið og rifu nokkrir þeirra sig upp fyrir allar aldir til þess að láta hræða úr sér líftóruna. Myndin mæltist almennt vel fyrir, en ljóst er að hér er á ferðinni blóðugasta kvikmynd Íslandssögunnar, og er líklegt að sú staðreynd ein og sér muni draga fjölmarga í bíó. Þar fyrir utan er myndin afar vel gerð, og ber hún með sér afskaplega fagmannlegt yfirbragð. Þannig eru til dæmis öll ofbeldisatriði mjög vel gerð, en í þeim mæðir mikið á förðunar- og tæknideildinni enda flæðir blóðið í lítravís. Þá eru flestir leikaranna sannfærandi, og þá sérstaklega sá mikli fjöldi erlendra leikara sem fer með stór hlutverk í myndinni. Af íslensku leik- urunum stelur Helgi Björnsson senunni. Loks vekur þakkarlistinn í lok myndarinnar mikla athygli, en á meðal þeirra sem þar koma fyrir eru Clint Eastwood og Barack Obama, þótt hvergi sé minnst á hver aðkoma þeirra að myndinni var. Reykjavík Whale Watching Massacre verður frumsýnd 4. september. Clint Eastwood, Barack Obama og íslenskt blóð Heimildamyndin sem Hjálmar frumsýna í kvöld á und- an tónleikunum er gerð af þeim Bjarna Grímssyni og Frosta Jóni Júlíussyni. Bjarni ferðaðist með sveitinni til Jamaíka og fylgdist með gerð nýju plötunnar og þeim svaðilförum sem sólbrenndir liðsmenn rötuðu í á meðan á pílagrímsför þeirra stóð. Þar hittu þeir nokk- ur átrúnaðargoð sín og unnu í hljóðverunum Tuff Gong og Harry J. þar sem reggaetónlistarmenn á borð við Peter Tosh, Bob Marley og fleiri hljóðrituðu fyrstu lög sín. Nýja breiðskífan verður fyrst gefin út í takmörkuðu upplagi, 1000 eintökum, þar sem heim- ildamyndin fylgir með á DVD-diski. Samhliða útgáfunni verða allar eldri plötur Hjálma gefnar út á vínylplötum. Fylgst með Hjálmum á Jamaíka Hjálmar Féllu eflaust ekki beint inn í hópinn á Jam- aíka hvað útlit varðar þótt tónlistin þeirra geri það. 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Söngvaseiður (Stóra sviðið) Harry og Heimir (Litla sviðið) Leikferð um landið 13. - 22. september Fim 10/9 kl. 20:00 Fors U Fös 11/9 kl. 20:00 Fors U Lau 12/9 kl. 20:00 Frums U Sun 13/9 kl. 20:00 U Fim 17/9 kl. 20:00 U Fös 18/9 kl. 19:00 U Lau 19/9 kl. 19:00 U Sun 20/9 kl. 20:00 U Fim 17/9 kl. 20:00 Ö Fös 18/9 kl. 19:00 Ö Lau 19/9 kl. 19:00 Ö Sun 20/9 kl. 20:00 Fös 4/9 kl. 19:00 U Lau 5/9 kl. 19:00 Ö Sun 6/9 kl. 19:00 Ö Mið 9/9 kl. 20:00 U Fim 10/9 kl. 19:00 Ö Fös 11/9 kl. 19:00 Ö Fös 18/9 kl. 19:00 Ö Lau 19/9 kl. 19:00 U Sun 20/9 kl. 14:00 U Lau 26/9 kl. 14:00 U Djúpið (Litla sviðið) Mið 23/9 kl. 20:00 Ö Sun 27/9 kl. 16:00 Ö Mið 30/9 kl. 20:00 Sun 4/10 kl. 16:00 Kynningarriti dreift í dag - skelltu þér í áskrift Allt að seljast upp - tryggðu þér miða Opið hús laugardaginn 29. ágúst kl. 13-16 Líf og fjör um allt hús - allir velkomnir KARDEMOMMUBÆRINN (Stóra sviðið) FRIDA... viva la vida (Stóra sviðið) UTAN GÁTTA (Kassinn) Leitin að Oliver! Við leitum að 8–13 ára strákum til að fara með hlutverk í söngleiknum OLIVER! Skráning í áheyrnaprufur fer fram á Opna húsinu. Opið hús í Þjóðleikhúsinu 29. ágúst Sun 30/8 kl. 14:00 U Sun 30/8 kl. 17:00 U Sun 6/9 kl. 14:00 Ö Fös 11/9 kl. 20:00 frums. U Lau 12/9 kl. 20:00 2.sýn. Ö Fös 18/9 kl. 20:00 3.sýn. Ö Fös 4/9* kl. 20:00 Lau 5/9 kl. 20:00 Ö Lau 12/9 kl. 20:00 Sun 6/9 kl. 17:00 Ö Sun 13/9 kl. 14:00 Ö Sun 13/9 kl. 17:00 Ö Lau 19/9 kl. 20:00 4.sýn. Ö Fös 25/9 kl. 20:00 5.sýn. Lau 26/9 kl. 20:00 6.sýn. Lau 19/9 kl. 20:00 Lau 26/9 kl. 20:00 Sun 20/9 kl. 14:00 Ö Lau 3/10 kl. 17:00 Ö Sun 27/9 kl. 14:00 Ö Fös 2/10 kl. 20:00 7.sýn. Lau 3/9 kl. 20:00 8.sýn. Sýningar haustsins komnar í sölu Sýningar haustsins komnar í sölu *Til styrktar Grensásdeild. Ath. stutt sýningartímabil Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ kostar aðeins 9.900 kr.Fjögurra sýninga leikhúskort @

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.