Morgunblaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 33
Dagbók 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2009 Sudoku Frumstig 1 4 9 2 2 4 8 3 9 2 5 1 6 6 4 8 6 1 1 9 7 8 3 2 1 4 8 3 9 5 7 6 6 7 4 1 8 2 7 8 9 3 1 6 2 7 4 2 6 2 3 4 7 8 9 3 1 6 9 5 4 7 6 9 3 6 9 8 4 7 1 8 6 7 4 5 3 9 1 2 8 1 9 8 2 4 7 5 6 3 5 2 3 1 6 8 9 4 7 4 3 7 9 2 1 6 8 5 9 5 6 3 8 4 7 1 2 2 8 1 7 5 6 3 9 4 7 4 2 6 1 5 8 3 9 3 6 9 8 7 2 4 5 1 8 1 5 4 9 3 2 7 6 4 9 2 1 7 3 8 6 5 8 3 5 2 9 6 4 7 1 7 1 6 4 8 5 9 3 2 1 5 4 9 6 7 3 2 8 2 6 9 3 4 8 1 5 7 3 8 7 5 1 2 6 4 9 5 4 1 7 3 9 2 8 6 6 2 3 8 5 1 7 9 4 9 7 8 6 2 4 5 1 3 3 5 2 8 9 6 7 4 1 9 4 6 3 1 7 2 5 8 8 7 1 4 5 2 9 6 3 1 3 4 2 7 8 6 9 5 7 9 5 6 4 1 8 3 2 2 6 8 9 3 5 4 1 7 4 2 9 5 8 3 1 7 6 5 8 7 1 6 9 3 2 4 6 1 3 7 2 4 5 8 9 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 27. ágúst, 239. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyr- ir vini sína. (Jh. 15, 13.) Stóra brennivínsmálið á Alþingihefur valdið Víkverja hugar- angri fyrir margra hluta sakir. Sig- mundur Ernir Rúnarsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, var sakaður um ósæmilega framkomu á Alþingi. Sagður hafa mætt drukkinn til um- ræðna eftir boð hjá MP-banka. Boðið er reyndar kafli út af fyrir sig. x x x Víkverji er fyrst og fremst hissa áSigmundi Erni. Eftir grjót- harða neitun sá hann að sér, við- urkenndi mistök og baðst velvirð- ingar á dómgreindarbresti sínum. Sagðist hafa smakkað það en ekki fundið til áhrifa mjaðarins. Um áhrif- in dæmir þingmaðurinn sjálfur. x x x Hvers vegna þingmaður en um-fram allt þaulreyndur fjöl- miðlamaður, sem Sigmundur Ernir er, kýs að grípa til lyginnar undir þessum kringumstæðum, er Víkverja hulin ráðgáta. Sigmundur Ernir er maður að meiri að hafa á endanum séð að sér en Víkverji sá ekki að fram kæmi afsökunarbeiðni vegna lyg- innar. Hann sagði þjóðinni ósatt. Það er miður og traustið trosnað. x x x Víkverji rifjaði í fljótheitum uppfjölmörg mál sem snerta dóm- greindarbrest stjórnmálamanna fyrr og nú. Ef þröngt er skoðað og mörkin dregin við feilspor í dansinum við Bakkus kemur tylft manna upp í hugann. Sumir sluppu með skrekk- inn, aðrir fyrir horn með mála- myndaathygli fjölmiðla og enn aðrir sættu ábyrgð, misstu jafnvel stöðu sína. Það breytir þó engu um gjörðir Sigmundar Ernis og hvorki fegrar stöðu hans né bætir. x x x Eftir hrunið mikla í fyrrahausthafa stjórnmálamenn, ekki síst flokkur Sigmundar Ernis, tíðum tal- að um hið nýja Ísland, þar á meðal um heiðarleika. Þó kann að vera að Víkverja hafi bara dreymt þessa um- ræðu eftir eitt rauðvínsglös eða tvö. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 reiðilegt á svip, 8 legill, 9 hlunn- indin, 10 fugls, 11 nirfill, 13 skrika til, 15 tappa- gat, 18 reif, 21 kriki, 22 lokka, 23 lítill bátur, 24 jarðaði. Lóðrétt | 2 horskur, 3 falla í dropum, 4 ótti, 5 guðirnir, 6 hugarfar, 7 elska, 12 ætt, 14 bók- stafur, 15 fokka, 16 eld- stæði, 17 beitti þjöl, 18 glyrna, 19 styrkið, 20 spilið. