Morgunblaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 25
Minningar 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2009
komst að líta á strákinn var ég búin
að ata mig allan út í málningu. Þá
fórstu með mig heim til mömmu og
við vorum báðir hundskammaðir, þó
aðallega þú. „Æi hann langaði svo til
að mála, það má alltaf fá ný föt á
hann,“ sagði Bjartur þá. Svona var
Bjartur, lét allt eftir mér. Ég var að-
eins 11 ára þegar ég byrjaði að mála
hjá Bjarti á sumrin, fyrst í Reykja-
skóla og á Hvammstanga og seinna
víða um land og bý ég alla tíð að því
sem ég lærði af honum. Síðustu ár
átti Bjartur við veikinda að stríða og
var á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga
og fékk þar góða umönnun og þakka
ég því góða fólki fyrir. Góður Guð
geymi þig, Bjartur minn, sjáumst
seinna hinum megin.
Þinn stjúpsonur
Örn.
Afi minn, Bjartur málari, lést þann
12. ágúst síðastliðinn og langar mig
til að rifja upp fáeinar af þeim mörgu
og góðu minningum sem ég á um
hann.
Afi var hæglátur maður og dag-
farsprúður. Hann var ekki sú mann-
gerð sem göslast í gegnum lífið með
hávaða og látum, en hafði þó gaman
af að tala og ef sá gállinn var á honum
komu sögurnar á færibandi. Afi
kunni líka vel að segja sögur. Hann
átti gott með að koma auga á spaugi-
legu hliðarnar á breyskleika mann-
anna og hafði sérstaka hæfileika til
að finna mönnum lýsandi og eftir-
minnileg viðurnefni sem voru óspart
notuð til að krydda frásagnir hans.
Sögurnar hans voru málaðar björtum
litum kímni og glettni og blandaðar
með hæfilegum skammti af himin-
hrópandi ýkjum. Maður var aldrei al-
mennilega viss hvar raunveruleikan-
um sleppti og ævintýrin tóku við í
sögunum hans afa og einhvern veg-
inn grunaði mann að hann væri ekki
rétt viss sjálfur á stundum, slík var
innlifunin. Þó afi væri prúður að jafn-
aði gat vissulega fokið í hann. Höfð-
um við þá á orði að „súinn“ væri kom-
inn upp í honum og mun þar vísað til
hinna stórlyndu áa hans í Súganda-
firði, en föðuramma hans var Guðrún
hin stórráða Oddsdóttir, annálað
kjarnorkukvendi. Ég man að „súinn“
átti það til að ráða ríkjum þegar glímt
var við umferðina í Reykjavík. Þá
fengu hinir tillitsminni ökuþórar það
óþvegið á kjarnyrtri vestfirsku.
Sjaldan hef ég heyrt riddurum göt-
unnar blótað af jafn miklu listfengi og
innlifun og var það nokkur hrelling
litlum patta sem hafði átt öllu blíð-
legri tóni að venjast frá hinum barn-
góða afa sínum. En, maður var fljótur
að læra að „súinn“ var jafnan
skammlífur og hvarf jafn fljótt og
hann brast á.
Sköpunargleði afa var hamslaus.
Hann gat engan veginn látið sér
nægja að mála bara veggi, loft og
gólf, eins og hann gerði dag hvern svo
sem fag hans bauð, heldur málaði
hann einnig þvílík ógrynni af mynd-
um að enginn hefur tölu á. Aldrei hélt
hann þó sýningu eða taldi sig á nokk-
urn hátt í hópi hinna uppnefjuðu
listamanna þjóðarinnar. Myndir sín-
ar málaði hann eingöngu sér og sín-
um til ánægju og yndisauka. Hann
þurfti heldur ekki striga og trönur til
að skapa listaverk sín. Húsveggir,
fjalir, blaðsneplar, spýtukubbar,
hvaðeina sem myndaði hæfilega
sléttan flöt var málað á, allt frá ein-
földum skreytingum til flókinna og
úthugsaðra listaverka. Mér er minn-
isstætt þegar ég dvaldi hjá honum
vestur á Mýrum í vikutíma eða svo.
