Morgunblaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 16
Heimild: Debrett’s Presidents of the United States of America * eiga börn Joseph Patrick yngri (1915-44) Fórst í flugslysi í síðari heims- styrjöldinni John Fitzgerald (1917-63) 35. forseti . Bandaríkjanna Myrtur g. 1953 Jacqueline Lee Bouvier (1929-94) Kathleen (1920-48) Fórst í flugslysi g. 1944 William John Robert Cavendish, Markgreifi af Hartington (1917-44) Eunice Mary (1921-2009) g. 1953 Robert Sargent Shriver (1915- ) Robert Francis (1925-68) Öldunga- deildar- þingmaður Myrtur g. 1950 Ethel Skakel (1928- ) Patricia (1924-2006) g. 1954 Peter Lawford (1923-84) Skildu 1966 Rosemary (1918-2005) Á stofnun frá árinu 1941 Jean Ann (1928- ) g. 1956 Stephen Edward Smith (1927- ) Öldunga- deildar- þingmaður. Var fyrst kjörinn á þing 1962 Edward Moore (1932-2009) g. Virginia Joan Bennett (1936- ) g. 1914 Rose Elizabeth Fitzgerald (1890-1995)Joseph Patrick Kennedy (1888-1969) sendiherra í Bretlandi Dóttir (fædd andvana 1956) Caroline Bouvier (1957- ) g. 1987 Edwin Arthur Schlossberg John F. Jr (1960-99) Fórst í fluglsysi ásamt konu sinni, Carolyn, og systur hennar Patrick Bouvier (1963) Dó skömmu eftir fæðingu vegna öndunar- erfiðleika Robert Sargent (1954- ) Maria Owings (1955- ) g. Arnold Schwarzenegger Timothy Perry (1959- ) g. Linda Potter Kathleen Hartington (1951- ) g. David Lee Townsend* Joseph Patrick III (1952- ) g. Sheila Brewster Rauch* Robert Francis yngri (1954- ) David Anthony (1955-84) Dó af völdum of stórs skammts af heróíni Mary Courtney (1956- ) Michael Le Moine (1958-97) Dó í skíðaslysi Mary Kerry (1959- ) Christopher George (1963- ) g. Sheila Sinclair Berner Matthew Maxwell Taylor (1965- ) Douglas Harriman (1967- ) Rory Elizabeth Katherine (1968- ) Christopher Kennedy (1955- ) g. Jean Edith Olsson Sydney Maleia (1956- ) g. Peter James McKelvy Victoria Francis (1958- ) Stephen (1957- ) William Kennedy (1960- ) Sýknaður af ákæru um nauðgun 1991 Amanda Mary (ættleidd) (1967- ) Kara Anne (1960- ) Edward Moore yngri (1961- ) Fótur tekinn af vegna krabbameins 1973 Patrick Joseph (1967- ) Fjölskylda Josephs og Rose Kennedy varð fyrir hverju áfallinu á fætur öðru á hálfri öld. Fjögur af níu börnum hjónanna voru myrt eða fórust í flugslysi og fjögur barnabörn þeirra dóu ung að aldri Var einn af áhrifamestu og reyndustu öldungadeildar- þingmönnum í sögu Bandaríkjanna Edward Kennedy ÆTTARTRÉ KENNEDY-FJÖLSKYLDUNNAR Öldungadeildarþingmaðurinn Edward Kennedy lést á heimili sínu í Massachusetts í fyrrakvöld, 77 ára að aldri, um ári eftir að hann greindist með heilakrabbamein. Þar með lauk tímabili Kennedy-bræðranna sem settu mjög mark sitt á bandarísk stjórnmál í hálfa öld. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is EDWARD Kennedy, sem lést í fyrrakvöld, 77 ára að aldri, hefur ver- ið lýst sem „frjálslynda ljóninu“ í bandarískum stjórnmálum. Hann var mjög umdeildur en sat í öld- ungadeild Bandaríkjaþings í nær hálfa öld og varð einn af áhrifamestu þingmönnum í sögu Bandaríkjanna. Kennedy var á margan hátt ímynd bandarískra yfirstéttarmanna, með próf frá einum af virtustu háskól- unum á norðausturströnd Bandaríkj- anna, og andstæðingar hans segja að staða hans hafi gert honum kleift að halda velli í stjórnmálunum þrátt fyrir hneykslismál í einkalífi hans. Líf hans var þó enginn dans á rósum