Morgunblaðið - 28.08.2009, Page 2
2 | MORGUNBLAÐIÐ
Útgefandi: Árvakur
Umsjón: Svanhvít Ljósbjörg Guðmunds-
dóttir svanhvit@mbl.is
Blaðamenn: María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir
svanhvit@mbl.is
Auglýsingar: Katrín Theodórsdóttir
kata@mbl.is
Forsíða: Kristinn Ingvarsson
Prentun: Landsprent
Haust og þróttur í hjarta
Hlauparar hafa á mann frískandi áhrif þar sem þeir spretta léttir úr spori um göturnar í
hressandi haustvindinum. Kannski væri nú ráð að drífa sig af stað, fara í hressandi göngu-
ferð, skjótast í ræktina eða fá sér sundsprett.
Haustið er tíminn til að láta sér líða vel með því að rækta líkama og sál. Lífið kemst aftur
í rútínu eftir ferðalög og viðburðaríkt sumar þar sem öllu ægir saman í litríkum kokteil.
Nú er kominn tími til að svitna, hamast og púla og heilsa hausti með þrótti og gleði í
hjarta. Segja sleninu stríð á hendur, stíga upp úr sólstólnum og binda á okkur íþrótta-
skóna. Fara og finna okkur spennandi tíma í líkamsræktarstöð eða hreyfa okkur úti við.
Svo er að muna eftir grænmetinu góða og öllu því holla sem er svo gott fyrir kroppinn til
að hann haldist í góðu ásigkomulagi á komandi vetri.