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 yrkja, 4 falsa, 7 japla, 8 risar, 9 rúm, 11 rýrt, 13 knár, 14 ýlfur, 15 skýr, 17 ókum, 20 err, 22 pausi, 23 öldur, 24 róaði, 25 geiga. Lóðrétt: 1 yljar, 2 kopar, 3 apar, 4 form, 5 lasin, 6 aurar, 10 úlfur, 12 Týr, 13 kró, 15 sýpur, 16 ýsuna, 18 koddi, 19 merja, 20 eimi, 21 röng. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 d5 4. Rc3 Be7 5. Bf4 O-O 6. e3 c5 7. dxc5 Bxc5 8. Dc2 Rc6 9. a3 Da5 10. Rd2 Bb4 11. cxd5 exd5 12. Bd3 d4 13. O-O Bxc3 14. Rc4 Dh5 15. bxc3 dxe3 16. Rxe3 Bd7 17. Hfd1 Re7 18. c4 Bc6 19. Bg3 Hfe8 20. He1 Had8 21. c5 Hd4 22. Rc4 Dd5 23. Re3 Dh5 24. Had1 Be4 25. Bxe4 Hxe4 26. Rc4 Rc6 27. Hxe4 Rxe4 28. Rd6 Hd8 29. He1 Rxc5 Staðan kom upp á alþjóðlegri skákhátíð sem lauk fyrir skömmu í Kaupmannahöfn í Danmörku. Ísra- elski stórmeistarinn Boris Avrukh (2.641) hafði svart gegn norska koll- ega sínum Jon Ludvig Hammer (2.583). 30. Rxb7! Rxb7 31. Dxc6 Dd1 32. f3 Ra5 33. Db5 Dd4+ 34. Bf2 og svartur gafst upp enda getur hann ekki bæði varist máti og haldið í ridd- arann á a5. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Gamalt og nýtt. Norður ♠D984 ♥76 ♦Á ♣976432 Vestur Austur ♠G1075 ♠K2 ♥G2 ♥109854 ♦DG1093 ♦842 ♣D10 ♣KG5 Suður ♠Á63 ♥ÁKD3 ♦K765 ♣Á8 Suður spilar 3G. Í ellinni virðist allt vera endurtekið efni og það á ekki síst við um gam- alreynda bridsmenn, sem lengi hafa setið undir spilasólinni. „Ég hef séð þetta áður – oft áður,“ segja þeir þunglyndislega og láta sig dreyma um fyrsta skvísinn, eins og aðrir rifja upp fyrsta kossinn. En einstaka sinnum gerist eitthvað nýtt og þá lifnar sálin við. Hvernig á að spila 3G með ♦D út? Ekkert nema kraftaverk í spaða- litnum getur bjargað spilinu. Legan sem þarf er kóngur annar í austur (eða blankur). Spaðaníunni er spilað úr borði og henni rennt til vesturs. Síðar meir fellir ásinn kónginn og loks er áttunni svínað. Þetta skilar þremur slögum á litinn og níu alls, eins til var stofnað. Hafðirðu séð þetta áður? Stjörnuspá (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Metnaður þinn er minni en venjulega og þú finnur fyrir þreytu. Allt sem þú hefur valið til þessa, leiddi þig að þessum tímapunkti. (20. apríl - 20. maí)  Naut Hæfileikar þínir til hugsanaflutn- ings eru í hámarki. En það sem skilur að er óljósi þátturinn sem þarf til þess að geta náð árangri. Gættu þín. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú er að velta fyrir þér leið- um til að bæta heilsu þína og líkamlegt atgervi. En enginn getur gert allt einn. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Fjárhagsleg atriði verða skyndilega mun eftirsóknarverðari í þínum augum. Notaðu eigin dómgreind og fylgdu hjarta þínu er taka þarf ákvörðun. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Gættu þess að sjálfselskan grípi þig ekki svo að þú sýnir samstarfs- mönnum þínum tillitsleysi. Gerðu þér far um að ræða við fólk, því það mun njóta þess sem þú segir. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Mundu að oft er skammt á milli hláturs og gráts. Þér mun farnast vel í viðræðum sem þú getur þurft að eiga við embættismenn og forstjóra í dag. