Morgunblaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 24
24 Umræðan
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2009
Í KVÖLD-
FRÉTTUM í sjón-
varpinu hinn 24.
ágúst var stutt frétt
eða öllu heldur frétta-
tilkynning sem Rík-
isútvarpið birti alger-
lega gagnrýnislaust.
„Fréttin“ fjallaði í að-
alatriðum um það að
nú hefði Sveitarfélag-
ið Ölfus hafið að nýju
vinnu við breytingu á að-
alskipulagi vegna Bitruvirkjunar
og Orkuveita Reykjavíkur hefði
hafið að nýju undirbúning að
virkjun. Sagt var að sveitarfélagið
fullyrti að komið hefði verið á
móts við umhverfiskröfur og að
strangar kröfur væru gerðar til
frágangs.
Það er með ólíkindum að virðu-
leg stofnun í eigu allra lands-
manna eins og RÚV skuli bera
svona nokkuð á borð og það í aðal-
fréttatíma kvöldsins. Það er eins
fjarri sanni og hugsast getur að
nokkuð það hafi breyst varðandi
þessar áætlanir um Bitruvirkjun
sem svari þeim kröf-
um sem gerðar hafa
verið og þeirri gagn-
rýni sem t.d. Hver-
gerðingar hafa haft
uppi varðandi fram-
kvæmdina. Í raun er
málið þannig vaxið að
Bitruvirkjun getur
aldrei orðið ásætt-
anleg framkvæmd
fyrir Hveragerði.
Nægir þar að nefna
fáein atriði:
1. Nálægð virkj-
unarinnar við byggð í Hveragerði
er alltof mikil. Virkjunarsvæðið er
einungis í um 4 km fjarlægð frá
byggðinni og enn styttra frá
vatnsbólum Hveragerðis. Íbúar í
Þorlákshöfn ættu að gera sér í
hugarlund ef setja ætti svona
virkjun 4 km fyrir norðan bæinn
þeirra og þannig að setja sig í
spor Hvergerðinga.
2. Útblástur brennisteinsvetnis
og annarra eitraðra lofttegunda
frá blásandi borholum er ekki og
verður ekki hægt að hreinsa. Enn-
fremur hefur enn ekki verið sýnt
fram á hreinsun brennisteins-
vetnis frá Hellisheiðarvirkjun og
mælingar sýna að mengunaráhrif í
Hveragerði eru talsverð þaðan og
frá Nesjavöllum þótt þær virkj-
anir séu mun lengra frá bænum
en Bitruvirkjun yrði og auk þess
ekki í ríkjandi vindátt eins og
Bitruvirkjun yrði.
3. Auk eiturefna má nefna ann-
að sem lítið hefur verið rætt í um-
fjöllun og mati á Bitruvirkjun en
það er veruleg gufumengun, þ.e.
gufuútblástur er mikill frá svona
virkjun og af allt öðrum stærð-
argráðum en áður hefur þekkst í
Hveragerði eða nágrenni. Slík
mengun er líka áhyggjuefni með
tilliti til veðurfars og sjónmeng-
unar.
4. Virkjunin er ógnun við eina
verðmætustu auðlind nútímans
fyrir Hveragerði, þ.e. vatnsbólin
þar sem hætta er á mengun þeirra
frá afrennslisvatni og frá skolvatni
við borun. Minnsti grunur um það
að virkjunin geti valdið mengun í
vatnsbólum er með öllu óvið-
unandi. Ómengað neysluvatn er
einhver verðmætasta auðlind sem
til er og verður sífellt verðmætari.
5. Önnur umhverfisáhrif Bitru-
virkjunar yrðu óhjákvæmilega
mikil og ekkert það hefur gerst
sem dregur úr þeim frá því Skipu-
lagsstofnun gaf sitt álit og hafnaði
virkjuninni sem óviðunandi. Það
er með öllu óskiljanlegt að haldið
skuli áfram með áform um Bitru-
virkjun með framangreint í huga.
Hveragerðisbær og íbúar þar og í
nágrenninu hafa mjög ríkra hags-
muna að gæta í þessu máli og hef-
ur bæjarstjórn Hveragerðis alfar-
ið og ítrekað lagst gegn
framkvæmdinni. Það er með öllu
óviðunandi að nágrannasveit-
arfélag og orkufyrirtæki skuli
ætla sér að valta svona yfir rúm-
lega 2.300 manna sveitarfélag og
stofna tilvist þess og grundvall-
armannréttindum íbúanna í hættu.
