Morgunblaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 35
Menning 35FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2009
Ljósmynd/Martin Bell
Úrvalið sett upp Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafns Akureyrar, og Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari
huga að uppsetningu sýningarinnar í gær og skoða gamla ljósmynd eftir Ólaf K. Magnússon.
mínu á ljósmyndurum og vona að fólk
velti fyrir sér hverja ég er að velja – á
mínum persónulegu forsendum og
míns fagurfræðilega mats,“ segir
Einar Falur.
Spurður hvort hann eigi sér uppá-
haldsljósmyndara á sýningunni segir
hann að erfitt sé að líta framhjá föður
íslenskrar ljósmyndunar, Sigfúsi Ey-
mundssyni. „Ég segi ekki annað en
það að við ljósmyndarar á Íslandi er-
um ennþá að reyna að ná honum. Sig-
fús er mjög merkilegur ljósmyndari,
brautryðjandi á mörgum sviðum og
gríðarlega góður. Mikill listamaður.“
Ljósmyndarar með snilligáfu
Einar Falur segir að þessir þrettán
ljósmyndarar eigi það sameiginlegt
að sköpunin hafi skipt þá miklu máli.
„Það sem ég horfði á í vali mínu var
að ljósmyndararnir hefðu eitthvað
persónulegt til málanna að leggja
sem aðrir höfðu ekki, listrænan
streng, snilligáfu. Þetta er mjög ólík-
ur hópur, tveir þeirra, Jón Kaldal og
Sigríður Zoëga, voru t.d. hreinir
stofuljósmyndarar. Eldri ljósmynd-
ararnir lifðu á sínum stofum en ég vel
myndir sem þeir tóku þegar þeir fóru
út fyrir stofurnar.“
Í tengslum við sýninguna kemur út
í vikunni bókin Úrvalið á íslensku og
ensku. Í henni er úrval verka þessara
þrettán ljómyndara með formála eftir
Hannes Sigurðsson og ýtarlegri um-
fjöllun Einars Fals um ljósmynd-
arana og hugleiðingar hans um þá.
Sýningin Úrvalið: íslenskar ljós-
myndir 1866-2009 stendur til 18.
október í Listasafni Akureyrar en
heldur svo suður og verður opnuð í
Hafnarborg í nóvember.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
LJÓSMYNDASÝNINGIN Úrvalið:
íslenskar ljósmyndir 1866-2009
verður opnuð í Listasafni Akureyrar
á laugardaginn. Þar verða til sýnis
myndir eftir þrettán íslenska ljós-
myndara sem Einar Falur Ingólfs-
son ljósmyndari valdi.
„Þegar Hannes Sigurðsson, for-
stöðumaður Listasafnsins á Akur-
eyri, hafði samband við mig og bauð
mér að setja saman yfirlitssýningu
yfir íslenska ljósmyndun langaði mig
að velja þá ljósmyndara sem væru
tvímælalaust í íslenska landsliðinu í
ljósmyndun og í landsliðinu eru að-
eins þeir bestu. Ég vildi setja smá-
leik í valið en um leið vera grafalvar-
legur og byggja bæði á mínum
persónulega smekk og þekkingu á
ljósmyndasögunni,“ segir Einar Fal-
ur um val sitt á sýninguna.
Fáar konur fæddar fyrir 1960
„Ég fer yfir alla söguna en gaf
mér þó þann ramma að velja ekki
ljósmyndara fædda eftir 1960 til að
þeir hefðu a.m.k. aldarfjórðungs
starfsreynslu. Sýningin byggist á
fólki sem hefur gert ljósmyndun að
ævistarfi. Fæð kvenna í stéttinni
þótti mér mjög erfið en konur fyrri
tíma hættu nánast undantekningar-
laust í faginu þegar þær eignuðust
börn og gengu í hjónaband. Undan-
tekningarnar eru þó tvær sem ég vel
á sýninguna, Nicoline Weywadt og
Sigríður Zoëga, en hvorug þeirra
gekk í hjónaband.
