Morgunblaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 14
Myken Friðsælt og fagurt.
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
„VIÐ höfum engan til að sinna þessu
starfi, maðurinn sem sinnti því er
kominn um áttrætt og varð að láta af
störfum. Við erum aðeins 16 manns á
eyjunni að staðaldri en samgöngur
við fastalandið eru okkur mjög mik-
ilvægar,“ segir Bjørn Skauge, íbúi á
eyjunni Myken við strendur Noregs.
Íbúarnir leita nú að manneskju til
starfa á bryggjuna við að ferma og
afferma ferju sem kemur daglega
með vistir og nauðþurftir.
„Við vitum að efnahagskreppan
hefur gert ykkur erfiðara fyrir en
okkur og flestum hér þykir Íslend-
ingar og Norðmenn vera tengdir
sterkum böndum,“ segir Skauge,
inntur eftir því af hverju eyjar-
skeggjar snúi sér til Íslendinga með
atvinnutilboðið.
Afskekkt en friðsælt
Skauge segir það vissulega svo að
erfitt hafi reynst að manna stöðuna
þar sem eyjan sé fámenn og nokkuð
afskekkt. „Við erum einangruð og
langt í hafi úti og auglýsingar hafa
því borið lítinn árangur,“ segir
Skauge.
Hann segir samfélag íbúanna á
eyjunni vera mjög gott þrátt fyrir
mannfæðina og að fjöldi fólks komi
þangað til sumardvalar. „Hér er
mikið um að vera þrátt fyrir smæð-
ina, fólk gerir upp húsin á eyjunni,
stundar veiðar og nýtur lífsins við
sjóinn,“ segir Skauge.
Hann biður þá sem hafi áhuga að
skrifa til: bjskauge@online.no.
Vilja Íslending á bryggjuna
Íbúar litlu eyjunnar Myken við Noregsstrendur leita til Íslands eftir starfskrafti
Aðeins 16 manns búa á eyjunni sem liggur rétt norðan við heimskautsbaug
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2009
Eftir Skúla Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
SIGMUNDUR Ernir Rúnarsson,
þingmaður Samfylkingar, neitar því
að hafa verið undir áhrifum áfengis
þegar hann talaði úr ræðustól Al-
þingis að kvöldi 20. ágústs. Þetta
kemur fram í yfirlýsingu sem hann
birtir á vefsíðu sinni.
Sigmundur kveðst hafa neytt víns
með mat fyrr um kvöldið en ekki
kennt áhrifa þess. Í svæðisútvarpi
Ríkisútvarpsins á Austurlandi fyrr í
vikunni var haft eftir honum að
hann hefði ekki bragðað áfengi áður
en hann steig í ræðustól. Þá kveðst
DV hafa heimildir fyrir að þingmað-
urinn hafi verið „æði slompaður“ í
veislu fyrr um kvöldið. Í tilkynningu
sinni skrifar Sigmundur að hann
hafi verið þreyttur og að honum hafi
verið heitt í hamsi vegna ítrekaðra
frammíkalla þingmanna.
Ekki náðist tal af Sigmundi í gær
en hann hyggst ekki tjá sig frekar
um málið fyrr en forsætisnefnd hef-
ur fjallað um það.
„Mér finnst ástæða til að forsetar
þingsins ræði stöðuna í þingsalnum
á fimmtudag og föstudag,“ segir
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrsti
varaforseti Alþingis. Hún segir mál
Sigmundar Ernis vera meðal þess
sem tekið verður fyrir í forsætis-
nefnd að hennar beiðni en aðallega
verði farið yfir framkomu þing-
manna á þinginu að undanförnu.
Ber hún að þing-
menn sýni þing-
haldinu ekki til-
hlýðilega
virðingu.
„Það ætti ekki
að þurfa, það á
bara að ríkja al-
menn skynsemi,“
segir Ragnheiður
innt eftir því
hvort til standi að
setja þingmönnum nánari reglur í
þingsal. Lög um ríkisstarfsmenn
taka ekki til alþingmanna og þeir
lúta aðeins þingsköpum í þing-
störfum sínum. Þar er kveðið á um
þingforseti skuli gera hlé á eða slíta
fundi komi upp „alger óregla“ en að
öðru leyti er ekki kveðið á um hegð-
un eða ástand þingmanna.
Ölvun í ræðustól Alþingis þekkt
„Þetta hefur þekkst og það voru
þónokkur brögð að þessu þann tíma
sem ég var á þingi,“ segir Kristinn
H. Gunnarsson, fyrrum þingmaður,
inntur um hvort hann kannist við að
þingmenn stígi ölvaðir í pontu.
Kristinn sat á þingi frá árinu 1991
þar til í ár, ýmist fyrir Alþýðu-
bandalag, Framsóknarflokk, Frjáls-
lynda flokkinn eða utan flokka.
Kveður hann að þetta hafi liðið und-
ir lok með tíunda áratugnum. „Þetta
er nokkuð sem þingmenn eiga ekki
að gera og þeir sem hafa brennt sig
hafa lært á því.“
Segist ekki hafa
kennt áhrifa í
pontu á Alþingi
Ölvun á þingi lagðist af í lok tíunda
áratugarins segir fyrrum þingmaður
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
GRÍMSÁ í Lundarreykjadal er rétt að smella í þúsund
laxa í sumar, að sögn Jóns Þórs Júlíussonar hjá Lax
ehf. Í fyrra var metveiði í Grímsá, eins og víðar, og gaf
áin þá 2.225 laxa. Veitt er á átta stangir og einungis
leyfð fluguveiði.