Auk þess hafa fjölmargir máls-
metandi aðilar lagst mjög hart
gegn þessari framkvæmd og stutt
Hvergerðinga í þeirri baráttu sem
þeir hafa háð og ennfremur fært
enn fleiri rök gegn framgangi
málsins.
Ég vil hvetja fjölmiðla til að
kynna sér allar hliðar þessa máls
áður en þeir lepja upp það sem
hentar virkjunaraðilunum. Ég vil
ennfremur hvetja íbúa Ölfuss og
okkar ágætu nágranna til að
kynna sér málið og það hvernig
bæjaryfirvöld í þeirra sveitarfélagi
haga sér gagnvart nágrannasveit-
arfélaginu og í raun a.m.k. hluta
íbúa síns eigin sveitarfélags líka.
Það er nóg komið af 2007 hegðun í
þessu samfélagi og ættu flestir að
hafa lært af biturri reynslu að það
þarf að skoða allar hliðar máls vel
áður en áfram er vaðið í villu og
svíma og að það ber að hlusta á og
taka mið af málefnalegri gagnrýni.
Ef það hefði verið gert á ýmsum
sviðum undanfarin ár væri þjóðin
ekki eins illa stödd og raun ber
vitni núna. Bitruvirkjun er ekki til
þess fallin að bjarga íslensku þjóð-
félagi eða efnahag, til þess eru
margir aðrir og mun betri kostir.
Eftir Eyþór H.
Ólafsson » Í raun er málið þann-
ig vaxið að Bitru-
virkjun getur aldrei orð-
ið ásættanleg
framkvæmd fyrir
Hveragerði.
Eyþór H. Ólafsson
Höfundur er verkfræðingur og forseti
bæjarstjórnar Hveragerðis.
Gagnrýnislaus fréttaflutningur
ALLT frá falli
múrsins hafa menn
verið að finna merki-
leg gögn, og í þessum
gögnum Politburo og
miðstjórnar Sov-
étríkjanna fyrrver-
andi er hægt að finna
gögn sem segja frá
áformum Rockefell-
er- og Rothschild-
liðsins, eða Commit-
tee of 300. Árið 1992
vildi svo til að Vladimir Bukovsky
fékk aðgang að þessum gögnum.
Hann skrifaði síðan bókina
EUSSR The Soviet Roots of
European Integration og síðan
hafa þessi gögn einnig verið sett
á netið.
Í þessum gögnum frá tímum
Sovétríkjanna fyrrverandi kemur
fram sú hugmynd um að breyta
Evrópska efnahagssvæðinu í eitt
ríkjasamband. Nú, þessi hugmynd
hafði reyndar verið samþykkt af
hálfu vinstri flokkanna í Evrópu
og Moskvuvaldsins sem sameig-
inlegt markmið er Mikael Gorbac-
hev nefndi okkar „sameiginlega
evrópska heimili“. Árið 1989 fór
svo sendinefnd á vegum Trilateral
Commission til Gorbachev. Í
þessari sendinefnd var fyrrver-
andi forsætisráðherra Japans Ya-
suhiro Nakasone, fyrrverandi for-
sætisráðherra Frakklands Valéry
Giscard d’Estaing, David Rocke-
feller og Henry Kissinger. Þessi
sendinefnd ráðlagði
honum Mikail Gor-
bachev að hann yrði
að taka þátt í sam-
starfi með fjár-
málastofnunum
heimsins, þ.e.a.s.
GATT, IMF og Al-
þjóðabankanum
(World Bank). Síðan
segir Giscard d’Esta-
ing: „Hr. forseti ég
get ekki sagt þér ná-
kvæmlega hvenær
þetta mun eiga sér
stað, líklega innan við 15 ár, en
Evrópa á eftir að verða ríkja-
samband og þú verður að búa
sjálfan þig undir það. Þú verður
vinna með okkur, og leiðtogum
Evrópu.“ Þetta var í janúar árið
1989 eða áður en Maastricht-
samkomulagið hafði verið sam-
þykkt, en hvernig gat Giscard
d’Estaing sagt að þetta ætti eftir
að eiga sér stað eftir innan við 15
ár? Nú og hvernig stendur á því
að Giscard d’Estaing varð síðar
meir einmitt höfundur að þessari
stjórnarskrá Evrópusambands-
ins?
