Morgunblaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 36
36 Menning MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2009  Annað kvöld verður haldið skemmtikvöld í tengslum við söfn- unina Á allra vörum. Um er að ræða skemmtidagskrá sem verður í beinni útsendingu á SkjáEinum þar sem landsmönnum gefst kostur á að styrkja söfnun fyrir nýju hvíldarheimili fyrir krabbameins- sjúk börn. Fjöldi skemmtiatriða verður á boðstólum í útsending- unni, til dæmis mun Stefanía Svav- arsdóttir, sem er rísandi stjarna í tónlistarheiminum og ný söngkona Stuðmanna, syngja fyrir áhorf- endur, stuðstelpurnar í gam- anleiknum Fúlar á móti, þær Edda Björgvins, Helga Braga og Björk Jakobs koma fram, auk þess sem nýtt myndband við lagið „Von“ með Mannakornum verður frum- sýnt, en sveitin hefur gefið allan ágóða af sölu lagsins til söfnunar- innar. Þá munu þekktir ein- staklingar svara í símann og taka við framlögum, en þar á meðal eru Ragnar Bjarnason, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Jóhanna Guðrún og Bryndís Schram. Frægt fólk tekur á móti framlögum Fólk Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is BJÖRK Guðmundsdóttir hefur fengið Schola cantorum-kórinn til liðs við sig við upptökur á sjónvarpsþætti sem verið er að gera um söng- konuna. Kórinn syngur með henni í þremur lög- um í þættinum, sem er hluti af þáttaröð sem Jón- as Sen er með í bígerð. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Björk nýtur aðstoðar Schola cantorum því kórinn söng inn á plötuna Medúlla, auk þess að hafa komið fram með henni á tónleikum í Frakklandi, Englandi og í Langholtskirkju. Aðspurður segir Benedikt Ingólfsson, verkefnastjóri kórsins og bassa- söngvari, vinnuna með Björk hafa verið sérlega ánægjulega. „Það er svo mikill kraftur í henni, og þetta er sérstaklega skemmtilegt fyrir okkur sem syngjum allt öðruvísi og formfastari tónlist dagsdaglega. En með henni þurfum við að gefa okkur aðeins lausan tauminn, innan ákveðinna marka þó,“ segir Benedikt, en lögin sem kórinn syngur eru „Where Is The Line?“, „Immature“ og „Pleasure Is All Mine“. „Það er mjög áhugavert að sjá þessi lög á nót- um, eins og þau eru skrifuð út, og það er líka gaman að vinna þau með henni. Maður kann nefnilega betur og betur að meta þau eftir hverja hlustun. Mörg þeirra eru kannski svolítið erfið við fyrstu hlustun en svo áttar maður sig á því hvað þetta er vel samið hjá henni. Hún er nefnilega þrusutónskáld,“ segir Benedikt. Þátturinn um Björk verður sýndur í Sjónvarp- inu í vetur. Björk fær Schola cantorum til liðs við sig Morgunblaðið/G.Rúnar Innlifun Björk á tónleikunum í Langholtskirkju.  Síðastliðinn laugardag birtist hér í Morgunblaðinu grein þar sem ætl- unin var að útskýra fyrir lesendum muninn á tveimur íslenskum tón- listarmönnum sem báðir kalla sig Bigga Bix. Ekki vildi betur til en svo að myndatextar í greininni víxl- uðust þannig að lesendur urðu ef- laust enn ruglaðari en áður. Hér að ofan má sjá myndir af þeim fé- lögum, til vinstri er raftónlist- armaðurinn Birgir Sigurðsson (sá eldri) en til hægri er trúbadorinn Birgir Örn Sigurjónsson (sá yngri). Vonandi er þá allur misskilningur úr sögunni. Svo skemmtilega vill annars til að höfundur áðurnefndrar greinar heitir einnig Birgir, og verður hann hér eftir kallaður Biggi Mix. Biggi Bix, Biggi Bix og jafnvel líka Biggi Mix Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is STEFNT var að því að opna nýjan stað í húsinu sem áður hýsti skemmtistaðinn Sirkus í miðbæ Reykjavíkur í júlíbyrjun. Ekki hefur enn orðið af því og að sögn Lofts Loftssonar eiganda staðarins strand- ar allt hjá Reykjavíkurborg. „Staðurinn er nánast tilbúinn en ég þarf að fá teikningarnar samþykktar til að klára það sem eftir er. Málið er á því stigi núna, tveimur mánuðum eftir að ég sótti um leyfið, að bygging- arfulltrúi borgarinnar er að biðja um hljóðvistarskýrslu sem sýnir hljóð- mengun frá húsinu. Ég skil vel að þeir séu varkárir en þegar ég bið byggingarfulltrúa um upplýsingar um hvernig þessi skýrsla lítur út eða fordæmi fyrir henni fæ ég engin svör. Það er líka undarlegt að gera þessar hávaðakröfur til mín þeg- ar það eru margir aðrir skemmti- staðir í nokkurra metra radíus frá húsinu,“ segir Loftur og bætir við að ferlið hafi allt verið mjög leiðinlegt. Aldrei gengið jafn illa „Í upphafi voru allir mjög ánægðir með að nýr staður yrði opnaður í hús- inu en síðan gerðist eitthvað og mér fóru að berast margar athugasemdir. Teikningar eru teknar fyrir á þriðju- dagsfundum hjá borginni og það er mjög eðlilegt að fá athugasemdir eftir þá fundi. Maður fær tækifæri til að leiðrétta þær og skila teikningunum í breyttri mynd inn fyrir næsta fund. Í eitt skipti skilaði ég inn teikningu og fékk athugasemdir, arkitektinn minn fór í frí og náði ekki að skila inn nýj- um teikningum fyrir næsta fund. Þeir tóku þá óvart teikningarnar frá vik- unni áður fyrir aftur og þá fékk ég samt níu nýjar athugasemdir. Ég fór þá að hugsa að það væri einhver þarna inni sem vildi koma í veg fyrir að ég opnaði staðinn.