Morgunblaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 22
ÞEIRRAR til-
hneigingar gætir æ
meira í almennri um-
ræðu að leggja að
jöfnu vísindaleg rök
og þekkingu annars
vegar og rökleysu,
kukl, hjátrú, hjávís-
indi, sögusagnir og
óljósa fortíðardýrkun
hins vegar. Þrösk-
uldur fjölmiðla gagn-
vart óvísindalegu
efni er lágur og umræðan magn-
ast upp á spjall- og bloggsíðum, í
spjallþáttum ljósvakamiðla og í
svokölluðum lífsstílstímaritum.
Alvarlegt dæmi um þetta er
umræða um ímynduð tengsl ein-
hverfu og bólusetninga sem alltaf
skýtur öðru hverju upp kollinum
hér á landi. Ábyrgð þeirra sem
halda þessari umræðu á lofti er
mikil, því foreldrar sem láta
blekkjast og láta ekki bólusetja
börnin sín, leggja líf barnanna
sinna og annarra í hættu.
Bólusetningar
valda ekki einhverfu
Einn af hverjum fjórum Banda-
ríkjamönnum telur að bólusetn-
ingar geti valdið einhverfu. Talið
er að rekja megi mislingafaraldur
í Bandaríkjunum árið 2008 til
þess hversu margir ákveða að
láta ekki bólusetja börnin. Hettu-
sótt og kíghósti hafa einnig sótt í
sig veðrið af sömu ástæðu. Allt
frá þeim tíma þegar þessi um-
ræða kom fyrst upp, fyrir um tíu
árum, hafa farið fram umfangs-
miklar rannsóknir til að kanna
hvort bólusetningar geti mögu-
lega orsakað einhverfu. Engar
vísindalegar niðurstöður benda
til þess. Hins vegar sýna fjöl-
margar rannsóknir að bólusetn-
ingar vernda börn gegn lífs-
hættulegum
sjúkdómum. En þrátt
fyrir að virtar vís-
indastofnanir hafi
sent frá sér yfirlýs-
ingar um að bólu-
setningar valdi ekki
einhverfu, lifir um-
ræðan góðu lífi í
samfélaginu, meðal
annars í fjölmiðlum
og netheimum.
Sjálfskipaðir sér-
fræðingar um
erfðabreytt bygg
Annað dæmi um hversu afvega
umræða um vísindaleg málefni á
það til að fara, er umræða um
ræktun á erfðabreyttu byggi hér
á landi í vor. Þar var enginn
skortur á sjálfskipuðum sérfræð-
ingum sem vöruðu almenning við
þeirri stórkostlegu hættu sem
fælist í því að „sleppa erfða-
breyttum lífverum í íslenskri
náttúru“. Í fjölmiðlum var það
áberandi að vísindaleg og tilfinn-
ingaleg sjónarmið voru lögð að
jöfnu. Sjálfskipuðum sérfræð-
ingum var gefið sama vægi og
raunverulegum vísindamönnum á
þessu sviði. Þannig tókst um tíma
að sá fræjum efasemda meðal al-
mennings, þó engin raunveruleg
hætta sé fólgin í því að rækta
erfðabreytt bygg á Íslandi,
hvorki fyrir umhverfið né menn.
Þessi umræða hefur nú leitt til
þess að óprúttnir einstaklingar
hafa eyðilagt mikilvæga tilraun-
aræktun nýsköpunarfyrirtækisins
ORF Líftækni í Gunnarsholti.
Það er mikið áhyggjuefni fyrir ís-
Eftir Eirík
Sigurðsson
»Hins vegar sýna fjöl-
margar rannsóknir
að bólusetningar vernda
börn gegn lífshættu-
legum sjúkdómum.