ESB eins og Sovét
Þann 19. júlí 1990 viðurkenndi
Jacques Delors, fyrrum forseti
framkvæmdarstjórnar ESB, að
þetta samstarf hefði verið í gangi
við Sovétríkin fyrrverandi. Henry
Kissinger talaði reyndar um sam-
band er átti að ná frá Atlandshafi
yfir til Úralfjalla, eða EU plús
USSR. Nú, heppnin var hins veg-
ar með Sovétríkjunum fyrrver-
andi þar sem múrinn hrundi, en
eftir situr samt sem áður þetta
þróaða sósíalistaeinræði þeirra,
sem nú í dag heitir ESB er átti
að sameinast við Sovétríkin fyrr-
verandi og undir nafninu
„EUSSR“.
Menn hafa síðan séð hvað það
hefur tekist vel til að þróa þetta
fyrirkomulag ESB eftir sovéskri
fyrirmynd. Sjálf framkvæmda-
stjórn ESB líkist því óneitanlega
þessu fyrrverandi sovéska Polit-
buro, þar sem menn eru skipaðir í
hana á bakvið tjöldin og alls ekki
kosnir, þar sem þessi strengja-
brúðu-framkvæmdastjórn ræður
svo að segja öllu, með öllum þess-
um víðtæku áhrifum, auk þess
sem menn í framkvæmdastjórn
bera alls ekki neina ábyrgð, hvað
þá þurfa að svara fyrir sig. Það er
reyndar hægt að draga fram eina
undantekningu frá þessu, þar sem
Pulitburo í Sovét fyrrverandi var
oftast nær með 13 til 15 manns í
stjórn, en í framkvæmdastjórn
ESB sitja hins vegar 25 manns.
ESB-þingið er auk þess ekkert
ósvipað því sem var í Supreme
Soviet fyrrverandi þar sem ESB-
þingmenn geta alls ekki komið
með eða lagt fram lagafrumvörp,
aðeins hafnað og samþykkt frum-
vörp framkvæmdastjórnar. Ofan á
allt geta ESB-þingmenn alls ekki
mótmælt neinu ef marka má mót-
mælin sem voru í ESB- þinginu
þann 12.12. 2007. Auk þess líkist
þetta 80 þúsund blaðsíðna ESB-
regluverk fyrrverandi Sovét-
regluverkinu Gosplan. Það eina
sem vantar upp á er KGB og Gú-
lag, þá er þetta eins og gömlu
Sovétríkin. Ef lýðræði kæmist á
ESB þá myndi báknið hrynja
Okkar ESB-sinnar hérna vilja
alls ekki segja að þetta sé einræði
í ESB, nei, nei. Þeir hafa hins
vegar fundið upp annað nýtt orð
yfir þetta allt saman, þ.e. „lýð-
ræðishalli“. Þetta er svona eins
og newspeak frá George Orwell.
En hvers vegna ættum við að
óska eftir því að vera í ESB undir
öllum þessum ólýðræðislegu
stjórnarháttum, eða þar sem
þingmenn ESB geta ekki lagt
fram lagafrumvörp, og þar sem
þeir hafa nánast sagt engan tíma
(1 til 2 mín.) til að veita andsvör
við öllu því sem er þvingað og
kúgað ofan í þá? Það geta allir
séð hvaða tilgangi allt þetta sósí-
alista-einræðisfyrirkomulag þjón-
ar, þar sem landslög aðildarríkja
víkja orðið fyrir lögum- ESB.
Hvernig geta menn ímyndað sér
að við Íslendingar getum haft ein-
hver áhrif inni í þessu ESB-
bákni? Ef hins vegar lýðræði
kæmist á ESB þá myndi þetta
ESB- bákn hrynja algjörlega, rétt
eins og raunin varð með Sov-
étríkin fyrrverandi.
Leynisamningar um
„EUSSR“ og sósíal-
istaeinræðið ESB
Eftir Þorstein Sch.
Thorsteinsson
»Hvernig geta menn
ímyndað sér að við
Íslendingar getum haft
einhver áhrif inni í
þessu ESB-bákni?