Ég stend og fell með þessu vali
Einar Falur Ingólfsson valdi úrval íslenskra ljósmynda fyrir sýningu í Listasafninu á Akureyri
Ljósmyndari að ævistarfi
Úrvalið Aðalstræti í Reykjavík um
1874 eftir Sigfús Eymundsson.
ÞORVALDUR Þorsteins-
son myndlistarmaður og
rithöfundur heldur fyrir-
lestur í kvöld kl. 20 í Lista-
safni Reykjavíkur, Hafn-
arhúsi. Hann leggur út af
mynd á sýningu Errós í
safninu. Myndin, Trafalgar
1805, sem Erró málaði árið
1977, sýnir Nelson flotafor-
ingja og dauða hans við
Trafalgar. Í fyrirlestrinum
hugleiðir Þorvaldur sönnunargildi blekkingar-
innar, jafnt í verkum sem veruleika Errós. Í
dagskránni styðst hann við margvíslega miðla
í síðbúinni leit að sannleikanum.
Myndlist
Þorvaldur og Erró
á Trafalgar
Þorvaldur
Þorsteinsson
DÓRA Árna opnaði mynd-
listasýninguna mín sýn á
Menningarnótt í listasaln-
um Iðuhúsinu í Lækj-
argötu. Dóra útskrifaðist
frá Listaháskóla Íslands
árið 2002 og starfar ein-
göngu að listsköpun. Þetta
er fimmta einkasýning
hennar. Um sýninguna seg-
ir Dóra: ,,Hugurinn fangar
augnablikið. Skynjunin skapar tilfinningu sem
nær að festa rætur. Á réttum tíma er upplif-
unin sótt og endursköpuð í raunveruleikann.
Landið, alls staðar og hvergi: mín sýn.“
Sýningin er opin alla daga kl. 9-22 til 3. sept.
Myndlist
Sýn Dóru Árna á
sýningu í Iðuhúsi
Dóra Árna
KJALLARI Norræna hússins verð-
ur undirlagður af bókum, bókakaffi,
bókaspjalli og lifandi bókmenntum á
Bókmenntahátíð í Reykjavík, sem
hefst sunnudaginn 6. september.
„Þetta verður eins konar bókaklúbb-
ur hátíðarinnar,“ segir Óttar
Proppé, einn stjórnenda hátíðar-
innar.
Lifandi dagskrá verður í aðalsal
Norræna hússins alla daga hátíðar-
innar frá hádegi, og verður klúbbur-
inn viðbót við hana og opinn frá kl.
13-17 alla dagana. Þar verður kaffi-
sala, sýning á bókum hátíðarskáld-
anna, ljósmyndasýning og bóksala.
Skipulögð skáldadagskrá
Þarna geta bókaunnendur hist og
spjallað yfir kaffisopa um bækur og
skoðað verk skálda sem hafa komið
á hátíðina frá upphafi. Í klúbbnum í
kjallaranum verður einnig skipulögð
dagskrá með þar sem skáld hátíð-
arinnar lesa úr verkum sínum og
segja frá. Að sögn Óttars verður lif-
andi tónlist einnig á dagskránni.
Hjalti Snær Ægisson, fram-
kvæmdastjóri hátíðarinnar, segir að
bókaklúbbur hátíðarinnar verði at-
hvarf fyrir skáldin milli atriða á efri
hæðinni, og gera megi ráð fyrir því
að gestir geti hitt á þau þar. „Þetta
er kærkomið tækifæri fyrir fólk til
að hitta skáldin og þarna verður
hægt að kaupa bækur þeirra og fá
þær áritaðar.“ begga@mbl.is
Kjallara Norræna hússins verður breytt í bókaklúbb á Bókmenntahátíð í Reykjavík í september
Tækifæri til að hitta skáld Bókmenntahátíðar
Morgunblaðið/Kristján G.