Eiríkur
Sigurðsson
Lítið gert
úr vísindum
22 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2009
Ítarleg umfjöllun um EM 2009 í Morgunblaðinu
Við höldum með
stelpunum okkar
HIN NÝJA staða
sem er komin uppi í
Icesave-málinu hefur
opnað möguleika á að
fara aðrar leiðir í
þessu hagsmunamáli
þjóðarinnar. Enn-
fremur hefur komið
fram við þá rækilegu
umfjöllun sem málið
hefur hlotið að þeir
tveir kostir sem hafa
verið í stöðunni, nefnilega að sam-
þykkja eða fella samninginn, eru
báðir ófærir. Ef við borgum ekki
Icesave þá fæst ekki lánsfé inn í
landið og engin fyrirtæki geta end-
urfjármagnað sig og fara þar með á
hausinn, t.d. Landsvirkjun. Hinn
kosturinn er að skrifa undir Ice-
save- samningana (óbreytta), en þá
er aldeilis óvíst að nokkurn tímann
verði hægt að vinna fyrir vöxtum af
erlendum lánum þjóðarinnar, og
jafnvel þótt svo ólíklega vildi til að
það tækist að skrapa saman nægi-
lega margar íslenskar krónur í
landinu þá myndi krónan hríðfalla
þegar reynt yrði að skipta henni í
stórum stíl út fyrir gjaldeyri til
þess að greiða afborganir og vexti.
Semsé tvær ófærar leiðir.
Sem betur fer er til ágæt þriðja
leið sem verður rakin hér. Íslenskir
bankamenn höfðu heljartök á ís-
lensku samfélagi, þeir stjórnuðu
upplýsingaflæðinu til fólksins gegn-
um fjölmiðla sína, höfðu áhrif á há-
skólasamfélagið, stjórnmálaflokka
og allar lýðræðisstofnanir sam-
félagsins. Íslendingar sættu sig við
að borga langhæstu vexti í heimi,
kaupa ónýt hlutabréf og síðar að
borga tapið fyrir bankana. Íslenskir
bankamenn fóru jafn illa með
breskan almúga, tóku sparifé hans
og notuðu til eigin þarfa. Íslenskur
almenningur er á nákvæmlega
sama báti og breskur, deilan ætti
að standa milli samein-
aðs íslensks og bresks
almennings gegn ís-
lenskum bankamönn-
um. Samt hefur tekist
að etja íslenskum al-
múga gegn breskum í
þessari deilu og ís-
lensku bankaeigend-
urnir sitja stikkfríir í
áhorfendastúkunum og
horfa á slagsmálin, í
boði alþingis.
Í hvað fór féð af Ice-
save reikningunum? Jú, í lán til eig-
enda bankanna, lán til tengdra að-
ila, til áhættufjárfestinga, til þess
að fjármagna sölu á gjaldþrota fyr-
irtækjum eigenda bankanna, í arð-
greiðslur í eigin vasa, einkaþotur,
bónusgreiðslur, ofurlaun o.s.fr. Ice-
save-málið ætti að snúast um að
endurheimta þetta illa fengna fé
Forstjóri FME benti nýlega á að
þótt „útrásin“ væri augljóslega
svindlbóla þá myndi taka óheyri-
legan tíma að fara í gegnum mál
bankanna, það skortir aðstöðu,
mannafla, fé, reynslu, tíma o.s.fr.
Íslenskt réttarkerfi og embættis-
mannakerfi mun aldrei geta leitt
þetta mál til lykta við núverandi að-
stæður. Hvað er þá til ráða? Svarið
er að draga ekki lappirnar við að
setja sanngjörn og réttlát lög og
skattareglur. Reyna ætti að ná
samningum við Breta um eftirfar-
andi tvöföldu leið: Breskir aðilar
koma með mannafla og þekkingu til
þess að rannsaka viðskipti Lands-
bankans. Allar færslur sem ljóst
mátti vera að ykju skuldastöðu
bankans (og þar með íslensks al-
mennings) verða látnar ganga til
baka, þannig verður féð endurheimt
úr félögum fyrri eigenda Lands-
bankans og notað upp í Icesave-
greiðslur. Með mannafla frá Bret-
um væri kannske hægt að ná þessu
til baka í núverandi lagaumhverfi,
en ef það reynist ógerlegt þá þyrfti
að styðja við málið með sanngjarni
löggjöf sem einfaldar og flýtir máls-
meðferð.