því hann og fjölskylda hans urðu fyr- ir hverju áfallinu á fætur öðru, til að mynda þegar bræður hans, John F. og Robert, voru myrtir. Eftir morðin var Edward oft bor- inn saman við bræður sína og hann átti erfitt með að standa undir vænt- ingunum sem gerðar voru til hans. Vikið úr skóla Edward Moore Kennedy, oft kall- aður Ted Kennedy, fæddist 22. febr- úar 1932 og var níunda og yngsta barn Josephs og Rose Kennedy. Þau voru bæði af írsku bergi brotin og komin af auðugum stjórnmálamönn- um. Faðir Rose var borgarstjóri Boston og faðir Josephs átti sæti á þingi Massachusetts. Joseph Kenn- edy var sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi fyrir síðari heimsstyrjöld- ina. Edward Kennedy hóf nám við Harvard-háskóla árið 1950 en honum var vikið úr skólanum ári síðar fyrir prófsvindl. Hann hafði fengið vin sinn til að taka fyrir sig próf í spænsku, fagi sem hann hafði van- rækt. Kennedy gekk þá í herinn og gegndi herþjónustu í Evrópu í tvö ár. Hann hóf síðan aftur nám við Har- vard-háskóla, lauk þar námi í sögu og stjórnsýslu árið 1956 og laganámi við Virginíu-háskóla þremur árum síðar. Hann hóf afskipti af stjórnmálum árið 1958, þegar hann aðstoðaði bróður sinn, John F., í kosningum til öldungadeildarinnar. Þegar John varð forseti í janúar 1961 losnaði sæti hans í öldungadeildinni fyrir Massachusetts. Edward var þá of ungur til að taka við þingsætinu því samkvæmt stjórnarskránni þurfa þingmenn deildarinnar að vera orðn- ir þrítugir. Forsetinn bað því ríkis- stjóra Massachusetts að skipa vin Kennedy-fjölskyldunnar á þingið til bráðabirgða, eða þar til Edward yrði kjörgengur til deildarinnar. Edward sigraði síðan í kosningum í Massachusetts árið 1962 og varð þá yngsti þingmaður öldungadeild- arinnar. Eftir það var hann sjö sinn- um endurkjörinn í deildina. Þetta var blómaskeið Kennedy- bræðranna en fjölskyldan varð fyrir hverju áfallinu á fætur öðru næstu árin. John F. var myrtur í nóvember 1963 og ári síðar mátti litlu muna að Edward færist í flugslysi þegar að- stoðarmaður hans og flugmaður létu lífið. Edward var dreginn úr flaki flugvélarinnar með bak- og rifbrot, auk þess sem lungað féll saman. Örlagaríkt slys Robert Kennedy var síðan myrtur á kosningaferðalagi í júní 1968 þegar hann sóttist eftir því að verða for- setaefni demókrata. Margir töldu þá að Edward yrði næsta forsetaefni Kennedy- fjölskyldunnar en sá draumur varð nánast að engu ári síðar þegar hann ók bíl út af brú á eyjunni Chappa- quiddick í Massachusetts. Ung kona sem var með honum í bílnum, Mary Jo Kopechne, beið bana. Edward tókst að synda úr bílnum og hann fór á hótel sitt og skýrði ekki frá slysinu fyrr en ellefu stundum síðar. Sjó- menn fundu lík konunnar í bílnum morguninn eftir. Við rannsókn á mál- inu komu fram vísbendingar um að konan hefði líklega verið á lífi í bíln- um í nokkrar klukkustundir og hægt hefði verið að bjarga henni. Edward játaði að hafa farið af slysstaðnum án þess að reyna að bjarga konunni og bar því við að hann hefði verið í losti. Hann fékk tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þrálátur orðrómur var um að Edward hefði ekki skýrt frá slysinu strax vegna þess að hann hefði verið drukkinn. Málið var mikill álits- hnekkir fyrir hann og varð til þess að hann gaf ekki kost á sér í forseta- embættið á árunum 1972 og 1976. Hann bauð sig þó fram í forkosn- ingum demókrata árið 1980 gegn sitjandi forseta, Jimmy Carter, en tapaði. Ósigurinn var einkum rakinn til illa skipulagðrar kosningabaráttu og slæmrar frammistöðu Kennedys í sjónvarpsviðtali þegar hann gat ekki svarað einfaldri spurningu frétta- manns CBS: „Hvers vegna viltu verða forseti?