Hann var þá að smíða einhvern hús-
kofa og þóttist ég, þá tíu ára eða svo,
ætla að hjálpa honum eitthvað, en hef
nú trúlega mest þvælst fyrir. Ég
hafði tekið með mér stóra teikniblokk
og á kvöldin reyndi afi að kenna mér
að teikna. Hann hefur fljótlega fund-
ið að mínir hæfileikar lágu annars
staðar, en fyllti sjálfur blokkina hrað-
ar en auga á festi af hinum skringi-
legustu og skemmtilegustu myndum
sem ég dundaði mér svo við að lita.
Eftir þau erfiðu og afar langvinnu
veikindi sem afi þurfti að glíma við
síðustu árin, raunar á annan áratug,
er maður eiginlega, fyrir hans hönd,
hvíldinni feginn. En, við söknum hans
þó.
Oddur Þór, Anett, Snæbjörn
Rolf og Richard Örn
✝ Heimir Stígssonljósmyndari
fæddist á Eiði í
Grindavík 17. októ-
ber 1933. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 12. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Stígur Guðbrands-
son, f. í Reykjavík 4.
nóvember 1906, d.
27. júlí 1978 og Vil-
borg Jónsdóttir, f. á
Hópi í Grindavík 17.
janúar 1901, d. 16.
júlí 1974. Systkini Heimis eru Jón
Línberg, f. 1927, Dagbjartur Þór,
f. 1937, Þórhallur Lárus, f. 1938, d.
2002, Eggert, f. 1941, d. 1944 og
Íris, f. 27. ágúst 1972 og gekk
Heimir henni í föðurstað frá 7 ára
aldri. Barnabörnin eru 9.
Heimir starfaði sem ljósmyndari
og rak Ljósmyndastofu Suðurnesja
í 40 ár. Hann var mikill áhugamað-
ur um allt sem snerti ljósmyndun
og var mjög virkur í Ljósmynd-
arafélagi Íslands. Hann var með-
limur í Frímúrarareglunni Sindra í
Keflavík og félagi í Rótarýklúbbi
Keflavíkur. Hann var einn af
stofnendum Björgunarsveitarinnar
Stakks og starfaði þar á árum áð-
ur. Á sínum yngri árum starfaði
hann einnig hjá Slökkviliði Kefla-
víkurflugvallar. Fyrir utan ljós-
myndaáhugann var Heimir mikill
golf- og fótboltaáhugamaður og
lék á sínum tíma með Knatt-
spyrnufélagi Keflavíkur.
Útför Heimis fer fram frá Kefla-
víkurkirkju í dag, 21. ágúst, og
hefst athöfnin kl. 13.
Edda Borg, f. 1945,
d. 1994. Eiginkona
Heimis er Borgrún
Alda Sigurðardóttir,
f. í Árbakka á Eski-
firði 25. apríl 1935.
Þau hófu sambúð
1980 og gengu í
hjónaband 25. apríl
1986. Foreldrar
hennar voru Sig-
urður Jónasson og
Ingigerður F. Bene-
diktsdóttir frá Eski-
firði. Börn Borgr-
únar Öldu eru
Sigurður, f. 18. janúar 1956, d. 26.
