Morgunblaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
FREGNIR af áformum Íslands-
banka um að lækka höfuðstól lána og
breyta myntkörfulánum yfir í óverð-
tryggð lán í krónum hafa vakið mikla
athygli, ekki síst hjá þeim tugþús-
undum fasteigendaeigenda sem eru
með útistandandi lán og sífellt þyngri
greiðslubyrði. Margir spyrja sig hvað
aðrar lánastofnanir ætla að gera og
hvort ekki þurfi að gæta jafnræðis
meðal skuldara.
Umræða um niðurfellingu skulda
hefur farið fram innan bankakerfisins
og samkvæmt heimildum blaðsins
ræddu stjórnendur bankanna sín á
milli í gær án þess að einhver nið-
urstaða hafi fengist. Kallað er eftir
skýrri stefnu frá stjórnvöldum um
hvort og til hvaða almennra aðgerða
verður gripið. Bent er á að ríkið komi
að öllum stærstu lánveitendunum,
þ.e. Íbúðalánasjóði og ríkisbönk-
unum, og samræmi verði að vera
þeirra á milli og sem mest jafnræði á
milli lántakenda.
Svigrúm lánastofnana er enn-
fremur mismikið til einhverra af-
skrifta. Efnahagsreikningur Íslands-
banka og Nýja Kaupþings liggja fyrir
og þar er svigrúmið sagt meira en t.d.
hjá Landsbankanum. Þá er samsetn-
ing lána mismunandi eftir stofnunum
þar sem t.d. engin myntkörfulán hafa
verið í boði hjá Íbúðalánasjóði og van-
skil ekki eins mikil og hjá bönkunum,
þar sem hærri lán voru einnig veitt.
Hermann Björnsson, fram-
kvæmdastjóri viðskiptabankasviðs
Nýja Kaupþings, segir bankann ekki
hafa ákveðið sambærilega leið og Ís-
landsbanki, að lækka höfuðstól lána
og breyta gengistryggðum erlendum
íbúðalánum í óverðtryggð krónulán.
Íslandsbanki hafi heldur ekki lagt öll
spilin á borðið og margt óljóst ennþá.
Þessi mál séu hins vegar til stöðugrar
skoðunar innan bankans en Kaup-
þing kynnti fyrr í sumar svonefnda
skuldaaðlögun, þar sem viðskipta-
vinum er boðið að greiða af íbúða-
lánum samkvæmt greiðslugetu. Til
slíkra sértækra aðgerða geti bankinn
gripið en það sé á forræði stjórnvalda
en ekki bankanna að ákveða almenn-
ar niðurfærslur á skuldum fólks. Það
sé ekki verkefni lánastofnana að fara
í samkeppni um úrræði vegna
greiðsluerfiðleika fólks.
Í skuldaaðlögun Kaupþings eru
umfram-upphæðir settar á biðlán og
Hermann bendir á að umræðan hafi í
kjölfarið þróast út í heimildir fyrir
einhvers konar afskriftir. „Við fögn-
um því, það hefur alltaf verið skoðun
okkar að þörf sé á afskriftum. Það er
þá byggt á sértækum aðgerðum. Við
köllum eftir skýrari sýn, hún er eðli-
lega í mótun hjá bæði bönkum og
stjórnvöldum. Viðskiptavinir okkar
eru eðlilega hugsi yfir stöðu mála og
mikilvægt að þeir fái fastara land
undir fætur,“ segir Hermann.
Aðspurður segir hann mikið hafa
verið spurt um skuldaaðlögun Kaup-
þings en tvennt hafi dregið úr þeirri
eftirspurn; annars vegar gengi krón-
unnar og hins vegar sú staðreynd að
lántakendur bíði margir hverjir eftir
einhverjum almennum aðgerðum,
sem ekki sé von ef marka megi um-
mæli félags- og fjármálaráðherra.
Skuldaaðlögun til skoðunar
Hjá Landsbankanum fengust þau
svör að skuldaaðlögun væri til skoð-
unar innan bankans en ekkert nánar
gefið upp að sinni eða hvort farin yrði
svipuð leið og Íslandsbanki hefur
kynnt.