“ Bandarísk æsifréttablöð lýstu oft Edward Kennedy sem flagara og drykkjurafti og ferli hans sem stjórnmálamanns virtist vera lokið árið 1991 eftir að systursonur hans, William Smith, var ákærður fyrir að nauðga stúlku eftir að hafa skemmt sér með Edward á næturklúbbi í Flórída. Þingmanninum tókst þó að snúa vörn í sókn og náði endurkjöri með öruggum sigri í kosningum árið 1994. Síðustu árin gat Edward Kennedy sér orð fyrir að vera einn af áhrifa- mestu þingmönnum í sögu Banda- ríkjanna. Hann þótti mjög slyngur í því að mynda bandalög á þinginu, vann oft með repúblikönum til að knýja fram lagafrumvörp. Hann lagði m.a. mikla áherslu á umbætur í heilbrigðis- og menntamálum og barðist fyrir réttindum innflytjenda. Jafnvel þegar vinsældir repúblik- ana voru mestar og margir þing- menn demókrata reyndu að þvo af sér frjálslyndisstimpilinn var Edw- ard Kennedy stoltur af því að vera „frjálslynda ljónið“ í Washington. „Frjálslynda ljónið“ fallið frá  Edward Kennedy varð einn af áhrifamestu og merkustu þingmönnum í sögu Bandaríkjanna þrátt fyrir fjölmörg áföll í lífinu  Hálfrar aldar tímabili Kennedy-bræðranna lokið Þríeykið Kennedy-bræður, John, Robert og Edward, í Hyannis Port 20. júlí 1960, árið áður en John F. Kennedy tók við forsetaembættinu. 16 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2009 BARACK Obama Bandaríkjaforseti lofaði lífsferil og arfleifð Edwards M. Kennedys í sjónvarpsávarpi í gær og sagði hann „einn hæfasta Bandaríkjamanninn sem hefði þjón- að lýðræði landsins. Enginn annar naut viðlíka virðingar hjá báðum hópum öldungadeildarinnar“, sagði Obama. Barack Obama og Edward Kenn- edy störfuðu saman meðan á kosn- ingabaráttu Obama stóð á síðasta ári og þótti stuðningur Kennedys vega þungt fyrir forsetaframboð Obama. Þeir hittust að sögn bandarískra fjölmiðla síðast fyrir nokkrum mán- uðum en að sögn aðstoðarmanna Obama ræddust þeir stöku sinnum við í síma. Þá mun deilan um um- bætur í bandaríska heilbrigðiskerf- inu hafa verið efst á baugi en Kenn- edy var einn dyggasti stuðnings- maður Obama á þinginu í þeim efnum. Minnst víða um heim Fyrrverandi Bandaríkjaforseti, repúblikaninn George W. Bush, sem Kennedy gagnrýndi m.a. vegna Íraksstríðsins, minntist Kennedys í gær og sagði hann hafa verið „ástríðufullan mann sem barðist af hörku fyrir sannfæringu sinni“. Leiðtogar víða um heim minntust Kennedys í gær og sagði Gordon Brown, forsætisráðherra Bret- lands, að Kennedy yrði syrgður í öllum álfum heims. „Ég er stoltur af að hafa átt hann að vini,“ sagði Brown. Þá lofaði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Kennedy sem mann er hefði verið „rödd þeirra sem annars hefði ekki heyrst til“. Edward M. Kennedy verður jarð- settur á laugardaginn í Arlington- þjóðargrafreitnum skammt frá Washington þar sem hann mun hvíla í námunda við legstaði bræðra sinna Johns F. og Roberts Kenn- edys. jmv@mbl.is Einn hæfasti þjónn bandarísks lýðræðis Reuters Minning Obama ávarpaði banda- rísku þjóðina í minningu Kennedys.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.