október 1995, Ingimar, f. 8. maí
1957, Kristín, f. 27. nóvember
1961, Steinar, f. 7. október 1964 og
Ég sit hér við eldhúsborðið og
velti fyrir mér hvernig ég á að koma
öllu því frá mér sem ég þarf að
segja. Ég var svo heppin að kynnast
Heimi þegar ég var 7 ára. Ég var nú
ekki viss hvað mér fyndist um að
það væri kominn maður að taka
mömmu mína frá mér. En það var
nú ekki langur tími liðinn þegar ég
var orðin skugginn af honum og
fylgdi honum hvert fótmál. Ég fann
fljótt að ég gæti leitað til hans með
alla hluti. Enda var hann kletturinn
minn í gegnum súrt og sætt. Það
eru svo margar minningar. Á hverj-
um sunnudagsmorgni fórum við upp
á gömlu flugstöð í morgunmat „bara
við tvö“, heimsins besti grjónagraut-
ur var þar á boðstólum svo ekki sé
talað um samlokurnar. Þegar ég var
orðin of fullorðin að mínu mati til að
láta sjá mig með pabba mínum úti
að borða þá færði hann mér bara
matinn heim í staðinn. „Reykjavík-
urferðirnar“ að kaupa ljósmynda-
vörur, hanga með honum í Iðnskól-
anum þegar hann var að kenna, á
ljósmyndastofunni, búðarferðirnar,
bíltúrarnir, og að fá okkur eitthvað
gott í magann sem var að vísu sam-
eiginlegt áhugamál okkar og ég
gæti lengi talið. Ég leitaði mikið til
hans eftir ráðum, spjalli og leiðbein-
ingum og hann ráðlagði mér með
sinni rósemd. Ég var nú ekki alltaf
sammála honum, þrjóskaðist við og
hugsaði svo síðar að ég hefði
kannski átt að hlusta betur. Hann
var svo mikið ljúfmenni, hafði alltaf
tíma fyrir mig og alla aðra, enda
leitaði fólk mikið til hans og hann
var ávallt tilbúinn að hjálpa, „ekkert
mál“ heyrði maður ansi oft eða „ég
bjarga þessu“. Þeir sem þekktu
hann vita að hann var leyndur húm-
oristi og þegar hann tók sig til gerði
hann það með stæl. Ávallt með bros
á vör. Vá, hvað ég sakna hans. Ég
var nú ekki há í lofti þegar maður
tók eftir hvað öllum líkaði vel við
Heimi og að hann þekkti „alla “ í
Keflavík að mér fannst. Enda var ég
alltaf svo montin þegar ég var spurð
„hverra manna ert þú“ og ég svaraði
að ég væri fósturdóttir Heimis ljós-
myndara því það vissu ALLIR hver
hann var. Svo fæddust prinsarnir
mínir einn af öðrum, 3 að tölu. Hann
afi var svo montinn og hrifinn af
þeim, kom stundum 2svar-3svar á
dag upp á fæðingardeild að færa
mér mat, „ekki má maður svelta“,
og þeim gjafir eða bara til að horfa á
þá eða til að taka myndir. Ekki voru
þeir síðri, sáu ekki sólina fyrir afa
sínum. Allt var best hjá honum, ís-
inn sem hann kom með í tíma og
ótíma eða allir rúntarnir. Oft snerist
allt um hvort að afi og amma ætluðu
ekki að koma eða við að fara til
þeirra nú eða allar hringingarnar til
að segja þeim hitt og þetta eða bara
til að heyra í þeim hljóðið. Þeim
þótti svo vænt um þau. Og svo fædd-
ist lítil prinsessa fyrir rúmum 2 ár-
um og varð gleðin á bænum ekki
minni þá, ekki sá afi sólina fyrir
henni frekar en prinsunum.
Síðustu ár hafa verið Heimi erfið,
veikindin drógu smám saman kraft
úr honum og leið hann fyrir að kom-
ast ekki sinna ferða eins og ávallt
áður. Með tímanum urðu sjúkrahús-
dvalirnar lengri, en þar var hann í
höndum yndislegs starfsfólks
Minningin um þig er ávallt í
hjarta mínu. Takk fyrir allt og allt.
Þín,
Iris.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Takk fyrir allar samverustundirn-
ar.
Þinn tengdasonur,
Hilmir.
Ég sé hann ennþá í huga mér,
brosandi andlit, grátt hár.
Ég vildi hann væri ennþá hér,
ég vildi hann gæti þurrkað þessi tár.
Brosinu mun ég aldrei gleyma,
og í hjarta mínu ávallt geyma.
í huganum mínum sé ég mynd en
bara eina,
og tárunum er erfitt að leyna.
Ég vil þig aftur afi minn,
ég verð alltaf afastrákurinn þinn.