Landsbankinn kynnti í vor óverð-
tryggð íbúðalán sem valkost fyrir þá
viðskiptavini með erlend lán sem
vildu losna undan gengisáhættu og
töldu að óverðtryggðir vextir myndu
lækka. Vaxtakjör á þessum lánum
eru nú 9,5% en boðið er upp á
greiðsluaðlögun fram í maí 2011. Til
þess tíma greiða lántakar ekki af-
borganir af höfuðstól og að hámarki
7% vexti. Mismunurinn á óverð-
tryggðum íbúðalánavöxtum Lands-
bankans og greiddum vöxtum kemur
síðan til hækkunar á höfuðstóli láns-
ins og greiðist niður á afborgunar-
tímabilinu.
Hjá Landsbankanum fengust þau
svör að mikill áhugi hafi verið fyrir
þessum lánum. Þar sem gengi krón-
unnar hafi lækkað síðan í apríl hafi
þeir aðilar sem skuldbreyttu erlendu
láni yfir í óverðtryggt lán notið góðs
af þeirri þróun.
Kallað eftir samræmi
Kaupþing og Landsbankinn ekki ákveðið að fara sömu leið og Íslandsbanki en
segja skuldaaðlögun vera til skoðunar Svigrúm bankanna talið vera mismikið
Lánastofnanir kalla eftir sam-
ræmdum aðgerðum og skýrri
stefnu frá stjórnvöldum ef fella á
niður íbúðarlánaskuldir. Gæta
þurfi jafnræðis á milli lántakenda.
Íbúðalánin lækkuð
Hve mörg lán eru í umferð?
Þau skipta tugþúsundum og fjölg-
aði hratt á síðustu árum. Hjá Íbúða-
lánasjóði eru lántakendur ríflega 49
þúsund og fjöldi lána ríflega 93 þús-
und. Hjá bönkum og sparisjóðum
eru lánin um 40 þúsund talsins en
ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um
fjölda lántakenda hjá lífeyrissjóð-
unum.
Hverjar eru skuldir og eignir?
Talið er að útistandandi íbúðalán séu
um 1.400 milljarðar króna en mesta
óvissan er hjá bönkunum. Fyrir hrunið
stóðu íbúðalán þeirra í nærri 500 millj-
örðum kr. en hafa hækkað síðan. Hjá
Íbúðalánasjóði nema lánin um 650 ma.
kr. og í lok júní sl. var upphæðin 170 ma.
kr. hjá lífeyrissjóðum. Heildareignir fólks
í fasteignum eru um 2.400 milljarðar.
S&S
GUÐJÓN Rún-
arsson, fram-
kvæmdastjóri
Samtaka fjár-
málafyrirtækja,
segir að allt frá
bankahruninu
hafi samtökin
unnið með
stjórnvöldum og
bönkunum um
samræmingu að-
gerða vegna greiðsluerfiðleika
fólks. Einstök fjármálafyrirtæki
hafi verið að þróa ýmsar lausnir
fyrir sína viðskiptavini.
„Félagsmálaráðherra hefur verið
að ræða um afskriftir af töpuðum
útlánum. Það hljóta að þurfa að
vera einhver samræmd viðmið sem
menn koma sér saman um til að
vinna eftir,“ segir Guðjón og reikn-
ar með að nefndin sem félagsmála-
ráðherra skipaði til að fara yfir úr-
ræði skuldara muni skoða málið í
samhengi og eiga góða samvinnu
við fjármálafyrirtækin. Það sé hag-
ur allra aðila að halda greiðslum í
skilum og vinna sameiginlega að
einhverjum lausnum.
Koma sér saman um
samræmt viðmið
Guðjón
Rúnarsson
GYLFI Magnús-
son viðskipta-
ráðherra segir
það jákvætt ef
bankarnir taka
frumkvæði í að
kynna nýjar
lausnir fyrir fólk
í greiðsluerfið-
leikum. Stjórn-
völd styðji eftir
megni slíka viðleitni og geti með
ýmsum hætti liðkað til fyrir nýjum
úrræðum. Öll úrræði verði þó á
ábyrgð fyrirtækjanna og byggjast á
viðskiptalegum forsendum.
„Bankarnir standa frammi fyrir
því að þeir eru með talsvert af út-
lánum sem ekki verða endurgreidd
að fullu, bæði hjá fyrirtækjum og
heimilum, og þeir verða að vinna úr
því. Samningar geta þá falið í sér
einhverja niðurfellingu skulda en
gæta verður jafnræðis að því marki
sem hægt er. Það verða að vera
gegnsæjar og opinberar reglur
þannig að fólki sé ekki mismunað á
bakvið tjöldin,“ segir Gylfi og bend-
ir á að staða lántakenda sé mismun-
andi eftir lánastofnunum. Verst sé
staðan hjá bönkunum.