Skáldin Isabel Allende og Thor Vilhjálmsson á Bókmenntahátíð 1987.
Á TÍU ára afmælisári sínu
býður Salurinn í Kópavogi
upp á sex tónleika kl. 17.30
á fimmtudögum fram í
október. Jónas Ingimund-
arson fær til sín söngvara í
fremstu röð og kynnir ís-
lenskar einsöngsperlur.
Fyrstu tónleikarnir eru í
dag, og þá syngur Þóra
Einarsdóttir sópran-
söngkona með Jónasi. Bjarki Sveinbjörnsson,
forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands, flytur
stuttan pistil um tilurð laganna og sýndar
verða ljósmyndir af íslenskum listaverkum.
Aðgangur er ókeypis.
Tónlist
Íslenskt og ókeyp-
is í Salnum í dag
Þóra Einarsdóttir
NÍNA Margrét Gríms-
dóttir píanóleikari leikur á
tónleikum í Selinu á
Stokkalæk á Rangárvöllum
í kvöld kl. 20. Á efnis-
skránni verða m.a. verk eft-
ir Mozart, Mendelssohn,
Schubert, Schumann, De-
bussy, Sveinbjörn Svein-
björnsson og Pál Ísólfsson.
Miðaverð er 1.500 krónur
og verður kaffi borið fram í
hléinu. Tónleikarnir eru liður í kynningu á
hinu nýstofnaða tónlistarsetri á Stokkalæk,
sem hentar vel fyrir margs konar tónlistar-
iðkun. Nánar á stokkalaekur.is
Tónlist
Nína Margrét á
Stokkalæk í kvöld
Nína Margrét
Grímsdóttir
Í FYRSTA sinn í sögu Bókmenntahátíðar
verður gefin út bók í nafni hátíðarinnar. Það
er ljóðabók með verkum Griffin-skáldanna,
sem sækja hátíðina heim, en þau eiga það
sameiginlegt að hafa öll unnið til kanadísku,
alþjóðlegu Griffin-verðlaunanna fyrir skáld-
skap sinn.
„Við fengum tilboð frá Griffin-ljóðlistar-
verðlaununum um að þau heimsæktu hátíð-
ina og yrðu með dagskrá. Hún verður loka-
dag hátíðarinnar, laugardaginn 12. septem-
ber. Þetta er einvala lið skálda og í hópnum
er meðal annarra Michael Ondaatje sem skrifaði Enska sjúklinginn.“
Ljóðabókin heitir Birtan í húminu, og í henni eru ljóð Griffin-skáldanna,
bæði á ensku og á íslensku. „Skáldin völdu sjálf ljóð sem þau sendu okkur
en þýðendurnir höfðu líka svigrúm til að velja það sem þeir vildu þýða.“
Meðal þýðenda eru Sjón, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Ólöf Péturs-
dóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir og Kristín Eiríksdóttir.
Birtan í
húminu
Á sýningunni eru níu látnir ljós-
myndarar og fjórir sem enn starfa.
Ellefu þeirra eru karlmenn og tvær
konur.
Ljósmyndararnir eru: Sigfús Ey-
mundsson, Nicoline Waywadt,
Magnús Ólafsson, Pétur Brynjólfs-
son, Sigríður Zoëga, Jón Kaldal,
Ólafur Magnússon, Vigfús Sigur-
geirsson, Ólafur K. Magnússon,
Guðmundur Ingólfsson, Sigurgeir
Sigurjónsson, Ragnar Axelsson og
Páll Stefánsson.
Sigfús Eymundsson (1837-1911)
var fyrsti íslenski ljósmyndarinn
sem náði að gera ljósmyndun að
lífsstarfi. Hann lærði í Noregi og
kom heim til Íslands árið 1866.
Þrettán ljósmyndarar: níu látnir, fjórir lifa