Ég skal hjálpa konunni þinni,
ég skal vera hjá ömmu minni,
og gera allt sem ég get svo sársauk-
anum linni,
ég skal gera allt svo amma mín finni,
að ég sé líka ömmustrákurinn hennar.
(Snæbjörn Valur Lilliendahl)
Elsku afi, við söknum þín. Þínir
strákar,
Erlingur Björn, Tómas Númi
og Þorsteinn Þengill.
Eftir langvarandi veikindi og
heilsubrest hefur góður vinur minn
til margra ára, Heimir Stígsson,
kvatt þennan heim. Fyrstu kynni
mín af honum voru þannig að ég
undraðist ekki síðar hvaða mann
hann hafði að geyma því svo brást
hann vel við bón manns sem hann
þekkti ekki neitt. Ég var að taka
myndir af fólki í Sandgerði og allt í
einu brast eitthvað í myndavélinni
og þá var einhver sem sagðist
þekkja mann í Keflavík sem ætti
góðar græjur. Það hafðist upp á
Heimi og hann lánaði mér bláókunn-
ugum manni myndavél og varð
þetta til þess að mér tókst að ljúka
mínu verki.
Ekki átti ég von á að síðar ættum
við Heimir eftir að verða svona nán-
ir samstarfsmenn fyrir Ljósmynd-
arafélag Íslands sem raun varð á.
Eftir þessi fyrstu kynni mín af
Heimi varð hann sér úti um réttindi
í faginu, lærði hjá Halldóri Einars-
syni ljósmyndara og lauk námi 2.10.
1964, átti eftir að verða þekktur í
Keflavík með Ljósmyndastofu Suð-
urnesja, útskrifaði nema og varð síð-
ar áhrifamikill í stéttinni.
Þegar ég varð formaður félagsins
ungur að árum kom Heimir fljótlega
til liðs við mig þegar hann var kos-
inn ritari og átti það samstarf eftir
að standa árum saman. Heimir tók
síðan við formennsku af mér í 4 ár
þegar ég fór út úr stjórninni og varð
síðan samstarfsmaður minn aftur
þegar ég tók að mér formannsemb-
ættið á ný. Manni finnst ótrúlegt að
rifja upp svona löngu síðar hvað
menn voru reiðubúnir að leggja á
sig án þess að fá fyrir það nokkurn
skapaðan hlut mikla vinnu og kostn-
að til að þjóna sínu félagi og starfs-
stétt og þá dró Heimir ekki af sér
því hann þurfti þó að ferðast frá
Keflavík í hvert sinn sem eitthvað
var á döfinni.
Heimir var alla tíð reiðubúinn til
starfa fyrir félagið og vann að ýms-
um velferðarmálum svo sem mennt-
unarmálum og var sem slíkur lengi
prófnefndarmaður. Fyrir þetta
standa félagar í LÍ í þakkarskuld
við Heimi og hef ég verið beðinn að
koma á framfæri kveðjum og þökk-
um frá Ljósmyndarafélagi Íslands.
Heimir starfaði áður hjá Slökkvi-
liði Keflavíkurflugvallar og auk þess
þjónaði hann varnarliðinu sem ljós-
myndari og m.a. þess vegna náði
hann góðum tökum á enskri tungu
og átti því auðvelt með að sækja sér
viðbótarþekkingu í sínu fagi á ýms-
um námskeiðum í Bandaríkjunum.
Miðlaði hann þekkingu sinni til fé-
laga sinna í ljósmyndarafélaginu,
sérstaklega eftir að hann sótti nám-
skeið í retús-meðferð á litmyndum.
Við hjónin áttum gott og vinsam-
legt samband við þau hjón Öldu og
Heimi við ýmis tækifæri tengd sam-
komum og ferðalögum hjá Ljós-
myndarafélagi Íslands.
Við sendum Öldu og fjölskyldunni
hugheilar samúðarkveðjur á þessari
stundu þegar komið er að leiðarlok-
um og megi minningin lifa um góðan
dreng. Mér þykir leitt að geta ekki
fylgt Heimi síðasta spölinn en vegna
annarrar jarðarfarar í nánustu fjöl-
skyldu á sama tíma þá getur það
ekki orðið. Ég kveð þig, kæri vinur,
og minnist þess hve gott var að eiga
þig að.