Þorsteinn Scheving
Thorsteinsson
Höfundur er formaður Samstarfs-
nefndar trúfélaga fyrir heimsfriði.
UNDIR ritstjórn höfðingjanna
Matthíasar Johannesens og Styrmis
Gunnarssonar var Morgunblaðið
skeleggasti andstæðingur kvóta-
kerfisins og ESB. Nú hefur dæmið
heldur betur snúist við hvað varðar
skrif Morgunblaðsins. Heilu opn-
urnar af skrifum sem mæra hið
ólýðræðislega og ósanngjarna
kvótakerfi hafa birtst í Morg-
unblaðinu að undanförnu og jafnvel
ritstjórnargreinar blaðsins taka í
sama streng auk þess sem jákvæð
skrif blaðsins um ESB, bæði rit-
stjórnargreinar og önnur skrif, hafa
aukist að mun og fer fjölgandi.
Hvað veldur?
Meðan Ólafur Stephensen, núver-
andi ritstjóri Morgunblaðsins, var
ritstjóri 24 stunda bar ekki á slíkum
skoðunum hjá Ólafi. Eru það e.t.v.
nýir eigendur Morgunblaðsins sem
hér hafa snúið blaðinu við? Fyrri
eigendur voru búnir að koma
blaðinu í þrot en í þeim hópi voru
m.a. Björgólfsfeðgar. Í raun og veru
má segja að blaðið hafi verið komið í
eigu Glitnis vegna skulda þess við
þann banka sem síðar komst í eigu
ríkisins. Sagt er að þessi ríkisbanki
hafi fellt niður stóran hluta skulda
blaðsins við sig og síðan selt afgang-
inn til núverandi eigenda. Þetta er
betri meðferð af hálfu banka heldur
en flestir skuldarar mega búast við
og margir eiga nú um sárt að binda
vegna hörku bankanna í innheimtu
skulda almennra borgara.
Gamla sagan um Jón og séra Jón
er því enn í fullu gildi þrátt fyrir
vinstristjórn sem ætti nú að vera
Jónunum hliðhollari. Þetta er auð-
vitað bara enn ein vísbending til al-
mennra kjósenda um að það er eng-
inn munur á þeim
flokkum sem nú
fara með stjórn
landsins og hin-
um sem áður fóru
með landið í þrot
vegna pólitískrar
spillingar þeirra.
Það er því úr
vöndu að ráða
fyrir kjósendur í
komandi kosn-
ingum, nema boðið verði upp á aðra
kosti en fjórflokkinn og rugludall-
ana í Borgarahreyfingunni. Hvað
varðar núverandi eigendur blaðsins
er það ljóst að handhafar kvóta sem
komið hafa inn í reksturinn ráða
miklu um það hver stefna blaðsins
er. Það skal þó sagt Morgunblaðinu
til hróss að það tekur enn á móti
greinum frá almennum borgurum
hvort sem þeir eru með eða á móti
stefnu blaðsins. Það sama verður
ekki sagt um Fréttablaðið og DV,
þar sem ritstjórnir þessara blaða
eru greinilega hallar undir núver-
andi stjórnarflokka og þá sér-
staklega Samfylkinguna.
Það sem verra er er að það sama
virðist vera upp á teningnum hvað
varðar ríkisútvarpið þar sem áróð-
ursþættir sem miða að því að fegra
og réttlæta aðild að ESB vaða nú
uppi dag eftir dag. Það er alvarleg
misnotkun á ríkisfjölmiðli að ljá
máls á slíkum pólitískum þáttum
sem eiga að nafninu til að heita
fræðsluþættir. En sem betur fer þá
stendur það upp úr að Morg-
unblaðið er enn langbesta blaðið og
sá prentmiðill sem þjóðin treystir
best.
HERMANN ÞÓRÐARSON,
fyrrverandi flugumferðarstjóri.
Breytt stefna
Morgunblaðsins
Frá Hermanni Þórðarsyni:
Hermann
Þórðarson
IN SHORT: I KNOW WHAT WORKS AND YOU DON'T
Sigríður Pála Konráðsdóttir
Consultant
13th Floor, Smáratorg 3, Kópavogur
Phone: +354 862 6356 – E-mail: sigridur.konradsdottir@bifrost.is
Fréttir í
tölvupósti