Morgunblaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2009
Í tvo vetur felldi Reykjavíkurborgniður gjald fyrir reykvíska
framhalds- og háskólanemendur í
Strætó. Ákveðið var að í vetur yrði
þessu hætt.
Sú ákvörðun var harðlega gagn-rýnd og nú hefur Reykjavík-
urborg tilkynnt að hvert nema-
kort, sem
reykvískir fram-
halds- og há-
skólanemendur
kaupa hjá
Strætó, verði
niðurgreitt um
„15.000 þúsund
krónur“, að því
er sagði í frétta-
tilkynningu frá
borginni.
Það eru fimmtán milljónir og færvart staðist, en annað í frétta-
tilkynningunni vekur athygli.
Þar segir: „Reykjavíkurborgfelldi niður gjald fyrir reyk-
víska framhalds- og háskólanem-
endur síðastliðin tvö skólaár í til-
raunaskyni. Verkefnið gafst vel og
hefur notið vinsælda nemenda og
bættust milljón farþegar við hóp
viðskiptavina Strætó vegna kort-
anna hvert skólaár. Í könnun sem
gerð var kom fram að 80% náms-
manna sem fara í strætó á annað
borð gera það vegna kortanna, og
að hópur nemenda hætti við að
kaupa einkabíl vegna þeirra.“
Þetta er sem sagt niðurstaðanþegar verkefni gefast vel.
Þá er hætt við þau.
Þetta kallast háskaleg velgengniog eins gott að verkefnið gafst
ekki frábærlega.
Þá hefði Strætó sennilega veriðlagður niður.
Strætó Verkefnið
gafst vel.
Háskaleg velgengni
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 11 skúrir Lúxemborg 24 heiðskírt Algarve 26 heiðskírt
Bolungarvík 10 skýjað Brussel 23 skýjað Madríd 31 heiðskírt
Akureyri 15 skýjað Dublin 17 skýjað Barcelona 27 léttskýjað
Egilsstaðir 11 skýjað Glasgow 17 skýjað Mallorca 30 heiðskírt
Kirkjubæjarkl. 11 rigning London 21 léttskýjað Róm 34 heiðskírt
Nuuk 12 heiðskírt París 26 heiðskírt Aþena 29 léttskýjað
Þórshöfn 12 skýjað Amsterdam 23 heiðskírt Winnipeg 21 léttskýjað
Ósló 18 skýjað Hamborg 22 heiðskírt Montreal 23 léttskýjað
Kaupmannahöfn 21 skýjað Berlín 25 heiðskírt New York 27 léttskýjað
Stokkhólmur 18 heiðskírt Vín 28 skýjað Chicago 19 alskýjað
Helsinki 18 skýjað Moskva 17 léttskýjað Orlando 31 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
27. ágúst Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4.46 1,1 11.17 3,2 17.31 1,4 23.39 2,9 5:57 21:03
ÍSAFJÖRÐUR 0.37 1,8 6.47 0,7 13.20 1,9 19.42 0,9 5:53 21:17
SIGLUFJÖRÐUR 3.24 1,2 9.12 0,6 15.41 1,2 21.53 0,5 5:35 20:59
DJÚPIVOGUR 1.43 0,6 8.07 1,9 14.35 0,8 20.17 1,6 5:24 20:34
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á föstudag og laugardag
Norðanátt, víða 8-13 m/s og
rigning, en þurrt að kalla SV-
lands. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast
syðst.
Á sunnudag
Norðaustan 8-13 m/s NV-
lands, en annars mun hægari.
Rigning á N-verðu landinu, en
skúrir syðra. Hiti 6 til 12 stig,
mildast S-lands.
Á mánudag og þriðjudag
Breytilegar áttir og væta í flest-
um landshlutum. Milt veður.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Norðlægar áttir og hvessir NV-
lands. Dálítil rigning N- og A-
lands, en annars skúrir. Hiti 8
til 15 stig, hlýjast syðst.
EMBÆTTI ríkissaksóknara hefur
ákveðið að fella niður svokallað ís-
bjarnarmál þar sem það þykir ekki
líklegt til sakfellis. Málið varðar
skröksögu um ísbjörn í grennd við
Hofsós í maí sl.
Mbl.is sendi ríkissaksóknara fyr-
irspurn um málið og í svari frá emb-
ættinu kemur fram að málið hafi
verið skoðað með hliðsjón af 120. gr.
almennra hegningarlaga.
Í greininni segir: „Ef maður gabb-
ar lögreglumenn, brunalið, björg-
unarlið eða annað hjálparlið, með því
að kalla eftir hjálp að ástæðulausu
eða með misnotkun brunaboða eða
annarra hættumerkja, þá varðar það
sektum eða [fangelsi] allt að 3 mán-
uðum.“
Í maí bárust fréttavef Morgun-
blaðsins tvær ljósmyndir af hvíta-
birni, úr farsíma, og á annarri þeirra
var nokkur fjöldi fólks í grennd við
björninn. Þegar hringt var í símann
vísaði eigandi hans á félaga sinn,
Sigurð Guðmundsson, verslunar-
mann á Akureyri, en þeir voru í hópi
fólks í skemmtiferð um Skagafjörð.
Sigurður sagði blaðamanni að hóp-
urinn hefði séð hvítabjörn og lýsti
aðstæðum.
Eftir að aftur var hringt í Sigurð
og hann staðfesti fyrri frásögn, var
birt frétt á vefnum. Eftir nokkra
stund kom í ljós að fréttin átti ekki
við rök að styðjast. Sigurður stað-
festi síðar að hann hefði logið.
Ekki gefin út ákæra í ísbjarnarmálinu
Laug að fréttavefnum mbl.is og
sagðist hafa séð ísbjörn við Hofsós
Hvítabjörn Engir ísbirnir hafa sést
á Íslandi á þessu ári.
Smárit Ferðafélags Íslands
Handhægar gönguleiða-
lýsingar til að hafa með
í bakpokanum
Fást á skrifstofu FÍ
og í næstu bókabúð
SKRÁÐU ÞIG INN – DRÍFÐU ÞIG ÚT!
www.fi.is
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | Sími: 568 2533 | Fax: 568 2535 | Netfang: fi@fi.is
Í nýjasta fræðsluriti FÍ, sem er það
fimmtánda í röðinni, er umfjöllunar-
efnið fjalllendið milli Snæfellsness
og Borgarfjarðar. Ritinu er ætlað
að bæta úr skorti á aðgengilegum
leiðarlýsingum og kortum, bæði
varðandi Vatnaleiðina milli Hnappa-
dals og Norðurárdals og eins um
önnur áhugaverð göngusvæði á
þessum slóðum.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111