Hinn armurinn er að allt íslenskt
fé sem Bretar geta leitað uppi á
Bresku Jómfrúaeyjunum og öðrum
skattaskjólum verði lagt í pott.
Samtímis setja Íslendingar löggjöf
um að fyrirtæki sem hafa þurft að
fá aðstoð frá ríkissjóði, eða skuldir
þeirra gjaldfallið á ríkið (t.d. gegn-
um bankana) eigi að endurgreiða
útgreiddan arð fyrri ára. Enn-
fremur verði lagður 95% skattur á
arð af skortstöðutöku gegn íslensku
krónunni. Þannig (og með öðrum
ráðum sem of langt mál yrði að
rekja hér) myndi mest allt fé í pott-
inum endurheimtast og hægt að
nota til að niðurgreiða Icesave.
Þess má geta að arðgreiðslu nú
gjaldþrota fyrirtækja og hagnaður
af skortstöðu gegn krónunni hafa
numið margföldum skuldbindingum
Icesave.
Það gekk hratt og snurðulaust að
breyta landslögum þannig að af-
henda mátti fáeinum einkaaðilum
alla sameign íslensku þjóðarinnar,
hvers vegna er svona miklu erfiðara
að breyta lögunum í hina áttina til
þess að endurheimta illa fengið fé?
Lagasetning er ekkert annað en að
færa í orð það sem endurspeglar
réttlætiskennd þjóðar. Það er sífellt
verið að lagfæra lög og aðlaga þau
nýjum veruleika, það væri í hæsta
máta óeðlilegt að hinar algerlega
nýju aðstæður sem nú eru komnar
upp krefðust ekki nýrra lagasetn-
inga. Kosturinn við þessa aðferð,
fyrir utan að hún er ódýrust, er að
á þennan hátt myndum við end-
urheimta orðspor okkar erlendis,
því nágrannaþjóðir okkar horfa
agndofa á að Íslendingar virðast
ekki ætla í neitt uppgjör við ger-
endur bankahrunsins.
Eftir Andrés
Magnússon
» Íslenskur
og breskur
almúgi er á sama báti,
Icesave-deilan ætti að
standa milli sameinaðs
íslensks- og bresks al-
mennings gegn íslensk-
um bankamönnum.
Andrés Magnússon
Höfundur er læknir.
Hin eðlilega leið
í Icesave- málinu
KÆRI herra fjár-
málaráðherra, Stein-
grímur Jóhann Sig-
fússon. Um þessar
mundir hefur þú
gegnt starfi fjár-
málaráðherra í rúma
átta mánuði og ættir
því að vera orðinn
flestum hnútum
kunnugur í starfinu.
Þar að auki ert þú
eldri en tveggja vetra í íslenskum
stjórnmálum og hefur því haft
tækifæri til að kynna þér málin
betur en hinn almenni Íslendingur.
Þann tíma sem þú varst í stjórn-
arandstöðu hafðir þú sterkar skoð-
anir á flestum hlutum og fórst
ekki leynt með þær.
Ég hef ekki ástæðu til
að ætla að þessar
skoðanir þínar hafi
farið neitt, en hins
vegar fer minna fyrir
opinberum lýsingum
þínum á þeim, sem
mér þykir miður. Eftir
fjármálahrunið sem
varð hér í fyrrahaust,
og raunar þar á undan
líka, tjáðir þú þig
gjarnan um nauðsyn
gegnsæis og góðs sið-
ferðis í íslensku viðskiptalífi. Þinn
stjórnmálaflokkur, VG, hefur einn-
ig rækilega minnt á þetta í gegn-
um tíðina.