„Við eigum töluvert mikið inni því Grímsá er mjög
góð í september. Ég vona að við náum henni í svona
1.400 laxa,“ sagði Jón Þór. Hann sagði veiðina „mjatl-
ast áfram“ þessa dagana.
„Okkur er farið að langa í alvöru haustveður og rign-
ingu,“ sagði Jón Þór þegar hann var spurður um gang
mála í Grímsá. Hann sagði vatnsleysi ekki há Grímsá en
það dofnaði yfir veiðinni þegar veðrið væri lengi
aðgerðarlaust líkt og verið hefði undanfarið. Lengi
væri búið að spá rigningu, en hún léti á sér standa. „Við
erum farnir að bíða, eins og gert er víðar held ég, eftir
vatnavöxtum og rigningu svo þetta komist í gang.“
Góður gangur í Þistilfjarðaránum
Lax ehf. er með þrjár ár í Þistilfirði á sínum vegum,
Hölkná, Hafralónsá og Svalbarðsá. Jón Þór sagði að
mjög vel hefði gengið í Þistilfirðinum í sumar. Þar
hefði ekkert verið nema rigning og þoka í allt sumar,
eða þveröfugt við Borgarfjörðinn.
„Svalbarðsáin stefnir í að vera með albesta móti. Hún
er komin yfir 300 laxa núna og gæti mögulega náð 400
löxum sem ég held að yrði met,“ sagði Jón Þór. Hann
sagði að í Svalbarðsá mætti sjá fiska sem greinilega
væru að ganga í ána í annað skipti. Hollin í Svalbarðsá
hefðu undanfarið fengið hátt í þrjátíu fiska á þrjár
stangir á þremur dögum.
Í Hafralónsá hafa einnig veiðst nokkuð yfir 300 fisk-
ar og Hölkná hefur líka verið með besta móti. Í Hölkná
er búið að veiða á annað hundrað laxa.
Jón Þór sagði að laxinn í Þistilfirði væri mjög vænn.
„Þarna er meirihlutinn stór fiskur. Mikið af fallegum
fiskum milli 80 og 90 sentimetra.“ Öllum fiski er sleppt
í þessum ám í Þistilfirði og einungis veitt á flugu. Í
Hafralónsá má þó hirða smærri fiska.
Veitt er í fyrrnefndum ám í Þistilfirði til 20. septem-
ber. Jón Þór sagði að veiðin gæti verið mjög góð í sept-
ember í Þistilfirði, en meiri spurning væri um veðrið.
Ef hann legðist í norðanátt gæti orðið mjög kalt. Um
daginn kom kuldaskot og hitinn var aðeins 2-3°C þegar
veiðimenn komu út um morguninn.
Laxá í Kjós hefur einnig verið á fínu róli síðustu daga
og er veiðin að komast þar yfir 900 fiska, að sögn Jóns
Þórs. Hann sagði að þar væru menn einnig orðnir lang-
eygir eftir vatnsveðri. Miðað við síðustu ár hefði verið
góð veiði í Kjósinni um mánaðamót ágúst og septem-
ber.
Ljósmynd/Jón Þór Júlíusson
Svalbarðsá Þórður Ingi Júlíusson fékk þennan fallega fisk í Svalbarðsá í Þistilfirði í sumar.
Góð laxveiði í Þistil-
fjarðaránum í sumar
Grímsá er að smella í 1.000 laxa veiði Laxá í Kjós er að
komast yfir 900 laxa Beðið er eftir vatnavöxtum
ÖLL sveitarfélög
sem standa að
rekstri Strætó
bs. bjóða nem-
endum sínum af-
sláttarkort í
strætó eða svo-
kallað nemakort.
Allir nemendur
sem hafa lög-
heimili í Reykja-
vík, Hafnarfirði,
Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ,
Seltjarnarnesi og Álftanesi og
stunda nám í viðurkenndum skólum
á framhalds- og háskólastigi geta
sótt um nemakortið á vefsvæðinu
www. straeto.is.
Nemakortið
fyrir marga
Í strætó Nem-
endur fá afslátt.
Veiði í Eystri-Rangá hefur gengið ágætlega og hafa
veiðst um 80 laxar á dag að meðaltali undanfarið, að
sögn Einars Lúðvíkssonar, framkvæmdastjóra veiði-
félags árinnar. Veitt er á 18 stangir í ánni.
Veiðimet var sett í Eystri-Rangá í fyrra og veidd-
ust þá rúmlega sjö þúsund laxar sem var tvöföld
meðalveiði í ánni. Veiðin var einnig langt yfir með-
allagi sumarið 2007. Einar taldi stefna í að veiðin
yrði yfir meðallagi í sumar. Veitt er í Eystri-Rangá út
september.
Í Eystri-Rangá hefur verið sleppt 200.000 seiðum
á ári allt frá árinu 1996. Árið 2006 var þó sleppt tvö-
falt fleiri seiðum eða 400.000 og skilaði það sér í
góðri veiði sumarið 2007. Einar sagði að nú væri
stefnt að því að auka seiðasleppingar og sleppa
næst um 400.000 seiðum. Seiðin koma aftur í ána
að ári og í litlum mæli eftir tvö ár. Veiðifélagið rekur
sína eigin fiskeldisstöð og nú eru um 600.000 seiði í
eldi í stöðinni.
80 laxar á dag úr Eystri-Rangá