Þórir H. Óskarsson.
Kveðja frá Menningarsviði
Reykjanesbæjar
Heimir Stígsson kom við sögu
bæjarfélagsins með margvíslegum
hætti en þó einkum sem ljósmynd-
ari. Hann var lærður ljósmyndari og
starfrækti ljósmyndastofu í um 40
ár. Fjöldi fólks vann í skemmri og
lengri tíma hjá honum og áttu sumir
eftir að helga sig þessu starfi.
Myndasafn hans er nú í eigu
Byggðasafns Reykjanesbæjar. Í
safninu eru um 25 þúsund passa-
myndir, töluvert stórt safn ferming-
ar-, brúðkaups- og fjölskyldumynda.
Þá tók hann fréttamyndir fyrir
Morgunblaðið, vettvangsmyndir
fyrir lögreglu og almennar bæjar-
lífsmyndir. Þá kom Heimir að fjölda
verkefna við útvegun og vinnslu
mynda á vegum bæjarins, félaga-
samtaka og fyrirtækja.
Hér er um að ræða ómetanleg
verðmæti fyrir sögu bæjarfélagsins.
Sú saga sem birtist í myndum
Heimis sýnir samfélagið í mótun,
uppbyggingu mannvirkja, manna-
mót,
tísku og tíðaranda. Þótt 40 ár séu
ekki langur tími í þjóðarsögunni þá
eru þessir áratugir einhverjir þeir
mögnuðustu sem þjóðin hefur lifað
og mikilvægi þeirra fyrir skilning
okkar á sögunni eiga aðeins eftir að
aukast.
Það ber vitni um menningarlegan
þrótt hvers samfélags að halda vel
utan um sögu sína. Áhugi á sögunni
er alltaf fyrir hendi og með netinu
er auðveldara að miðla sögunni og
þar skiptir sköpum að eiga gott og
fjölbreytt myndasafn.
Heimi var mjög annt um að
myndasafn hans kæmist í hendur
bæjarfélagsins og lagði töluvert af
mörkum við frágang safnsins á síð-
ustu árum sínum. Hann var einstakt
ljúfmenni og fróður um menn og
málefni.
Myndasafn Heimis mun halda
uppi nafni hans um ókomna tíð og
þökkum við honum fyrir þetta mik-
ilvæga framlag til menningarlífs
bæjarfélagsins.
Valgerður Guðmundsdóttir og
Sigrún Ásta Jónsdóttir.
Heimir Stígsson
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is
MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM
OG FYLGIHLUTUM
Sendum myndalista
✝
Hjartkær eiginkona mín og besti vinur, móðir,
amma, dóttir og systir,
SIGRÚN INGIMARSDÓTTIR
frá Holtskoti,
Skagafirði,
Ljósheimum 22,
Reykjavík,
lést á deild 11 E, Landspítalanum, mánudaginn 3. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar eigin ósk.
Þökkum auðsýnda samúð, og þakkir til allra þeirra sem veittu okkur
styrk og stuðning í erfiðum veikindum hennar.
Sérstakar þakkir fá hjúkrunarfræðingarnir hjá Karitas, fyrir þeirra
ómetanlegu aðstoð og þann styrk sem þeir veittu á heimili hennar.
Einnig fær Kristín Skúladóttir hjúkrunarfræðingur á deild 11 B okkar
innilegustu þakkir fyrir alla þá vinsemd og umhyggju sem hún sýndi
henni í erfiðri sprautumeðferð.
Erlingur A. Jennason,
Guðrún Jónína Karlsdóttir,
Anna Sigrún Guðmundsdóttir,
Bjarni Erlingur Guðmundsson,
Guðrún Jónína Pálsdóttir,
Sigurjón Ingimarsson,
Páll Björgvin Ingimarsson,
Brynleifur Ingimarsson.