Morgunblaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2009 Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is „ÞETTA var æðislega skemmtilegt,“ segir Hilmar Páll Hannesson, 15 ára, sem ásamt Línu Dóru, 12 ára systur sinni, sigldi Dögun til sigurs í 13. umferð Reykjavíkurmótsins í siglingum sl. þriðjudag. Í tölvupósti sem barst á ritstjórn Morgunblaðsins segir m.a.: „Um miðja keppni var Dögun í 3. sæti, Ís- molinn í því fyrsta og Lilja í öðru. Brá áhöfn Dögunar á það ráð að láta Hilmar Pál og að auðvitað trúi hann því! Hilmar hefur stundað siglingar í tvö ár. Hann byrjaði á að sigla á svokölluðum Opt- imist en er núna kominn á Tópas, sem er stærri bátur. Systur hans tvær, áðurnefnd Lína Dóra og tvíburasystir hans Hulda Lilja, eru líka í siglingunum. „Við höfum æft alveg fjórum sinnum í viku og í vetur verður æft tvisvar í viku,“ segir Hilmar. Hann viður- kennir að þau séu dálítið montin af því að hafa farið þarna fram úr öllum. „Jú, jú, það var mjög flott.“ Línu Dóru um stjórnina, enda þaulvanir kænusiglarar á ferð. Ekki þurfti að spyrja að leikslokum, Dögun náði að vinna upp forskot hinna bátanna og komast 42 sekúndum fram úr Ísmolanum.“ Hilmar segir að félagar hans á Dögun hafi fullyrt að það hafi skipt sköpum að þau systkinin tóku þarna við stjórninni. „Við fengum að taka við stýrinu, það var mjög fínt. Þeir sögðu að það hefði breytt öllu, að við hefðum unnið út af því. Ég er ekki alveg viss,“ segir Hilmar sposkur en játar því svo Dögun Í áhöfninni með Hilmari og Línu Dóru voru Magnús Waage og Magnús Arason. Systkini sigldu til sigurs Tveir ungir siglingakappar, Lína Dóra og Hilmar Páll Hannesarbörn, sigldu úr 3. sæti í það fyrsta og voru 42 sek. á undan Ísmolanum í mark Ljósmynd/Magnús Arason MENNTARÁÐ Reykjavíkur- borgar sam- þykkti í gær um- sókn Mennta- skólans ehf. um stofnun sjálfstætt starfandi grunn- skóla í Reykjavík. Edda Huld Sig- urðardóttir skólastjóri segir að nú verði að bíða eftir að mennta- málaráðuneytið afgreiði umsóknina. „Okkur er ekkert að vanbúnaði,“ segir Edda Huld. „Ef okkur tekst að fjármagna starfið með fjár- framlögum fram að áramótum þarf borgin ekki að bera kostnað af starf- inu þessa önnina,“ segir Edda Huld, innt eftir svörum við gagnrýni þess efnis að ekki sé rétt að verja auknu fé í nýja skóla eins og staðan sé í samfélaginu. Hún segir að 40 börn á aldrinum 5-10 ára séu skráð í skól- ann, sem verður starfræktur í hús- næði gömlu Heilsuverndarstöðv- arinnar við Barónsstíg. jmv@mbl.is Menntaráð samþykkir nýj- an grunnskóla Skólinn verður við Barónsstíg. ALLS hafa 162 greinst með inflúensu A (H1N1) á Íslandi frá því að veiran greindist fyrst á landinu í maí, samkvæmt upp- lýsingum frá Landlæknisemb- ættinu. Meðal smit- aðra eru 87 karlar og 75 konur en ekki er vitað um alvarleg veikindi af völdum inflúensunnar hér á landi. Flest tilfelli svínaflensusmita hafa greinst á höfuðborgarsvæðinu eða 107 og næst koma Suðurnes með 16 tilfelli. Þá hafa 12 greinst á Vest- urlandi og 10 á Austurlandi. Fleiri greinast með svínaflensu á Íslandi Gríma Flensan herjar á heiminn. MAÐURINN sem setið hefur í gæsluvarðhaldi grunaður um hafa ráðið Braga Friðþjófssyni í Hafnarfirði bana fyrir rúmri viku hefur játað verknaðinn. Þegar rann- sókn málsins verður að fullu lokið verður það sent til ríkissaksókn- ara, að því er Friðrik Björg- vinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, greinir frá. Það var aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku sem Bragi fannst lát- inn í leiguhúsnæði í Dalshrauni. Sá sem játaði verknaðinn var handtekinn á staðnum í annarlegu ástandi. Játaði manndrápið í Hafnarfirði Bragi Friðþjófsson Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is ÞÓTT verðið á matnum sem skól- arnir kaupa fyrir grunnskólanem- endur verði hærra en gjaldið sem Reykjavíkurborg innheimtir af