Morgunblaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 19
Rauði varaliturinn er búinn að vera vinsæll undanfarin misseri og verður áfram ef marka má hönnuði eins og Dolce og Gabbana, sem notuðu þekjandi djúprauðan lit, og Lanvin, sem var með ljós- ari gegnsærri lit sem settur var á varirnar með fingrunum til að fá léttari og nútímalegri áferð á varirnar. Það mátti sjá rauða varalit- inn í mörgum útgáfum á tískupöllunum fyrir veturinn og er allt leyfilegt; dökkur, ljós, mattur og glansandi. Rauðu varirnar Dolce og Gabbana LanvinGucci Marc Jaobs Klassískt og alltaf vinsælt. Kattaraugað er kraftmikið í ár og mátti sjá það í ýmsum útgáfum á tískupöllunum. Skemmtileg nýbreytni núna er að augn- skuggi er meira notaður til að móta augað eins og mátti sjá hjá Marc Jacobs og fleiri hönnuðum. Hin klassíska eyeliner-lína verður áfram vinsæl í vetur í ýmsum myndum. Lanvin var með fínlega eyeliner-línu á sínum fyrirsætum en bætti við djúpum vínraðum lit á augnlokið, sem gerði augnsvipinn sterkari. Áfram verður vinsæll ljós, húðlitur varalitur með dökkum augum. sibba@mbl.is Kattaraugað Louis Vuitton Grái liturinn verður vinsælli en sá svarti í vetur þó svo hann sé alltaf notaður með. Það mátti sjá gráa lit- inn í mörgum útgáfum; allt frá því að nota hann á einfaldan og mildan hátt á allt augnlokið hjá Badgley Misckha, í mikla skyggingu hjá Marc Jacobs og dökkgráan augnskugga blandaðan bláum lit hjá Versace. Grátt Versace Góðir maskarar þurfa ekki alltaf að vera dýrir. Búið er að prufa þessa þrjá og hafa þeir reynst mjög vel. Allir eru þeir undir tvö þúsund krónum og get- ur það sparað nokkrar krónur í budd- una á ársgrundvelli þegar mælt er með því að skipt sé um maskara á þriggja mánaða fresti. Aqua lash-maskari frá Max Factor. Vatnsheldur maskari sem helst á allan daginn og haggast ekki þó mikið gangi á. 1.569 kr. í Hagkaupum. Eyedeal- maskari frá Gosh. Þykkir augnhárin vel og er með gúmibursta. 1.549 kr. í Hag- kaupum. Þrír góðir Super Volume Mascarafrá Body Shop. Gefur mikla aukaþykkt á augnhárin og er kol- svartur. 1.690 kr. Daglegt líf 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2009 NÚ fer saumaklúbbatíminn að hefjast og þá er um að gera að fara að fletta í uppskriftunum og finna nýjar. Þó er freistandi að nota grillið á svölunum eða pall- inum fram á haustið. Hér er hug- mynd að skemmtilegu snakki, grillbrauði með grískri ídýfu, af sælkeravefnum Vinotek.is. Í rétt- inn er notað austurríska grill- deigið (Grill Dej) frá Wewalka sem fæst í flestum verslunum. Fyrst þarf að útbúa grísku ídýf- una en það sem þarf er: Grísk jógurt, 250 g fetaostur, 250 g fersk mynta, ein lúka af blöðum sítróna, hálf hvítlaukur, tvö rif Byrjið á því að sía fetaostinn frá vökvanum. Setjið ostinn í skál og myljið með gaffli. Bætið jógurtinu saman við og hrærið vel saman með gaffli. Eini vandinn í þessari uppskrift er að fetaostur og grísk jógúrt eru seld í mjög mismunandi stærð- arpakkningum. Við þurfum að blanda þeim nokkurn veginn sam- an til helminga en það er smekks- atriði ef menn vilja örlítið meira jógúrt en ost. Pressið safann úr hálfri sítrónu og hrærið saman við osta- jógúrtblönduna. Saxið myntublöð- in fínt og rífið hvítlaukinn og bæt- ið saman við. Kælið. Þá er að grilla brauðið. Byrjið á því að rífa niður 2-3 hvítlauksrif og blandið saman við góða ólífu- olíu. Best er ef hvítlaukurinn og olían fá að blandast í nokkra klukkutíma. Penslið aðra hliðina á brauðinu með hvítlauksolíunni og leggið síð- an brauðið á sjóðandi heitt grill með pensluðu hliðina niður. Á meðan sú hlið er að grillast pensl- ið þið efri hliðina. Fylgist vel með og verið tilbúin með spaðann að snúa brauðinu við. Það er mjög fljótt að grillast. Snúið við og grill- ið hina hliðina á brauðinu. Berið fram með ídýfunni. www.vinotek.is Gott í gogginn Grillbrauð með grískri ídýfu Sterkir straumar fyrir veturinn F örðun fyrir veturinn er ekki þannig að allt sé slétt og fellt og helst sjáist ekki að ein einasta snyrtivara hafi verið notuð. Hin milda og náttúrulega förðun er á undanhaldi og dökk, kraftmikil augu og rauðar varir verða mest áberandi í vetur. Núna er allt í lagi að blanda þessu tvennu saman, en hingað til hefur það ekki verið talið gott. Inn í þetta læðist samt eitthvað þægilegt fyrir okkur sem erum kannski aðeins feimnar við að fara yfir í svona mikla liti og getum við haldið okkur við „eyeliner“ og ljósar varir þar til við fáum hugrekki í sterku litina. Mikil skygging í andliti er skemmtileg nýjung fyrir veturinn. Undanfarið hefur skygging verið mild en í vetur verður hún sterk og látin móta andlitið á kraft- mikinn hátt. Hjá Alessandro Dell’ Acqua var sami litatónninn notaður á kinnbein, augu og varir. Förð- unin hjá Gucci var mjög kraftmikil fyrir veturinn; dökk augu, mikil og sterk skygging og rauðar varir. Skygging Alessandro Dell’ Acqua Marc Jacobs Badgley Mischka Hilmar Jensson og Marc Ducret ásamt Jim Black Björn Thoroddsen og Ulf Wakenius Guðmundur Pétursson: Ologies NASA Föstudag 21.ágústkl 21 Húsið opnar kl 20 Forsala hafin á midi.is reykjavikjazz.is Gít ark on ser tá rsi ns !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.