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þetta er góður dagur til þess að kaupa eitthvað fyrir heimilið, ann- aðhvort hannyrðir eða hreinlætisvörur. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það eru ýmsar spurningar á sveimi í kollinum á þér. Mundu að maki þinn á ekki síður kröfur á þig en þú á hann. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þér finnst álagið í vinnunni vera orðið fullmikið. Samræður við nána vini og maka rugla þig bara í ríminu. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það er dásamlegt að hafa duttlungafulla áhrifavalda í lífinu. Segðu öðrum að þú viljir hugsa málin vandlega áður en þú tekur ákvörðun. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú átt auðvelt með að láta aðra halda að þú hafir ráð undir rifi hverju, hvort sem það er rétt eða rangt. Nú er tími fyrir þolinmæði sem leyfir litlum fræjum að vaxa. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þér hefur tekist að verða hluti af aðstæðum sem þig dreymdi mikið um að komast í. Ekki fara ófögrum orðum um náungann. 27. ágúst 1994 Kvikmyndin Bíódagar eftir Friðrik Þór Friðriksson hlaut norrænu Amanda-kvikmynda- verðlaunin. Hún var að mati dómnefndar í senn þjóðleg og alþjóðleg. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Sigríður Sí- vertsdóttir Hjelm, fyrrver- andi sjúkraliði, Hrísmóum 4, Garðabæ, verður sjötug sunnudaginn 30. ágúst. Af því tilefni bjóða hún og eiginmaður hennar, Bragi Eyjólfs- son, ættingjum og vinum heim í vöfflukaffi á afmælisdaginn á milli kl. 15 og 17. 70 ára Rebekka Rut Jónsdóttir, Lenaya Rún Taha Karim og Arnaldur Leó Þrastarson, heimsóttu Barnaspítala Hringsins og færðu honum 10.000 krónur að gjöf, sem er ágóði af tombóku sem þau héldu og pen- ingar sem Rebekka fékk í afmælis- gjöf og Lenya Rún gaf tannféð sitt. Hlutavelta „VIÐ fjölskyldan ætlum að hittast heima hjá mömmu á Akranesi í súpu, kaffi og kökum,“ segir Sigurbjörg Þrastardóttir, ljóðskáld og rithöf- undur, sem fagnar 36 ára afmæli í dag. „Það er nú einn mikilvægari afmælisdagur en minn í fjöl- skyldunni í dag, því systurdóttir mín, Sigurbjörg Helga, verður eins árs. Þetta verður því fyrsta af- mælið okkar saman.“ Þær frænkur eru skírðar í höfuðið á sömu ömm- unni. „En ég vil nú líka meina að hún sé að ein- hverju leyti skírð eftir mér af því hún á þennan af- mælisdag,“ segir Sigurbjörg hlæjandi. Eftirminnilegasti afmælisdagur Sigurbjargar var sá þrítugasti en þá var hún stödd á ljóðahátíð í Slóveníu. „Hátíðin er styrkt af vín- bændum í héraðinu svo við gerðum lítið annað alla daga en að drekka léttvín í vínkjöllurum, borða osta og lesa svo ljóð undir berum himni á kvöldin,“ rifjar Sigurbjörg upp. Hún ætlaði sér að halda afmælinu leyndu en það komst upp og var henni þá fært hunangsvín frá gest- gjöfunum. „Það er ennþá uppáhalds áfengi drykkurinn minn.“ Sigurbjörg mun snúa aftur til Slóveníu nú á sunnudag til að lesa ljóð. Það er spurning hvort hún finnur aftur hunangsvínið góða. Sigurbjörg Þrastardóttir skáld er 36 ára í dag Hunangsvínið heillar enn Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.