“ Loftur hefur komið að mörgum skemmtistöðum í gegnum tíðina og segir að það hafi aldrei gengið svona illa áður. „Þetta er orðinn mjög lang- ur tími og ég fæ alltaf athugasemd. Mér finnst það undarlegt því það var þarna skemmtistaður áður og við höf- um ekki gert neinar stórtækar breyt- ingar á staðnum. Byggingarfulltrúi hefur rétt á að biðja um hljóðvistarskýrslu ef þú ert að byggja nýtt hús en þetta hús var byggt 1893. Það stendur í reglugerð- inni að ef verið er að fjalla um eldri byggingu skal taka tillit til þess. Það er mjög óraunhæft að ætlast til þess að ég fari að byggja nánast nýtt hús á staðnum,“ segir Loftur, en það er Fasteignafélagið Festar sem á húsið. Loftur segir að hugmynd hans að rekstri í húsinu sé fjarri því sem var þar áður. „Ég er með þá hugmynd að hafa þarna rólegan tónleikastað sem verði lokað snemma. Staðurinn á að Hávaði sagður hindrunin  Erfiðlega gengur að fá leyfi til að opna nýjan skemmtistað í gamla Sirkus- húsinu  Loftur Loftsson fær athugasemd eftir athugasemd frá borginni Morgunblaðið/Kristinn Peran Loftur Loftsson í portinu á bak við húsið þar sem hann ætlar jafnvel að hafa skautasvell yfir vetrartímann. heita Peran og ef ég fæ leyfi vil ég vera með skautasvell úti í portinu og sýna svarthvítar þöglar myndir á stóru tjaldi. Þetta á að vera pínu róm- antískur staður sem verður opnaður snemma á morgnana.“ skæling á laginu „Ice Ice Baby“ með Vanilla Ice og heitir í hinum nýja búningi „Ice Ice Iceland“. „Okkur fannst þessi umræða ekki alveg sanngjörn, fólk var að spyrja hvort við ættum fyrir mat þarna á Íslandi og svona. En um leið erum við ekkert saklaus af því sem komið hefur fyrir. Þannig að það eru engin ein skilaboð í textanum,“ segir Helgi og bætir því við að um ákveðna ádeilu sé að ræða. „Einhverjir gætu haldið að við værum mjög hrokafullir, en við er- um líka að draga okkur Íslendinga Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞAÐ eru svo undarlegir tímar í gangi, og allir eru farnir að tala svo illa um Ísland. Þannig að okkur langaði til þess að koma með smá- mótsvar við því,“ segir Helgi Jean Claessen sem ásamt félaga sínum, Hjálmari Erni Jóhannessyni, hefur vakið töluverða athygli fyrir tónlist- armyndband sem þeir settu á You- tube. Í myndbandinu rappa þeir um ástandið á Íslandi, með mjög gam- ansömum hætti þó. Lagið er skrum- svolítið niður. Við segjum til dæmis að það sé hægt að vinna okkur í hvaða íþrótt sem er, svo lengi sem það sé ekki handbolti karla,“ segir hann og hlær. Myndbandið er fagmannlega gert, og sömuleiðis rappið, en þrátt fyrir það segir Helgi að þeir félagar hafi litla sem enga reynslu af rappi og myndbandagerð. Þeir vöktu hins vegar nokkra athygli fyrir jólin árið 2007 þegar þeir sendu frá sér bókina Konur eru aldrei hamingjusamar því þær eru með svo litlan heila – og karlar rosa pirrandi. „Ice Ice Iceland“ er andsvar við neikvæðri umræðu Helgi og Hjálmar Eru einstaklega svalir í myndbandinu, eins og sjá má. Tveir íslenskir rapparar vekja töluverða athygli á Youtube Magnús Sædal Svavarsson bygg- ingarfulltrúi Reykjavíkurborgar segir að þeir sem sæki um að opna skemmtistað þurfi að uppfylla ákveðna hávaðareglugerð. „Árið 2007 gekk í gildi reglugerð nr. 585 þar sem gerð er grein fyrir því hvaða hávaðastig megi vera inni á svona stöðum og gerðar kröfur um hvernig hávaðinn á að vera deyfður svo hann mengi ekki umhverfið. Það er okkar skylda að framfylgja reglugerðinni og það sem við höf- um óskað eftir hjá þessum umsækj- anda er að hann geri grein fyrir því hvernig hljóðið dreifist frá staðnum m.v. hávaðastigið sem má vera inni,“ segir Magnús. Reglugerðir eru aldrei afturvirkar svo þeir staðir sem voru opnaðir áður en hávað- areglugerðin tók gildi þurfa ekki að uppfylla hana. „En ef það kemur til verulegra breytinga á stað er eins víst að hún gildi.“ Magnús neitar því að farið sé að taka harðar á að veita nýjum stöðum leyfi. „Ekkert nema það sem þessa nýju reglu- gerð varðar.“ Hávaðareglugerð nr. 585

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.