Þið Jóhanna lögðuð mikla
áherslu á það við myndun rík-
isstjórnarinnar að endurreisn Ís-
lands yrði gerð uppi á borðum og
horft væri til gegnsæis og upplýs-
inga til almennings (þú leiðréttir
mig ef ég fer rangt með). Ég vil
einnig minna hér á öll þau orð sem
þú og þínir samflokksmenn höfðuð
um það sem þið kallið gjarnan
„einkavinavæðingu“ á árunum í
kringum síðust aldamót. Ég vil
hafa það alveg á hreinu hér að ég
er að rifja þetta upp þér til hróss
og til að undirstrika væntingar
mínar til þín, sem ég deili örugg-
lega með mörgum öðrum.
Það sem fær mig til að skrifa
þetta bréf til þín og setja niður
þennan formála er það sem mig
grunar að sé að gerast í íslensku
viðskiptalífi í dag. Mér sýnist á
öllu, og flest það sem ég hef heyrt
staðfestir grun minn, að nú sé í
gangi eitt mesta spillingarskeið í
viðskiptalífinu frá upphafi. Margt
er keimlíkt því sem gerðist í Rúss-
landi eftir hrun kommúnismans.
Ég leyfi mér að halda því fram að
„einkavinavæðingin“ svokallaða sé
sem léleg upphitun fyrir það sem
nú er í gangi. Í dag sitja örfáir
einstaklingar að kjötkötlunum og
maka krókinn fyrir sig og sína.
Um er að ræða skilanefndirnar og
stjórnendur nýju bankanna, sem
voru líka flestir stjórnendur gömlu
bankanna. Bankarnir hafa alla
þræði í viðskiptalífinu og ráða því
algerlega hvaða fyrirtæki lifa, hver
deyja og hvernig. Þeir ráða því
líka hverjir eiga, hverjir mega eiga
og hverjir ekki. Bankarnir hafa
verið að leysa til sín fyrirtæki og
setja sína menn í stjórnir, stund-
um sömu aðilana og stýrðu útlán-
unum til þeirra nokkrum miss-
erum áður að því er virðist. Oft
hefur í gegnum tíðina verið rætt
um kennitöluflakk en slíkt flakk er
stundað í dag af mikilli ástríðu að
því er virðist. Á sama tíma erum
við alveg hlessa á því að kröfuhaf-
ar skuli vera pirraðir. Þú sem fjár-
málaráðherra og handhafi allra
hlutabréfanna í bönkunum ert lyk-
ilmaður í endurreisninni og þeim
siðferðisgildum sem mótuð eru til
framtíðar. Ég vil setja hér fram
nokkrar spurningar sem ég tel mig
og þjóðina eiga rétt á að fá svör
við. Ég vonast eftir skjótum svör-
um og þess verður sérstaklega
gætt að spyrja ekki spurninga sem
geta fallið undir hina margrómuðu
bankaleynd, ekki viljum við fá á
okkur lögbann.
Hversu mörg fyrirtæki hafa rík-
isbankarnir leyst til sín? Ég er
ekki að spyrja um efnahag né inni-
stæður þessara fyrirtækja heldur
bara fjölda (engin bankaleynd yfir
því). Hver eru þessi fyrirtæki sem
bankarnir eiga? Eru þau til sölu
og ef svo er, hvar fær maður upp-
lýsingar um verðmiða og slíkt?
Það eru allir sammála um það,
jafnvel vinstrimenn, að ríkið ætlar
ekki að vera í miklum rekstri á
markaði. Að þeim fyrirtækjum
undanskildum sem bankarnir hafa
leyst til sín, í hversu mörgum fyr-
irtækjum eru fulltrúar bankanna
komnir inn eða í stjórnir? Spyr
Opið bréf til
fjármálaráðherra
Eftir Bjarna
Benediktsson
Bjarni Benediktsson
»Eftir fjármálahrunið
sem varð hér í fyrra-
haust, og raunar þar á
undan líka, var gjarnan
rætt um nauðsyn
gegnsæis og góðs sið-
ferðis í viðskiptalífinu.