for- eldrum vegna skólamáltíða mun það ekki koma niður á gæðum matarins, að því er Ásgeir Beinteinsson, skóla- stjóri Háteigsskóla, fullyrðir. „Það var vitað síðastliðinn vetur að maturinn yrði miklu dýrari. Sú ákvörðun var hins vegar tekin að hækka ekki verðið á matnum fyrir nemendur. Reykjavíkurborg og skólarnir taka mismuninn á sig til þess að auka ekki kostnað foreldr- anna. Okkur dettur ekki í hug að láta þetta koma niður á gæðum matarins. Við breytum ekki matseðlinum til þess að bjóða upp á ódýrari mat. En við höfum alltaf hagað rekstrinum þannig að þetta verði eins ódýrt og hægt er án þess að dregið hafi verið úr gæðakröfum,“ segir Ásgeir. Máltíð fyrir grunnskólanemana í Reykjavík kostar nú 250 krónur og er mánaðargjald vegna matar- áskriftar 5.000 krónur samkvæmt gjaldskrá borgarráðs. Mögulega endurskoðað „Gjaldið hefur reyndar stundum gert aðeins betur en að duga fyrir hráefninu og þá hefur mismunurinn verið hugsaður til endurnýjunar á búnaði í mötuneytinu ef þurft hefur og kannski eitthvað til launa- greiðslna. Við munum sjá þegar líð- ur á haustið hvort það sem innheimt er hjá foreldrum og það sem við kaupum á móti stemmir vel saman. Mögulega þarf að endurskoða þetta um áramótin. Ef þetta skekkir mikið rekstur hjá einstökum skólum verð- ur rætt við fjármálastjóra mennta- sviðs og svo fara menn bara yfir hlutina,“ tekur Ásgeir fram. Matseðli ekki breytt þótt verðið hækki Ekki dregið úr gæðum skólamatar Vitað var síðastliðinn vetur að matur yrði dýrari. Reykjavíkur- borg ákvað samt að hækka ekki gjaldið vegna skólamáltíða í vet- ur heldur lækka. Borgin og skól- arnir taka á sig mismuninn. Í HNOTSKURN »Verð í mötuneytum ígrunnskólum Reykjavíkur er nú 250 kr. en var áður 250 til 300 kr. »Ekki þarf að greiða meðfleiri börnum en tveimur á hverju lögheimili. »Skólunum hefur veriðbættur kostnaðurinn vegna þessara atriða. STÓRU-Vogaskóli í sveitarfélaginu Vogum var annar tveggja grunnskóla af 124 skólum í 39 sveitarfélögum sem buðu upp á ókeypis skólamáltíðir samkvæmt könn- un Neytendastofu fyrir tveimur árum. Það gerir Stóru- Vogaskóli enn, að sögn skólastjórans, Svövu Bogadótt- ur. Nemendur í Stóru-Vogaskóla eru 215 og er maturinn yfirleitt eldaður í skólanum sjálfum. „Miðað við 5.000 króna mánaðargjald fyrir mataráskrift í grunnskólum Reykjavíkur er kostnaðurinn sem leggst aukalega á sveitarfélagið hér vegna frírra skólamáltíða nær 10 milljónir króna,“ segir Svava. Hún segir það hafa verið yfirlýstan vilja sveitarfélagsins að halda áfram að bjóða upp á fríar skólamáltíðir í vetur þótt ljóst væri að verð á hráefni myndi hækka. „Ég veit svo sem ekki hvað sveitarfélög ákveða sín á milli þegar líður á veturinn en eins og staðan er í dag verður þetta áfram svona.“ Foreldrar grunnskólabarnanna eru að vonum afar ánægðir með til- högun mála, að því er Svava greinir frá. Á matseðlinum í Stóru-Vogaskóla í dag er ostgratíneraður fiskur með brúnum grjónum og soðnu grænmeti. „Það er alltaf boðið upp á grænmetis- og ávaxtaborð og er það mjög vin- sælt. Næringarráðgjafi fer yfir innihald matarins. Það eru ekki gerðar minni kröfur þótt maturinn sé ókeypis fyrir börnin,“ segir Svava. Ostgratíneraði fiskurinn ókeypis og einnig allar aðrar máltíðir Svava Bogadóttir „ÞAÐ á að byggja hérna ráðhús, stolt allra landsmanna. Úr föstu formi leysist upp, teygist út til andannaaaaaaaa,“ var sungið í aðdraganda bygg- ingar Ráðhúss Reykjavíkur í Tjörninni. Ráðhúsið reis við misjöfn viðbrögð „allra landsmanna“ og hefur verið þar síðan. Á Tjörninni sjálfri synda ennþá endur, slétt sama um deilur sem rísa milli „allra landsmanna“ um hin og þessi málefni. Ráðhúsið mun væntanlega um framtíð alla vera í Tjörninni og endur munu áfram synda þar, eins og þær gerðu endur fyrir löngu. sia@mbl.is Morgunblaðið/Heiddi ALLRA LANDSMANNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.