Má ekki mismuna
fólki bakvið tjöldin
Gylfi Magnússon
ÞÓRÐUR Björn
Sigurðsson, for-
maður Hags-
munasamtaka
heimilanna, segir
það jákvætt að
umræðan um
íbúðalán og
greiðsluvanda
heimilanna snúist
ekki lengur um
hvort grípa eigi
til einhverra aðgerða heldur hvern-
ig skuli gera það. Fagnar hann
áformum Íslandsbanka og annarra
banka, sem velta fyrir sér einhvers
konar leiðréttingum á lánum. Það sé
hins vegar umhugsunarvert að færa
lánin yfir í óverðtryggðar krónur,
þá komi upp spurning um vaxta-
kjörin. Hagsmunasamtök heimil-
anna hafi bent á þann möguleika að
halda verðtryggingarákvæðinu inni
og miða við 1. janúar árið 2008.
„Forsendubrestur hefur orðið í
öllum lánasamningum og því ber að
leiðrétta öll lán, ekki bara sum. Við
teljum ekki forsvaranlegt að bara
annar aðilinn í lánasamningum taki
á sig áhættu af þróun gengis og
verðbólgu,“ segir Þórður.
Ekki lengur hvort
heldur hvernig
Þórður Björn
Sigurðsson
DANSKIR við-
skiptabankar eru
margir hverjir
farnir að bjóða
viðskiptavinum
sínum að greiða
aðeins vexti af
húsnæðislánum
til næstu tíu ára.
Áður hefur fólki
í greiðsluerfiðleikum boðist þetta
til fjögurra ára í senn. Höfuðstóll
lánanna helst þá óbreyttur þar sem
verðtrygging lána tíðkast ekki í
Danmörku líkt og hér og vextir af
lánum eru ennfremur mun lægri.
Vilja dönsku bankarnir með þess-
um nýju leiðum koma til móts við
þá sem eiga í greiðsluvanda eða eru
líklegir til að lenda í erfiðleikum.
Dönum boðið að
greiða bara vextina
„VIÐ fylgjum
straumnum og
erum aðilar að
þeim samstarfs-
samningum sem
gerðir hafa verið
í kjölfar banka-
hrunsins, eins og
varðandi
greiðslu-
aðlögun,“ segir
Hrafn Magnús-
son, framkvæmdastjóri Lands-
samtaka lífeyrissjóða, og veit ekki
til þess að nokkur umræða hafi far-
ið fram innan lífeyrissjóða um
lækkun höfuðstóls íbúðalána. Hrafn
segir lítið hafa borið á vanskilum
með íbúðalán sjóðfélaga, enda eng-
in gengistryggð lán í boði, en til-
mælum hafi verið beint til lífeyris-
sjóða um hvernig taka eigi á málum
ef upp koma greiðsluerfiðleikar.
Boðið hafi verið upp á lengingu
lánstímans og frystingu á greiðsl-
um og töluvert margir nýtt sér það.
„Við munum hins vegar skoða þessi
mál aftur núna í haust og bera sam-
an bækur okkar,“ segir Hrafn.
Lífeyrissjóðirnir
fylgja straumnum
Hrafn
Magnússon
SKULDSETNING íslenskra heim-
ila er með því mesta sem þekkist
meðal þróaðra ríkja, nánast sama
við hvað er miðað. Sem hlutfall af
ráðstöfunartekjum eru skuldirnar
einnig miklar en samkvæmt upplýs-
ingum frá Seðlabankanum er ríflega
helmingur heimila með húsnæð-
isskuldir sem nema innan við þre-
földum ráðstöfunartekjum þeirra á
ári. Fjórðungur heimila er með
skuldir yfir 500% af árstekjum en
dreifingin sést nánar hér til hliðar.
Seðlabankinn telur greiðslubyrði
lána hins vegar vera viðráðanlega
fyrir flesta. Um 77% heimila verja
innan við 40% tekna í afborganir
íbúða-, bíla- og yfirdráttarlána.
Gríðarleg skuldsetning
íslenskra fasteignaeigenda
!" #$
" "% &
#
# &% "
'
" &"( )
*"$+,"
( %-# %$#
Fjórðungur heimila með íbúðarskuldir yfir 500% af tekjum
15